Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ2003 TILVERA 31
Sumarsýning í
Sumarsýningin Andlits-
myndir og afstraksjónir hefur
verið opnuð í Listasafni Sigur-
jóns Ólafssonar á Laugar-
nestanga.
Á sýningunni ber fyrir augu
þrettán andlitsmyndir eftir
Sigurjón Ólafsson. Myndirnar
eru frá ólikum tímabilum í list
hans og jafnmörg afstraktverk.
Á þessa sýningu eru annars
Sigurjónssafni
vegar valdar myndir sem lýsa
ólíkum persónuleikum og hins
vegar afstraktverk sem sprottin
eru úr þeim jarðvegi þar sem
trúnaður við hlutföll mannslík-
amans er ríkjandi.
í sumar er Sigurjónssafn opið
alla daga nema mánudaga milli
klukkan 14og 17.Kaffistofan er
opin á safntíma.
Sýnir á sjúkrahúsi Akraness
Listakonan, Katrín Bílddal,
hefur opnað umfangsmikla
myndlistarsýningu á Sjúkra-
húsi Akraness.
Sýningin,sem samanstend-
ur af olíumálverkum, grafík-
myndum og myndverkum
sem unnin eru með blandaðri
tækni.Sýningin stendurtil og
með þjóðahátíðardeginum
17. júní.
Foreldrar sykra
hlutina alltof mikið
segja unglingsstúlkur sem berjastgegn vímuefnum
Shirley Vigdís Sewell og StefanlaTinna Miljevic eru meðal þeirra sem vinna að vímuvörnum (Kópavoginum og eru góðir fulltrúar æskunnar.
DV-mynd E.ÓI.
„Mér finnst alltaf gaman að fara
út að djamma og dansa og frábært
að vakna hress daginn eftir en
þurfa hvorki að glíma við hausverk
né magaverk,“
„Þið megið ekki sykra hlutina
alltof mikið þegar þið eruð að ræða
um áfengi við börnin ykkar. Það
þýðir ekkert að segja f blíðutón:
„Nei, gerðu það ekki, vinur, ekki
fara út í þetta." Og ef þið finnið
áfengislykt af barninu þá megið þið
ekki hugsa: Þetta er bara smábjór-
lykt - eins og það sé svo sem ekkert.
Eg segi bara: „Vaknið þið! Fylgist
þið með börnunum ykkar og lítið á
eymdina sem fylgir vímuefnanotk-
í myndinni koma líka
fram ungmenni sem
ákváðu strax í byrjun
að láta vímuefnin eiga
sig þannig að sjónum er
líka beint að jákvæðum
lífsháttum.
un.“ Þannig talaði 18 ára stúlka,
Shirley Vigdís Sewell á foreldra-
fundi eins grunnskólans í Kópavogi
nýverið. Þar sátu foreldrar 14 ára
barna og Shirley var önnur tveggja
stúlkna úr Menntaskólanum í
Kópavogi sem fylgdi eftir áhrifa-
mikilli vídeómynd sem heitir Þú átt
val. Hin stúlkan var Stefanía Tinna
Miljevic. Hún lét foreldrana leysa
léttar þrautir sem áður höfðu verið
Iagðar fyrir börn þeirra. Tilgangur-
inn var sá að mynda umræðu-
grundvöll heima fyrir.
Allir hafa val
í myndinni „Þú átt val“ lýsa
nokkur ungmenni í kringum tvítugt
raunverulegri reynslu af áhrifum
eiturlyfja á líf þeirra. Þar er meðal
annars þessi stutta reynslusaga:
„Þegar víman er orðið það eina
sem skiptir máli þá hættir maður
að taka ábyrgð á öllu í lífinu. Ég
hætti að geta stundað skóla og
hætti að geta haft eðlileg samskipti.
Mér varð það á að fara að ljúga mig
út úr öllu og byrjaði að stela.
Þannig að vandamálin hlóðust
upp.“
I myndinni koma líka fram ung-
menni sem ákváðu strax í byrjun að
láta vímuefnin eiga sig þannig að
sjónum er líka beint að jákvæðum
lífsháttum.
Það voru nemendur og kennarar
MK sem gerðu þessa mynd á síð-
asta ári. Hún hefur í vetur verið
sýnd flestum áttundu bekkingum í
Kópavogi og foreldrum þeirra sem
liður í fræðsluverkefni í vímuvörn-
um á vegum skólanna, foreldrafé-
laga (Samfok) og forvarnarfulltrúa
Kópavogs.
