Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 2
2 INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 3.JÚNÍ 2003 Þriggja vikna gæsluvarðhald Tveir menn, Breti og Þjóð- verji, sem handteknir voru á Keflavikurflugvelli um helgina eftir að 3 til 4 kiló af kannabis- efnum fundust á þeim, hafa verið úrskurðaðir í þriggja vikna gæsluvarðhald. Efnin sem lögreglan gerði upþtæk voru vandlega falin í farangri mannanna en áætlað götuvirði þeirra mun vera á bilinu 6 til 9 milljónir. Fíkniefnadeild lög- reglunnar í Reykjavík fer nú með rannsókn málsins. Móar gera nauðasamninga Nauðasamningar kjúklingabús- ins Móa voru samþykktir á fundi sem haldinn var með lánardrottn- um í gær. Búnaðarbankinn, sem var meðal stærstu lánardrottna, sat hjá við atkvæðagreiðsluna og þá var krafa Mjólkurfélags Reykjavíkur upp á 215 milljónir króna lækkuð um43 milljónir. Mjólkurfélagið greiddi atkvæði gegn nauðasamn- ingum. Nauðasamningarnir gera ráð fyrir 30% niðurfellingu skulda eða sem nemur 200 milljónum króna. Um 70% af kröfum,eða um 670 milljónir,á hendur Móum verða afskrifað- ar. Kristinn Gylfi Jónsson, stjórnarformaður Móa, segir í samtali við Mbl.að samingur- inn sé sigur fyrir kröfuhafa sem ella hefðu tapað 200 milljón- um. Grunaðir um innbrot Fimm piltar voru handteknir í nótt vegna gruns um innbrot í geymslu í Breiðholtinu.Lög- reglunni í Reykjavík var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir við anddyri fjölbýlishúss um klukkan hálffjögur í nótt og fann hún mennina fimm skömmu síðar.Við leit á þeim fundust ýmsir munir, s.s. sjón- varp, myndbandstæki og bor- vél sem þeir eru grunaðir um að hafa stolið úr geymslunni. Piltarnir, sem eru alllir undir tví- tugu, voru handteknir og færð- ir í fangageymslur lögreglunn- ar. Þeir verða yfirheyrðir í dag. Efni blaðsins Náttúrlega forheimska - innlendar fréttir bls. 4 Alfreð svarar fyrir sig - innlendar fréttir bls.6 Brotin æ flóknari - fréttaljós bls. 8 Síðasta orðið hjá dómaranum -úttektbls. 10-11 Öryggi á heimilum - innlendarfréttir bls. 12-13 Bush leitar að friði -erlendar fréttir bls. 16-17 Endurreisn í Hveragerði - menning bls. 18 Fimmti oddvitinn - ritstjórnarsíður bls. 20-21 Foreldrar í sykursjokki -tilvera bls. 31 Vinsæiustu myndböndin -kvikmyndirbls.35 Allt annað en sigur er skandall - DV-Sport bls. 36 og bak Röndóttur sigur á Val - DV-Sport bls.37 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoöorritstjori: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5749 Ritsfjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 82, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Lögregla fylgdistmeð aðdraganda hnífstungumálsins í Hafnarstræti í eftirlitsmyndavélum: Átök sýndust ekki vera yfirvofandi Frá vettvangi átakanna á sunnudag. Myndir úr eftirlitsmyndavélum lögreglu í miðbænum af mann- söfnuði í Hafnarstræti á sunnu- dagsmorgun, skömmu áður en hópslagsmál hófust sem enduðu með því að maður var stunginn í kvið og brjóst, þóttu ekki gefa til- efni til að ætla að atburðarásin yrði svo alvarleg. Lögreglumenn voru því ekki sendir á vettvang strax og tilkynning barst frá sjónarvotti um að slagsmál virtust vera í uppsigl- ingu heldur var beðið átekta og íylgst með. Brugðist var við þegar fleiri tilkynningar bárust um að upp úr væri að sjóða og myndir úr eftirlitsmyndavélunum sýndu að afskipta lögreglu var þörf. Þegar til- kynning barst um hnífstunguna var lögreglan á leið á staðinn. Hún kom á vettvang fáeinum mínútum eftir að maðurinn var stunginn. Slags- málin höfðu þá staðið í nokkrar mínútur. Gagnrýni kom fram í gær á við- brögð lögreglu við tilkynningum sjónarvotta í aðdraganda slagsmál- anna og því var haldið fram að senda hefði átt lögreglumenn fyrr á staðinn. Hjá lögreglu fengust þær upplýs- ingar að einn megintilgangurinn með notkun myndavélanna væri að meta það hvort og hvar aðstoðar lögreglu sé þörf í miðbænum. Lög- regla hefði takmarkaðan mann- skap til að sinna mörgum útköllum og því væri reynt að forgangsraða „Menn urðu ekki varir