Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 1.JÚLÍ 2003 ISI tekur undir með femínistum MÓTMÆU: Femínistafélag (s- lands, Kvenfélagasamband Is- lands, Kvenréttindasamband (slands, Kvennakirkjan og Stígamót sendu (þrótta- og Ólympíusambandi (slands bréf í síðustu viku. Þar var vakin at- hygli á upplýsingum sem Mata Kaloudaki frá Grikklandi kom á framfæri um áform borgaryfir- valda í Aþenu um að fjölga vændishúsum og greiða fyrir kynlífsþjónustu í tengslum við Ólympíuleikana sem haldnir verða í borginni næsta sumar. í bréfinu er (S( jafnframt hvatt til þess að mótmæla opinberlega þessum áformum borgaryfir- valda í Aþenu. Framkvæmda- stjórn (S( segist ætla að leggja áherslu á andúð sína og mót- mæli við þessum áformum ef upplýsingarnar reynast réttar en það hefur ekki fengist stað- fest. „Stjórnin tekur hins vegar undir með bréfriturum og lítur það mjög alvarlegum augum ef þær reynast réttar enda eiga Ólympíuleikar ekki að vera skálkaskjól fyrir slíka kynlífs- starfsemi og er í rauninni í fullri mótsögn við tilgang leik- anna," segir í yfirlýsingu (S(. Vilja álver á Húsavík ÁLVER: Bæjarráði Flúsavíkur hefur borist erindi frá fyrirtæk- inu Atlantsáli þar sem reifaðar eru hugmyndir um hugsanlega staðsetningu álvers við Flúsavík. f bréfinu er jafnframt óskað eftir viðræðum um landsvæði og staðsetningu álversins. Bæjarráð Flúsavíkur fjallaði um málið á fundi sínum fyrir skömmu og samþykkti að fela bæjarstjóran- um að hefja undirbúning að við- ræðum við Atlantsál um hent- uga staðsetningu álvers við Flúsavík. Enn fremur var sam- þykkt að hefja umræður um af- not fyrirtækisins af Flúsavíkur- höfn. Þá var ákveðið að fela bæjarstjóra að leita eftir og vinna drög að sameiginlegri viljayfirlýsingu allra aðila sem að málinu koma þar sem verkefni. Þyngstu refsidómarnir á íslandi frá 1900: Þriðjungur kveðinn upp á síðustu fimm árum Frá upphafi síðustu aldar hefur 21 glæpamaður verið dæmdur til 16 ára fangelsisvistar eða lengri. Sjö þessara dóma hafa fallið frá árinu 1998, en allir eru þeir vegna manndráps.Þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp hér á landi er 20 ára fang- elsi. Síðustu ár hefur þungum refsi- dómum vegna morða fjölgað um- talsvert miðað við fyrri ár. Sérstak- lega mátti greina þetta árin 2000 og 2001 þegar fimm dómar til 16 ára eða lengri fangelsisvistar féllu. Örlít- ið hefur hægst um síðan þá því eng- inn svo þungur dómur féll á síðasta ári. Einn 16 ára dómur féll hins veg- ar á þessu ári þegar Þór Sigurðsson var dæmdur fyrir morð við Víðimel. Hin morðmálin sex, þar sem menn hafa verið dæmdir í 16 ára fangelsi eða lengri vistar frá 1998, eru mörgum í fersku minni. Sigurð- ur Júlíus Hálfdánarson drap mann ásamt bróður sfnum í Heiðmörk árið 1998. Þórhallur Ölver Gunn- laugsson myrti mann á Leifsgötu með því að stinga hann árið 1999. Elís HelgiÆvarsson myrti eldri konu í algerlega tilefnislausri árás á heim- ili hennar að Espigerði 1999. Rúnar Bjarki Ríkharðsson drap stúlku í Keflavík árið 2000 en hún hafði bor- ið vitni gegn honum í nauðgunar- máli. Ásgeir Ingi Ásgeirsson kastaði stúlku fram af svölum í Engihjalla árið 2000 og að lokum myrti Atli Helgason viðskiptafélaga sinn, Ein- ar Örn Birgisson, í öskjuhlíð árið 2000. ATU FIELGASON: Áfrýjaði ekki 16 ára fangelsisdómi sem hann fékk i héraði fyrir morð á viðskiptafélaga sínum. Ekki endilega fjölgun morða Helgi Gunnlaugsson, afbrota- fræðingur og prófessor við Háskóla íslands, segir að þetta sé þó ekki endilega merki um að morðum fari fjölgandi eða að þau séu hrottalegri en áður. „Það getur líka spilað inn í að umræðan í þjóðfélaginu hefur gegnumgangandi verið sú að dómar í ofbeldismálum og aivarlegum glæpum séu of vægir. Ekki er ólík- legt að dómstólar séu að bregðast við þessu að einhverju leyti." „Það hefur verið reglan í gegnum tíðina að morðmál og alvarleg ofbeldismál komi í hrin- um en síðan hægist um þess á milli." Tölur sem finna má í rannsókn Sigurðar Tómasar Magnússonar og Hildigunnar Ólafsdóttur á refsi- ákvörðunum vegna manndrápa, rána og líkamsmeiðinga virðast staðfesta þetta að einhverjum hluta. Þar kemur fram að fjöldi ákærðra fyrir manndráp eða tilraun til manndráps virðist ekki aukast milli tímabilana 1970-1990 og 1991-2000. Hámarksrefsing aldrei nýtt En hvað með þessa morðhrinu sem átti sér stað árin 2000 og 2001? Er hún ekki merki um að alvarleg aukning morðmála sé að eiga sér stað um þessar mundir? „Það má ekki hrapa að slíkum ályktunum. Fjöldi mála sem koma upp hér á landi er ekki mikill og því geta sveiflurnar verið mjög miklar í pró- sentum talið milli einstakra ára ef óvenju mörg mál koma upp eitt árið. Það hefur verið reglan í gegn- um tíðina að morðmál og alvarleg ofbeldismál komi í hrinum en síð- an hægist um þess á milli," segir Helgi. Refsiramminn fyrir manndráp er lágmark 5 ár en hámark ævilöng fangelsisvist. Enginn hefur verið dæmdur til hámarksrefsingar fyrir Hæstarétti. Ef sakborningur fær ekki ævilangan dóm er ekki hægt að dæma hann til lengri tíma en 16 ára fyrir manndráp. Þeir sem hafa fengið lengri dóm en 16 ár hafa þá jafnframt verið dæmdir til viðbót- arrefsingar fyrir önnur brot. kja@dv.is 18 ÁR: Rúnar Bjarki Ríkharðsson fékk næst- þyngsta dóm sem kveðinn hefur verið upp hér á landi fyrir manndráp i Keflavík. 1957 1959 1961 1 J. i l l l 1963 1965 1967 1969 1971 1973 1975 1977 1979 1981 1983 1 1 1*1 | * X -l f-1 1985 1987 1989 1991 1993 1995 1997 1999 2001 I J. I i i i i X © 2003 | I1 í 1 1 1 II 1 1? ? 1 'I í' 1 1 1^1 1 í j[ 1 r-n| y | | | | —r—j—t—r 1“v 'I jt j V—I ÞYNGSTU DÓMARNIR: Eins og sjá má á þessu grafi hafa fangelsisdómar til 16 ára eða lengri tfma orðið algengari í seinni tíð. Jafnframt má sjá að þeir virðast koma í hrinum. i £ I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.