Gaman að djamma
Eftir fundinn voru þær stöllur
Tinna og Shirley króaðar af og
spurðar hvernig á því stæði að þær
legðu fram krafta sína f þágu for-
varna í Kópavogi. Báðar eru þær á
öðru ári í MK og í hópi þeirra sem
hafa ákveðið að drekka ekki eða
neyta annarra vfmuefna. Tinna
kveðst þó skemmta sér heilmikið
auk þess sem hún sé að vinna á
veitinga-og skemmtistað. „Mér
fínnst alltaf gaman að fara út að
djamma og dansa og frábært og
vakna hress daginn eftir en þurfa
hvorki að glíma við hausverk né
magaverk," segir hún. Aðspurð um
viðbrögð fjórtán ára krakkanna við
myndinni Þú átt val segir hún.
„Viðbrögðin eru með ýmsum hætti.
Það er varasamt að sýna myndina
eina en hún er góður umræðu-
grunnur. Skilaboðin sem í henni
felast eru sterk og ég er alltaf að sjá
eitthvað nýtt í henni þótt ég hafi
horft á hana sex sinnum. Þarna eru
tveir hópar sem fóru hvor sinn veg
þannig að myndin sýnir glöggt að
það eru tvær leiðir sem ungmennin
verða að velja á hverjum degi."
Ætla að verða Tinna tvö
Shirley er frönsk í aðra ættina og
kveðst hafa smakkað vín níu ára
gömul. Síðar hafi hún bragðað bjór.
Hvort tveggja þyki henni vont og
„Það sem maður fær út
úr þessu eru viðbrögðin
hjá krökkunum. Þau
gefa manni kraftinn."
þó áhrifin alveg sérstaklega. „Ég fer
á hverju sumri til Frakklands og þar
þykir sjálfsagt að gefa börnum vín
með matnum. Ég var oft undir
pressu framan af en nú orðið er ég
búin að koma fólki í skilning um að
ég vilji ekki áfengi og fæ að drekka
mitt vatn í friði." segir hún. Þeim
finnst unglingar á íslandi almennt
byrja allt of snemma að neyta
áfengis en vonast heils hugar til að
starf þeirra og annarra sem vinna
að forvörnum skili árangri. Þær eru
tilbúnar að halda baráttunni áfram.
„Það sem maður fær út úr þessu
eru viðbrögðin hjá krökkunum.
Þau gefa manni kraftinn," segir
Tinna og heldur áfram. „Þegar þau
labba út af fundunum og segja, „Ég
ætla að verða Tinna tvö," þá er ég
komin með mín laun.“
Gun@dv.is
Húsið þar sem safn Jósafats Hinrikssonar verður hýst. Fyrsta hlutann er búið að opna
DV-MYND ELMA GUÐMUNDSDÓTTIR
Framkvæmdir við Jósafatssafn í Neskaupstað:
Safnið var opnað að hluta á sjómannadaginn
Endurbætur hafa staðið yfir á
neðstu hæð Jósafatssafns í Nes-
kaupstað og umhverfi hússins og
var fyrsti hluti safnsin tekin í notk-
un á sjómannadaginn. Jósafat Hin-
riksson, sem safnið heitir eftir, var
Norðfirðingur en rak stóra vél-
smiðju í Reykjavík um langt árabil
og kom jafnframt á fót í fyrirtækinu
safni sem nú verður sett upp eystra.
Unnið er að lagfæringum á
neðstu hæð hússins og er hluti
hennar nánast tilbúinn. Meðal
annars þurfti að endurbyggja gólf
og veggi. Gömlu bitarnir f Ioftinu
verða látnir halda sér og er fullvíst
að margir gamlir Norðfirðingar
munu upplifa gamla tímann, en
um árabil var þarna fjölmennur
vinnustaður.
Það eru starfsmenn trésmíða-
deildar bæjarins, ásamt verktökum,
sem vinna verkið sem felst í því að
standsetja húsnæðið þannig að
hægt verði að koma munum úr
Jósafatssafninu þar fyrir. Búið er
setja upp sýningu á 1. hæð hússins
og ganga frá umhverfi safnsins sem
er til húsa að Egilsbraut 2. Alls verð-
ur safnið á 3 hæðum og Eldsmiðjan
á efstu hæðinni. Mikill pallur sunn-
an við húsið gefur gestum tækifæri
til að setjast út þegar gott er veður.
Mikið er að gerast í safnamálum
Fjarðabyggðar um þessar mundir
og ætti ferðamönnum jafnt sem
heimamönnum ekki að verða
skotaskuld úr því að finna sér afþr-
eyingu. EG