Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ2003 INNLENDAR FRÉTTIR 7 7 Geitastofninn ekki í hættu Þorsteinn aðstoðar Björn Árið 1965 var geitastofninn á íslandi í útrýmingarhaettu þar sem aðeins voru 160 geit- ur í landinu. Þá var ákveðið að veita geitaeigendum 3 þúsund króna styrk á hverja geit fyrir Státnir kiðlingar: Hún Heiða, heimasæta á Dynjanda skammt fyrir utan Hornafjörð, kann vel að meta kiðlingana. að hámarki 20 geitur til hvers eiganda. Nú eru 45 geitaeig- endur á landinu og samkvæmt skýrslum síðasta árs voru geit- urnar orðnar 372. Um páskana fæddust tveir kiðlingar í Dynjanda og lætur mamman sér vel líka að verið sé með þá. Björn Bjarnason.dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur ráðið Þorstein Davíðsson lögfræðing til starfa (ráðuneytinu sem að- stoðarmann sinn. Þorsteinn er fæddur 12.nóvember 1971, sonur ÁstríðarThorarensen hjúkrunarfræðings og Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Hann lauk embættisprófi í lög- fræði frá Háskóla (slands 1999 og hefur síðustu ár starfað sem aðstoðamaður dómara í héraðsdómi Reykjavíkur. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðar- störfum innan Sambands ungra sjálfstæðismanna.auk þess að vera formaður Heimdallarárin 1993-94. Sam- kvæmt heimildum DV mun Þorsteinn hefja störf seinna í vikunni. Dómararnir hafa síðasta orðið segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra Meðferð dómstóla á mann- drápsmálum hefur vakið sér- staka athygli í Ijósi niður- stöðu Héraðsdóms Reykjavík- ur í Hafnarstrætismálinu svo- kallaða sem fjallað var um í DV í gær. Hörð gagnrýni hefur komið fram á dóminn, m.a.frá foreldrum hins látna, sem segja hann ekki í nokkru sam- ræmi við málsatvik. Hinn nýskipaði dómsmálaráð- herra, Björn Bjarnason, lagði áherslu á í samtali við DV að menn deili ekki dómarann. Hann sagði það því engan veginn viðeigandi að ráðherra tjáði sig um vinnubrögð dómstólanna. „Dómararnir hafa þarna síðasta orðið." Ráðherra sagðist ekki vita til að fyrir dyrum stæði sérstök skoðun hjá þingmönnum á afgreiðslu ein- stakra mála. „Það er alltaf verið að fara yfir almennu hegningarlögin og skoða löggjöfina. Ég held að það taki þó kannski ekki mið af einstök- um sorglegum málum." Refsipólitíkin á íslandi í október 1994 greindi þáverandi aðstoðarmaður dómsmálaráð- herra, Ari Edwald, frá þeirri skoðun sinni að umræðu skorti í þjóðfélag- inu um hvaða refsipólitík ætti að fylgja í hinum ýmsu málum. Benti hann þá á að refsingar í kynferðis- ofbeldismálum hefði verið að þyngjast. Það væri vísbending um að málin væru að þokast í rétta átt. Síðan sagði hann: „öll breyting á dómapraksís tekur sinn tíma.“ Þrátt fyrir þetta hefur meðferð dómstóla í kynferðisafbrotamálum þráfaldlega verið gagnrýnd. Hins vegar var tekið stórt stökk með til- tölulega skömmum fyrirvara með þyngingu refsinga í fíkniefíiaafbrot- um og sést það m.a. í samanburð- artölum um niðursföður dóma. Þar virtist ekki þurfa ýkja mikinn tíma til að breyta „dómapraksís." Nýuppkveðinn dómur í Hafnar- strætismálinu virðist hins vegar í fljótu bragði ekki vera í neinu sam- ræmi við eðli málsins. Það er alla- vega skilningur foreldra Magnúsar Freys Sveinbjörnssonar sem lést í kjölfar hrottalegrar árásar tveggja manna í Hafnarstrætinu í Reykjavík „Það er alltafverið að fara yfir almennu hegn- ingarlögin og skoða löggjöfina." 