Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2003, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2003, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 !DV 7 Fréttir Hæstiréttur þyngdi dóm vegna kynferðisbrots: 18 mánaða f angelsi og hálf milljon í bætup Hæstiréttur þyngdi í gær dóm Héraösdóms Vestfjarða yfir rúmlega fertugum manni sem dæmdur var fyrir kynferöisbrot gagnvart þroska- heftri konu í desember 2002. Héraðs- dómur haföi dæmt manninn í 12 mánaöa fangelsi en Hæstiréttur þyngdi dóminn í 18 mánaða fang- elsi. Maðurinn hafði þekkt konuna, sem er tæplega fimmtug, í nokkum tíma. Hann haföi farið heim til hennar umræddan dag án sérstaks tilefnis en þangaö hafði hann aldrei komið áður. Hann var undir áhrif- um áfengis og hafði meðferðis titr- ara. Hann lét hana taka þátt í ýms- um kynferðislegum athöftium sem hún þorði ekki að sporna við sökum hræðslu og hafði að lokum samræði við hana gegn vilja hennar. í hér- aðsdómi sagði að engum meðal- greindum manni sem sæi konuna og ræddi við hana litla stund gæti blandast hugur um að hún væri greindarskert. Hæstarétti þótti sýnt að maðurinn hefði notfært sér trúnað hennar og að hún hefði litið á hann sem vin sinn. Þá þótti nægilega fram komið að brotið hefði ekki verið hugdetta hans á vettvangi heldur fyrir fram skipu- lagt og framið á ófyrirleitinn hátt. Auk fangelsisrefsingarinnar var manninum gert að greiða konunni hálfa milljón í miskabætur. -EKÁ 7' # DVWND NJÖRÐUR HELGASON Handriðið lagað og fært. Starfsmenn Vegageröarinnar eru þessa dagana aö víkka akrein Ölfusártrúar um 17 senímetra. Stjórnendur Árborgar vilja varaniegri úrbætur. Handriðið á Ölfusárbrú fært um 17 sentímetra: Hvergi nærri full- nægjandi breytingar Við færum handriðið 17 sentí- metra frá umferðinni, það rýmkar aðeins fyrir bílana en ætti ekki að hafa áhrif á umferð gangandi," sögðu starfsmenn Vegagerðarinn- ar sem eru þessa dagana að lag- færa handrið á göngubrautinni á Ölfusárbrú á Selfossi. Skipulags- og byggingamefnd og bæjarráð Árborgar hafa ályktað um gangbrautina á Ölf- usárbrú. Breytingin á handriðinu var samþykkt í vor en jafnframt bent á að vandamál með handrið gangbrautarinnar sýni augljóslega fram á þörfína á sérstakri göngu- brú yfir Ölfusá til að tryggja ör- yggi gangandi vegfarenda. Bæjar- ráð Árborgar hefur tekið undir þetta sjónarmið og telur þessa að- gerö hvergi nærri fullnægjandi til að greiða fyrir umferð eða auka öryggi gangandi og akandi vegfar- enda um brúna. Það sem horft er til á Selfossi er að gerð verði göngubrú við hlið brúarinnar. Með því nýtist öll breidd brúargólfsins fyrir akandi umferö og öryggi gangandi vegfar- enda verði tryggt. -NH SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SÍMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deiliskipulag í Reykjavík í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að deiliskipulagsáætlun í Reykjavík: Stakkahlíð, Hamrahlíð, Bogahlíð. Tillaga að deiliskipulagi reits sem afmarkast af Stakkahlíð, Hamrahlíð og Bogahlíð. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að leyft verði að rífa atvinnu- húsnæði að Stakkahlíð 17 og byggja tvílyft fjölbýlishús með neðanjarðarbílgeymslu Á fyrrum gæsluvallarlóð og leiksvæði að Stakkahlíð 19 er gert ráð fyrir að heimilt verði að byggja tveggja deilda leikskóla. Sunnan þeirrar lóðar er afmarkaður göngustígur milli Stakkahlíðar og Boga- hlíðar. Gert er ráð fyrir að gönguleið fyrir framan lóðina nr. 17 við Hamrahlíð verði bætt og afmörkuð að höfðu sam- ráði við eigenda hússins til þess að auka öryggi. Að öðru leyti er ekki gert ráð fyrir breytingum á lóðum og húsum á svæðinu. Nánar vísast í kynningargögn. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8.20 - 16.15 og fimmtudaga til 18.00, frá 30. maí 2003 til 11. júlí 2003. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviósins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við hana skal skila skriflega til Skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipu- lagsfulltrúa) eigi síðar en 11. júlí 2003. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 30. maí 2003. , Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Gullfalleg handmálud veggskilrúm, kistlar, kommóður og blómapottar. Á MJÖG GÓÐU VERÐI! Eftirfarandi verslanir bjóða þessar vörur: Blómabúðin Dögg, Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði Blómahafið við Gullinbrú, Stórhöfða 17, Rvk /1 homi Laugavegar og Klapparstígs / /cihis öluiircjing

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.