Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 1.JÚLÍ 2003 FRÉTTIR 13 Efast um lög um friðhelgi fTALÍA: Dómstóll í Mílanó dró í gær í efa að nýsett lög um friðhelgi til handa Silvio Berlusconi, forsætis- ráðherra Italíu, væru lögleg og fór fram á að hæstiréttur landsins kannaði málið. Efasemdir dómstólsins þykja hið mesta vandræðamál fyrir Berlusconi sem tekurviðforsæti ráðherraráðs Evrópusambandsins í dag og gegn- ir því næstu sex mánuðina. Lögfræðingar Berlusconis sögðu að beiðni dómstólsins í Mílanó væri ekkert annað en pólitísk árás á skjólstæðing þeirra. Málaferli gegn Berlusconi fyrir spill- ingu standa nú sem hæst í Mílanó og lögunum um friðhelgi var ætlað að vernda hann og nokkra aðra æðstu embættismenn landsins. Réttarhöldunum var í gær slegið á frest þar mál skýrast. Bretar treysta Tony Blair ekki lengur Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, vaknaði upp við vondar fréttir í morgun. Nærri tveir af hverjum þrem- ur kjósendum treysta honum ekki lengur og jafnmargir segja að hann sé að missa tökin. Fjörutíu og þrjú pró- sent kjósenda Verkamanna- flokks Blairs eru sama sinnis. Þetta kemur meðal annars fram í skoðanakönnun MORl- stofnunarinnar fyrir breska blaðið Fiancial Times sem birt var í morgun. Trúverðugleiki Blairs hefur beðið mikinn hnekki upp á síðkastið vegna árangurslausrar leitar hernámsliðsins í Irak að fínna gjöreyðingarvopnin sem voru helsta réttlætingin fyrir því að farið var í stríð til að afvopna Saddam Hussein og menn hans. Nærri fjörutíu prósent að- spurðra segjast hafa treyst Blair í lok síðasta árs en að þeir geri það ekki lengur. Þá leiðir könn- unin í ljós að kjósendur telja HUGGUN HARMI GEGN:Tony Blair nýt- ur meiri lýðhylli en lain Duncan Smith, leiðtogi (haldsflokksins, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Aðrar góðar fréttir er þar tæpast að finna. þjónustu hins opinbera hafa hrakað undir stjórn Verka- mannaflokksins. Blair getur þó huggað sig við það að hann nýtur meiri vin- sælda meðal kjósenda en leið- togi íhaldsflokksins. AHRIF TOBAKS A HEILSUFAR Tóbak inniheldur meira en 40 þekkt krabbameinsvaldandi efni, sem geta valdið fjölda mismunandi tegunda af krabbameini. Guðbjörg Pétursdóttir, hjúkrunarfræðingur. Áhrif tóbaksreykinga á öndunarfæri. Sígarettureykingar eru taldar ein algengasta orsök berkjubólgu og lungna- þembu. Förum aðeins betur yfir þetta. Þegar einstaklingur reykir sína fyrstu sígarettu byrja eiturefni, eins og tjara, akrólein og blásýra að erta slímhúð í barka og berkjum. Þegar reykingum er síðan haldið áfram fara bifhár að lamast og hverfa oft að lokum. Slímmyndun vex mikið og hósti og bólgur í barka eru margfalt algengari hjá reykingafólki. Einkennin byrja á hósta og þá oft eingöngu á morgnana. Hvert ár sem bætist við reykingasöguna aukast þrengslin Það fer að heyrast “ýlu” hljóð við öndun og vinnuþrek og úthald minnka. Loks kemur “surgur” í lungun sem verður meira eða minna stöðugur. í lungnapípunum og eyðing háæðar- himnunnar (þar sem loftskiptin í lungunum fara fram). Það fer að heyrast “ýlu” hljóð við öndun og vinnuþrek og úthald minnka. Loks kemur “surgur” í lungun sem verður meira eða minna stöðugur. Þess vegna marg borgar sig að byrja aldrei að reykja eða hætta sem fyrst! ;o [o, Skráðu þig á www.dv.is FYRIR IS^JÚLÍ Nicotinell Nicotinell tyggigúmmí er lyf sem er notaö sem hjálparefni til aö hætta eða draga úr reykingum. Það inniheldur nikótín sem losnar þegar frásogast í munnim ásogast í munninum og dregur úr fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt. Tyggja skal eitt stykki í einu, hægt og róleaa ........................................... " .............. '' “ ' ’ Ekki er ráölagt að nota lyfið _giðer, 1 til að vinna gegn reykingaþörf. