Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Blaðsíða 28
28 DVSPORT ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚU2003
DV Sport
Keppni í hverju orði
Netfang: dvsport@dv.is
Sími: 550 5885 • 550 5887 ■ 550 5889
Sheringham til
KNATTSPYRNA: Enski fram-
herjinn Teddy Sheringham
gekk í gær til liðs við nýliða
Portsmouth í ensku úrvals-
deildinni. Hann fékk ekki end-
urnýjaðan samning viðTotten-
ham en sagði við undirskriftina
í dag að hann hefði ekki getað
hafnað tækifærinu að leika eitt
ár í viðbót í úrvalsdeildinni. „Ég
tel mig enn hafa ýmislegt að
Portsmouth
bjóða og þegar Harry Red-
knapp hringdi í mig varð ég að
hlusta. Ég stefni að því að njóta
mín hér og ég hef góða tilfinn-
ingu fyrir tímabilinu," sagði
hinn 37 ára gamli Sheringham
sem gerði eins árs samning við
nýliðana en hann verður með
rúmar 2 milljónir króna í viku-
laun. Sheringham er fjórði leik-
maðurinn sem Harry Red-
knapp, stjóri Portsmouth, fær
til liðs við félagið í sumar. En
áður hafa þeir Patrik Berger,
Dejan Stefanovic og Boris Zi-
vkovic gengið til liðs við
félagið. Redknapp fagnaði
mjög komu Sheringham liðsins
og segir að hann verði í lykil-
hlutverki ásamt Paul Merson
næsta vetur.
Teddy Sheringham, leikmaður
Portsmouth.
Hversu Veigarmikill er hann?
DVSPORT UTTEKT
Óskar Ó. Jónsson
ooj.sport@dvJs
Veigar Páll Gunnarsson, besti
maður íslandsmótsins 2002
samkvæmt einkunnagjöf blaða-
manna DV-Sport og efsti maður
einkunnagjafar DV-Sport það
sem af er sumri 2003, er óum-
deilanlega mikilvægasti leik-
maður Landsbankadeildar karla
ef marka má tölfræði KR-liðsins í
sumar. KR-ingar duttu niður í 5.
sæti í Landsbankadeildinni eftir
síðustu umferð og hafa ekki
fengið eitt einasta stig úr þeim
leikjum sem Veigar Páll hefur
ekki tekið þátt í þetta sumarið.
Það er ekki nóg með að KR-liðið
hafi náð f 83% af þeim stigum (10 af
12) sem hafa verið í boði með Veigar
Pál í liðinu. Hann hefur komið að
fjórum sigurmörkum liðsins, það er
komið að öllum þeim mörkum sem
hafa tryggt alla 4 sigra liðsins til
þessa í sumar. Þau mörk eru:
- Veigar Páll skallaði boltann tif
Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar sem
skoraði sigurmarkið gegn Þrótti á
81. mínútu í 1. umferð. Sigur-
stoðsending.
- Veigar Páll lagði boltann fyrir
Arnar Gunnlaugsson sem skoraði
sigurmarkið gegn ÍA í 3. umferð. Sig-
urstoðsending.
- Veigar Páll kom inn á sem vara-
maður í 32 liða úrslitum gegn 1.
deildar liði HK og skoraði sigur-
markið á 105. mínútu í framleng-
ingu. Sigurmark.
- Veigar Páll skoraði sigurmark
KR gegn Val í 5. umferð þegar hann
skallaði boltann glæsilega í markið á
RISAMUNUR Á KR-LIÐINU
Meiðsli Veigars Páls Gunnarssonar
hafa haft mikil áhrif á titilvörn KR-
liðsins.
KR-liöiö meðVeigarPál:
Leikir 4
Mínútur 296
Stig 10
Hlutfallsárangur 83%
Mörk skoruð 6
Mörk fengin á sig 3
Nettó markatala +3
Mínútur milli skoraðra marka 49,3
Mínútur milli marka f. á sig 98,7
Meðaleinkunn leikmanna 3,06
Veigar Páll hefur skorað tvö mörk
og lagt upp önnur tvö á þeim tfma
sem hann hefur verið inn á í
Landsbankadeildinni í sumar.
