Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Blaðsíða 16
16 TILVERA ÞRIÐJUDAGUR 1.JÚLÍ2003 Tilvera Fólk ■ Heimilið ■ Dægradvöl Netfang: tilvera@dv.is Sími: 550 5813-550 5810 Lucy Liu skýtur skelk í bringu HOLLYWCXDD: Kvikmyndaleik- konan Lucy Liu erfarin að finna fyrir því á eigin skinni að leika alltaf kynferðislega drottnunargjarnar konur á hvíta tjaldinu. „Ég sem hélt að ég hefði einhvern sjens í Hollywood," segir hin 35 ára gamla Lucy. Nú þykist hún þess fullviss að hún muni aldrei eignast mann. Lucy telur að vegna hlutverkavalsins skjóti hún karlpeningnum svo mikinn skelk í bringu að fáir þori að fara á fjörur við hana. Um þessar mundir skemmtir Lucy heimsbyggðinni í fram- haldsmyndinni um Englana hans Kalla. „Ég var alveg veik í að leika í Englunum hans Kalla af því að ég var asísk að upp- runa. Mig langaði til að leika allt frá blautu barnsbeini. En mér fannst það um leið vera draumur sem aldrei myndi rætast af því að ég sá enga Asíubúa í sjónvarpinu þegar ég var að alast upp. Leiklistin var fyrir Barbí-dúkkur en ekki fyrir manneskju sem leit út eins og ég," segir Lucy við norska blað- ið VG. Allar vinsælustu stúlk- urnar voru Ijóskur en Lucy var LUCYLIU: Kín- versk ættaða leikkonan hafði lengi dreymt um að leika í englunum hans Kalla. stuttklippt, með hrafnsvart hár, og formlaus að auki, að því er hún sjálf segir frá. En svo komu sjónvarpsþættirnir um Ally McBeal og boltinn fór að rúlla. KVIKMYNDIR HELGIN 27. - 29. JÚNl' Sætl Fyrir viku Titill Innkoma, helgin Innkoma alls Fjöldi blósala 1. - CHARLIE ANGELS FULL 37.634 37.634 3459 2. 1 THE HULK 18.847 100.539 3674 3. 2 FINDING NEMO 13.968 253.991 3333 4. - 28 DAYS LATER 10.061 10.061 1260 5. 3 2 FAST 2 FURIOUS 6.225 113.996 2817 6. 4 BRUCE ALMIGHTY 5.462 76.758 2021 7. 5 THEITAUAN JOB 6.111 6.111 2310 8. 6 RUGRATS GO WILD 3.639 30.979 3008 9. 8 HOLLYWOOD HOMICIDE 3.061 27.315 2425 10. 7 ALEX AND EMMA 2.622 11.539 2310 11. 10 THE MATRIX RELOADED 2.575 268.979 1488 12. 13 DADDY DAY CARE 2.302 97.823 1540 13. 9 DUMB AND DUMBERER 1.665 24.158 2102 14. 15 WHALE RIDER 977 2.303 163 15. 12 X-2X-MEN UNITED 932 1.048 150 16. - MAIM PREM Kl DIWANI HOON 672 672 60 17 11 FROM JUSTIN TO KELLY 370 3.519 1969 18. 14 BENDIT LIKE BECKHAM 566 23.878 301 19. 12 HOLES 419 64.886 99 20. 17 WINGED MIGRATION 348 4.074 79 Atlar upphæðir i þúsundum Bandarikjadollara Engin met hjá englunum Það voru engin met sett um helg- ina í Bandaríkjunum í aðsókn í kvikmyndahús. Sú kvikmynd sem „átti“ að fá metaðsókn, Charlie Angels: Full Throttle, fékk aðeins rúmlega helming þeirrar aðsóknar sem aðstandendur hennar höfðu vonast eftir og er útlitið ekki gott hjá þessari rándýru kvikmynd sem var mikið auglýst á síðustu vikum. Það er ekki þar með sagt að að- sóknin hafi verið slæm því hún skil- aði 38 milljónum dollara í kassann. Það segir þó lítið upp í reikningana þar sem meðal annars er reikning- ur frá Cameron Diaz upp á 20 millj- ónir dollara sem eru laun hennar. Danny Boyle og aðrir aðstand- endur 28 Days Later