við þann mikla hita sem sagður var vera í mönn- um þarna í upphafi." þannig að alvarlegum málum væri sinnt fyrst, sérstaklega á álagstím- um. Eðli málsins samkvæmt leiddi það mat stundum til þess að beðið væri, fylgst með og séð hvernig mál þróuðust, ef ekki þætti nauðsynlegt að bregðast strax við. Ekki varir við hita í mönnum Eftir að fyrst var tilkynnt um mannsöfnuðinn í Hafnarstræti at- huguðu lögreglumenn málið gegn- um myndavélarnar og þótti sú skoðun ekki benda til að sérstök hætta væri á ferð. „Menn urðu ekki varir við þann mikla hita sem sagð- ur var vera í mönnum þarna f upp- hafi,“ segir Karl Steinar Valsson að- stoðaryfirlögregluþjónn. „Ég skoð- aði upptökur úr eftirlitsmyndavél- unum og eftir þeim er engan veg- inn hægt að greina þessa atburða- rás sem síðar varð. í allri götunni voru nokkrir 5 til 10 manna hópar á stangli, eins og venjulega um þetta leyti. Þessi hópur var ekki meira áberandi en aðrir. Eftir að athygli lögreglu var vakin á þessum hópi manna var fylgst með honum sér- staklega og byrjað að senda bíla niður eftir þegar fleiri tilkynningar komu um að átök virtust vera í að- sigi og myndavélarnar gáfu það einnig tii kynna. Síðan þegar átökin blossuðu upp af fullum krafti var meiri mannskapur sendur á stað- inn. Lögreglubflarnir voru á leið- inni þegar maðurinn var stunginn og komu á vettvang 2 til 3 mínútum eftir það.“ Ofmælt að nóttin hafi verið slæm Karl Steinar segist í íljótu bragði ekki sjá að lögreglan hefði getað brugðist öðruvísi við en tekur fram að hann eigi eftir að hlusta á upp- tökur frá neyðarlínu, bæði hring- ingar þangað og svo samskipti fjar- skiptamiðstöðvarinnar við lög- reglumenn. Karl Steinar segir ofmælt sem fram kom í fréttum í gær að laugar- dagsnóttin hefði verið sérstaklega slæm vegna óláta og álags á lög- reglu og að hún hefði átt bágt með að sinna skyldum sínum. „Ég neita því hins vegar ekki að það hefur verið talsvert að gera síð- ustu tvær helgar en hins vegar ekk- ert áberandi eða óeðlilega mikið. Margt spilar inn í það, bæði gott veður, hátíðahöld, próflok og ann- að. Við vorum með svipaðan fjölda á vakt núna og venjulega og réðum ágætlega við ástandið." fin@dv.is Þrírmenn lausir úr gæsluvarðhaldi í tengslum við Landssímann: Ríkislögreglustjóra þótti ekki þörf á lengra gæsluvarðhaldi Gæsluvarðhaldi hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafn- aði í gær kröfu um gæsluvarðhald yfir þremur varnarliðsmönnum sem handteknir voru eftir hnífs- tunguna í Hafnarstræti árla sunnu- dagsmorguns. Málið er enn í rann- sókn Maðurinn sem stunginn var var fluttur af gjörgæsludeild í gær. Hann er úr lífshættu. Rfkislögreglustjóri hefur ákveðið að fara ekki fram á lengra gæslu- varðhald yfir þremur mönnum sem grunaðir eru um aðild að stjórfelld- um fjárdrætti í tengslum við Lands- símann. Tveir þeirra voru úrskurð- aðir í gæsluvarðhald þann 23. maí sl. og rann það út klukkan fjögur í gær. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir þriðja manninum var síðan kveð- inn upp þann 27. maí og rann hann einnig út í gær. Ríkislögreglustjóra þótti ekki þörf á lengra gæsluvarð- haldi yfir þeim vegna aðildar þeirra að málinu og voru þeir því látnir lausir í gær. Fyrrverandi aðalgjald- keri Landssímans situr enn í gæslu- varðhaldi en það rennur út á föstu- daginn, 6. júní, klukkan Qögur. LAUSIR UR VARÐHALDI: Arni Þór Vigfússon og Kristján Ra. Kristjánsson sátu tíu daga í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni en losnuðu þaðan í gærdag. Bingó ®Hér birtist fjórða talan í bingóleik DV. Bingóspjald fylgdi blaðinu til áskrif- enda á föstudag og erður spilað á þetta spjald í allt sumar. Veg- legir ferðavinningar eru í boði fyrir þá sem fá bingó. Leikurinn byijar með því að spiluð er B-röðin. Samhliða því að einstak- ar raðir eru spilaðar er allt spjaldið spilað. Ferð með Iceland Express er í boði fyrir bingó á B-röðina en viku- ferð til Portúgals með Terra Nova Sól í boði fyrir allt spjaldið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.