Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 21
20 SKOÐUN ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ2003 + ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNl SKOÐUN 21 Dómur vekur furðu og reiði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á föstudag banamenn 22 ára fsfirðings til tveggja og þriggja ára fangelsisvistar. Mennirnir tveir hlutu dóm fyrir hrottalega líkamsárás sem leiddi til dauða Isfírðings- ins. Óhætt er að segja að svo vægur dómur í þessu alvarlega máli, en árásin þótti sér- lega grimmdarleg, hafi vakið almenna furðu í samfélaginu og reiði mjög margra. Almenningur skilur illa þau skilaboð sem héraðsdómararnir senda með þessum dómi, sérstaklega ef þau eru skoðuðað í samanburði við ýmsa dóma í öðrum mál- um undangengin ár. DV hefur þráfaldlega vakið athygli á ósamræmi í refsidómum þar sem fram hefur komið að ofbeldi, líkamsárásir og nauðganir, hafa leitt til mun vægari dóma en ýmsir aðrir, t.d. fíkniefna- og efnahags- brot. Þegar blaðið hefur leitað til sérfræð- inga hefur sú meginskoðun komið fram að ofbeldisdómar væru of vægir, t.d. miðað við fíknefnadóma. Hér skal undirstrikað að taka ber hart á fíkniefnasölum sem leggja líf ungs fólks í rúst með iðju sinni. Rifjað var upp í DV í gær, að Sigurður Líndal lagaprófessor sagði fyrir tveimur árum að refsingar fyrir nauðgun og annars konar líkamsárásir væru óeðlilega vægar miðað við fíkniefnabrot. Prófessorinn rök- studdi það með því að enginn vafí léki á Óhætt er að segja að svo vægur dóm- ur í þessu alvarlega máli, en árásin þótti sérlega grimmdarleg, hafi vakið almenna furðu í samfélaginu og reiði mjög margra. Almenningur skilur illa þau skilaboð sem héraðsdómararnir senda. DV hefur þráfaldlega vakið athygli á ósamræmi í refsidómum þar sem fram hefur komið að ofbeldi, líkams- árásir og nauðganir, hafa leitt til mun vægari dóma en ýmsir aðrir, t.d. fíkniefna- og efnhagsbrot. því að ef ráðist væri á einstakling, á hvern hátt sem væri, þá væri það mjög alvarlegur glæpur. Ástæðan væri að hætt væri við að líf fórnarlambsins væri jafnvel eyðilagt eða því raskað verulega. Því væri unnið óbæt- anlegt tjón. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttar- lögmaður tók í svipaðan streng og Sigurð- ur. Hann sagði að samræmi þyrfti að vera á milli refsiákvarðana dómstóla. Það er sláandi, sagði Jón, að fíkniefnadómar eru komnir langt fram úr dómum fyrir brot miklu alvarlegri háttsemi - líkamsmeiðing- ar, nauðganir og önnur kynferðisafbrot. Athyglisvert er í þessu samhengi að skoða brotaferil annars hinna dæmdu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann stóð frammi fyrir þremur stórfelldum ofbeldis- ákærum. Sú alvarlegasta var vegna árásar- innar sem leiddi til dauða unga mannsins en að auki fyrir stórfellda líkamsárás nokkrum vikum fyrr með því að skalla mann svo hann féll í gólfið með þeim af- leiðingum að fórnarlambið hlaut heila- blæðingu og brot í höfuðkúpu. Síðar sömu nótt skallaði hann annan mann svo af hlutust talsverð meiðsl. Varla hefði þessi ferill átt að bæta stöðu hins hættulega of- beldismanns. DV greindi frá því í gær hversu illa fyrr- nefndur héraðsdómur kom við fjölskyldu hins unga manns sem hún missti í blóma lífsins. Faðir hans lýsti því svo að hinn vægi dómur væri beinlínis sem hnefahögg, fjölskyldan væri í rúst. Það að átta sig á hve vægt væri tekið á svo alvarlegu