Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ2003 ERLENDAR FRÉTTIR 17 Tony Blair um gjöreyðingarvopn: Upplýsingar ekki falsaðar Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hafnar öllum ásök- unum þingmanna eigin flokks um að upplýsingar um meinta gjöreyðingarvopna- eign íraka hafi verið falsaðar til að réttlæta stríðið gegn Saddam Hussein. Kröfur um opinbera rannsókn á staðhæfingum stjórnvalda um vopnaeign Iraka í aðdraganda stríðsins gerast nú sífellt háværari innan Verkamannaflokks forsætis- ráðherrans. „í sannleika sagt er það algjörlega rangt að við höfum átt við leyni- skýrslur til að finna upp á þvf að hægt væri að beita gjöreyðingar- vopnum með 45 mínútna fyrir- vara," sagði Blair við fréttamenn á Blair sagði að ásakanir Short um að þeir Bush Bandaríkjaforseti hefðu í september gert með sér leynilegt samkomu- lag um að ráðast á írak væru ósannar. leiðtogafundi átta helstu iðnríkja heims í Évian í Frakklandi. Hann sagðist standa „100 prósent" við þær upplýsingar sem almenningi hefðu verið gefnar. Kröfurnar um rannsókn voru gerðar eftir að Clare Short, sem sagði af sér ráðherraembætti í kjöl- far Íraksstríðsins, staðhæfði að for- sætisráðherrann hefði blekkt þjóð- ina til að fara í stríð. Annar fyrrum ráðherra, Robin Cook sem sagði af sér vegna stríðsins, sagði að ríkis- stjórnin hefði augljóslega sent her- menn í strið „á grundvelli mistaka" og að rannsókn ætti að fara fram. Menzies Campbell, talsmaður Frjálsyndra demókrata í utanríkis- málum, sagði að ekkert nema rann- sókn sérstakrar þingnefndar gæti bundið enda á „orðróminn og ásak- anirnar". Rannsókn í BNA íhaldsmenn sögðust vera að íhuga það alvariega hvort þeir ættu að hvetja til opinberrar rannsóknar. Tony Blair sagði enn fremur að ásakanir Clare Short um að þeir Ge- orge W. Bush Bandaríkjaforseti hefðu í september síðastliðnum gert með sér leynilegt samkomulag um að ráðast á Irak væru algjörlega ósannar. En það er ekki bara Blair sem er í vanda vegna hugsanlegra blekk- inga um gjöreyðingarvopnaeign Saddams Husseins og manna hans í írak. Vestur í Bandaríkjunum hef- ur verið ákveðið að þingið geri alls- herjarrannsókn á notkun og hugs- anlegri misnotkun leynilegra upp- lýsinga um gjöreyðingarvopn í írak.1 Rannsóknin mun meðal annars fela í sér opinberar yfirheyrslur sem verður sjónvarpað í beinni útsend- ingu. Leyniþjónustan CIA mun vera reiðubúin að veita fulla samvinnu. HNATTVÆÐINGUNNI MÓTMÆLT: Mótmælendur söfnuðust saman í Genf í til- efni G8 fundar helstu iðnríkja heims sem staðið hefur yfir í Évian síðustu daga. Þeim var ekki hleypt nálægt sjálfum fundarstaðnum og því þurftu þeir að safn- ast saman í nágrannabæjum til að reyna að koma boðskap sínum á framfæri. G8 fundurinn klárast án „G1" Fundur átta helstu iðnaðar- þjóðaheims klárast í dag og finnst mörgum hann verða svolítið enda- sleppur þar sem George Bush, for- seti Bandaríkjanna - G1 -, verður ekki viðstaddur sfðasta daginn. Bush er lagður af stað í friðarleið- angur til Mið-Austurlanda, en óhætt er að segja að hann hafi verið miðpunktur athyglinnar á fundin- um, sérstaklega í ljósi þess að þar hitti hann fyrir nokkra af helstu andstæðingum sínum í íraksmál- inu. Leiðtogar frá hinum sjö löndun- um munu því funda síðasta