Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2003, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 29 ETMMMI € Óvissa með Veigar Pál Talsverð óvissa ríkir í herbúðum KR- inga um hversu alvarleg meiðsli Veigars Páls Gunnarssonar eru, en hann þurfti að fara út af eftir aðeins tæplega hálftíma leik gegn ÍA í gær. Veigar Páll sagði í samtali við DV-Sport eftir leikinn að hann hefði snúið sig á hné og gömul meiðsli hefðu tekið sig upp og hann færi í myndatöku á morgun (í dag). Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, var ekki bjart- sýnn og óttaðist jafnvel að liðbönd hefðu skaddast. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu mikil blóðtaka það er fyrir KR ef Veigar er úr leik í sumar.-vig t Fákkekki leyfi frá B36 Það verður ekkert af því að fær- eyski landsliðsmaðurinn Julian Johnsson gangi til liðs við Lands- bankadeildarlið Skagamanna. Johnsson, sem er hávaxinn og öfl- ugur miðjumaður, spilar með B36 í færeysku deildinni og hafa önnur lið í Landsbankadeildinni áður sóst eftir kröftum hans. Gunnar Sig- urðsson, for- maður meist- araflokksráðs ÍA, sagði í sam- tali við DV- Sport að Johns- son kæmi ekki. „Hann kom eiginlega upp í hend- umar á okkur. Við höfum ekki ver- ið að leita að leikmönnum til að styrkja hópinn en vorum til í að fá þennan leikmann sem er mjög góð- ur. Það gekk því miður ekki eftir því þegar upp var staðið fékk hann ekki leyfi frá liði sínu til að fara,“ sagði Gunnar. Aðspurður sagði Gunnar að Skagamenn væru ekki að leita að fleiri leikmönnum - þeir væru sátt- ir við hópinn eins og hann væri i dag. -ósk Gátum ekkert í leiknum Það voru þung orð sem féllu úr munni Ólafs Þórðai’sonar, þjáifara ÍA, eftir leikinn. „Ég held að það hafi verið nánast allt sem klikkaði hjá okkur í dag. Þetta er ósköp einfalt - við gátum ekki neitt í þessum leik,“ sagði Ólafur og var hvergi hættur. „Við ætluðum að pressa þá stíft og vera grimmir á þeim. Það leyst- ist fljótlega upp í tóma vitleysu. Það var hara eins og menn vildu ekki spila fótbolta. Þetta var held- ur ekki góður fótboltaleikur - þetta var fyrst og fremst slagur,“ sagði Óiafur. Ijúft að skora þetta mark „Það var nú bara flnt,“ var það fyrsta sem Amar Gunnlaugsson sagði í leikslok, aðspurður hvemig það hefði verið að mæta sínu gamla liði. „Maður gleymdi því nú þegar leið á leikinn en svo þegar Garðar bróðir kom inn var maður minnt- ur á það aftur,“ sagði Amar bros- andi. Hann var ekkert sár yfir því að hafa skorað gegn gömlu félögun- um „Það var hrikalega gaman að sjá boltann í netinu en ég hefði átt að gera tvö í viðbót. Vonandi næ ég aö gera fleiri eftir því sem líður á sumarið. Þetta var nú ekkert svaka góður fótboltaleikur en við náðum ágætis köflum inn á milli. Viö viss- um það fyrir leikinn að með sigri myndum við komast á toppinn og það gekk upp. Nú er næsta mark- mið að haida sér þar,“ sagði Amar. Wilium Þór Þórsson, þjálfari KR, tók í sama streng og Amar. „Mér fannst strákamir berjast mjög vel allan leikinn og við þurft- um svo sannarlega á því að halda því Skaginn berst alltaf vel. Jafh- vægið í liðinu var betra núna en á undanfórnum vikum, boltinn