Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2003, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 DV Fréttir Héraðsdómur sýknar konu Atla Helgasonar: Kaupmálanum var ekkí ríft Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað konu Atla Helgasonar af kröfu sem Birgir Öm Birgis gerði fyrir hönd þrotabús Atla Helga- sonar en þess var krafist að kaup- mála þeirra hjóna yrði rift. Kaup- málinn var gerður í júlí 2000, rúm- um tveimur vikum áður en þau gengu í hjúskap, en með honum var fasteign þeirra gerö að séreign hennar. Var riftunarkrafan byggð á því að tilgangurinn með kaup- málanum hefði verið sá að koma í veg fyrir að fasteignin myndi standa til fullnustu á kröfum á hendur Atla við gjaldþrot hans. Þeim hefði því mátt vera ljóst á þeim tíma sem kaupmálinn var gerður að gjaldþrot Atla væri yfir- vofandi. Einnig var því haldið fram að kaupmálinn væri gjöf í skilningi gjaldþrotalaga sem heimilt væri að rifta nema sýnt væri fram á að hann hefði verið gjaldfær þrátt fyrir gjöfina. Kona Atla hélt því hins vegar fram að gerð kaupmálans hefði verið eðli- leg ráðstöfun sem hefði ekki haft í för með sér röskun á fjárhags- stöðu Atla. Kaupmálanum hefði verið ætlað að veita henni og dótt- ur hennar tryggingu fyrir því að ekki yrði röskun á högum þeirra þrátt fyrir hugsanlega breytingu síðar á hjúskaparstöðu hennar. Dómurinn taldi að ekki væri hægt að líta á kaupmálann sem gjöf í skilningi laganna. Hann taldi einnig að Atli hefði verið gjaldfær þegar kaupmálinn var gerður. Á þeim tíma var hann hér- aðsdómslögmaður og sá auk þess fram á að geta haft tekjur af knatt- spyrnu og þá einkum sem þjálfari. Þótt skuldir Atla hafi verið um- talsverðar og talsvert umfram eignir taldi dómarinn að ekki hefði farið að bera á vanskilum hjá honum fyrr en í kjölfar þeirra verulegu umskipta sem urðu á lífi hans í nóvember 2000 en hann gerðist þá sekur um manndráp og var af þeim sökum hnepptur í gæsluvarðhald og síðan dæmdur til langrar fangelsisvistar. -EKÁ I! OMMsMbM W McDonald s Þórhiidur Eir, 210694 Eirfkur Eiríksson, 111296 Þorsteinn Petur VÍglundsson, 200899 Rrnór Elí ViSisson, 120394 Briet JÓhanna, 220991 I8unn Kara Valdimarsdóttir, 220593 Birna Dögg, 040697 Róbert Örn Einarsson, 040796 firnór Þór Kristjónsson, 171088 Þóra Lind, 27196 Krakkaklúbbur DV og McDonald's oska .vinningshöfum til hamingju. Vinningshafar vinsamlegast nólgist vinningana í þjónustuver DV, Skaftahlís 24, fyrir 28. júní. Vinningar verSa sendir til vinningshafa úti á landi. Kveðja. TÍgri og Kittý Nafnaleikur a TÍgrafjölskylduna 1. vinningur fer til: Isabellu Diljár Sigursteinsdóttur, 091001 Hamman: Tanja Strákurinn: Tumi Stelpan: Táta 2. vinningur fer til: Birnu Dögg Gunnarsdáttur, 040697 3. vinningur fer til: Helgu Klöru Marteinsdáttur, 040791 Krakkaklúbbur DV oskar vinningshöfum til hamingju. Vinningshafar vinsamlegast nólgist vinningana í þjónustuver DV, SkaftahlíS 24, fyrir 28. júní. C Vinningar verða sendir til vinningshafa úti 6 landi. Kve5i°- T/9,i’ T“mi- Tata og Kitty ídúbbui' M s.-Jr «•) DV DVJWND ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON Allt á fullu í slippnum Óli Óskarsson og Arnar Ómarsson að störfum um borð í Keili Sl í slippnum í sumarblíðunni á Skagaströnd. Slippurinn á Skagaströnd: Bátarnir upp með fyrra fallinu Ólafur Guðmundsson, skipa- smiður á Skagaströnd, byrjaði með fyrra fallinu að taka báta upp í slippnum í vor. Þegar blaðamað- ur DV var á ferðinni var nýkom- inn upp glæsilegur 50 tonna eikar- bátur, Keilir SI-145, í eigu Gunn- ars Júlíussonar á Siglufirði, smíð- aður í Skipavík í Stykkishólmi. Þeir Magnús Sævarsson og Arnar Ómarsson voru að mála byrðinga skipsins og Óli Óskarsson frá Vél- smiðju Karls Berndsen að dytta að búnaðinum. Önfirðingurinn Ólafur Guð- mundsson hefur búið á Skaga- strönd frá því Guðmundur Lárus- son