Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 3.JÚNÍ2003 DVSPORT 39
*
Brown tekur við Detroit
Larry Brown var í gær ráðinn
þjálfari Detroit Pistons í NBA-
deildinni í körfuknattleik.
Brown,sem sagði starfi sínu
lausu hjá Philadelphia 76ers í
síðustu viku, tekur við af Rick '
Carlisle sem var látinn taka
pokann sinn um helgina þrátt
fyrir að hafa stýrt liðinu til
tveggja titla í Miðdeildinni á
undanförnum tveimur árum.
Brown skrifaði undir fimm
ára samning við Detroit sem
færir honum um 400 milljónir
króna í árslaun en hann hefur
stjórnað sex öðrum liðum í
NBA-deildinni á löngum og
farsælum ferli.
Kom á óvart
Það ráku flestir upp stór
augu þegar forráðamenn
Detroit ákváðu að reka Carlisle
en fórnarlamþið sjálft var hinn
brattasti á blaðamannafundin-
um þegar brottreksturinn var
tilkynntur og sagði að það yrði
einhver stórlax sem yrði ráðinn
í hans stað.
Carlisle hafði rétt fyrir sér
því að Brown er einn virtasti
þjálfarinn í NBA-deildinni og
náði mjög góðum árangri með
lið Philadelphia í þau sex tíma-
bil sem hann stjórnaði liðinu.
Silas til Cleveland
Paul Silas, sem var rekinn frá
New Orleans Hornets í byrjun
maftekur við Cleveland
Cavaliers en valið stóð á milli
hans og JeffVan Gundy,fyrrum
þjálfara New York Knicks.
Silas bíður skemmtilegt
verkefni því að Cleveland
Cavaliers er með fyrsta valrétt í
nýliðavalinu í sumar og mun
nýta sér valréttinn til að velja
LeBron James, einn efnilegasta
körfuknattleiksmann sem
komið hefur fram í Bandaríkj-
unum.
Silas hefur farið fögrum
orðum um James og sagt að
hann gæti kennt honum fullt
og veitt honum föðurleg ráð.
oskar@dvJs
DV, Möltu
Tíundu Smáþjóðaleikar Evr-
ópu voru settir í gær með við-
höfn á þjóðarleikvangi
Möltubúa, Ta'Qali, en mörg-
um þótti þó heldur illa til
takast hjá heimamönnum en
opnunarhátið var langdregin
og illa skipulögð.
Islensku keppendurnir gengu
inn á völlin undir vöskum fána-
burði júdókonunnar Gígju Guð-
brandsdóttur en Ólympíueiðinn
sór siglingamaðurinn Hafsteinn
Ægir Geirsson fyrir fslands hönd.
Keppni hefst í dag
í dag hefst síðan keppnin á fullu
og verðlaununum fer vonandi að
rigna inn.
Islenska keppnisfólkið hefur ver-
ið sigursælt á Smáþjóðaleikum í
gegnum tíðina og á því á ekki að
verða nein breyting nú ef marka má
skiiaboðin sem koma frá íslenska
keppnisfólkinu sem fyrr um daginn
kynnti sér keppnishallirnar og þá
aðstöðu sem heimamenn bjóða
íslenska keppnisfólkið
hefur verið sigursælt á
Smáþjóðaleikum í
gegnum tíðina.
upp á að þessu sinni. ísland, Kýpur
og Lúxemborg eru nefnd „þau
stóru" meðal hinna smáu en ísland
hefúr unnið heildarkeppnina í átta
af nýju skiptum og hefur óumdeil-
anlega skipað sess sem stærsta
íþróttaþjóðin á þessum leikum en
auk fyrrnefndra þjóða taka Malta,
Mónakó, Andorra, Liechenstein og
San Marínó þátt í þessum leikum.
Til að öðlast þátttökurétt þarf
viðkomandi þjóð að vera fullgildur
aðili að Alþjóða Ólympíuhreyfing-
unni og ekki hafa yfir milljón íbúa.
Það var aðeins árið 1989 þegar
Kýpurmenn héldu leikana að ein-
hverjir náðu að gera betur en ís-
land á þessum leikum og Kýpverjar
eru nú sem fyrr helstu keppninaut-
ar landans enda hafa þeir endaði
sex sinnum í öðru sæti, á eftir ís-
landi.
96 verðlaun á heimavelli
Það eru nú tíu ár síðan leikarnir
voru síðast á Möltu en þar setti ís-
lenski keppnishópurinn met með
því að vinna til 36 gullverðlauna. ís-
land hefur samt aldrei unnið til
fleiri verðlauna en íslenski hópur-
inn gerði á heimavelli fyrir sex ár-
Það ætti að vera
stefnan að vera áfram
stærstir á meðal þeirra
smáu.
um en 96 gull-, silfur- og brons-
verðlaun féllu fslenska liðinu f
skaut þá.
Þessi tvö met eru kannski ekki
raunhæf markmið hjá íslenska
hópnum en það ætti að vera stefn-
an að vera áfram stærstir meðal
þeirra smáu.
ooj.sport@dv.is
Verðum við áfram stærst?
- meðal smáþjóða í Evrópu, þjóða með innan við milljón íbúa
HK-HaukarU23 ....................2-0
1-0 Gunnar Örn Helgason (76.), 2-0 Gunn-
ar Örn Helgason (87.).