25. maí 2002. Það er líka skilningur fjölda fólks sem haft hefur sam- band við DV. Úrskurður dómara endurspeglar þó væntanlega gild- andf stefnu í refsipólitík hér á landi en fyrir leikmenn er nær ómögulegt að leggja mat á hvort niðurstaða dómara er sú eina rétta eða 'ekki. Lög gera hins vegar ráð fyrir að það séu dómstólarnir sem hafa síðasta orðið í þessum efnum og við dóm- ara deila menn ekki. Margir við- mælendur DV telja þó að þetta hljóti líka að vera spurning um traust almennings á dómskerfinu og hvaða skilaboð dómstólar senda út í þjóðfélagið með dómum sem þessum. hkr@dv.is Við erum á algjörum villigötum segirJón Steinar Gunnlaugsson, prófessor og hæstaréttarlögmaður Jón Steinar Gunnlaugsson lög- fræðingur segir menn á algjörum villigötum í refsidómum hér á landi, ekki síst í fíkniefnamálum í samanburði við dóma í líkamsof- beldismálum. „Ég vil ekkj leggja dóm á einstak- ar ákvarðanir í dómsmálum. Það er hins vegar ljóst að í samanburð- inum við dóma sem eru kveðnir upp í fíkniefnamálum, þá lítur þetta mjög undarlega út, vægast sagt. Ég held að það sé fyrst og fremst vegna þess að það er eitt- hvert refsioffors í fíkniefnamálum. Það hljóta allir að sjá það að þau afbrot sem felast í því að einn mað- ur selur öðrum eitthvað sem kaup- andinn vill kaupa getur ekki verið brot sem jafnast á við það að ganga í skrokk á öðrum manni og svipta hann varanlega heilsu eða jafnvel lífi. Þetta hljóta allir menn að sjá. Samt er verið að kveða upp miklu þyngri dóma fyrir fíkniefnabrot en líkamsmeiðingar. “ Jón Steinar segir bráðnauðsyn- legt að rætt sé um þær ákvarðanir dómstóla sem stinga í augu og varðar fólk f landinu sem þarf að búa við þetta réttarkerfi. Einmitt til þess að þeir sem setja lögin skoði málin. „Það er löngu orðið tímabært að hugsa þessi fíkniefnamál algjör- lega upp á nýtt. Hætta ofstækinu í þessum tískubrotum og snúa við blaðinu. Það er búið að setja á ein- hverja styrjöld hér, jafnvel við bömin okkar og ungmenni sem af- vegaleiðast inn á þessa braut. Ég bara mótmæli því að þetta sé að- ferðin til þess að fást við þennan vanda. Að mfnu mati em menn á algerlega rangri braut. Einn þáttur- inn í þvf er þessi ótrúlega refsigleði sem þarna gildir. Menn geta svo horft á árangur- inn af þessu. Hér hefur ár eftir ár verið lýst yfir að ísland ætti að verða fíkniefnalaust land og refs- ingar em auknar. Hvað gerist? - Það eykst alltaf neyslan og þeim ungmennum íjölgar sem lenda í varanlegum erfiðleikum út af þess- ari fíkn sinni, m.a. á þann hátt að þau em dæmd út úr samfélaginu í stað þess að fást við vanda þeirra á þann hátt sem nauðsynlegt er. Þetta er að mínu mati algjörlega fráleit hugsun. Það er eins og þeir sem stjórna séu að kaup sér ein- hverja friðþægingu, bara með því að þyngja refsingar. Ég mótmæli því að þetta sé rétt aðferð. Ég er á þeirri skoðun að stíga eigi skref f því að afnema refsinæmi fíkniefnabrota að minnsta kosti þar sem hin vægari efni em á ferð- inni. Ég tel að það sé algjör blind- gata sem menn em á og komast ekkert áleiðis.“ - Ertu þar að tala um kannabis? „Já til dæmis. Og stfga skref í þá vem eins og aðrar þjóðir hafa gert. Ég vek athygli á því að það er sífellt að aukast skilningur meðal þjóða heimsins hvers konar röngum braut- um við emm á í þessum fikniefna- málum og hvemig á þeim er tekið. Það þýðir bara manndráp, afbrot, undirheimaveröld og glæpi á glæpi ofan.“ Jón Steinar segir að vel megi líkja þessu við það sem gerðist á bannár- unum í Bandaríkjunum á sínum tíma. hkr@dvJs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.