Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2003, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2003 Fréttir I>v Ágreiningur um Sparisjóö Hólahrepps: Ellefu sviptir atkvæðisrétti Átök eru um skipan stjórnar Sparisjóðs Hólahrepps, sem er einn minnsti sparisjóður landsins. Fjögur dótturfélög Kaupfélags Skagfirðinga, sem í sameiningu eiga 40% stofnfjár í sparisjóðnum, freistuðu þess á aðalfundi í fyrra- dag að auka áhrif sín í stjóminni. Stjóm sjóðsins hafði hins vegar ákveðið að svipta ellefu manns, sem tengjast þessum félögum og Kaupfélagi Skagfirðinga, atkvæð- isrétti á fundinum. Agreiningur varð um þetta og var ákveðið að fresta fundinum um einn mánuö og vísa málinu til Fjármálaeftir- litsins. Sigurður Þorsteinsson, stjórnar- formaður sjóðsins, vísar til ákvæða laga um flármálafyrirtæki þar sem segir að einstökum stofn- fjáreigendum sé ekki heimilt að fara með meira en 5% atkvæða fyrir sjálfs sín hönd eða annarra. Fyrir fundinn hafi menn verið beðnir að gera athugasemdir við Almennir stofnflárelgendur bíöa Eigendur Sparisjóðs Hótahrepps eru um 80 talsins. Sumir þeirra eru sagöir hafa áhyggjur af auknum ítökum Kaupfélags Skagfirðinga í sjóönum. Fjörutíu prósent mætt! Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri fær staðfest á aöalfundi Sparisjóös Hólahrepps aö dótturfélög Kaupfélags Skagfiröinga eigi um 40% stofnfjár í sjóönum. Gegnt Þórólfi eru Kristján Hjelm sparisjóösstjóri og Valgeir Bjarnason, stjórnarmaöur í sparisjóönum. þennan skilning stjómarinnar en engin svör borist. Fulltrúi „Kaupfélagsfyrirtækj- anna“ í stjórn, Sigurjón Rúnar Rafnsson, aðstoðarframkvæmda- stjóri Kaupfélags Skagfirðinga, segist ekki telja að nein fordæmi séu fyrir því að stofnfjáreigendur hafi verið sviptir atkvæðisrétti með þessum hætti. Um ástæðuna fyrir ágreiningi um skipan stjómarinnar segir Sig- urður Þorsteinsson að meirihluti stjómarinnar hafi verið andvígur hlutafélagavæðingu sjóðsins. „Ég býst við að það sé undirliggjandi. Þegar ljóst var að við myndum ekki samþykkja hlutafélagavæð- ingu þá vaknaði krafa um aukið vægi í stjórn," segir Sigurður. Sigurjón Rúnar tekur ekki und- ir þetta og segir að hlutafélaga- væðing hafi ekki verið á dagskrá aðalfundarins. -ÓTG Fyrstu opinberu heimsókn forsetahjónanna lokið: Góð þátttaka á íslandsdeginum Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og kona hans, Dorrit Moussaieff, tóku á miðvikudaginn þátt í miklum hátíðarhöldum í Stokkhólmi í tengslum við svokall- aðan íslandsdag. Daginn áður hafði forsetinn fundað með forsæt- isráðherra Svía, Göran Persson, auk þess að þiggja hádegisverð í boöi sænsku konungshjónanna og kvöldverð í boði íslenska sendi- herrans í Stokkhólmi. Einnig var forsetinn viðstaddur tvær ráð- stefnur á vegum Útflutningsráðs og íslenskra orkufyrirtækja þar sem hann flutti ræður á báðum stöðum. Sjálfur íslandsdagurinn stóð svo mestan hluta miðvikudags þar sem viðamikil dagskrá var fram eftir degi. Hljómsveitirnar Apparat og Ske fluttu nokkur vel valin lög, Sigrún Hjálmtýsdóttir söng fyrir gestina, sýndur var dans auk þess sem hin færeyska Eivör Pálsdóttir kom fram. Forsetinn afhenti fötluð- um sænskum börnum svo hest að gjöf frá íslensku þjóðinni sem er búinn sérstökum hnakki og beisl- um fyrir fótluö börn. íslandsdagur- inn mæltist vel fyrir meðal Sví- anna og talsverður fjöldi íslend- inga sem búsettir eru í Svíþjóö lét sjá sig og skemmtu þeir sér aö sögn konunglega enda lék veðrið við þá þennan dag. -áb Prinsessan og hesturinn Forsetinn færöi fötiuðum sænskum börnum íslenskan hest aö gjöf frá á ís- landsdeginum