Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2003, Blaðsíða 18
18 _______________ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 Skoðun dv ión Bjömsson skrifar: Kosingarnar urðu mörgum vinstri kjósendum ofraun. Sam- fylkingin er nú fallin af stalli, for- sætisráðherraefhi hennar komið í pólitískt frí og formaðurinn syngur svilkonunni saknaðarljóð en brosir þó með sjálfum sér og undir niðri. Ekkert annað er í spilunum hjá Samfylkingunni en að bíta á jaxlinn og fara yfir í aðra sálma, óskylda innanlands- málum. Ég spái því að senn muni fyrrverandi frambjóðendur Sam- fylkingarinnar auka nartið í Bush og klifa á írak og „illvirkj- um“ Bandaríkjamanna, líkt og frambjóðandi í 7. saéti Samfylk- ingarinnar í Reykjavík suður lét sig hafa í grein í DV daginn fyrir kjördag. Nema Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir rói á gömul mið, kljúfi sig út úr Samfylkingunni og efni til nýs kvennaframboðs. Það myndi hugnast t.d. konunum í Samfylk- inngunni sem klifa á þeim „slæmu tíðindum" að konur hafi hlotið slæma útreið í Sjálfstæðis- flokknum en gleyma því að „þverflautuleikari" Samfylking- arinnar og eina málpípan, Ingi- björg, var felld af kjósendum. Og hvernig átti öðruvísi að fara þeg- ar flestum hinum frambjóðend- um Samfylkingarinnar var hald- ið til baka, þekktum baráttukon- um eins og Jóhönnu Sigurðar- dóttur, Ástu Ragnheiði Jóhannes- dóttur og Bryndísi Hlöðversdótt- ur. Og varla mátti minnast á ný- liðana í flokknum. Sannleikurinn er einfaldlega sá að kjósendur völdu sömu ríkis- stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn stendur mjög sterkur með aðeins 3% fylgisstap eftir 12 ára sam- fellda stjómarsetu. Marklítil eru ummæli einstakra þingmanna, eins og Guðjóns Guðmundssonar Gengu óbundnir til kosninga. - Bindast nú samtökum um áframhaldandi stjórnarsamstarf. „Og annað sannleikskom liggur í loftinu. - Þessir sömu flokkar kunna fyrr en varir að efna til sam- vinnu í borgarstjórn en það leiddi til þess að flokkarnir myndu sameinast um nýjan borgarstjóra, Björn Bjamason, sem leysti af hólmi eftirmann Ingi- bjargar Sólrúnar. “ á Akranesi, „Slæm útkoma flokksins á landsvísu er von- brigði“. Hann náði ekki endur- kjöri og þá eru öll ber súr, líka þau heimaræktuðu. Karlmann- legri eru ummæli samfylkingar- mannsins Gísla S. Einarssonar sem datt út af þingi en segir: „Ánægður með fylgi flokksins á landsvísu. Og bætir við, að ein- hvers staðar hljóti a.m.k. að vanta sópara. Já, mér finnst nú vera komin ríkisstjórn til frambúðar í þessu landi. Fólk vill stöðugleika, bjart- sýni og trausta forystumenn. Meirihlutinn er meira en nægur og hægt að byggja á honum í stórmálum sem upp kunna að koma á Alþingi. Og annað sann- leikskorn liggur í loftinu. - Þessir sömu flokkar kunna fyrr en varir að efna til samvinnu í borg- arstjórn en það leiddi til þess að flokkarnir myndu sameinast um nýjan borgarstjóra, Björn Bjarnason, sem leysti af hólmi eftir- mann Ingibjargar Sólrúnar. Allt er þetta að vísu tals- verð bjartsýni af minni hálfu, en eitt er þó víst að þjóðin er að meirihluta til harðánægð. Helsta aðhlát- ursefnið í dag er „tilboð“ Össurar Skarphéðinssonar til formanns Fram- sóknarflokksins um stól forsætisráð- herra, svo og fimb- ulfamb dósenta og