broti væri eins og að ganga í gegnum aðra jarðarför sama manns. Ósamræmi í dómum er ekki líðandi. Dómurinn yfir banamönnum hins unga manns er einn vottur þess og svo óvæntur að undrun sætir, jafnvel hneykslan. Þung- ur dómur kallar hinn látna ekki aftur til lífs en réttlætiskennd fólks er ofboðið. loforð í Afganistan Svikin KJALLARI Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur Stríðið gegn hryðjuverkum hófst með innrás Bandaríkjamanna í Afganistan síðla árs 2001, en fljót- lega eftir árásina á írak féllu aðgerð- imar í Afganistan í skuggann. Þar ríkir nú stjórnleysi og ringulreið. Loforð um öryggi og uppbyggingu í landinu hafa verið svikin. Á flokksþingi breska verka- mannaflokksins í Bretlandi árið 2001 lofaði Tony Blair afgönsku þjóðinni að Bretar og Bandaríkja- menn myndu byggja landið upp aft- ur eftir herfórina gegn talíbönum og tryggja jafnframt öryggi í landinu. Bretar myndu ekki yfirgefa Afganistan eins og svo margir hafa áður gert. Samkvæmt fréttum sem nú berast frá Afganistan virðist sem Blair hafi svikið loforðið. Kvikmyndagerðarmaðurinn Peter Osbome skrifaði til að mynda grein í breska blaðið Observer um daginn um för sína um landið. Þar kemur fram að stjórnleysi ríki í Afganistan og að Bretar og Bandaríkjamenn hafi í raun gefist upp við að tryggja öryggi íbúanna. Eftir hemaðinn í Afganistan stendur ekki steinn yfir steini í þessu stríðshrjáða og sárfá- tæka landi. Mannvirki eru í rúst og innviðir eins og vegir og vatnsleiðsl- ur ónýt. Jarðsprengjur eru bókstaf- lega út um allt í landinu eins og fjöldi örkumla bama bera ljótt vitni um. Al-keida starfar enn Þrátt fyrir allan hemaðinn og of- ureflið hefur ekki enn tekist að upp- ræta starfsemi Al-keida samtak- anna. Bandaríkjamönnum, með öll- um sínum mætti, hefur ekki einu sinni tekist að finna Osama bin Laden og nýlega sendi leiðtogi talí- bana, Mullah Omar, skilaboö úr fylgsni sínu til alira Afgana um að ráðast gegn Bandaríkjamönnum og aðstoðarkokkum þeirra hvar sem í þá næðist. Flugrit með slíkum áskorunum ganga eins og eldur í sinu víðsvegar um Afganistan og í flóttamannabúðum í Pakistan. Slík rit hafa jafnvel fundist í Kabúl sem þó er helsta vígi Bandaríkjamanna. Heimildir herma að samtökin safni miklu liði þessar vikumar og margir þeirra hafist við í fjöllunum í Suður- Afganistan og við landa- mæri Pakistan. Þaðan eru glæpaað- gerðir á borð við vegarán og aðra óáran skipulögð.” Undanfarið hafa samtökin verið að færa sig upp á skaftið og hafa skipulagt aftökur á óvinveittum aðilum um allt landið. Vesturlandabúar eru efstir á þeim lista og hafa nokkrir þeirra verið vegnir. Þetta hefur leitt til þess að vestrænar hjálparsveitir hafa haldið frá suðurhéruðum Afganistan og „Innrásarríkin lofuðu að byggja Afganistan upp frá grunni eftir hernaðaraðgerðirnar." Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt á ferðabann um svæðið. íbúarnir, sem vita ekki hvar þeir eiga höfði sínu að halla, búa viö mikla neyð. Vanefndir á öllum sviðum Innrásarríkin lofuðu að byggja Afganistan upp frá grunni eftir hem- aðaraðgerðimar. Á fundi þeirra i Tokyo í fyrra var skotið saman fimm milljörðum dollara sem á að veija til uppbyggingar í landinu. Þessi upp- hæð dugir skammt og er aðeins brot af því sem þarf. Jafnvel Alþjóðabank- inn viðurkennir að þessi upphæð sé hvergi nærri nóg. Talið er að fjór- falda þurfi upphæðina til að