gekk betur í gegnum liðið og við það nýtast framheijamir betur,“ sagöi Willum -vig íslandsmeistarar KR tylltu sér á topp Landsbankadeildarinnar í gær- kvöld með sannfærandi sigri á heiil- um horfnum Skagamönnum í Frostaskjóli. Það var sannarlega eft- ir bókinni að það skyldi vera Amar Gunnlaugsson sem skoraði markið sem átti eftir að ráða úrslitum þegar upp var staðið. Leikurinn var sögu- legur fyrir þær sakir að Amar var í fyrsta skipti að leika gegn liðinu sem hann ólst upp hjá og lék með allt þar til hann sneri út í hinn harða heim atvinnumennskunar. Ásamt Bjarka bróður sínum mynduðu þeir tvíbur- ar framlínu KR í gærkvöld, en Bjarki hafði áður leikið með KR gegn ÍA í undanúrslitum deildabik- arsins, en þar voru það Skagamenn sem völtuðu yfir íslandsmeistarana, 4-1. Aldrei spurning Það var ljóst frá fyrstu mínútu að KR-ingar ætluðu sér að hefha ófar- anna frá því í deildabikamum. Allir leikmenn liðsins vom staðráðnir í að selja sig dýrt og það var ekki nema rétt í upphafi leiks sem gest- imir héldu eitthvað í við heima- menn. Þegar Amar skoraði markið á 14. mínútu hafa margir líklega haldið að markasúpa væri í vændum. Þá átti Kristján Finnbogason meistaralegt útspark sem hitti beint á Veigar Pál Gunnarsson. Hans móttaka var ekki síðri en spyrna Kristjáns en þegar inn í teiginn var komið misfórst Veigar og færið virtist vera að fara út um þúfur. Þá kom títtnefndur Amar aðvífandi, hirti boltann af tám Veigars og skaut hnitmiðuðu skoti sem Þórður Þórðarson í marki ÍA réð ekki við. Markiðr færði KR-liðinu aukið sjálfstraust og sérstaklega var það Veigar Páll sem var skæður. Kári Steinn Reynisson, sem spilaði hægri bakvörð í ftarveru Unnars Valgeirs- sonar, var eins og leikfang í höndum Veigars. Hvað eftir annað kom Veig- ar sér í fma stöðu en það eina sem vantaði upp á var að sendingar hans rötuðu á samheija. Það var því mik- il synd þegar hann varð fyrir meiðsl- um og varð að fara af velli um miðj- an fyrri hálfleik. Að sama skapi hef- ur Kári Steinn líklega verið manna fegnastur að fá að kljást við Garðar Jóhannsson í stað Veigars. Með Veigar utan vallar datt botn- inn svolítið úr sóknarleik KR og Skagamenn gengu á lagið. En Gunn- ar Einarsson og Kristján Sigurðsson í vöm KR vom mjög traustir. Eina hættan, ef hættu skal kalla, kom eft- ir vonlitlar fyrirgjaflr en annars varð gestunum ekki ágengt í fyrri háifleik - ekki eitt einasta skot að marki KR í fyrri hálfleik undirstrik- ar það best. Síðari hálfleikur var ekki ósvipað- ur þeim fyrri - heimamenn réðu gangi leiksins en gestirnir náðu þó að koma einhverjum skotum að marki. Bæði lið skomðu mark sem réttilega voru dæmd af vegna rang- stöðu en KR-ingar vom alltaf liklegri til að bæta við en ÍA að jafna metin. En aldrei kom markið sem vant- aði hjá KR til að gera út um leikinn. Næstur því komst Amar Gunnlaugs- son þegar hálftimi lifði leiks, en á einhvem ótrúlegan hátt setti Amar boltann fram hjá þegar mun auðveld- ara hefði veriö að setja hann inn fyr- ir marklínuna. Þarna hefur það lík- lega verið gamla góða Skaga-hjartað sem réð ferðinni og stýrt boltanum framhjá. Fyrst markið lét á sér standa