Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2003, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 DV Fréttir Mikill vandi steöjar aö Raufarhöfn eftir uppsagnir hjá Jökli: Byggðin að leggjast af Uppsagnir á Raufarhöfn Ótti ríkir um framtíö Raufarhafnar eftir uppsagnir starfsfóiks Jökuls. Þingmenn kjördæmisins hafa komiö saman til aö ræöa máliö og byggöaráöherra og félagsmálaráöherra hafa skipaö nefnd til aö huga aö aögeröum. „Eg held að í kjölfar þessara uppsagna muni byggð hér á Rauf- arhöfn leggjast af,“ segir íbúi á Raufarhöfn. Öllum starfsmönnum Jökuls verður sagt upp um mán- aðamótin en alls starfa 50 manns hjá félaginu. Um 300 íbúar eru á Raufarhöfn og hefur þeim farið hratt fækkandi á síðustu árum. Viövarandi taprekstur Meginástæða uppsagnanna er sögð vera viðvarandi og umtals- vert tap á rekstri fyrirtækisins. 96 milljóna króna tap var á rekstrin- um í fyrra og fyrstu fjóra mánuði þessa árs var tapið 26 milljónir króna en ástæður taprekstrarins eru aðallega raktar til verðlækk- unar á afurðum. Vinnslu í Jökli verður því breytt og áhersla lögð á framleiðslu léttsaltaðra þorskaf- urða en 20 manns mega eiga von á því að verða endurráðnir og starfa hjá hinu nýja félagi. „Við teljum okkur hafa reynt til fullnustu allar leiðir til að snúa af leið núverandi taprekstrar, en því miður án árangurs. Það var því ekki um annað að ræða en bregö- ast við breyttum forsendum í rekstrinum með þeim hætti sem viö gerum nú,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Brims ehf., dótturfélags Eimskips sem er eigandi Jökuls. Stjórnvöld grípi til aðgeröa Þetta er gríðarlegt áfail fyrir Raufarhöfh en fólksfækkun þar hef- ur verið með því mesta sem þekkist hér á landi undanfarin ár. Nú sjá íbúar fram á enn erfiðari tíma og hafa þeir farið fram á það við stjórn- völd að eitthvað verði gert í málefn- um þeirra. Þingmenn Norðausturkjördæmis komu saman til að ræða stöðu Rauf- arhafnar í kjölfar uppsagnanna og voru þeir sammála um að grípa yrði til aðgerða með hjálp Byggöastofn- unar og Atvinnutryggingasjóðs. Þá hafa Valgerður Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, og Ámi Magnússon félagsmálaráðherra ákveðið að skipa starfshóp sem á að leggja fram tillögur um hvernig hægt sé að bregðast við þeim vanda sem steðjar að Raufarhöfn. Hópur- inn er skipaður einum aðila frá hvoru ráðuneyti auk forstjóra Byggðastofnunar og mun hópurinn fljótlega halda til Raufarhafnar til að funda með heimamönnum. Svartsýn á framhaldiö „Fólki hefur fækkað mikið hérna undanfarin ár og þetta verður ekki til að bæta úr skák. Atvinnufram- boðið er hér ekkert þannig að við erum svartsýn á fram- haldið,“ segir íbúi Raufarhafnar. Verkalýðsfélág Raufarhafnar mun funda um málið í dag en sveitar- stjómin kom sam- an í gær og mun aftur funda um málið í dag. Fjöldi erlendra ríkis- borgara er búsettur og starfandi á Raufarhöfn og koma uppsagnimar sér illa fyrir þá, sérstaklega þá sem em ekki komnir með varanlegt at- vinnuleyfi. Litlar líkur eru á að þeir veröi endurráðnir en auk þess er ungt fólk sem starfar hjá Jökli illa sett þar sem það hefur lítinn starfs- aldur. Þetta fólk verður því að leita til annarra byggðarlaga eftir vinnu nema eitthvað róttækt verði að gert til að snúa þróuninni við. -áb Allt á fullu hjá Helga: Mokar sjálf- ur við nýja kjúklinga- bitastaðinn „Við erum að ljúka breyíing- um á húsnæðinu, hér ætlum við að opna nýjan KFC-stað og Snæ- landsvídeó um helgina," sagði Helgi Vilhjálmsson, eigandi KFC á Selfossi, í gær. Helgi var á fullu með verktökunum að ljúka frá- gangi utandyra, óragur við að taka á skóflunni. Innanhúss voru iðnaðarmenn að gera allt klárt. Helgi er að flytja sig um set á Selfossi. „Ég er búinn að vera með reksturinn fyrir utan Ölfusá í tíu ár, nú ætla ég að reyna fyrir mér hérna meg- in, það kemur síðan í ljós hvort þetta er betri staðsetning, menn segja mér að hér sé vænlegri staðsetning til reksturs,“ sagði Helgi og hélt áfram verki sínu af krafti. -NH DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON Olatur mllljónamærlngur Helgi í Góu hefur alltaf veriö þróttmikill einstaklingur og ólatur viö aö vinna verkin. Hann var aö moka viö nýjan kjúklingabitastaö sinn í gær. DV í átaki til aö hjálpa fólki aö hætta að reykja: Notaðu fpíiö til að hætta að Átakið „Notaðu fríið til að hætta!