tryggja lágmarksaðbúnað í landinu. Til að bæta gráu ofan á svart hafa banda- lagsríkin veitt megninu af þessu litla fjármagni fram hjá ríkisstjóm lands- ins og lagt það i ýmiss konar verkefiii sem ekki hafa verið á forgangslista stjómarinnar. Minni aðstoð en annars staðar Ef mið er tekið af sambærilegum dæmum koma svikin loforð Vestur- landa enn betur í ljós. Fjárhagsað- stoð á mann í Afganistan er marg- falt minni en annars staðar hefur tíökast. Eftir stríðið í Bosníu nam fjárhagsaðstoðin þar í landi til að mynda 326 dollurum á mann, Kosovo-búar fengu 288 dollara hver og á Austur-Tímor nam upphæðin 195 dollurum. Afganir fá hins vegar aðeins 42 dollara á mann. Samt voru það bandamenn sem réðust inn í landið og bera þá lágmarksskyldu að taka sómasamlega til eftir sig. Sem dæmi má nefna að vegakerf- ið í Afganistan er í rúst eftir nær 23 ára stöðugt stríð. Samkvæmt áætl- unum er aðeins fyrirhugað að veita 300 milljónir dollara til vegamála. Það er sama upphæö og Bandaríkja- stjóm ætlar að verja til byggingar sendiráðs síns i Kabúl. Samkvæmt áætlunum bandarísks verktakafyr- irtækis kostar milljarð dollará að koma bráðnauðsynlegri vegateng- inu á milli stærstu borga landsins, Mazar, Herat og Kabúl. Fleiri tölur eru sláandi: Banda- ríkjamenn hafa enn 11 þúsund manna herlið í landinu og eiga í stöðugum átökum við meinta hryðjuverkamenn. Friðargæsla hef- ur hins vegar setið á hakanum þrátt fyrir lögleysu og ófrið. Hverjum frið- argæsluliða í Afganistan er ætlað að gæta 5.380 manns. Til samanburðar má nefna að í Bosníu var einn friö- argæsluliði fyrir hverja 113 íbúa, í Kosovo var hlutfallið einn á móti 48 og á Austur-Tímor var einn friðar- gæsluliði fyrir hverja 66 íbúa í land- inu. Kabúlstjórnin ræður litlu Bandaríkjamenn hafa lagt höfuðá- herslu á að starfa í gegnum núver- andi forseta landsins, Hamid Kar- azi, sem þeir handvöldu til valda og er hliðhollur þeim. Það væri hins vegar synd að segja að hann, eða sveitir bandamanna yfir höfuð, hefði stjóm á landinu, í það minnsta ekki þegar komið er út fyrir Kabúl. Þar ráða stríðsherrar lögum og lof- um og hafa skipt landinu á miili sín í eins konar lén. Talið er að í hersveitum stríðs- herranna séu um 200.000 manns. Her og lögregla afgönsku stjórnar- innar telur hins vegar aðeins um 4.000 manns. Á svæöum stríðsherr- anna hefur afganska ríkisstjómin -- svo gott sem engin áhrif. Stríðsherr- amir halda sjáifir úti þjónustu á borð við menntun og heilsugæslu og sjá um alla skattheimtu að geðþótta. Kabúlstjómin sér lítið af þvi fé og hefur ekki mátt til að innheimta það. k FRÉTTAUÓS P ÓlafurTeiturGuðnason , olafur@dvJs Getur það verið? Svo sannarlega: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er fimmti oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn frá því að Davíð Oddsson hætti sem borgarstjóri 20. júní 1991. Á eftir Davíð komu Markús örn Antonsson, Árni Sig- fússon, Inga Jóna Þórðardóttir og loks Björn Bjarnason. Flokkurinn hefur því haft sex oddvita í borginni á þeim þrettán árum sem liðin eru frá því að Davíð leiddi flokkinn síð- ast vorið 1990. Fjórirfeilar Davíð skilaði borgarstjórnar- flokknum af sér með 60,4% fylgi og 10 borgarfulltrúa. í fyrra fékk flokk- urinn 40,2% fylgi og 6 borgarfull- trúa. Skarðan hlut fiokksins má að talsverðu leyti skýra með tilurð Reykjavíkurlistans og sfðar fram- boði Frjálslyndra og óháðra. Það