Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.2003, Síða 7
MÁNUDAGUR 26. MAÍ 2003
23
I>V
Sport
Viöureign Stjorn-
unnar og Afturetd
ingar í Garðabæ i
gær var lítt spenn
öi
ö
markalausu jafn-
tefli. Stjörnumaö-
urinn Sveinn
Magnússon reynir
hér aö komast
fram hjá Mosfell-
ingnum Alberíi Ás-
valdssyaí.
DV-mynd PÖK
'
‘f m
- þegar Stjarnan og Afturelding skildu jöfn, 0-0, í döprum og tilþrifalitlum leik í Garðabæ
Leikur Stjörnunnar og Aftureld-
ingar í Garðabænum í gær fer seint
í sögubækurnar. Hann var vægast
sagt daufur og tæplega 100 áhorf-
endum var ekki skemmt. Fóru þeir
sneyptir heim á leið að leik loknum
enda lauk honum með markalausu
jafntefli.
Stjömumenn vom betri aðilinn í
leiknum frá upphafi. Þeir stýrðu
umferðinni á meðan leikmenn Aft-
ureldingar lágu í skotgröfunum og
freistuðu þess að beita skyndisókn-
um. Þrátt fyrir ágætt spil á köflum
gekk Garðbæingum bölvanlega að
opna vörn Mosfeflinga og þegar það
gerðist tókst þeim ekki aö koma
boltanum fram hjá Axeli Gomez í
marki Aftureldingar. Skyndisóknir
gestanna í fyrri hálfleik voru mátt-
lausar og gekk þeim ákaflega illa að
halda boltanum innan liðsins.
Stjömumenn mætti mjög ákveðn-
ir til síðari hálfleiksins og juku
sóknarþungann jafnt og þétt. Þeir
komust einna næst því að skora
þegar Dragoslav Stojanovic átti
bylmingsskot á 65. mínútu sem
hafnaði í þverslá. Stojanovic var aft-
ur á ferðinni tíu minútum síðar þeg-
ar hann fékk glæsilega sendingu
inn fyrir vörn Aftureldingar frá Vii-
hjálmi Vilhjálmssyni. Hann reyndi
að lyfta boltanum yfir Axel sem sá
við honum og varði glæsilega.
Leikurinn opnaðist örlítið á
lokamínútunum og sáust þá nokkur
færi en markverðir beggja liða voru
vel á tanum og vörðu oft meistara-
lega. Niðurstaðan varð því jafntefli
sem Mosfeliingar sætta sig örugg-
lega vel við en Garðbæingar hljöta
að gráta horfin stig.
Bjarki Guðmundsson átti ftnan
leik í marki heimamanna og greip
oft virkilega vel inn i leikinn þegar
vörn Stjörnumanna opnaðist en
hún var oftar en ekki á tæpasta vaði
í þessum leik. Þjáifarinn Valdimar
Kristófersson lék þó ágætlega í mið-
verðinum. Vilhjálmur var fínn á
miðjunni - dreifði spilinu vel og átti
nokkrar ágætar skottilraunir.
Dragoslav átti síðan ágæta spretti
inn á milli.
Axel Gomez átti stórleik hjá Mos-
fellingum og þeir geta þakkað hon-
um stigið. Vörn liðsins lék einnig
ágætlega og fór Magnús Einarsson
þar fremstur í flokki. Annars var
spilamennska liðsins ekki á háu
plani og voru leikmennimir lengst-
um í mestu vandræðum með að ná
þrem sendingum sín á milii. Sturla
Guðlaugsson var þó ágætur á kant-
inum og átti nokkrar ftnar sending-
ar sem ollu hættu. Henning Jónas-
son var oft ágengur í teignum og
var klaufi að skora ekki.
Vantaöi greddu
Valdimar Kristófersson, þjálfari
Stjömunnar, var ekki sérstaklega
kátur þegar DV-Sport náði tali af
honum i leikslok.
„Þetta var ekki nógu gott. Ef við
ætlum okkur eitthvað i þessari
deild verðum við að taka 3 stig á
heimavelli. Annars var ég mjög
ánægður með strákana. Þeir spil-
uðu vel en það vantaði alltaf síðustu
sendinguna til að klára dæmið og
strákarnir voru ekki alveg nógu
graðir í teignum. Menn þurfa að
vera graðari i boltann ef þeir ætla
að skora.“
Maður leiksins: Axel Gomez,
Aftureldingu. -HBG
Jafntefli á Þórsvellinum
0-1 Þorsteinn Gestsson .......(70.)
1-1 Jóhann Þórhallsson........(75.)
Þór og HK skildu jöfn, 1-1 í fyrstu
deild karla á Þórsvellinum i gær.
Þórsarar vom meira með boltann
í byrjun leiks en leikmenn HK virt-
ust líklegri tii að skora og vel út-
færð upphlaup þeirra vom stór-
hættuleg.
Á 14. minútu fengu gestirnir
guliið tækifæri til að komast yfir.
Þá var dæmd vítaspyma þegar brot-
ið var á Þorsteini Gestssyni en Zor-
an Panic skaut í stöng. Bæði lið
fengu ágætis færi til að skora fram-
an af leik en inn vildi boltinn ekki.
