Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2003, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2003, Blaðsíða 26
30 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 z*. >-.s ,í.*j FH*ittgar létsu a aís öddí í É& Kaplakrika í gðsr. Hér sest B| Danian Allan Borgvardt 'WT bursta skóna á landa stfTum, 'B, Tommy Nielsen. eftk að sá ' yl Slöarnetndí fiaföi skoraö úr ; vitaspyi’nu. Viötr.Léifssdn; Atii Viöar BJörnsson og Jon \ Pórgrtmur .stpnda ,til hliöar bg Háfa gántan -áf tilþurÓUrti Dan- anna. b,V-mynd.Pjehir - Sport DV Frábær leikur FH-inga á heimavelli sínum í Hafnarfirði gegn Broflend hjá Valsmönnum sem náðu ekki að fylgja eftir góðri byrjun FH-ingar héldu áfram aö blása á allar hrakspár í gær er þeir væng- stýíðu Valsmenn niður úr háloftun- um og unnu öruggan sigur, 4-0, á heimavelli sinum í Kaplakrika. FH- ingar eru því taplausir eftir þrjá leiki í deildinni og hafa aðeins feng- ið á sig eitt mark. Valsmenn verða aftur á móti að ná sér aftur niður á jörðina þvi ef þeir leika eins og þeir gerðu í gær verður tímabilið langt og erfitt hjá þeim. Það var fátt sem benti til þess í upphafi leiks að FH-ingar myndu valta yfir Valsarana því það voru gestimir sem byrjuðu mjög frísk- lega. Þeir létu boltann ganga hratt og voru mjög hreyfanlegir. FH-ingar tóku aftur á móti þann pól í hæðina að liggja aftarlega, leyfa Völsurun- um að koma og reyna svo að sækja hratt. Þrátt fyrir að Valsaramir réðu ferðinni gekk þeim afar illa að skapa sér færi og alltaf þegar -þeir nálguðust vítateig FH-inga fjaraöi undan sóknunum. Skyndisóknir FH-inga bar síðan ávöxt á 15. mínútu þegar Atli Viöar Bjömsson fékk kjörið færi til þess að taka forystuna fyrir FH-inga. Jón Þorgrimur gaf glæsilega stungu- sendingu á hann, Atli var einn á auðum sjó en missti boltann of langt frá sér og Ólafur komst í hann. Það fiskaðist aftur á móti betur tæpum fimm mínútum síðar þegar Allan Borgvardt lék laglega inn í teig Valsara. Guðni Rúnar Helgason mætti honum, braut klaufalega af sér og Bragi Bergmann dæmdi víta- spymu. Úr spymunni skoraði Dan- inn Tommy Nielsen af öryggi. Þrem mínútum síðar náðu FH-ingar glæsilegri sókn upp vinstri kantinn sem endaði með því að Jón skaut af vítateigshominu í nærhomið og inn lak boltinn. Reyndar hafði hann viðkomu í Ólafi markverði sem að ósekju hefði átt að verja. Eftir markið fór leikurinn í sömu skorður og í upphafi - Valsmenn vom með boltann, sköpuðu sér lítið og FH-ingar beittu skyndisóknum. Eina færi Valsmanna i fyrri hálfleik kom eftir hálftíma leik þegar Ár- mann Smári Bjömsson skallaði boltann að marki eftir homspymu. Boltinn fór beint í Jóhann Hreiðars- son og síðan í vamarmann FH-inga sem stóð á marklínu. Atli Viðar hefði hæglega getað bætt við þriðja markinu skömmu síðar þegar hann fékk frían skalla í markteig en bolt- inn fór rétt fram hjá stönginni. Það var mikið fjör síðustu mínút- umar i fyrri hálfleik þegar Bragi spjaldaði þrjá leikmenn. Hann gaf tveim FH-ingum gult spjald og síðan rak hann Benedikt Bóas Sigurðsson af velli fyrir harða tæklingu á Allan Borgvardt. Síðari hálfleikurinn var það daprasta sem undirritaður hefur séð í sumar. FH-ingar ætluðu sér augljóslega að halda stigunum. Þeir bökkuðu vel, leyfðu Valsmönnunum að reyna að klóra í bakkann og keyrðu síðan fram þegar tækifæri gafst. Valsmenn gerðu allt hvað þeir gátu til þess að skora en máttlitlar sóknartilraunir