Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Side 2
2 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR I.JÚLl 2003 0TGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Örn Valdimarsson AÐALRITSTJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRfTSTJÓRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fæc Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Drelfing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstraeti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. EFNI BLAÐSINS Sjö mánaða fangelsi - innlendar fréttir bls. 4 Þyngstu refsidómarnir — innlendar fréttir bls. 8 Ráðherra vill þjóðgarð á hafbotninum - innlendarfréttir bls. 10 Mesta leikkona allra tíma -Tllvera bls. 16-17 Guðjón til Barnsleys - DV-Sport bls. 29 og baksíða DV Bingó 'x Nú spilum við =- ^ ^ \ röðina og fyrsta I talan talan sem J upp kemur er 63. ___y' Þeir sem fá bingó, eru vinsam- lega beðnir að láta vita í síma 550 5000 innan þriggja daga. Ef fleiri en einn fá bingó er dregið úr nöfnum þeirra. I vinning er ferð fyrir tvo með Iceland Ex- press til London eða Kaup- maimahafriar. Samhliða einstökum röðum er allt spjaldið spilað. Við spilum ne&tilega bingó í ailt sumar. Verðlaun fyrir allsherj- arbingó er vikuferð til Portúgals með Terra Nova Sól. Forseti Þýskalands á Islandi Kaupa 20% í Skeljungi HEIMSÓKN: Johannes Rau, forseti Þýskalands, kemur í dag til (slands í þriggja daga opinbera heimsókn. Með honum í för eru nokkrir ráð- herrar, embættismenn og menn úr viðskiptalífinu. (dag fara fram viðræður á milli for- seta Þýskalands og forseta ís- lands en einnig mun forset- inn heimsækja Þjóðmenning- arhúsið og skoða þar hand- ritasýningu. Forsetinn hittir Davíð Oddsson forsætisráð- herra og borða þeir saman hádegisverð á Þingvöllum. Þá heimsækir hann Nesjavalla- virkjun, Gullfoss og kynnir sér sögu jarðfræði Þingvalla. Heimsókn forsetans lýkur á fimmtudagsmorgun. VIÐSKIPTI: Shell Petroleum Company Ltd, sem verið hef- ur eigandi að 20,69% eignar- hlut í Skeljungi hf., seldi í gær hlut sinn í félaginu. Kaupend- ureru Sjóvá-Almennartrygg- ingar hf. og Burðarás ehf. Skeljungur hf. hefurátt sam- starf um markaðssetningu á vörumerkjum Shell á (slandi síðastliðin 75 ár og mun það samstarf halda áfram þrátt fyrir breytta eignaraðild. Meðal annars mun hið svo- kallaða vetnisverkefni sem nú er unnið að halda áfram. Shell-samsteypan hefur verið minnihlutaeigandi í Skeljungi undanfarin ár. Sala Shell á hlutabréfum í Skeljungi er liður í eignastýringu sam- steypunnar. Félagsfundur ÍVLFA um skýrslu PricewaterhouseCoopers: Vantraust á formann og stiórn Félagsfúndur: Atkvæði talin undir vökulum augum fulltrúa ASÍ. DV-mynd Hafþór Pálsson í gærkvöld var loks haldinn fé- lagsfundur í Verkalýðsfélagi Akraness í kjölfar langvarandi átaka sem leiddu til þess að formaður og stjórn fóru frá á aðalfundi í vetur og sett var á starfsstjórn til vors. Á fundin- um var kynnt svört skýrsla PricewaterhouseCoopers um bókhaldsóreiðu og alvarlega misbresti í stjórnun félagsins sem, áður greint var frá í DV í byrjun júní. Samþykkt var mjög harðorð til- laga illaga á fundninum þar sem sérstöku vantrausti var lýst á fyrr- verandi formann og nafngreindan meirihluta stjórnar. Var tillagan samþykkt með 35 atkvæðum gegn 23, en 6 seðlar voru auðir. Á fundinn mættu allir helstu for- kólfar Alþýðusambands fslands, með Grétar Þorsteinsson, forseta ASÍ sem jafnframt var fundarstjóri, og Halldór Björnsson, varaforseta í fararbroddi. Mestur hluti fundarins fór eins og vænta mátti í umræðu um þá tillögu sem samþykkt var og skýrslu PricewaterhouseCoopers ehf., en fulltrúar PWC svöruðu fjölda fyrirspurna fráfarandi meiri- hluta stjórnarmanna um skýrsluna. Gagnrýndu fulltrúar PWC mjög stjórn félagsins á þeim árum sem þeir fóru yfir 1997 -2001 og greint er frá í skýrslunni. Á fundinum var kynnt breytingartillaga ASÍ um lög félagsins um bráðabirgðaákvæði sem ætlað er að sætta aðila og var hún samþykkt. Þar er gert ráð fyrir að kosning nýs formanns og stjórn- ar fari fram svo fljótt sem auðið er og fellt er úr gildi umboð núverandi stjórnar- og varastjórnarmanna, formanna deilda og þeirra sem kjörnir hafa verið persónubund- inni kosningu. Hervar Gunnarsson fyrrverandi formaður mæti ekki til fundarins, en hann hefur undanfarna mánuði mætt til vinnu á skrifstofu félagsins sem starfsmaður. Hefur