var spennan ávallt til staðar. Undir lok- in vora leikmenn KR famir að gefa óþarflega mikið eftir og Skagamenn eygðu sér vonglætu. Þær vonir slökkti síðan Baldur Aðalsteinsson upp á sitt eindæmi þegar hann veitt- ist að Þórhalli Hinfikssyni, sem braut gróflega á Grétari Steinssyni. Þórhallur féll og Egill Már Markús- son, annars skelfilegur dómari leiks- ins, gerði það eina rétta í stöðunni og vísaði Baldri beinustu leið út af vell- inum. Þórhallur hefði reyndar mátt fylgja fyrir þessa ljótu tveggja fóta tæklingu á Grétar en Egill lét gula spjaldið nægja. Hugmyndasnautt Skagalið Það var allt annaö að sjá til KR-liðs- ins en í fyrstu tveimur umferðunum og aðeins klaufaskapur kom í veg fyr- ir stærri sigur. Willum Þór Þórsson setti Jón Skaftason hægra megin á miðjuna og með tilkomu hans skapað- ist þetta jafhvægi milli miðju og sókn- ar sem áður vantaði. Kristinn Hafliða- son lék eins og sá sem valdið hafði í fyrri hálfleik en heldur dró af honum í þeim síðari. Veigar var hreint stór- kostlegur þegar hans naut við og þá var vömin öragg með Kristján Sig- urðsson sem besta mann. Tvíburamir náðu vel saman og var hrein unun að fylgjast með tækni þeirra á köflum. En báðir eiga þeir til að hanga of mik- ið á knettinum. Annars var þetta sig- ur liðsheildarinnar og erfttt að flnna einhvern einn sem stóð upp úr. Önnur saga fer af Skagamönnum og þurfa þeir heldur betur að hysja upp um sig buxumar ef þeir ætla sér ekki að lenda í fallbaráttu í sumar. Hugmyndaleysi einkennir sóknarleik liðsins, Stefán Þórðarson eyðir megn- inu af sínum kröftum í svekkelsi og tuð í stað þess að einbeita sér að leiknum og það er undirrituðum enn óskiljanlegt hví Guðjón Sveinsson hef- ur haldið byijunarsæti sínu frá fyrsta leik. Ellert Jón Bjömsson var ekki nema hálfdrættingur af skugganum á sjálfum sér og Kári Steinn var úti á túni þær mínútur sem hann var inni á veÚinum. -vig KRHA i-on-ö) KR-völlur 29. maí 2003 - 3. umferö 1-0 Arnar Gunnlaugsson (14., skot úr teig eftir að hafa „stolið" boltanum af Veigari). ÍA (4-4-2) Þórður Þóröarson ....3 Kári Steinn Reynisson .... 1 (61. Garðar Gunnlaugsson . 3) Gunnlaugur Jónsson ..3 Reynir Leósson........3 Andri Karvelsson .....3 Ellert Jón Björnsson .1 Pálmi Haraldsson .....3 Grétar Steinsson .....3 Guðjón Sveinsson .....1 Hjörtur Hjartarson ..2 (82. Andrés Vilhjálmsson .. -) Stefán Þórðarson......1 (70. Baldur Aðalsteinsson .. 1) 3 Maður leiksins hjá DV-Sporti: Kristján Sigurðsson, KR KR (4-3-3) Kristján Finnbogason .... 3 Sigþór Júlíusson .......4 Gunnar Einarsson........4 Kristján Sigurðsson.....4 Sigursteinn Gíslason ...3 Jón Skaftason ..........3 Kristinn Hafliðason.....4 Þórhallur HinrUtsson....3 Veigar PáU Gunnarsson ... 5 (26. Garðar Jóhannsson ... 3) Bjarki Gunnlaugsson.....3 Amar Gunnlaugsson.......3 (90. Einar Þór Daníelsson . -) Dómari: Egill Markússon (1). Áhorfendur: 2369 Már Gul spiold: KR: ÞórhaUur. ÍA: Reynir. Rauð spjöid: Baldur Aðalsteinsson, ÍA (85. mín.). Skot (ói mark) 12 (5) - 5 (0) Horn: 6-6 Aukaspyrnur: 25-22 Rangstööur: 4-2 Varin skot: Kristján 0 - Þórður 4. *■' i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.