geta aftur á móti brosað breitt þar sem hin hræódýra 28 Days Later {var sýnd á ENGILL Cameron Diaz leikur einn af englum Charlies í Charlie's Angels: Full Throttle. kvikmyndahátíð Regnbogans í vor) fær meiri aðsókn en nokkur þorði að vona. Myndin sjálf kostaði 8 milljónir dollara en þar sem nokkur áhugi virtist á henni vestan hafs vart 6 milljónum dollara eytt f markaðssetningu og virðist það ætla að borga sig og gott betur. MYNDBÖND VIKAN 23. - 29. JÚNÍ Sæti Fyrir Titill Vikurá lista 1. 2 ABOUT SCHMIDT 2 2. - TRAPPED 1 3. - ISPY 1 4. 1 8MILE 2 5. 6 BLOOD WORK 2 6. 3 TRANSPORTER 3 7. 8 EQUILIBRIUM 2 8. 4 SWEET HOME ALABAMA 7 9. 9 FEMME FATALE 4 10. 11 STEALING HARVARD 3 11. 5 RED DRAGON 6 12. 7 THETUXEDO 5 13. - ABANDON 1 14. 10 BALLISTIC 5 15. 15 THE GOOD GIRL 5 16. 13 CRUSH 3 17. 14 SUPER TROOPERS 4 18. - OLD MEN IN NEW CARS 1 19. - SPEAKING OF SEX 1 20. - JUWANNA MAN 8 Nicholson ígóðuformi Það sem helst einkennir mynd- bandalistann þessar vikurnar er hve margar myndir, sem ekki voru sýnd- ar í kvikmyndahúsi, komast inn á hann. Þessa vikuna eru það hvorki meira né minna en sjö kvikmyndir sem ekki fengu náð fyrir augum kvikmyndahúsaeigenda sem eru á listanum. Þetta eru Equilibrium, Femme Fatale, Stealing Harvard, Abandon, Super Troopers, Old Men in New Cars og Speaking of Sex í efsta sætinu trónir gæðamyndin About Schmidt. Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Louis Beg- leys um Warren Schmidt, ósköp hversdagslegan mann sem lendir á skömmum tíma í ótrúlegu mótlæti. Til að byrja með er hann að ljúka starfsævinni sem tryggingafræðing- ur og veit ekki hvað hann á af sér að gera. Augasteinninn hans, einka- ABOÚT SCHMIDT: Jack Nicholson sýnir stórleik í hlutverki meðalmannsins War- rens Schmidts. dóttirin Jeannie, er um það bil að giftast Randall, náunga sem Schmidt hefur óbeit á. Þar með er ekki öll sagan sögð því að kona hans fellur skyndilega frá eftir 42 ára hjónaband. Orðinn einstæðingur, án eiginkonu, fjölskyldu og starfs, heldur Schmidt í örvæntingarfulla leit að fyllingu í sitt sviplausa líf. Ameríska kvikmyndastofnunin: „Mesta leikkona Katharine Hepburn lék í sinni fyrstu kvikmynd árið 1933. 60 árum síðar var hún búin að leika í 43 kvikmyndum, auk þess að leika nokkur hlutverk á sviði og í sjónvarpi. Óskarsverðlaun hlaut hún fjórum sinnum, eða oftar en nokkur annar leikari á sínum ferli. Katharine Hepburn fæddist í Connecticut 1907. Foreldrar hennar voru auðugir og hún og systkini hennar fimm höfðu einkakennara og hlutu aðra menntun í einkaskól- um. Fyrsta starf hennar var hjá hlutabréfafyrirtæki í Baltimore. Fyrsta hluverk hennar á sviði var í New York 1928. Sama ár giftist hún Ludlow Ogden, sem einnig var af auðugri ætt, en hjónaband átti illa við skapgerð Hepburn, enda var hjónabandið varla nema nafnið og skildu þau endanlega 1934, eða rétt eftir að Katharine hóf glæstan feril sinn í kvikmyndaheiminum. Á ferli sínum lék Hepburn á móti nær öllum glæsilegustu og eftirsótt- ustu karlleikurum Hollywood og er haft fyrir satt