breytir því hins vegar ekki að eng- um þeirra fjögurra sem hafa spreytt sig á oddvitahiutverkinu á undan Vilhjálmi frá því að Davíð hætti hefúr tekist að koma Sjálfstæðis- flokknum til valda í borginni, sem áratugum saman var talin höfuð- vígi hans. / Ijósi þessara sviptinga velta menn fyrir sér hvort Vilhjálmur Þ. leiði flokkinn í gegnum næstu kosningar. Mark- ús Örn og Inga Jóna tóku bæði við þegar sitjandi oddviti ákvað að fyrra bragði að víkja - rétt eins og Vilhjálmur nú - en hvorugt þeirra leiddi flokkinn í næstu kosningum á eftir. Árni hreppti 2. sæti Davíð Oddsson sagði af sér sem borgarstjóri einum og hálfum mán- uði eftir að hann tók við sem for- sætisráðherra vorið 1991. (Hann sat hins vegar eftir sem áður í borg- arstjórn - sem forsætisráðherra - allt til 1994.) Leitað var út fyrir borgarstjórnarflokkinn og Markús örn Antonsson útvarpsstjóri ein- róma kjörinn oddviti á fundi borg- arstjórnarflokksins. í lok janúar 1994 var efnt til próf- kjörs. Markús Örn borgarstjóri var einn í framboði í 1. sæti og fékk 88% stuðning, sem var meira en margir höfðu búist við. Hvorki fleiri né færri en fjórir stefndu á 2. sæti; Árni Sigfússon varð hlutskarpastur en Inga Jóna Þórðardóttir lenti í 4. sæti, Páll Gíslason í 11. sæti og Júlí- us Hafstein í 13. sæti. Vilhjálmur Þ. stefndi á „eitt af efstu" og hreppti 3. sæti. Vilhjálmur hreppti 2.sæti Skoðanakannanir í aðdraganda kosninganna 1994 bentu hins vegar til að Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa borginni til R-listans. Um það bil 70 dögum fyrir kosningar vék Markús örn óvænt til hliðar og lagði til að Árni tæki við. Það dugði ekki til sem kunnugt er. I prófkjöri fyrir kosningarnar 1998 bauð Inga Jóna sig fram gegn Árna í 1. sæti. Árni vann yfirburða- sigur með 90,5% atkvæða en Inga Jóna hreppti 3. sæti. Vilhjálmur Þ. studdi Áma, sóttist sjálfur eftir 2. sæti og fékk. Og enn vann R-listinn. Inga Jóna tekurvið Fljótlega eftir kosningar dró Árni Sigfússon sig í hlé, lagði til að Inga Jóna tæki við og hvatti Vilhjálm, sem var ofar en Inga Jóna á lista flokksins, til að fara í þingframboð. Vilhjálmur tók hann á orðinu ári síðar en vék hins vegar áður en yfir lauk úr 9. sæti á lista flokksins fyrir þingkosningarnar 1999 fyrir Ástu 20.júnf 1991 Markús örn Antonsson, útvarpsstjóri, tekur viö aö tillögu Davíös. 14. mars 1994 Árni Sigfússon tekur við aö tillögu Markúsar Arnar, sem dró sig I hlé, m.a.vegna slaks gengis flokksins f skoðanakönnunum. S.júnf 1998 Inga Jóna Þóröardóttir tekur viö að tillögu Árna. 26. janúar 2002 Björn Bjarnason lýsir opinberlega yflr framboði (fyrirhuguöu leiötogaprófkjöri. 28.ma(2003 VllhjálmurÞ. Vilhjálmsson tekur við eftiraðBjörn varö ráöherra. 1990 h+—X. 1991 1992 l 30.aprfl 1991 Davfð verður forsætisráöherra. Ó 26. maf 1990 Kosningar. Davið Oddsson leiðir D-listann f borginni sföasta sinni; fær 60,4% fylgi og 10 menn kjörna. 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 ■X- 28. maf 1994 i Kosningar. D-listi 47% og 7 menn; R- listi 53% og 8 menn. 30.-31. janúar 1994 Ó Prófkjör. Markús örn einn (framboði (l.sæti ogfær88% fylgi. Árni Sigfússon hreppir 2. sæti en Vilhjálmur Þ. 3. sæti. Inga Jóna stefndi á 2. sæti en hreppir 3. Kjörnefnd hafði beöið hana um að bjóða sig fram eftir aö Katrfn Fjeldsted dró framboð sitt til baka eftir aö framboðsfrestur rann út. Katrln var m.a.