KR-liðiö án Veigars Páls:
Leikir 3 (5)*
Mínútur 332
Stig 0
Hlutfallsárangur 0%
Mörk skoruð 2
Mörkfengin á sig 7
Nettó markatölu -5
Mfnútur milli skoraðra marka 166,0
Mínútur milli marka f. á sig 47,4
Meðaleinkunn leikmanna 2,13
* Inni í tölur yfir mínútur og mörk
er talinn tími og mörk í tveimur
leikjum þar sem Veigari Páli hafði
verið skipt út af.
ooj.sport@dv.is
Ekki má gleyma Sigurvini
(allri umræðunni um fjarveru og meiðsl Veigars Páls
Gunnarssonar má ekki Ifta fram hjá því að KR-liðið hefur
aðeins notið starfskrafta Sigurvins Ólafssonar í tveimur
leikjum (af sjö) og báðir þeir leikir hafa unnist. Þrátt fyrir að
Sigurvin hafi aðeins leikið 175 mfnútur í Landsbanka-
deildinni í sumar hefur hann átt þrjár stoðsendingar og er
þar efstur í deildinni ásamt þremur öðrum. ooj.sport@dv.is
79. mínútu. Aðeins skömmu áður
hafði hann skorað mark sem var
dæmt af vegna umdeildrar rang-
stöðu. Sigurmark.
Veigar Páll hefði vel getað skapað
fimmtá sigurmarkið því að Framrar
jöfnuðu leik liðanna í 2. umferð á
síðustu mínútunni eftir að Veigar
Páll hafði komið KR í 1-0 á 76. mín-
útu leiksins.
Eins og sjá má vel í töflunum hér
til hliðar eru staðreyndirnar skýrar.
Með Veigar Pál innaborðs eru stigin
10, mörk sex (í 4 leikjum), markatal-
an þrjú í plús og meðaleinkunn leik-
manna liðsins yfir 3. Án hans eru
stigin engin, mörk aðeins tvö og
markatala 5 í mínus. Meðaleinkunn
leikmanna liðsins þegar Veigar Páll
er ekki með (2,132) er ljóslifandi
dæmi um hversu betur félagar hans
spila þegar hann er á vellinum.
Allt eru þetta staðreyndir sem
styðja það að Veigar Páll sé mikil-
vægasti leikmaður Landsbanka-
deildar karla í dag. Tölumar sýna og
sanna að hann er leikmaður sem
skilur milli sigra og tapa í bókstaf-
legri merkingu.
Allt eru þetta stað-
reyndir sem styðja það
að Veigar Páll sé mikil-
vægasti leikmaður
Landsbankadeildar
karla í dag.
Þegar litið er á sóknarlínu KR-
liðsins, þá leikmenn sem spila sókn-
arhlutverk, bæði á miðjunni og í
framherjastöðunum, ætti að vera
nóg af leikmönnum til að fylla í
skarð Veigars Páls. En staðreyndin
er sú að margir þeirra em einnig að
glíma við meiðsl jafnframt því að
þeir spila ekki spila vel.
Tvíburamir, Arnar og Bjarki
Gunnlaugssynir hafa aðeins skorað
2 mörk á þeim 1018 mínútum sem
þeir hafa spilað og hefur Arnar gert
þau bæði. Bjarki, sem skoraði átta
mörk á aðeins 505 mínútum með
Skagamönnum í fyrra, hefur ekki
enn komist á blað þrátt fyrir að hafa
spilað 80 mínútum lengur í sumar
en hann gerði með ÍA í fyrra.