Á 55. mín. átti Zoran hörkuskot ut-
an við teig sem smaii í tréverkinu.
HK menn tóku síðan forystima á
70. mínútu þegar Þorsteinn Gests-
son fékk sendingu inn fyrir vöm
heimamanna og afgreiddi boltann
örugglega í netið, fram hjá Atla M.
Rúnarssyni í markinu.
Það tók hins vegar heimamenn
einungis 5 mínútur að jafna leikinn.
Þórsarar tóku homspyrnu, HK-
menn hreinsuðu en boltinn barst
aftur inn í teig þar sem Jóhann Þór-
halisson stóð einn og óvaldaður fyr-
ir framan markið og skaut öruggu
skoti fram hjá Gunnleifi í markinu.
Þórsarar náðu að skora mark á
lokamínútu leiksins en það var
dæmt af vegna rangstöðu.
Gunnleifur var sterkur i markinu
hjá HK, öryggið uppmálað í teign-
um og óhræddur við að fara út í háu
boltana.
Báðir miðverðimir, þeir Ásgrím-
ur og Guðbjartur, áttu skinandi leik
og náðu að halda eitruðum sóknar-
mönnum heimamanna niðri lengst-
um. Zoran Panic spiiaði vel og Þor-
steinn var síógnandi frammi.
í jöfnu liði heimamanna átti Ingi
Heimisson skinandi leik og þegar á
leikinn leið kom Jóhann Þórhalls-
son sterkur inn og skapaði oft og
tíðum usla í vörn gestanna, oftast
nær eftir góðar sendingar frá Orra
Óskarssyni á miðjunni. Þórsarar
söknuðu Hlyns Birgissonar leiðtoga
sins í vöminni, en hinn gamal-
reyndi kappi Páli Gíslason tók að
sér þaö hlutverk í leiknum og leysti
vel.
Maður leiksins: Ásgrímur Al-
bertsson, HK. -ÆD
KNATTSPYRNAJ ~
2o BBÖILB
Léttir-fR ...................0-3
0-1 Óskar Alfreðsson (27.), 0-2 Engil-
bert Friðfinnsson (76.), 0-3 Óskar Al-
freðsson (88.).
KFS-Selfoss..................2-1
1-0 Davíð Egilsson (17.), 1-1 Ingþór
Guðmundsson (75.), 2-1 Hafþór
Rúnarsson (90.).
Vlöir-KS ....................1-0
1-0 Kári Jónsson (68.).
Tindastóll-Sindri............2-0
1-0 Elías Ámason (57.), 2-0 Elías
Árnason (65.).
Fjölnir-Völsimgur............2-3
0-1 Ásmundur Arnarson (14.), 1-1
ívar Bjömsson (58.), 2-1 Andri
Gunnar Andrésson (64.), 2-2 Baldur
Sigurðsson (83.). (75.), 2-3 Staðan: Boban , Jovic
Völsungur 2 2 0 0 9-4 6
Víðir 2 2 0 0 5-1 6
ÍR 2 1 0 1 5-3 3
Fjölnir 2 1 0 1 5-5 3
KS 2 1 0 t 2-2 3
Tindastóll 2 1 0 1 4-6 3
KFS 2 1 0 1 3-5 3
Selfoss 2 0 1 1 2-3 1
Sindri 2 0 1 1 1-3 1
Léttir 2 0 0 2 1-5 0
A-ridill
Víkingur Ó.-Deiglan ...........1-0
Númi-Grótta....................2-2
Drangur-Skallagrímur...........0-2
B-rióill
Hamar-lH ......................1-4
Leiknir R.-Ægir................9-1
Afríka-Freyr...................0-2
C-riðill
Reynir Á.-Vaskur...............2-1
Magni-Hvöt.....................2-2
Neisti H.-Snörtur..............4-3
D-riöill
Einheiji-Neisti D..............1-3
Huginn-Fjarðabyggð ............3-2
Sigurður fep
til Snæfells
Samkvæmt heimildum DV
hefur Sigurður Þorvaldsson, sem
leikið hefur með ÍR undanfarin
ár í Intersport-deildinni, ákveðið
að yfirgefa herbúðir félagsins og
leika með Snæfelli næsta vetur.
Sigurður er 23 ára og lék sína
fyrstu landsleiki á miUi jóla og
nýárs. Þetta er mikiU missir fyr-
ir ÍR-inga þar sem Sigurður hef-
ur verið einn besti leikmaður
liðsins og griðarlega mikilvægur
í sókninni. Að sama skapi er
þetta mikfll liðsstyrkur fyrir
Snæfell og ljóst er að menn þar á
bæ ætla sér stóra hluti næsta
vetur. ÍR-ingar gætu misst fleiri
leikmenn fyrir næsta tímabil þar
sem Hreggviður Magnússon
hyggur á nám í Bandaríkjunum
í 3. deildar háskóla. -Ben
Mitre Nitro Hg gervigrassk.,
Mitre Turbo takkaskór,
barnast. 36-38,5.
Kr. 3-990,-
Mitre T urbo takkaskór,
Mitre Nitro Hg gervigrassk.,
Jói útherji
knattspyrnuversl u n
Ármúlíj 36 » símí 588 1560