ósátt við aö borgarstjóri skyldi hafa verið sóttur út fyrir borgarstjórnarflokkinn. 24.-25. október 1997 Prófkjör.Árni Sigfússon hlýtur90,5% atkvæöa (1. sæti. Inga Jóna, sem stefndi á 1. sæti, hreppir 3.sæti.Vilhjálmur Þ.stefndi á 2. sæti og fær. Prófkjöriö ekki bindandi þar sem aðeins 43% flokksmanna kusu. O * 23. maí 1998 Kosningar. D-listi 45,2% O og 7 menn; R-listi 53,6% og 8 menn. Árni lýsir þvf fljótlega yfir að hann muni fela öðrum forystunaá kjörtfmabilinu. Febrúar 1999 VilhjálmurÞ.valinn af kjörnefnd í 9.sæti fyrir alþingiskosningar. Mafði Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur undir með einu atkvæði. Nokkrum dögum seinna gaf Vilhjálmur sætið eftir til Ástu Möller og tók sjálfur lO.sæti.Ásta náöi kjöri til Alþingis en Vilhjálmur ekki. Ó Ó 20. febrúar 2001 Hrafn Jökulsson birtir frétt á netmiðlinum Pressunni um að rætt hafl verið við Björn Bjarna- son menntamálaráöherra um aö leiða D-listann (borginni. Inga Jóna segist ætla að'vinna leiðtogahlutverk sitt til enda" * 28.febrúar 2002 Ó Fulltrúaráð samþykkir tillögu kjör- nefndar um framboðslista. Björn (1. sæti, Vilhjálmur (2. og Inga Jóna (8. 22. janúar 2002 Inga Jóna dregur framboö sitt (fyrirhuguðu leiðtogaprófkjöri til baka, lýsir yfir stuðningi viö Björn og segist tilbúin að taka 8. sæti listans. 19.mars 1999 Árni Sigfússon vlkur úr borgarstjórn,Kjartan Magnússon tekur sæti hans. lO.janúar 2002 Stjórn fulltrúaráös gerir tillögu um leiðtogaprófkjör (Reykjavík. ' 22. maf 2003 Þingflokkurinn samþykkir tillögu Davfðs Oddssonar um að Björn verði dóms- og kirkjumálaráðherra. 25.maí2002 Kosningar. D-listi 40,2% og 6 menn; R-listl 52,6% og 8 menn;F-listi6,1%og 1 maður. Möller og fórnaði þar með þing- sæti. Fyrir síðustu borgarstjórnarkosning- ar stefndi í leiðtogaprófkjör á milli Ingu Jónu, Björns Bjarnasonar, Eyþórs Arn- alds og Júlíusar Vífils Ingvarssonar. Áður en til þess kom drógu sig hins veg- ar allir í hlé nema Bjöm. Og enn vann R-listinn. Og enn hefur verið skipt um oddvita. Prófkjör næst? f ljósi þessara sviptinga velta menn fyrir sér hvort Vilhjálmur Þ. leiði flokkinn í gegnum næstu kosningar. Markús Örn og Inga Jóna tóku bæði við þegar sitjandi oddviti ákvað að fyrra bragði að víkja - rétt eins og Vilhjálmur nú - en hvorugt þeirra leiddi flokkinn í næstu kosningum á eftir. Vilhjálmur segist í viðtali við DV ætía að leiða flokkinn f næstu kosn- ingum. Gera má ráð fyrir að raddir heyrist um prófkjör þegar þar að kemur, enda hafa allir oddvitarnir á undan honum gengið í gegnum prófkjör fyrir kosningar nema Björn Bjarnason, sem stefndi á þátttöku í leiðtogaprófkjöri sem var blásið af. Nýr meirihluti? Vilhjálmur hefur hins vegar sjálf- ur gefið í skyn að Sjálfstæðisflokk- urinn gæti komist í meirihluta fyrir kosningar; að samstarf takist um nýjan meirihluta með öðrum flokki. „Það þarf auðvitað tvo til. Það verða ekki við sjálfstæðismenn sem sprengjum R-listann; það væri hann sjálfúr eða einhver flokksbrot í R-listanum sem gera það. En ég hef lýst því yfir að ég sé tilbúinn til að mynda meirihluta með öðrum flokki eða flokkum. R-listinn er f mínum huga ekki til lengur. f mín- um huga hvarf hann þegar Ingi- björg Sólrún hætti," segir Vilhjálm- ur. Hann segir ekki útilokað að öðr- um flokki en Sjálfstæðisflokknum byðist borgarstjórastóllinn í slíku samstarfi. „Þegar menn ganga til samninga er allt opið eins og sagt er og það er ekki bara klisja. Það er auðvitað miklu auðveldara að semja fyrir tvo flokka en fyrir þrjá og ég útiloka ekki neitt.