þeirra enduðu allar á sterkri vöm FH-inga. FH-ingar gerðu svo endanlega út um leikinn tæpum 20 mínútum fyrir leikslok þegar Borgvardt skailaði boltann í netið af markteig eftir laglega send- ingu frá Jóni Þorgrimi. Markið skrifast þó alfarið á Ólaf markvörð sem var gjörsamlega frosinn á lln- unni og kom allt of seint út. Baldvin Jón Hallgrimsson, sem valinn var vinsælasti keppandinn í Herra ísland, aflaði sér síðan lítilla vinsælda 7 mínútum fyrir leikslok þegar hann lét Jónas Grana sóla sig upp úr skónum. Jónas þakkaði kær- lega fyrir sig með því að senda bolt- ann laglega fram hjá Ólafi og um leið gulltryggði hann stórsigur FH- Sanngjarn - sigur ÍBV á ákaflega slöku liöi Fylkis Eyjamenn tóku á móti Fylkis- mönnum í gær en byijun liðanna í ís- landsmótinu hefur verið afar ólík. Fylismenn voru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir en Eyjamenn höfðu tapað báðum leikjum sinum og sátu á botni deildarinnar. Það voru hins vegar Eyjamenn sem mættu með hugarfarið í lagi, leikmenn liðs- ins lögðu sig alla fram og niðurstað- an varð sanngjarn sigur ÍBV, 1-0. Það var ljóst að ef ekki átti illa að fara þá þurftu Eyjamenn nauðsyn- lega á sigri aö halda gegn Fylkis- mönnum. Liðið spilaði ágæta knatt- spymu í fyrsta leik mótsins en hefur verið að gefa andstæðingum ódýr mörk sem hefur jafnvel kostað liðið sigurinn. Það kom því fáum á óvart að leikmenn liðsins voru með hug- ann við vamarleikinn gegn Fylki enda em Árbæingar þekktir fyrir aOt annað en að liggja í vöm. Fyrri hálfleikur var í daufara lagi, liðin skiptust á að sækja en sóknir heimamanna vom öOu beittari. Bar- áttan á miðjunni var mikil, BjamóO'- ur Lárusson fór fremstur í hópi heimamanna og smám saman náðu Eyjamenn tökum á leiknum. Það fór reyndar skjáUti um stuðningsmenn ÍBV á sjöundu mínútu þegar Bjam- ólfur braut á Hrafnkeli Helgasyni og hlaut fyrir vikið gult spjald en í fyrsta leik mótsins fékk BjamóOúr einmitt gult spjald á fjórðu mínútu og svo annað gult spjald í síðari háUleik. En batnandi mönnum er best að lifa og BjamóO'ur spOaði skynsamlega út leikinn án þess að það kæmi niður á baráttunni. Fylkismenn urðu reynd- ar fyrir áfalli um miðjan hálfleikinn þegar fyrirliði þeirra, Þórhallur Dan Jóhannsson, lenti í samstuði við Eyjamanna og spOaði ekki meira með. Blaðamaður náði síðan tali af ÞórhaUi í lok leiks og tjáði Þórhallur undirrituðum það að hann væri væntanlega með brotið rilbein sem era ekki góðar fréttir fyrir Fylkis- menn. Næst þvi að skora í fyrri háUleik komst hins Vegar bakvörður heimaliðsins, Unnar Hólm Ólafsson, þegar hann átti skaUa að marki Fylk- is en Kjartan Sturluson varði í hom. Haukur Ingi Guðnason fékk einnig ágætis færi undir lok hálfleiksins en vamarmenn ÍBV þjörmuðu að hon- um þannig að Birkir Kristinsson gat hirt boltann og staðan i hálfleik var því 0-0. Seinni hálfleikur var aðeins líflegri en sá fyrri og var það helst fyrir þær sakir að Eyjamenn réðu nánast gangi leiksins. Gestimir vom á köflum eins og áhorfendur á vellin- um, sóknarmenn liðsins vom nánast klipptir út og fyrir vikið nýttist hraði þeirra ekkert. Eftir níu mínútna leik braust Steingrímur Jóhannesson upp vinstri kantinn og þaðan sendi hann stungusendingu inn á Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem var einn á auðum sjó og aðeins Kjartan Sturluson tO vamar. Sá síðamefndi sá við sóknar- manninum með góðu úthlaupi og kom í veg