beitti sér fýrir stofnun skipa- smíðastöðvarinnar á Skagaströnd á sinum tíma. Alla tíð hefur Ólaf- ur stjórnað upptöku báta í dráttar- brautinni og nú um nokkurt skeið séð um rekstur hennar. Það var útsýnis- og skemmti- siglingasnekkjan Straumey frá Sauðárkróki sem var fyrsti bátur- inn upp á þessu vori, í kringum sumardaginn fyrsta. Síðan kom Grímsey, 60 tonna bátur frá Drangsnesi, og svo Keilir. Ólafur segir að það hafi komið fyrir að bátar hafi verið teknir upp á þess- um tíma fyrr en yfirleitt sé það tíminn frá maí sem vertíðin byrji, nema einhver óhöpp gerist. „Annars hefur bátunum fækkað svo mikið við allar þessar samein- ingar og svo eru það hraðbátamir, hver á sínum vagni. Þessum bát- um upp undir 100 tonnin hefur fækkað stórlega, sérstaklega í kringum 30 tonnin, og það er orð- in hending að fá tréskip.“ Spurður hvemig verkefnastaðan væri fram á haustið sagði Ólafur að nú orðið væri það aldrei vitað fyrir fram. „Þeir eru ekki vanir að hafa sam- band með miklum fyrirvara, hringja og vilja helst komast upp á morgun. Þetta hangir svona í því að reka sig og hefur ræst sæmilega úr með öðrum verkefn- um,“ sagði Ólafur Guðmundsson. -ÞÁ Dæmdur í héraösdómi fyrir tilraun til manndráps: ÆOaði ekki að vinna henni mein Veittist að fyrrum sambýliskonu Mál Kristjáns Viðars Júlíussonar hefur verið tekið fyrir í Hæstarétti. Kristján Viðar var dæmdur í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar fyrir að ráðast á fyrrum sambýliskonu sína og veita henni mikla áverka. Mál Kristjáns Viðars Júlíusson- ar, sem var dæmdur í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavík- ur í febrúar sl. fyrir líkamsárás og tilraun til manndráps gegn fyrmm sambýliskonu sinni, var tekið fyrir í Hæstarétti í fyrradag. Hann var dæmdur fyrir að hafa veist að henni á heimili hennar við Boðagranda í júlí 2002, hand- leggsbrotið hana, skorið hana með hnífi á augabrún og á háls með þeim afleiðingum að hún hlaut djúp sár og slagæð og bláæð skámst í sundur. Hann var einnig dæmdur fyrir líkamsárás gegn henni á heimili hennar í maí 2001. Fyrir Hæstarétti kraföist sak- sóknari þess að refsingin yfir honum yrði staðfest. Verjandi mannsins taldi hins vegar að Hæstarétti bæri að milda refsing- una þar sem sjö ára fangelsi væri allt of þung refsing. Hann sagði að ósannað væri að um tilraun til manndráps hefði verið að ræða. Maðurinn hefði alltaf neitað því að hafa ætlað að bana konunni eða vinna henni mein. Þau hefðu bæði verið ölvuð og undir áhrif- um fikniefna þegar atvikið átti sér stað. Verjandinn sagði að maðurinn hefði viðurkennt að hafa misst stjórn á sér og veist að henni með hníf. Hann hefði skor- ið í auga hennar en sagðist ekki hafa stungið hana í hálsinn vilj- andi. Þau hefðu lent í átökum um hnífinn og hann hefði síðan stiuigist í hana í öllum átökun- um. Hann sagði að verulegu máli skipti að átökin hefðu komið í kjölfar þess að hún hefði æst hann mikið upp og hefði verknað- urinn verið framinn í stundar- brjálæði. Konan viðurkenndi fyr- ir dómi að hún hefði espað hann upp og sagðist vera töluvert lagin við að „ýta á takka“. Þá benti verjandinn á að þau hefðu haldið sambandi eftir að hann var færð- ur á Litla-Hraun og heföi hún heimsótt hann þangað. Einnig væru þau í símasambandi og því benti ekkert til að hún væri hrædd við hann eins og ákæru- valdið héldi fram. Verjandinn sagði síðan að mað- urinn þyrfti á viðunandi meðferð að halda og ljóst væri að hann væri að kikna undan því álagi sem fangelsisvist fylgdi. Hann var sakfelldur á sínum tíma í Geirfinnsmálinu svokallaða og sagði verjandinn að sú vist og þá sérstaklega gæsluvarðhaldsvistin hefði farið mjög illa í hann. Nú væri hann að upplifa þá martröð aftur og því mikilvægt að hann sæti ekki inni lengur en nauðsyn bæri til. -EKÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.