“ hefst í DV á morgun. Mun Guðbjörg Pétursdóttir hjúknmar- fræðingur gefa fólki, sem vill nota sumarið til að hætta að reykja, góð ráð. Guðbjörg, sem starfar á lungnadeildinni á Reykjalundi, hefur um árabil fengist við reyk- ingavarnir og aðstoðað ótalmarga við að hætta aö reykja. Það er því mikill fengur fyrir lesendur DV að fá að njóta leiðsagnar Guöbjargar en pistlar eftir hana verða birtir reglulega í DV næstu mánuði, sá fyrsti í blaðinu á mánudag. Eins og flestum er kunnugt eru afleiðingar reykinga eitt helsta heilbrigðisvandamál nútímans og kosta að minnsta kosti einn ís- peykja! lending lífið daglega. Þetta er gíf- urleg fórn fyrir þá nautn sem reykingarnar veita. Ekki kæmi á óvart þótt brugðist yrði harkalega við ef umferðin tæki slíkan toll en til samanburðar má nefna að und- anfarin ár hafa að meðaltali 24 lát- ið lífið eftir umferðarslys hér á landi. Lesendur, bæði þeir sem reykja og hipir sem ekki reykja, eru hvattir til að fylgjast með þessu átaki frá byrjun. Guðbjörg mun upplýsa af hverju hún telur sum- arfríið heppilegan tíma til að hætta að reykja og hjálpar fólki að taka afdrifaríka ákvörðun til heilla fyrir sig og sína og fylgja henni eftir. -hlh DV-MVND E.ÓL. Gömul verbúö brennur Mikill eldur kom upp í gömlu húsi viö Strandgötu í Hafnarfiröi á miö- vikudag. í húsinu voru geymd net og uröu miklar skemmdir á því. Tveir tólf ára strákar hafa viöurkennt aö hafa kveikt í húsinu. Þeir voru aö leika sér meö eld inni í húsinu sem breiddist síðan út. Ríkið greiði bætur: Lögreglu bar að leiðbeina Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða konu 1,8 milljónir króna í bætur fyrir líkamstjón sem hún varð fyrir árið 1997, þegar hún vann á sam- býlinu á Sólheimum í Grímsnesi. Konan sagði að einn heimilis- manna hefði kastað sér utan í vegg er hann reiddist, án þess þó að reiði hans beindist að henni, og við það hefði hún fallið í gólfið. Af þessu hefði hún hlotið alvarleg lík- amsmeiðsl, aðallega i baki. Konan sótti um bætur til bótanefndar en nefndin féllst ekki á að skilyrði væru til að greiða henni bætur og höfðaði hún þá mál í því skyni að fá þeirri ákvörðun hnekkt. Konan kærði ekki umrætt brot til lögreglu né krafðist bóta úr hendi brotamannsins en samkvæmt lögum er þaö skilyrði fyrir greiðslu bóta. Dómurinn taldi hins vegar að veigamikil rök mæltu með því að víkja frá því skilyrði þar sem lög- reglu hefði borið að leiðbeina kon- unni um rétt hennar til bótanna en hún hefði ekki gert það. -EKÁ Sex mánaöa dómur: Notfæpði sóp ástand konu Hæstiréttur hefur staðfest sex mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá janúar sl. yfir 26 ára manni sem var dæmdur fyrir að hafa haft samræði við rúmlega tvítuga stúlku í júlí 2001 en hún gat ekki spornað við því sökum ölvun- ar og svefndrunga. Þeim bar saman um fyrir dómi að þau hefðu spjall- að um nóttina og látið vel hvort að öðru óg að hún hefði ekki viljað ganga lengra. Hefði hún þess vegna flutt sig fram í stofuna, en komið aftur að áeggjan hans. Hæstiréttur taldi ljóst að hún hefði gert manninum skýrlega grein fyrir því að hún vildi ekki hafa við hann mök við þær aðstæð- ur sem voru fyrir hendi umrætt sinn. Því hefði honum mátt vera ljóst, þrátt fyrir vinsamleg sam- skipti þeirra áður en þau lögðust til svefns, hver vilji hennar væri í þessu efni. Taldi dómurinn að hann hefði gengið lengra en hann hafði ástæðu til að ætla sér heimilt þegar stúlkan var sofandi og notfært sér þannig svefndrunga hennar vegna þreytu og undanfarandi áfengis- drykkju til að koma fram vilja sín- um. Manninum var einnig gert að greiöa henni 300 þúsund krónur í skaðabætur -EKÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.