fyrir að Eyjamenn næðu forystunni. En Kjartan kom engum vömum við á 65. mínútu. Þá kom há sending inn í vitateig gestanna og hæst stökk Steingrímur Jóhannesson sem lagði boltann á fjærstöng. Þar kom Ian Jeffs aðvífandi og átti ekki vandræðum með að skalla boltann í netið og koma þar með Eyjamönnum yfir. Vel útfærð sókn hjá Eyjamönn- um en afar klaufaleg vinnubrögð í vamarlínu Fylkis. Eyjamenn áttu svo ekki í teljandi vandræðum með að veija sinn hlut, sóknir Fyikismanna þyngdust reynd- ar þegar á leið og undir lokin fékk Haukur Ingi sannkallað dauðafæri þegar hann fékk boltann óvænt einn og óvaldaður á markteig en hann virtist ekki hitta boltann. Lokatölur urðu því 1-0 sigur ÍBV sem teljast mjög sanngjöm úrslit miðað við gang leiksins. Mikill léttir „Já, þetta er ótrúlegur léttir að vera búinn að ná í fyrstu stigin og fyrsta sigurinn," sagði Gunnar Heið- ar Þorvaldsson, besti leikmaður ÍBV eftir leikinn. „Við lögðum bara upp með það að beijast, sýna gömlu góðu Eyjabaráttuna og ef okkur tekst að töfra hana fram þá töpum við ekki fleiri leikjum í sumar. Þeir vora hálfhræddir, eins og lið sem koma hingað tO Eyja eiga að vera.“ Magnús Gylfason, þjáOari ÍBV, var að fá sín fyrstu stig í efstu deild með sigri ÍBV. „Við höfðum fengið mikið af mörkum á okkur í fyrstu tveimur leikjunum þannig aö markmiðið var að fara rólega inn í leikinn og vinna okkur svo inn í hann í stað þess að vera búnir að gefa þetta frá okkur í hálfleik. Mér hefur samt sem áður fundist að við höfum ekkert verið að spOa Ola taktískt í þeim leikjum sem búnir era en við höfum hins vegar verið að gefa ódýr mörk og það var markmiðið að koma í veg fyrir þann leka.“ Sverrir Sverrisson, besti leikmað ur Fylkis í leiknum, sagði að hugar- farið hjá Fylki hefði ekki verið rétt fyrir leikinn. „Þetta var fyrst og fremst hugafarsleysi, áhugaleysi og menn voru andlausir. Við vanmátum aOs ekki Eyjamenn þrátt fyrir slappa byijun þeirra í mótinu. Þeir vörðu mjög vel í leiknum, bökk- uðu djúpt niður og við náðum aldrei neinu biti í sóknarleikinn. Það skrif- ast fmnst mér fyrst og fremst á lélegt hugarfar. En Eyjamenn spiluðu vel í dag og áttu hreinlega sigurinn fylli- lega skOinn." -jgi IBV-FylkiP 1-0 (0-0) Hásteinsvöllur 29. maí 2003 - 3. umferð 1-0 Ian Jeffs (65., skalli úr markteig eftir sendingu Steingríms Jóhannessonar). IBV (4-4-2) Birkir Kristinsson.......3 Hjalti Jóhannesson ......3 (90. Hjaíti Jónsson......-) Tryggvi Bjamason.........4 Tom Betts ...............3 Unnar Hólm Ólafsson .... 3 Atli Jóhannsson..........4 Bjarnólfur Lárusson ......4 Bjami Geir Viðarsson .... 3 Ian Jeffs ...............3 Gunnar H. Þorvaldsson ... 4 Steingrímur Jóhannesson . 4 Dómari: ólafur Ragnarsson (4) Áhorfendur: 500. Gul spiöld: ÍBV: Bjamólfur, Jeffs. Fylkir: Sverrir, Bjöm, Jón. Rauð sniöld: Engin. Skot (á mark): 9 (2) - 5 (0) Horn: 6-3 Aukaspyrnur: 11-15 Rangstödur: 1-2 Varin skot: Birkir 0 - Kjartan 1. Fylkir (4-3-3) Kjartan Sturluson ... Gunnar Þ. Pétursson . Valur Fannar Gíslason Þórhallur D. Jóhannsson (26. Hrafnkell Helgason Kristján Valdimarsson . Helgi Valur Daníelsson Sverrir Sverrisson .... Ólafur Ingi Skúlason .. Haukur Ingi Guðnason Bjöm V. Ásbjömsson .. (64. Theodór Óskarsson Sævar Þór Gíslason ... (56. Jón B. Hermannsson .3 .3 . 2 . 3 • 2) .3 .3 . 4 .3 . 2 .2 .2) . 1 .2) Maður leiksins hjá DV-Sporti: Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.