Keflavík U23-Brei8ablik..........4-3
1-0 Hörður Sveinsson (22.), 1-1 Hreiðar
Bjarnason (69.), 2-1 Hafsteinn Rúnarsson
(74.), 2-2 Hörður Bjarnason (82.), 3-2 Hörð-
ur Sveinsson, víti (97.), 4-2 Hörður Sveins-
son (101.), 4-3 Hreiðar Bjarnason (115.).
Reynir A.-Tindastóll .......... 1-4
0-1 Óskar Snær Vignisson (34.), 0-2 Björn
Óskarsson (54.), 0-3 Elías Árnason (56.),
1—3 ísak Einarsson, 1 -4 Óskar Snær Vignis-
son (85.).
Skallagrímur-Deiglan.............1-2
1-0Ólafur Adolfsson (25.), 1-1 Ingi Steinar
Erlendsson (60.), 1-2 Arnar Halldórsson
(67.).
Völsungur-Leiftur/Dalvfk.........5-0
1 -0 Boban Jovic, vfti (29.), 2-0 Róbert
Skarphéðinsson (45.), 3-0 Baldur Sigurðs-
son (61.), 4-0 Andri Valur (varsson (68.), 5-0
Jón F.Þorgrímsson (83.).
KFS-Fram U23.....................4-1
0-1 Helgi Axelsson (25.), 1-1 Yngvi Borg-
þórsson (40.), 2-1 Yngvi Borgþórsson (42.),
3-1 Magnús Steindórsson (45.), 4-1 Trausti
Hjaltason (55.).
KONUR
Fjölnir-HSH........................4-0
1-0 Helena Konráðsdóttir (12.),2-0Mar-
grét Lilja Hrafnkelsdóttir (14.), 3-0 Helena
Konráðsdóttir (37.), 4-0 Helena Konráðs-
dóttir (76.).
HK/Víkingur-Fylkir ................1-0
1-0 Hansína Þóra Gunnarsdóttir (4.).
FH-RKV.............................4-1
1 -0 Bryndís Sighvatsdóttir (20.), 2-0 Bryn-
dls Sighvatsdóttir (31.), 3-0 Sigrlður Guð-
mundsdóttir (45.), 3-1 Hulda Ósk Jónsdótt-
ir (57.), 4-1 Kristín Sigurðardóttir, viti (77.).
Engirsundmenná
opnunarhátíðinni
Islenska sundlandsliðið mætti
ekki á opnunarhátíð Smáþjóða-
leikanna í gær þar sem sundfólk-
ið hóf keppni snemma í morgun.
Of mikil orka hefði farið í ferða-
lagið til og frá vellinum og hvíld-
in fyrir keppnina í dag hefði ekki
orðið nægileg.
oskar@dv.is
KARLAR
Veiddi 16 punda bolta á Munaðarnessvæðinu
Aðeins einn veiðimaður
hefur haft heppnina með sér
síðan Norðurá var opnuð
fyrir nokkrum dögum.
Friðrik Þ. Stefánsson, fyrrver-
andi formaður Stangaveiðifélags
Reykjavíkur, er sá eini sem hefur
veitt lax í Norðurá núna við opn-
un árinnar á aðalsvæði hennar.
En hann veiddi fyrsta fiskinn f
Myrkhylnum, 11 punda, og síðan
bætti hann við öðrum á Eyrinni í
gærmorgun, 8 punda fiski. Mikið
Mikið rok var og
varla stætt á köflum
en veiðimenn létu sig
hafa það.
rok var og varla stætt á köflum en
veiðimenn létu sig hafa það.
Halldór Þórðarson veiddi 16
punda bolta á Munaðarnessvæð-
inu í Norðurá í gærmorgun og er
það þriðji laxinn sem veiðist í
ánni. Fiskinn veiddi Halldór á
rauða franses með kúluhaus og
var hann nokkurn tíma með fisk-
inn.
Styttist í opnanir
,Það styttist í að við opnum
Flókadalsá í Borgarfirði og ég
verð meðal þeirra sem opna ána
núna 18. júrn'," sagði Ingvar Ingv-
arsson á Múlastöðum, er við
Áin er vatnslítil og
viðkvæm þessa
dagana.
spurðum um stöðuna á svæðinu.
En hver laxveiðiáin af annarri
verður opnuð núna næstu daga.
„Áin er vatnslítil og viðkvæmt
þessa dagana og það mætti alveg
rigna, ég hef ekkert kfkt enn þá
enda rok hérna hjá okkur f dag.
Það verður kannað með ána um
leið og lægir og hvort sé komin
fiskur í hana," sagði Ingvar á
Múlastöðum enn fremur
Blanda verður opnuð á fimmtu-
daginn og síðan Þverá á laugar-
daginn en Kjarrá ekki fyrr en
þriðjudaginn þar á eftir.
G. Bender
TILBOÐ VIKUNNAR
Verslanir og heildsalar bjóöa vikulega ný tilboö
á takmörkuðu magni af úrvalsvörum.
www.agn.is
VEIÐISVÆÐI VIKUNNAR
Vikulega er kynnt og boðiö nýtt veiöisvæöi meö miklum afslætti.
<0