Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 16
16 ERLBNDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 3.JÚNÍ2003_ Hvattir til að sleppa Suu Kyi Mars Express // leggur af stað Geimfarfrá Evrópsku geim- ferðastofnuninni lagði af stað til Mars í gær í leit að vatni og ummerkjum um hvort líf hafi einhvern tímann þrifist á plánetunni.Verkefnið hefur fengið nafnið„Mars Express" og tókst geimskotið frá Bai- konur skotpallinum í Rússlandi einsog til varætlast. Síðasta geimfar sem skotið varafstaðtil plánetunnar ut- an Bandaríkjanna, hið rúss- neska Mars 96, brotlenti í Kyrrahafi vegna bilana í eld- flaug. Um 30 leiðangrar hafa verið sendir af stað til Mars en fæstir hafa heppnast eins og til var ætlast. Forsvarsmenn Mars Express voru þó bjartsýnir í gær eftir vel heppnað geim- skot.Þjóðarleiðtogar hvöttu herforingjastjórnina í Burma í gær til að sleppa Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarand- stöðunnar og friðarverðlauna- hafa Nóbels. Þá fordæmdu þeir aðgerðir herforingjanna gegn andófsmönnum. Suu Kyi og aðrir framámenn úr stjórnarandstöðunni voru hneppt í varðhald á föstudag þar sem þau voru á ferð í norð- anverðu Burma.Herinn segir að Suu Kyi hafi verið handtekin til að vernda hana sjálfa eftir að fjórir létust í átökum stuðn- ingsmanna hennar og and- stæðinga. Bush Bandaríkjaforseti var meðal þeirra sem létu í sér heyra og hvatti til tafarlausrar lausnar baráttukonunnar. Bush Bandaríkjaforseti í fyrsta sinn til Mið-Austurlanda: Ætlar að ná friði Veðurguðirnir skarta sínu fegursta, sól og blíðu, þegar George W. Bush Bandaríkja- forseti hittir leiðtoga nokk- urra arabaríkja í sumarleyfis- bænum Sharm el-Sheikh í Eg- yptalandi í dag. Bandarilcjaforseti, sem er í fyrstu heimsókn sinni til þessa heims- hluta frá þvf hann tók við embætt- inu fyrir tveimur og hálfu ári, ætlar að reyna að sannfæra leiðtogana „Væntingar mínar í Mið-Austurlöndum eru þær að allir hlutaðeig- andi axli ábyrgð sína til að koma á friði." um að sér sé alvara í að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Jafnframt mun hann hvetja þá til að styðja við bakið á Palestínumönnum í við- leitni þeirra til að friðmælast við fsrael. Frá Egyptalandi til Jórdaníu Fundur Bush í dag með þeim Hosni Mubarak Egyptalandsfor- seta, Abdullah krónprins úr Sádi- Arabíu, Abdullah Jórdaníukóngi, Hamad Bareinkóngi og Mahmoud Abbas, forsætisráðherra palest- ínsku heimastjórnarinnar, er hinn fyrri af tveimur mikilvægum í þess- ari ferð. Á morgun hittir hann aftur Mahmoud Abbas og Ariel Sharon, forsætisráðherra Israels. Sá fundur verður haldinn í hafnarborginni Aqaba t'Jórdaníu. Tilgangur fundahaldanna er að afla stuðnings við svokallaðan Veg- visi að friði í Mið-Austurlöndum sem Bandaríkjamenn, Evrópusam- bandið, Sameinuðu þjóðirnar og Rússar standa að. Þar eru tiltekin ákveðin skref sem bæði ísraelar og Palestínumenn verða að stfga til að koma á friði sín í milli, áður en kemur til stofnunar sjálfstæðs palestínsks ríkis árið 2005. Áður en Bush lagði upp í ferðina til Mið-Austurlanda sagði hann á Ieiðtogafundi svokallaðra G8 ríkja í Frakklandi að það væri ekkert áhlaupsverk að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann spáði því þó að það myndi takast. Tvö ríki hlið við hlið „Væntingar mínar í Mið-Austur- löndum eru þær að allir hlutaðeig- andi axli ábyrgð sína til að koma á friði," sagði Bush við fréttamenn í Frakklandi í gær. „Og að það verði ijóst að land mitt og ég munum verja eins miklum tíma og nauðsyn krefur til að gera að veruleika fram- tíðarsýnina um tvö ríki sem lifa í friði hlið við hlið.