lektora um „lykilstöðu“ Fram- sóknar til myndunar tveggja flokka ríkisstjómar án Sjálfstæð- isflokks. Eina dökka skýið sem ber við himin er ákvörðun opin- bers Kjaradóms um launahækk- un til allra pólitíkusa og örfárra ríkisembættismanna um nær 20% - og sem dagblöðin létu ógert að birta á mánudaginn, í fyrstu blöðunum eftir kosningarnar! Það eru skilaboð um upprisu stéttarfélaga og kröfu þeirra um sömu hækkun launa. - Umfram skattalækkun þá sem þegar hefur verið nánast handsöluð milli stjórnarflokkanna. Ríkisstjórn til frambúðar Sjóleiðina frá Reykjavík Lára Guðmundsdóttir skrifar: Ég las grein eftir Ragnar á Brjánslæk um nýtt farþega- og bílaskip yfir Breiðafjörðinn. Það er mála sannast að gott og stærra farþegaskip yfir Breiða- fjörð er framtíðartónlist í sam- göngumálum þarna vestra. Ég er undrandi á því að ekki skuli enn vera komin farþega/bíla- ferja sem siglir frá Reykjavík í kringum landið. Skipaútgerðin var lögð niður, hún átti Esju, Heklu og tvö minni strand- ferðaskip. Öll voru þessi skip full af farþegum yfir sumartím- ann. Eitt skip í dag væri ekki sá baggi á ríkinu að það myndi sligast undan því, auk þess sem ég er þess fullviss að svona skip stæði undir sér í dag rekstrarlega. Við hafnarbakk- ann í Reykjavík má sjá glæsi- leg farþegaskip nær daglega sumarlangt. Hvorki skip í kringum landið né til útlanda - frá Reykjavík - er hneyksli hjá eyþjóð eins og íslendingum. Ekki einu sinni eitt íslenskt farþegaskip? „Utgerðin myndi smátt og smátt missa kvótann til sveitarfélagsins." Sölvi Lárusson sjómaöur skrifar:________________ Með því að láta sjómennina sjálfa fá kvótann til afnota (ekki til eignar) er hægt að stuðla að at- vinnuöryggi þeirra. En það hefur ekki verið upp á marga fiska hing- að til (allflestir sjómenn eru með viku uppsagnarfrestj.ÝDæmi er um að útgerðarmenn hafi selt all- an kvótann, látið sig hverfa og skilið sjómenn og fjölskyldur þeirra eftir með tómar hendur og byggðarlagið með auðar bryggjur. Þetta gæti gerst á nokkrum dög- um. - Eða hvað myndu ráðherrar og þingmenn gera ef þeim væri nú sparkað út úr ráðuneytum og þingsölum einn daginn þegar þeir ættu síst von á? Tillaga mín að nýju kerfi er á þá leið að sjómenn dagsins í dag fái kvótann til sín, þ.e.a.s. áhafnir á hveiju skipi eða útgerð í heild fengi það magn sem því fylgdi og „Tillaga mín að nýju kerfi er á þá leið að sjó- menn dagsins í dag fái kvótann til sín, þ.e.a.s. áhafnir á hverju skipi eða útgerð í heild fengi það magn sem því fylgdi og myndi deilast jafnt á milli skipverja sem gœtu ekki selt sinn hlut. “ myndi deilast jafnt á áhöfnina sem gæti ekki selt sinn hlut. Ef skipverji hætti á sjó fengi sveitarfélagið umsjón með hans hlut með þeim skilyrðum að skip- ið hjá þessari útgerð fengi aö veiða þann hlut. Til að viðhalda og gefa nýliðum möguleika á að komast á sjó og í útgerð mætti út- hluta þeim skipverjum einhverrri prósentu af þeirra hlut til að veiða. Ef þeir næðu ekki að veiða þann hlut færi sá hlutur til sveit- arfélagsins á þeim stað sem út- gerðin er og myndi það þá úthluta kvótanum í því sveitarfélagi. Með þessu móti myndi útgerðin smátt og smátt missa kvótann til sveitarfélagsins. Og þegar úthlut- að væri aukningu á kvóta, færi sá hlutur á áhafnir skipanna sem stunda