Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 03.06.2003, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚNÍ2003 INNLENDAR FRÉTTIR 9 Athyglisverð mál efnahagsbrotadeildarinnar: Fíkniefni, falsanir og fjárdráttur Fjölmörg mál sem hafa verið á borði efnahagsbrotadeild- arinnar á síðustu árum hafa vakið töluverða athygli al- mennings og fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Hefur athyglin einkum beinst að málum þar sem um er að ræða brot á sviðum atvinnu- lífsins sem hafa ekki áður verið tii meðferðar hjá lög- reglu og eru gríðarlega um- fangsmikil. Hér verður stikl- að á stóru í umfjöllun um nokkur áhugaverðustu mál- in. Stóra fíkniefnamálið Árið 2001 höfðaði efnahags- brotadeildin sjö mál vegna pen- ingaþvættis sem tengdist innflutn- ingi og dreifingu fíkniefna. Rann- sóknin hófst í kjölfar rannsóknar fíkniefnadeildarinnar á einu stærsta fíkniefnamáli sem upp hafði komið hérlendis. Málin leiddu til sakfellingar yfir öllum nema tveimur af þeim 13 körlum og konum sem ákærð vom. Hlutur hvers og eins var mismunandi. í sumum tilvikum földu ættingjar fíkniefnasala ágóða sölunnar eða fluttu hann á milli fólks. Aðrir tóku að sér það hlutverk að flytja pen- ingana úr landi, þar sem ffekari fíkniefnakaup fóm fram, eða að skipuleggja innflutning og dreif- ingu efnanna. Þungir dómar féllu og vom það fyrstu dómar hérlendis um peningaþvætti. Mál Árna Johnsens Eitt af þeim málum sem vöktu hvað mesta athygli í fjölmiðlum á síðasta ári var mál Árna Johnsens, fyrrverandi alþingismanns og for- manns byggingarnefndar Þjóðleik- hússins. Sérstaða þessa máls var sú að brotamaðurinn var alþingis- maður sem gmnaður var um langvarandi og kerfisbundna mis- notkun á aðstöðu sinni, sjálfum sér til auðgunar. Rannsókn málsins leiddi síðan í ljós að Árni hafði látið byggingarnefndina greiða fyrir ýmsan varning sem hann notaði síðan í eigin þágu en einnig hafði hann krafist og þegið greiðslur fyrir að samþykkja verk og lét síðan hið opinbera greiða fyrir þau. Hann hlaut 15 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í héraðsdómi sem var síð- an þyngt í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti. Baugsmálið í lok síðasta sumars hóf efna- hagsbrotadeildin rannsókn á hend- ur nokkmm af æðstu stjórnendum Baugs Group hf. vegna gmnsemda um brot þeirra gegn félaginu sem talin em varða við ákvæði hegning- arlaga, laga um bókhald og laga um hlutafélög. Aflað var heimildar til húsleitar í fyrirtækjum Baugs Group hf. á íslandi og í Færeyjum. Rannsókn málsins stendur enn yfir en ekki er enn ljóst hvenær niður- stöðu hennar er að vænta. Fasteignasalan Holt Síðastliðið haust hófst rannsókn í máli lögfræðings sem var eigandi og framkvæmdastjóri fasteignasöl- Þungir dómar féllu og voru það fyrstu dómar hérlendis um peningaþvætti. unnar Holts hf., en hann var gmn- aður um stórfelldan fjárdrátt, skjalafals og fjársvik í rekstri fast- eignasölunnar. Strax í upphafi rannsóknar viðurkenndi hann að hafa dregið sér 80 milljónir króna frá viðskiptavinum fasteignasöl- unnar. Þrátt fyrir að rannsókn efna- hagsbrotadeildar sé ekki lokið þyk- ir rannsóknin hafa leitt í'ljós að auðgunarbrot fasteignasalans nemi a.m.k. 130 milljónum króna Málverkafölsunarmálið í lok ársins lauk rannsókn hins svokallaða málverkafölsunarmáls en um var að ræða einhverja um- fangsmestu og dýmstu lögreglu- rannsókn sem íslensk lögregluyfir- völd hafa staðið að. Talið er að heildarkostnaður rannsóknarinnar nemi 50 milljónum króna. Hjá lögreglunni vom rannsökuð u.þ.b. 180 myndverk sem seld höfðu verið og sögð verk látinna ís- lenskra myndlistarmanna og vom tveir menn ákærðir í kjölfarið. Þetta er stærsta málverkafölsunarmál sem komið hefur upp í Evrópu að því talið er, miðað við fjölda mynd- verka og fjölda listamanna. Landssímamálið Nú stendur yfir umfangsmikil rannsókn á stórfelldum fjárdrætti hjá Landssímanum sem virðist MÁLVERKAFÖLSUNARMÁLIÐ ER EITT STÆRSTA SINNAR TEGUNDAR: Rann- sókn málsins er ein sú dýrasta og umfangsmesta sem (slensk lögregluyfirvöld hafa staðið að. Pétur Þór Gunnarsson I réttarsal. hafa teygt anga sína víðar. Fjórir menn vom úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við mál- ið en aðalgjaldkeri Landssímans hefur viðurkennt að hafa dregið sér allt að 150 milljónir króna með kerfisbundnum rangfærslum í bók- haldshugbúnaði fyrirtækisins. Þremur var sleppt úr haldi lögrgeglu í gær. Kaupþingsmálið Efnahagsbrotadeildin aðstoðar nú sænsku lögregluna í gagnaöflun vegna gmns um innherjasvik í tengslum við kaup Kaupþings á hlutabréfum í J.P. Nordiska í Sví- þjóð. Húsleit var gerð í síðustu viku f fimm löndum en sex einstaklingar em gmnaðir um að hafa notfært sér trúnaðampplýsingar til þess að kaupa hlutabréf sjálfir eða í nafni félaga sem þeir tengjast. Ríkislög- reglustjóra barst erindi á síðasta ári um aðstoð við gagnaöflun sem fer nú fram samtímis í löndunum fimm og hefur efnahagsbrotadeild- in verið sænskum yfirvöldum inn- an handar vegna rannsóknarinnar. erlakristin@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.