að hún hafi gætt þá enn meiri þokka og hæfileikum með nærveru sinni og mótleik en þeir höfðu annars til að bera. Sjálf varð hún ímynd þeirrar kvenlegu glæsi- mennsku sem lyfti körlunum yfir alla meðalmennsku hinna hvers- dagslegu kvennabósa. Undantekningin er þegar hún lék á móti Humphrey Bogart í Afríku- drottningunni, þar sem hann fór með hlutverk heldur lítilsiglds olíu- fitugs formanns á manndrápskollu. En slíkur varð samleikur þeirra að Bogart fékk Óskarinn fyrir hlutverk sem var í algjörri mótsögn við alla þá ímynd sem hann hafði fyrir aðrar afbragðsmanngerðir sem hann skóp. Æviferill Hepburn er eðlilega ná- tengdur kvikmyndum, en sjálf sagði hún að heimur stúdíóanna ætti ekki við sig. Hún var of sjálfstæð til að þola nákvæmar fyrirskipanir um hegðun sína og léik. En það kom ekki að sök því hún skóp sínar eigin persónur og lyfti þeim með sem komu fram með henni á hvíta tjald- inu. Sá leikari sem Hepburn lék í flest- um kvikmyndum með var Spencer Tracy, en þau bjuggu saman í 27 ár og léku saman í níu kvikmyndum. Á ferlinum fékk hún óskarsverð- launin sem besta leikkona ársins þegar á fyrsta ári sínu í Hollywood, 1933. Það var fyrir leik sinn í Morn- ing Glory. Næst var hún kjörin besta leikkonan 1967 fyrir Guess Who’s Coming to Dinner, þá árið eftir fyrir leikinn í The Lion in Winter og að lokum var hún kjörin besta leikkon- an í aðalhlutverki 1981 fyrir frammi- stöðuna í On Golden Pond. Árið 1999 útnefndi Ameríska kvikmyndastofnunin hana mestu leikkonu allra tíma. Á þessari upptalningu má sjá að Katharine Hepburn hlaut verðuga viðurkenningu fyrir leik sinn og störf, en í augum landa sinna, og raunar annarra sem fylgdust með persónu hennar í kvikmyndum og einkalífi, var hún ímynd hinnar frjálsu konu sem bar með sér kraft og einbeitni og óástleitinn kyn- þokka sem karlar þora varla að minnast á að höfði til þeirra. Elizabeth Taylor, sem gerir kröfu til að vera stórstjarna og lék með Hepburn í Suddenly Last Summer árið 1959, minnist hennar með þessum orðum: „Ég held að hver einasta leikkona í veröldinni líti upp til hennar með virðingu og skilningi. Almáttugur, hvað mig langar til að líkjast henni." Síðast lék Hepburn í kvikmynd 1994. Það var myndin This Can’t Be Love þar sem Warren Beatty blómstraði. Leikkonan skrifaði nokkrar bækur um ævina og varð hin fyrsta þeirra metsölubók í BNA árið 1977, en hún fjallaði um tilurð og töku Afríkudrottingarinnar, sem varð ein vinsælasta kvikmynd aldarinnar, ekki síst fyrir frábæran samleik þeirra Hepburn og Bogarts, sem var ólfkur flestu þvf sem kennt er við UNG OG GLÆSILEG: Ferill Katharine Hepburn sp iðnaðarframleiðsluna í Hollywood. Síðustu árin hrakaði heilsu hinn- ar öldnu leikkonu og margs konar sjúkdómar hrjáðu hana, meðal ann- ars Parkinsonveiki sem farið var að bera á þegar hún lék í sínum síðustu kvikmyndum. Hún var sér vel með- vitandi um heilsufar sitt og aldur og sagði aldamótaárið að hún héldi að fólk væri farið að átta sig á að hún

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.