Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 4
4 INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ2003 Jón Baldvin í forsvari í Lettlandi Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra var í forsvari fyrir ís- lenskri viðskiptasendinefnd sem nú er stödd í Riga í Lett- landi. Útflutningsráð (slands skipulagði dagskrána sem hófst með viðskiptafundum. Auk þess var fjölmenn kynning og viðskiptaráðstefna haldin þar sem 12 íslensk fyrirtaeki kynntu vörur sínar og þjón- ustu. Sum þessara fyrirtækja eru þegar í viðskiptum við Lett- land en önnur eru að kanna ný tækifæri í fyrsta sinn. Flest eru fyrirtækin í sendinefndinni á sviði upplýsingatækni en einnig á sviði sjávarútvegs, flutningastarfsemi, þankastarf- semi og fataframleiðslu. Dagsferð í Kárahnjúka Flugfélag íslands og Ferða- þjónusta Tanna á Eskifirði bjóða nú í fyrsta sinn á íslandi skipulagðar dagsferðir til að skoða stærstu framkvæmdir (s- landssögunnar. Ferðin tekur einn heilan dag og er flogið frá Reykjavík til Egilsstaða þar sem hópbifreið frá Tanna Travel tek- ur á móti farþegum. Á leið upp á virkjunarsvæðið er meðal annars stoppað á Skriðuklaustri en á heimleiðinni verður farið um Laugavalla- dal og gefstfólki kostur á að baða sig og fara í sturtu í heit- um læk. Flosi Arnórsson er bjartsýnn á að sleppa frá Dubai fljótlega: Þetta var náttúr- lega forheimska DV náði tali af Flosa í gær á hótelherbergi í Dubai. Hann gengur laus í Dubai þangað til mál hans verður tekið fyrir hjá saksóknara í höfuðborg- inni Abu Dhabi í næstu viku. Hann sagði að lausn hans úr gæsluvarðhaldi á sunnudag eftir 40 daga hefði komið sér þægilega á óvart þar sem tii hefði staðið að senda hann í aðalfangelsið í Dubai. Það er almennt fangelsi og aðbúnaður annar og verri en í gæsluvarðhaidsfangelsinu sem hann hefur gist hingað til og hýsir aðallega útlendinga. Hann segir fangaverði þar hafa komið fram við sig af stökustu kurteisi og vel- vilja eftir að þeir fóru að kynnast sér. í þekkilegasta fangelsinu „Mér var sleppt á tryggingu en það þurfti ekkert að borga. Norska ið er í lagi og engan bilbug á hon- um að finna þrátt fyrir þrengingar síðustu vikna. „Maður myndi nú fljótíega fara yfir um ef maður væri með ein- hverja svartsýni. Ég tek bara einn dag í einu. Hef tekið þessu öllu með stóískri ró, enda rólegur mað- ur að eðlisfari. Ég er eiginlega hissa á sjálfum mér hvernig sálartetrið hefur staðið þetta af sér. Ég er ekk- ert að farast úr áhyggjum. Óneit- anlega finnst mér gangur réttvís- innar hér nokkuð hægur en þetta miðar í rétta átt og ég býst frekar við að losna fljótlega. Ég geri mér þó fulla grein fýrir því að ég er eng- an veginn sloppinn enn." Gott að vera íslendingur Flosi segist fyrstur manna viður- kenna það að sú ákvörðun hans að hafa riffilinn með heim gegnum flugvöllinn án þess að láta yfirvöld vita af vopninu hafi verið röng. „Það var náttúrlega forheimska „Það var náttúrlega forheimska að mæta á flug- völlinn með stóran veiðiriffil og skot í töskunni. Einkum á þessum tímum. sendiráðið gekk í ábyrgð fyrir mig. Þeir sögðu bara allt í einu: Farðu. Við norski konsúllinn, sem var í heimsókn hjá mér í fangelsinu, vorum frekar hissa. En ég er feginn að vera laus. Fangelsi er alltaf fangelsi, þó mér skiljist að ég hafi setið í þekkilegasta fangelsinu á svæðinu. Það voru um 150 manns þarna inni, allt frá morðingum og hörðum glæpamönnum niður í vitlausa íslenska byssusmyglara," segir Flosi og hlær kankvíslega. Hissa á sálartetrinu Það er auðheyrt á Flosa að skap- að