“ Alfreö traustur Vísað hefur verið til tengsla Vil- hjálms við Alfreð Þorsteinsson. „Ég kynntist honum þegar hann kom inn í skipulagsnefnd 1986 þar sem ég var formaður. Samstaif okkar hefur verið með ágætum allan þann tíma. Hann hefur starfað mjög heiðarlega að þeim málum sem við höfúm unnið saman að og það hefur aldrei borið skugga á það," segir Vilhjálmur. Ekki Búnaðar? I Bændablaðinu seg- ir frá því að í tilefni af brautskráningu nem- enda frá Landbúnaðar- háskólanum á Hvann- eyri á dögunum hafi ís- landsbanki keypt Handbók bænda af Bændasamtökunum og fært nemendum á Hvanneyri að gjöf. Spurt er: Hvað klikkaði hjá Búnaðarbakanum? Ný kenning Nokkur umræða er um það meðal áhugamanna um slit Reykjavíkurlistans hvort Vil- hjálmi Þ.Vilhjálmssyni, ný- kjörnum oddvita sjálfstæðis- manna í borginni,takist að búa til nýjan meirihluta í borgar- stjórn.Ólafur F.Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra, hefur opinberlega spáð því að vegna góðra tengsla Vilhjálms og Alfreðs Þorsteinssonar - sem stundum eru nefndir Vilfreð í gamni - kunni R-listinn að gliðna.Stef- án Jón Hafstein segist vitan- lega ekki kannast við slíkan „rottugang" í herbúðum félaga sinna. Nýjasta kenningin er hins vegar sú að Vilhjálmur muni freista þess að bjóða Árna Þór Sigurðssyni borgar- stjórastólinn.Kenningin geng- ur út á að Vinstri-grænir séu sárir út í Samfylkinguna eftir alþingiskosningarnar og því til alls Ifklegir.Sjáum til. ~ Landlæknir | gengur laus E„I hverri viku fáum við fregnir af nýjum,duldum ZD ógnum sem steðja að okkur. Hræðslusamfélagið heldur áfram að eflast, enda hafa þau tekið dyggan bandamann - raunvísindin - f sína þjón- ustu....Eftirstend- uraðjafnvel nú á dögum einka- væðingar á flest- um sviðum,er rétturinn til að hræða fólk kyrfi- lega f höndum ríkisvaldsins. Þess vegna er Ástþór Magnússon dreg- inn fyrir dómara á meðan Sigurð- ur landlæknir gengur laus." Stefán Pálsson á Múrnum.is. Mannorð og rottugangur „Ef menn tefla bara valdanna vegna og hafa hvorki mannorð sitt né sóma með í því spili þá kann vel að vera að menn geri eitthvað svoleiðis og vilji vera með í slfkum rottugangi. Ég bara trúi því ekki." Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi f sjónvarpsfréttum um hvort hann teldl aö Framsóknarflokkurinn heföi samiö viö Sjálfstæöisflokkinn um nýjan meirihluta f borgarstjórn Reykjavíkur. Sveiattan! „Það sem fólk varð vitni að í óp- erunni erekki neinum boðlegt. Maður kom þarna til að sjá Incredible String Band en í stað- inn fékk maður illa æft þjóðlaga- band, sem best hefði verið geymt á kránni....Manni leið hreinlega illa stundum. Á tfmabili vissi ég reyndar ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta.... Það var skömm að þessu og sveiattan bara!" Arnar Eggert Thoroddsen í Morg- unblaðinu um tónleika Incredible String Band í íslensku óperunni. Handviss „Þó fékk ég nokkrar óskir uppfyllt- ar.Sólveigu Pétursdóttur var bolað frá ráðherradómi sfnum og að Ijóst er að við losnum bráðum við Halldór Blöndal. Þá er alveg á kristaltæru að Davíð Oddsson mun hverfa úr ríkis- stjórn þegar Halldór Ásgrímsson tek- ur við forsætisráðuneytinu - það skal ég hengja mig upp á!" Ómar R. Valdimarsson á Pólitík.is. +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.