veiðar þann tíma. Skipt- ingin milli skipa færi eftir veiði- reynslunni líkt og er nú. Þetta myndi hægja enn meira á aflatap- inu fyrir útgerðina í dag (Sam- herja, Granda, Þormóðs ramma- Sæbergs og fleiri). Þegar upp væri staðið myndi sveitarfélagið og þjóðin fá auðlindina til afnota, ekki bara nokkrir menn. - Með þessu kerfi myndu útgerðir í dag væntanlega lifa af, sem ég líka vona að verði. Tillaga að breytingu á kvótakenfinu Vill einhver víkja sæti? Hver stendur upp? Egill Guðmundsson hringdi: Margir undrast flumbruhátt og allt að því dómgreindarleysi Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur að yfirgefa borgarstjórastólinn í höf- uðborginni. Það gat brugðið til beggja vona um þingsæti eins og komið hefur á daginn. Ég tel lík- legt - miðað við fyrri áherslur frúarinnar og ákafa, að hún leiti fanga hjá öðrum þingmönnum Samfylkingarinnar, að standa upp, víkja sæti, eins og áður eru dæmi um. Ekki eru mörg ár síð- an Ellert B. Schram, þáv. kjörinn alþingismaður, stóð upp í tvígang, fyrst fyrir Pétri heitnum Sigurðssyni og síðar Geir Hall- grímssyni. Að vísu var Ellert umbunað fyrir vikið - fékk rit- stjórastöðu. í dag myndu ekki margir tilbúnir að standa upp fyrir Ingibjörgu Sólrúnu, nema þá formaðurinn Össur. Stöð 2 betri Hilmar Sigurðsson skrifar: Ég horföi á kosningasjónvarp beggja sjónvarpsstöðva að kvöldi kosningadags og fram eftir nóttu. Ekki nokkur spurning: Stöð tvö stóð sig betur. Ég er ekki að segja að Sjónvarpið hafi staðið sig illa. Þetta er þaulvant fólk, en samt... Stöð 2 birti t.d. bæði kosningatöl- ur ásamt prósentum með hverri nýrri talningarfrétt, en það gerði RÚV-sjónvarpið ekki ef ég man rétt. Hlutur Árna Snævarrs var eftirtektarverður sakir ferskleika og betri útskýringa á fylgi flokk- anna. Gömul innskot Sjónvarps- ins úr Spaugstofunni féllu í grýtt- an jarðveg. Já, það getur verið vanþakklátt að starfa fyrir ríkið. Rýnnun hjá konum? Halla Guðmundsóttir skrifar: Mikið óskaplega finnst mér leiðinlegt þegar kynsystur mínar hrópa á hjálp í hvert sinn þegar eitthvað kemur upp sem bendir til að konur fái ekki þann fram- gang sem kannski var stefnt að. Þetta er t.d. orðin regla í stjórn- málunum. Óánægja með rýran hlut kvenna i þingkosningum, segir í fréttafyrirsögn. Er einhver ábyrgur fyrir þessum „rýra“ hlut kvenna? Getur Femínistafélagið t.d. rétt hlut kvenna? Og er tryggt að ein ríkisstjóm verði betri, ábyrgari með 10 konur og tvo karla sem ráðherra? Hafa konur ekki deilt heiftarlega á konur í ráðherrastóli? Reynum nú að vera niðri á jörðinni, kæru kyn- systur. Klaufskir konsúlar Elias hringdi: Ég frétti frá syni mínum, sem ætlaði að neyta atkvæðisréttar síns á meginlandi Evrópu, að hann gekk bónleiður af fundi við- komandi ræðismanns eða kon- súls. Það voru ekki fleiri kjörseðl- ar tO! Er þetta ekki hrein hand- vömm og kæruleysi þessara kon- súla? Ekki vantar að nóg er búið að planta ræðismönnum um heiminn. Eða er þetta hugsanlega handvömm íslenskra ráðuneyta, utanríkis- eða dómsmála? Á þessu verður að taka og láta ekki svona endurtaka sig. ís- lenskir ríkisborgarar hafa ský- lausan rétt tO kjörgengis í Evrópulöndum a.m.k. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í sfma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.