daginn og Jacques Chirac flytur að endingu lokayfirlýsingu fundarins sem mun leggja áherslu á að efnahagsástand heimsins fari batnandi. Einnig verður fjallað um að leiðtogar ríkj- anna muni halda áfram baráttu gegn hryðjuverkum og útbreiðslu gjöreyðingarvopna. Mótmæli andstæðinga hnatt- væðingar héldu áfram í gær og sló í brýnu milli þeirra og Iögreglu í Genf þriðja kvöldið í röð. Táragasi og gúmmíkúlum var beitt á mótmæl- endur sem svöruðu árásum lög- SÓTT AÐ TONY BLAIR: Þingmenn breska Verkamannaflokksins sækja nú hart að forsætisráðherra sínum og flokksleiðtoga vegna meintrar gjöreyðingarvopnaeignar (raka. Blair hefur meira að segja verið sakaður um að blekkja þjóðina til að rétt- læta innrásina í (rak. Þrátt fyrir fullyrðingar um gjöreyðingarvopnaeign Saddams Husseins hafa engin slík vopn fundist frá því bandarískir og breskir hermenn réðust inn í (rak og efast margir um að þau séu yfirleitt til. Nicotineir 'f- T Guðbjörg Pétursdóttir, hjúkrunarfræðingur. í gær ræddum við um þau stig eða þrep sem sá, sem ætlar að hætta að reykja, þarf að ganga í gegnum á för sinni til reykleysis. í dag skulum við setja okkur í spor reykinga- manns, sem er að fara af Umhugsunarstiginu yfir á Undirbúningsstigið. Margar ástæður geta legið að baki þess að við stígum skrefið frá umhugsunarstiginu yfir á undirbúningsstigið. Lítum aðeins nánar á þær. Við höfum undanfarið veitt því eftirtekt að þegar við kveikjum í sígarettufáum við samviskubit og ” tilhugsunin um þurfa að fara að hætta kemur æ oftar upp í hugann. Við gerum okkur fyllilega Ijóst hversu skaðlegar óbeinu reykingarnar eru fyrir þá sem eru í kringum okkur og við erum fullkomlega meðvituð um þau umhverfisvandamál sem við sköpum - vandamál sem geta jafnvel jaðrað við mannréttindabrot! Við sjáum áhrif og afleiðingar reykinganna í nýju Ijósi og í þessari stöðu rennur það smám saman upp fyrir okkur að eina leiðin til að losna Eru mótmæli innra með okkur sem við reynum að bæla niður með alls konar afsökunum? (“Þetta er nú það eina sem við látum eftir okkur”, eða “við erum enn það ung að það er nægur tími til að hætta”). undan samviskubitinu er að hætta að reykja. Ástæðurnar fyrir sinnaskiptum okkar geta einnig verið vegna félagslegra áhrifa, t.d. frá auglýsingum eða vegna þrýstings frá fjölskyldu og vinum. Ef til vill er verið að gera vinnustaðinn okkar reyklausan eða líkamleg vanheilsa er farin að gera vart við sig. Hverjar sem ástæðurnar eru, finnst okkur líklega kominn tími tii þess að gera eitthvað í málinu - ekki bara hugsa um það. Til að átta okkur á því hversu sátt við erum með ákvörðun okkar um að hætta að reykja, skulum við svara eftirfarandi spurningum fyrir okkur sjálf: Eru þær breytingar sem við erum bráðum að fara í gegnum forvitnilegar eða þægilegar? Langar okkur til að geyma þessa ákvörðun til seinni tíma, þegar betur stendur á? Eru mótmæli innra með okkur sem við reynum að bæla niður með alls konar afsökunum? (“Þetta er nú það eina sem við látum eftir okkur”, eða “við erum enn það ung að það er nægur tími til að hætta”). Vonandi eru svör okkar við þessum spurningum það jákvæð, að við getum búið okkur undir að fara yfir á Undirbúningsstigið! Nánar um það ^ á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.