mæta á flugvöllinn með stóran veiðiriffil og skot í töskunni. Eink- um á þessum tímum. Heilinn var í hálfgerðri pásu eftir þessa mánað- arlöngu tilbreytingarlausu sigl- ingu. Þetta var stórkostlegt hugs- unarleysi. En ég verð að segja að mér finnst þetta fullströng viður- lög. Einhverjar athugasemdir, yfir- heyrsla og slík viðbrögð hefði ég skilið. Einnig að gera riffilinn upp- tækan, ég hefði ekkert getað sagt við því. En þetta er orðið dálítið strangt, finnst mér." Flosi hefur fylgst með umfjöllun íslenskra fjölmiðla um málið á net- -------I-------------------------------- Kbóeá /v*/2* Sf--- } . ^ n ts MvUúá' Klwyi.alV í Umrrf Ajnu.ú0 ,Kh«w» Nkkftn P,A! lujayvfth Jttlml 'Ali, V ■' 1 l OAWli H A U PI AOAHIA Ar .Oujirt Al •Ayr*t .«A \ ÖMAN SAMEINUÐU ARABÍSKU FURSTADÆMIN: Flosi sat í gæsluvarðhaldi í borginni Dubai en dvelst nú þar á hóteli þangað til mál hans verður tekið fyrir í höfuðborginni Abu Dhabi í næstu viku. REYNIR HLEKKINA: Flosi Arnórsson segist viðurkenna það fyrstur manna að það að hafa riffil með sér gegnum flugvöll hafi verið heimskuleg ákvörðun. Myndina tók vinkona hans á íslandi. síðum og segir að sér finnist fjöl- miðlar gera því skóna að hann bú- ist við að vera sakfelldur og hljóta jafnvel hámarksrefsingu, 3 ár sam- kvæmt lögum SAF, fyrir hinn meinta ólöglega vopnaburð. Hann vill taka fram að þó hann viti af þeim möguleika geri hann frekar ráð fyrir að málið leysist farsællega með öðrum og vægari hætti og hann sleppi fljótíega. „Norska sendiráðið hefur unnið ötullega að málinu fyrir hönd ís- lenskra yfirvalda og ég er afar þakklátur báðum. Sérstaklega Thor, norska konsúlnum, hann hefur reynst mér vel. Málið væri ekki í þessum farvegi nema fýrir starf íslensku og norsku utanríkis- þjónustunnar. íslensk stjórnvöld hafa verið í sambandi við fjölskyld- una mína heima og veitt alla þá aðstoð sem þau geta. Ég hef fund- ið það þessar síðustu vikur að það er gott að vera Islendingur." fin@dv.is Helmingslíkur á lausn í næstu viku Lögmenn Flosa Arnórssonar stýrimanns, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í Dubai í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum í 40 daga sakað- ur um ölvun og ólöglegan vopnaburð, telja helmings- líkur á því að hann verði frjáls ferða sinna í næstu viku. Þá verður mál hans tekið fyrir hjá saksóknara í Abu Dhabi, höf- uðborg SAF, og vonast lögmenn- irnir til þess að máli Flosa ljúki þar þannig að honum verði gert að Hámarksrefsing við brotinu, samkvæmt landslögum SAF, er þriggja ára fangelsi. greiða sekt. Að öðmm kosti fer málið frá saksóknara fyrir rétt og Flosi verður saksóttur fyrir ólög- legan vopnaburð. Hámarksrefsing við brotinu, samkvæmt landslög- um SAF, er þriggja ára fangelsi. Yf- irvöld í SAF saka Flosa ekki lengur um ölvun enda kom enginn vfn- andi fram í blóði hans við mæl- ingu. Flosa var sleppt úr gæslu- varðhaldi í fýrradag gegn trygg- ingu en hann er í farbanni. Flosi var í áhöfn Svansins RE-40, sem siglt var til Dubai í apríl eftir að skipið var selt þangað. Hann hafði með sér riffil af ótta við sjó- rán. Fyrir mistök voru tollverðir ekki látnir vita af rifflinum við komuna en FIosi hugðist taka hann með sér heim aftur. Hann var handtekinn á flugvellinum á heimleið 24. apríl, þegar riffillinn fannst í farangri hans við skoðun, og hnepptur í fangelsi, sakaður um ólöglegan vopnaburð og ölv- un, sem er refsiverð í íslamstrúar- löndum. Hann sat svo í gæslu- varðhaldi þangað til í fyrradag. fin@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.