Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 33
í. Blásarar í Sigurjónssafni Blásarakvintett Reykja- víkur leikur í kvöld í Sigur- jónssafni, á fyrstu þriðju- dagstónleikum sumarsins. Kvintettinn skipa þeir Haf- steinn Guðmundsson, Ein- ar Jóhannesson, Joseph Ognibene, Daði Kolbeins- son og Bernharður Wilkin- son.Á efnisskrá eru Gran Partita í B-dúr K.361 eftir W.A. Mozart og tvö verk sem voru samin sérstak- lega fyrir þá félaga. Nam- ing of the Birds eftir Sally Beamish og Þrjár íslenskar myndir eftirTryggva M. Baldvinsson. Sigurjónssafn er á Laugarnestanganum í Reykjavík.Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 og standa í um það bil klukkustund. ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNl2003 TILVERA 33 Kvöldfréttir Sjónvarps Ómar Smári Kristins- son hefuropnaðsýn- ingu í Galleri Hlemmi, Þverholti í Reykjavík, og gestur hans er mynd- listarmaðurinn Karl Jó- hann Jónsson.Ómar Smári fjallar um fram- boð af andlegu fóðri fyrir manneskjuna og hvernig það erfram- reitt. Meðan á kvöld- fréttum Sjónvarpsins stóð teiknaði hann allt semframfóráskján- um, eftirfremsta megni.Rúmlega 100 slíkar skyndimyndir af heiminum eru á sýn- ingunni. Jurtaolíurtil að vernda og bæta heilsuna (SLENSKIR ILMOLfUFRÆÐINGAR: Standandi,talið frá vinstri: Fjóla E. Arndórsdóttir, Ásrún Jónsdóttir, Guðbrandur Einars- son.Júlíana Magnúsdóttir, Kristín V.Gunnarsdóttir.Sigríður Eyrún Sigurjónsdóttir, Alma B. Guttormsdóttir, Anne May Sæ- mundsdóttir,Valgeir Viðarsson. Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir.Sitjandi,talið frá vinstri: Margrét Alice Birgisdóttir, kennari í Aromatherapy við Nuddskóla íslands og umsjónarmaður kennsluþáttar Shirley Price International College of Aromather- apy á (slandi.Á myndina vantar Hörpu Rós Björgvinsdóttur og Arndísi Einarsdóttur. í vor útskrifaðist fyrsti íslenski hópurinn frá Shirley Price International College of Arom- atherapy. Hópurinn hefur lagt að baki fjögurra ára nám af Nudd- braut Ármúlaskóla eða annað sam- bærilegt nám, og lokið verklegu og bóklegu prófi í faginu sem gefur réttindi til að kalla sig Aromather- apista eða ilmkjarnaolíufræðinga. lmolíumeðferð á rætur að rekja til elstu lækningahefða mannkyns. Heimildir um notkun ilmkjarnaolía í einhverri mynd eru til frá flestum fornum samfélögum svo sem Eg- yptum og Kínverjum. Nútíma ilmolíufræði „Aromatherapy" teng- ist auknum rannsóknum á olíun- um á 20. öld. Þetta meðhöndlunar- form er grein innan jurtalækninga þar sem olíurnar eru unnar úr hin- um ýmsu plöntuhlutum, oftast með eimingu eða pressun. Efna- fræðilegar rannsóknir hafa sýnt fram á virkni olíanna á hina ýmsu kvilla og eru þær notaðar af fag- mönnum víða í hinum vestræna heimi samhliða hefðbundnum lækningaaðferðum. Til að öðlast fulla vitneskju um notkun ilmolía þarf mikið nám og vitneskju til að geta metið hvaða olíur eiga við í ýmsum meðferðum. Hér á landi sem og annars staðar hefur áhugi fyrir þessari tegund meðferðar aukist í kjölfar niður- stöðu vísindarannsóknanna. Menn vilja gjarnan nota afurðir úr jurta- ríkinu í því skyni að vernda og bæta heilsu og vellíðan líkama og sálar. Ray Liotta leikur í Narc og Identity: Áhugaverður og virtur karakterleikari Áhugi Rays Liotta á að taka að sér hlutverk sem oftar en ekki hafa tilhneigingu til að ögra áhorfand- anum hefur að flestra mati komið í veg fyrir að hann sé á meðal stór- stjarna í Hollywood. Þessi stað- reynd hefur aftur á móti gert það að verkum að hann er einn áhuga- verðasti og virtasti karakterleikar- inn í kvikmyndabransanum eins og Narc