í Stokkhólmi. Viktoría krónprinsessa veitti hestinum viötöku fyrir hönd sænsku barnanna og er hann búinn sérstökum hnakki og beislum fyrir fatlaöa sem hönnuð eru af íslensku fyrirtæki. DV-bingó fyrir áskrifendur í allt sumar: Veglegir ferðavinningai* fyrlr bingó Laufléttur og skemmti- legur bingóleikur hefst í DV í dag og mun DV spila bingó með áskrif- endum sínum í allt sum- ar. Bingóspjald mun fylgja blaðinu til áskrif- enda í dag og birtist fyrsta talan í DV- bingóinu hér á bls. 2. Bingótölurnar munu síðan birtast hvem dag á þessum sama stað í' blaðinu. Veglegir ferðavinningar eru í boði fyrir þá sem fá bingó. Mikilvægt er að lesendur geymi bingóspjaldið sitt og gleymi engri tölu. DV-bingó er spilað í allt sum- ar á sama spjaldiö og því er áríð- andi að krossa ekki á spjaldið með penna eða slíku heldur merkja létt meö blýanti svo stroka megi krossana út. Þá er einnig ráð að skrifa tölurnar hjá sér á blað eða ljósrita spjaldið eigi menn þess kost. Bingóleikurinn byrjar meö því aö spiluð er B-röðin á spjaldinu sem áskrifendur fá með blaðinu sínu. Þegar áskrifandi hefur feng- ið allar tölurnar í B-röðinni á sínu spjaldi hefur hann fengið bingó. Þá hefur hann sam- band viö af- greiðslu blaðsins hið fyrsta, í síð- asta lagi 3 dögum eftir bingó, og af- hendir bingóspjaldið sitt. Búi áskrifandi sem fær bingó úti á landi má hann senda fax með ljós- riti af spjaldinu, ásamt nafni og heimilisfangi. DV áskilur sér þó rétt til að biðja um spjaldið. Fái margir bingó í einu verður dregið milli þeirra. Fyrsti vinningurinn í bingóleik DV, fyrir bingó á B-röðina, er ferðavinningur fyrir 2 með Iceland Express. Áskrifendur skulu hafa hugfast að DV-bingó er spilað í allt sumar á sama spjaldið. Þeir sem fá bingó og koma spjaldinu til okkar fá spjaldið sitt aftur. Tilkynnt er í blaðinu hverju sinni um upphaf nýs leiks. Með tölunni hér til hliðar kemur alltaf fram hvaða leikur er í gangi, t.d. að B-röðin er spiluð núna. Sam- hliða því að ákveðinn leikur er spilaður, t.d. B-röðin, er allt spjaldið spilað. Sá sem fær bingó á allt spjaldið fær að launum viku- ferð til Portúgals með Ferðaskrif- stofunni Terra-Nova Sól. Það geta margir áskrifendur fengið bingó í sumar. Það borgar sig að vera áskrifandi. -hlh Formennska í SUS: Hafsteinn Þór Hauhs- snn gefur kost á sér Á fundi með ungum sjálfstæðis- mönnum í Garðabæ á þriðjudag tilkynnti Hafsteinn Þór Hauksson að hann gæfi kost á sér til for- mennsku í Sambandi ungra sjálf- stæðismanna en nýr formaður verður kjörinn á þingi SUS í september. Núverandi formaður, Ingvi Hrafn Óskarsson, hefur lýst því yfir að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Hafsteinn Þór er 25 ára laganemi og varaformaður Sambands ungra sjálfstæðis- manna. Hann hefur setið í stjórn og áður varastjórn SUS frá árinu 1997. Þá hefur hann gegnt emb- ætti formanns Hugins, félags ungra sjálfstæðismanna í Garða- bæ. Hafsteinn Þór lauk stúdents- prófi frá Verzlunarskóla íslands árið 1998 og er að ljúka laganámi við Háskóla íslands. -EKÁ Bræöurnir Arnar, Garöar og Bjarki Gunnlaugssynir voru í fyrsta sinn samtímis inni á á KR-vellinum í gærkvöld. Arnar og Bjarki, sem spila meö KR, eru 29 ára en Garö- ar, sem leikur meö ÍA, er 19 ára. Eldur í hílshúr Eldur kom upp í bOskúr í Garð- inum um eittleytið í nótt. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögregl- unni í Keflavík urðu miklar skemmdir á skúmum og því sem var í honum. Enginn var nálægt þegar eldurinn kom upp og vel gekk að ráða niðurlögum hans. Eldsupptök eru enn ókunn. -EKÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.