hann þar titlað sig sem framkvæmdarstjóra skrifstofu. Lagt var fram bréf frá Hervari á fundinum, þar sem hann segir af sér störfum fyrir félagið með 3 mánaða fyrirvara og krafðist þar með launa út september. Var þetta mjög gagnrýnt, þar sem eng- in gögn séu til um að hann hafi nokkurn tíma verið annað en for- Hervar Gunnarsson fyrrverandi formaður mætti ekki til fundar- ins, en hann hefur und- anfarna mánuði titlað sig sem framkvæmda- stjóra skrifstofu. maður félagsins. Sem kunnugt er sagði hann af sér formennskunni á aðalfundi í febrúar og þótti gagn- rýnendum sem hann ætti ekki að fá uppsagnarfrest út á titil sem hann bjó sér til sjálfur eftir að hann hafði sagt af sér. Einnig sendi Hervar bréf sem hann útskýrði fjarveru sína á þess- um fundi, sem hann hefði ekki fengið að kynna sér þau gögn sem skýrslan byggði á og mundi ekki ræða hanna fyrr en hann hefði fengið það. Þetta eru eigi að síður þau bókhaldsgögn sem hann hefur haft aðgang að alla þá tíð sem hann hefur verið formaður félagsins. hkr@dvJs Flugmennirnir kyrrsettir Tveir flugmenn á leið til lend- ingar á Reykjavíkurflugvelli villtust af réttri leið í skýja- bakka á sunnudagskvöld með þeim afleiðingum að þeirflugu afar lágt yfir Þingholtin og þurftu að snarbeygja vélinni til að ná inn á flugvöllinn aftur. Flugmálastjórn íslands hefur nú kyrrsett flugmennina á meðan rannsókn stendur yfir. Flugmálastjóm íslands kyrrsetti á sunnudagskvöld flugmann og farþega tveggja hreyfla einka- flugvélar eftir misheppnað aðflug að Reykjavíkurflugvelli. Flugvélin kom niður úr skýjum í u.þ.b. 300 feta hæð yfir Þingholtunum, að því er talið er, og töluvert austar en aðflugsferill hennar átti að vera að norður-suður- flugbraut vallarins. Vélinni var síðan sveigt inn á aðra flugbraut þar sem henni var lent á henni miðri en ekki reyndist næganlegt svigrúm til að stöðva vélina og því hóf flugmaðurinn hana aftur til flugs. í fráhvarfs-fluginu fór hann síðan ekki eftir fyrirmælum flugtums varðandi flugstefnu en lenti hálftíma síðar heilu og höldnu. Flugmáfastjórn gerði þegar ráð- stafanir til að afrit yrði tekið af rat- sjárgögnum og aðflugstæki á flug- brautinni prófuð og reyndust þau öll vera rétt stillt. Eftir atvikið var Rannsóknarnefnd flugslysa, RNF, tilkynnt um atvikið með rafpósti klukkan 20.03. Verk- lagsreglur segja að tilkynna beri RNF um flugstjórnaratvik en þar sem flug- vélin lenti heilu og höldnu kl. 19.32 og tryggt hafði verið að öll gögn varð- andi flugið væm til staðar og flug- mennirnir kyrrsettir var ekki talin ástæða til að tilkynna það einnig þeg- ar í stað. Flugmálastjóri hefur áréttað að öll atvik verði tilkynnt símleiðis til RNF eins fljótt og verða má. Lögreglan í Reykjavík yfirheyrði flugmennina tvo á sunnudagskvöld þar sem þeir gáfu þær skýringar að þeir hefðu komið skakkt inn í aðflug- Tveir flugmenn villtust á leið sinni inn til lend- ingar á Reykjavíkur- flugvelli. Þeirhafa ver- ið kyrrsettir. ið þannig að þeir hefðu ekki getað lent flugvélinni og því þurft að taka annan hring. Einnig vildu þeir meina að hæðarmælir vélarinnar hefði verið rangt stilltur og gerðu þeir sér því ekki grein fyrir hæð flugvélarinnar. Þá viðurkenndu þeir að hafa brotið flugreglur en bættu því við að það hefði ekki verið ásetningur þeirra. Alvarleg: Flugmennirnir hafa viðurkennt að hafa brotið flugreglur. Yflrheyrslum yfir mönnunum, sem vom á leið frá Litháen til Bandaríkj- anna, lauk sfðan í gær með viðtölum við RNF. Nú hefur rannsóknarneiridin safn- að öllum nauðsynlegum gögnum um flugvélina og flugferilinn í aðdrag- anda lendingarinnar. Rannsókn málsins er á ffumstigi en ekki hefur verið tilkynnt um hvenær kyrrsetn- ingu flugmannanna verður aflétt. agust@dvJs Sigmundur Ernir lætur af stðrfum Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur látið af störfum sem ritstjóri DV. „Ég hef átt þátt í einum mestu breyting- um á DV á seinni árum og nú þegar þessar breytingar em að baki vil ég sjálfur nota tækifærið og breyta um starfsvettvang." Aðspurður kveðst Sigmundur Ern- ir ætla að helga sig ritstörfum á næst- unni og segist ekki óttast verkefna- leysi. „Eg kveð DV með stolti og tel að blaðið hafi batnað í minni tíð." Útgefendur DV og starfsfólk þakka Sigmundi Erni farsælt og ánægjulegt samstarf og óska honum velfarnaðar í framtíðinni. í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.