og Identity, sem báðar eru sýndar í kvikmyndahúsum á höf- uðborgarsvæðinu, vitna um. Óhætt er að segja að leikur hans í þessum myndum geri það með- al annars að verkum hversu góðar þær eru. Ray Liotta fæddist í Newark 18. desem- ber 1955. mánaða gam- all var hann ættleiddur. Eftir mennta- skólanám nam hann við háskólann lcCUUlbl 1 desem- Sex 1- í Miami og lauk BA-prófi í listum árið 1977. Meðan hann var í há- skólanámi var hann duglegur við að koma sér á framfæri í leikhús- um í Miami þar sem hann fékk sína fyrstu reynslu sem leikari. Fyrsta stóra hlutverkið sem hann hreppti var eitt aðalhlutverkið í einni langlff- ustu sápuóperunni, Another World. Lék hann í sápunni í fjögur ár 1978-1981. Fyrsta stóra kvik- myndahlutverkið kom í kvikmynd Jonathans Demme, Something Wild. Fyrir leik sinn í þeirri mynd fékk hann sína fýrstu tilnefningu. Voru það gagnrýnendur í Boston sem veittu honum hana. Það var síðan í hlutverki Shoeless Joe í Field of Dreams, sem hann hlaut almenna viðurkenningu sem einn áhugaverðasti leikari sinnar kyn- slóðar. Hróður hans jókst síðan mjög þegar Martin Scorsese valdi hann í aðalhlut- verkið í meistaraverkinu Goodfellas. Það var þá Ray Liotta í Narc, búinn að bæta við sig 15 kílóum sem hann síðan losaði sig við fyrir Identity Ray Liotta eins og flestir kannast við hann. sem allir spáðu því að hann yrði næsta stórstjarnan í Hollywood. Þessi spádómur gekk ekki eftir og var það að hluta til Liotta að kenna. Hann forðaðist hlutverk sem gerðu lítið tilkall til hans sem leikara og beið of lengi, segja sum- ir, eftir rétta hlutverkinu, því að þótt hann sé vandlátur á hlutverk þá hefur hann fengið sinn skammt af lélegum kvikmyndum. Hvað sem því líður hefttr Ray Liotta ávallt rétt úr kútnum og er eftir- sóttur í hlutverk í dag sem aðeins góður leikari ræður við. Eiginkona Rays Liotta er leik- kona og kvikmyndaframleiðandi, Michelle Grace, að nafni og eiga þau eina dóttur, Karsen Liotta. Oprah Winfrey deilir við arftaka i Ameríska kjaftaþáttadrottningin Oprah Winfrey og væntanlegur arf- taki hennar, Doktor Phil, eru nú komin í hár saman eftir að hún ákvað að hætta við að hætta á fyrir- fram ákveðnum tíma. Já, Oprum, og reyndar fleirum, fannst kominn tími til að hún drægi sig í hlé á árinu 2006 og átti hinn vinsæli sjónvarpssálfræðingur Doktor Phil að fá útsendingartíma hennar. En Opruh hefur nú snúist hugur og ætlar að sitja sem fastast til ársins 2008. Doktor Phil hefur að sjálfsögðu sakað hana um svik í kjölfarið. Fyrir tveggja ára setu til viðbótar fær Oprah um það bil tuttugu millj- arða íslenskra króna í viðbótarlaun, og átti þó nóg fyrir. JLo setur mörkin fyrir myndir Latínubomban Jennifer Lopez hefur dregið mörkin milli einkalffs- ins og hins opinbera. Hún þvertek- ur fyrir að leyfa myndatökur í vænt- anlegu brúðkaupi sínu og unnust- ans, leikarans Bens Afflecks. Margt annað frægt fólk og ríkt hefúr aftur á móti ekki staðist freistingar seðlabunkanna og gefið leyfi fyrir slíkum myndatökum. Skemmst er að minnast þeirra Michaels Douglas og Catherine Zeta Jones og Beckhamanna, Davis og Victoriu, sparkmeistara og fyrr- um Kryddpíu. „Kemur ekld til greina. Það er y enginn verðmiði á brúðkaups- myndunum. Alls ekki," segir Benny Medina, talsmaður Jennifer, í sam- tali við breska æsiblaðið The Sun. Brúðkaupsdagurinn hefur ekki enn verið fastákveðinn. Jennifer hefur svo mikið að gera að ekkert verður af hjónavígslu í sumar, að minnsta kosti. Og kæmi sumum f ekki á óvart þótt ekkert yrði af brúðkaupinu yfir höfúð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.