KR-ingar fá nú ágætan tíma tU að
slípa leik sinn. Leikmenn liðsins
þurfa reyndar að klára bikarleik
gegn ungmennaliði ÍA en það verk-
efni ætti að vera formsatriði að
kfára. Næsti deUdarleikur er síðan
gegn ÍBV í Eyjum þar sem KR hefur
ekki unnið frá árinu 1998. En aðal-
spurningin er sú sama og fyrr í
sumar. Verður Veigar Páll orðinn
klár? ooj.sport@dv.is
ÁTTA MANNA SÓKNARLÍNA
Það vantar ekki mannskap hjá KR
til þess að fylla í fótspor Veigars
Páls í meiðslum hans. Alls eru átta
framherjar eða sókndjarfir
miðjumenn á lista hjá KR-liðinu.
KR-liðið hefur samt aðeins skorað
átta mörk í 7 leikjum og er í 9. sæti
yfir mörk skoruð í deildinni.
Veigar Páll Gunnarsson
Leikir/mörk fyrir sumarið 44/10
Leikir (mínútur) í sumar 4 (296)
Mörk/stoðsendingar í sumar 2/2
Mínútur milli skapaðra marka 74,0
Sigurvin Ólafsson
Leikir/mörkfyrirsumarið 73/21
Leikir(mínútur) í sumar 2(175)
Mörk/stoðsendingar í sumar 0/3
Mínútur milli skapaðra marka 58,3
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Leikir/mörk fyrir sumarið 54/20
Leikir (mínútur) í sumar 6 (339)
Mörk/stoðsendingar í sumar 3/0
Mínútur milli skapáðra marka 113,0
Garðar Jóhannsson
Leikir/mörk fyrir sumarið - 13/3
Leikir (mínútur) í sumar 4(212)
Mörk/stoðsendingar í sumar 0,/0
Mínútur milli skapaðra marka 212,0
Arnar Gunnlaugsson
Leikir/mörk fyrir sumarið 47/35
Leikir (mínútur) í sumar 5 (433)
Mörk/stoðsendingar í sumar 2/0
Mínútur milli skapaðra marka 216,5
Bjarki Gunnlaugsson
Leikir/mörk fyrir sumarið 60/28
Leikir (minútur) í sumar 7(585)
Mörk/stoðsendingar (sumar 0/2
Mínútur milli skapaðra marka 292,5
Einar Þór Daníelsson
Leikir/mörk fyrir sumarið 170/42
Leikir (mínútur) í sumar 6 (355)
Mörk/stoðsendingar í sumar 0/0
Mínútur milli skapaðra marka 355,0
Guðmundur Benediktsson
Leikir/mörk fyrir sumarið 135/41
Leikir (mfnútur) í sumar Meiddur
Mörk/stoðsendingar í sumar
Mínútur milli skapaðra marka
ooj.sport@dv.is
LEIKIR KR MEÐ VEIGAR PÁL GUNNARSSON INN Á VELLINUM
Leikin Dags. Mótherjar Úrslit Leiktími Veigars Mörk Eink. Framlög Velgars
19. maí Þróttur (úti) 2-1 sigur 90 mínútur 2-1 4 Sigurstoðsending
25. maí Fram (úti) 1—1 jafntefli 90 mínútur 1-1 4 Mark
29. maí lA (heima) 1-0 sigur 28 minútur 1-0 5 Sigurstoðsending
16. júní Valur (heima) 2-1 sigur 88 mínútur 2-1 5 Sigurmark
Lelkin Dags. Mótherjar Úrslit Lelktiml án hans Mörk Markaskorarar KR
29. maí (A (heima) * 62 mínútur 0-0
3. júní KA (úti) 0-3 tap 90 mínútUr 0-3
16. júní Valur (heima) * 2 mínútur 0-0
22.júní Fylkir (úti) 1-2 tap 90 mínútur 1-2 Sigurður Ragnar
26. júní Grindavík (h) 1-2 tap 90 mínútur 1-2 Sigurður Ragnar
* Velgarí Páli varskiptútafíþessum tveimur leikjum
v
1
I