“ Þeir Bush og Mubarak munu hittast einslega áður en sjálfur leið- togafundurinn hefst. Og til stendur að þeir lesi upp yfirlýsingar að fundahöldunum öllum loknum. Bandarískir embættismenn gera sér vonir um að yfirlýsing arabaleiðtoganna feli í sér stuðning við Abbas, forsætisráðherra palest- ínsku heimastjórnarinnar, sem hefur heitið því að ganga milli bols og höfuðs á harðlínumönnum sem hafa staðið íyrir sjálfsmorðsárásum á ísrael. Það gæti þó reynst þrautin þyngri. Búist er við að arabaleiðtogarnir hvetji bandaríska ráðamenn til að beita ísraela þrýstingi til að fara að ísraelsk stjórnvöld slepptu í gær háttsett- um forystumanni Frels- isfylkingar Palestínu (PLO) til að sýna lit fyrir fund Bush, Sharons og Abbas i Jórdaníu á morgun. Vegvísinum. Margir óttast að Isra- elar kunni að grafa undan friðar- áformunum þar sem Sharon féllst ekki á Vegvísinn fyrr en Bush hafði Vegvísirinn að friði Fyrsti áfangi (til maí 2003): Bundinn endi á ofbeldisverk Palestínumanna; umbætur á stjórnkerfi Palestínumanna; ísraelar draga sig burt frá ólöglegum landtökubyggðum og frysta frekari byggðir;kosningar í Palest- ínu. Annar áfangi (júní til desember 2003): Stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna;al- þjóðleg ráðstefna haldin um Vegvísinn og eftirlitsmenn fylgjast með því að honum sé framfylgt. Þriðji áfangi (2004 til 2005): Önnur al- þjóðleg ráðstefna; samkomulag um endan- lega stöðu og endalok átakanna;sam- komulag um endanleg landamæri, stöðu Jerúsalem, flóttamenn og landtökubyggðir; arabaríki fallast á að gera friðarsamninga Ísraelsríki. viö ■*: KOMINN TIL MIÐ-AUSTURLANDA: George W. Bush Bandaríkjaforseti er kominn til Mið-Austurlanda, í fyrsta sinn frá því hann varð forseti fyrir rúmum tveimur árum. Hosni Mubarak Egyptalandsforseti tók á móti Bush þegar hann kom til sumarleyfisbæjarins Sharm el-Sheikh við Rauðahaf þarsem Bandaríkjaforseti mun ræða við leiðtoga nokkurra arabaríkja um tilraunirtil að koma loks á friði milli Palestínumanna og (sraels. sagt að tekið yrði tillit til athuga- semda hans. ísraelsk stjórnvöld slepptu í gær háttsettan forystumann Frelsisfylk- ingar Palestfnu (PLO) til að sýna lit fyrir fund Bush, Sharons og Abbas í Jórdaníu á morgun. Líklegt þykir að um eitt hundrað palestínskir fangar til viðbótar verði látnir lausir úr ísraelskum fangelsum fýrir fundinn á morgun. Gífurlegar öryggisráðstafanir eru viðhafðar í Sharm el-Sheikh í dag til að tryggja að fundirnir fari vel fram. Verkföll í Evrópu ógna flugumferð Flugfarþegar í Evrópu gætu lent í verulegum vandræðum í dag vegna verkfalla í Frakklandi og á Ítalíu. Franskir flugumferðarstjór- ar taka í dag þátt í allsherjarverk- falli í landinu til að mótmæla breytingum á eftirlaunakerfi Frakklands og mun það váentan- lega leiða tii þess að 80% áætlaðrar flugumferðar til og frá landinu muni leggjast niður. Verkföllin eru mjög óþægileg fyrir ráðamenn í Frakklandi sem eru í sviðsljósi heimsins um þessar mundir vegna G8 fundarins. Hann hefur staðið yfir síðan á sunnudag en mun ljúka í dag. GENGIÐ ÁTEINUNUM: Allsherjarverkfall í Frakklandi hófst í gær þegar járn- brautarverkamenn lögðu niður vinnu sína og þá var lítið annað að gera en að rölta eftir brautarteinunum. Öllu erfiðara verður að finna lausn á því hvernig verði best að komast milli staða þegarfranskirflugumferðarstjórar leggja niður vinnu sína í dag. Að auki hyggst starfsfólk í flug- vélum hins ítalska Alitalia flugfé- lags leggja niður vinnu í fjóra klukkutíma til að mótmæla áætl- unum um að fækka í starfsliði flug- véla flugfélagsins. Fjöldi starfs- manna Alitalia tilkynnti sig veika um helgina og héldu því áfram í gær til að mótmæla áætlunum flugfélagsins. Allsherjarverkfallið í Frakklandi hófst í gær þegar járnbrautar- starfsmenn lögðu niður vinnu sína, kennarar fara í níunda verk- fall sitt á árinu í dag og margar aðr- ar stéttir munu einnig taka þátt í verkfallinu. Verið er að mótmæla endurbótum á eftirlaunakerfi sem þingið samþykkti í síðustu viku og Jacques Chirac, forseti landsins, styður einnig. Samkvæmt breyt- ingunum þarf verkafólk að borga í lífeyrissjóði lengur en áður til að eiga rétt á fullum eftirlaunum. En það er ekki bara verkafólk í Frakk- landi og á Italíu sem taka þátt í verkfallsaðgerðum um þessar mundir, því þúsundir verkamanna í stáliðnaðinum í Austur-Þýska- landi leggja einnig niður vinnu sína í dag og væntanlega alveg fram á fimmtudag til að reyna að knýja fram styttri vinnuviku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.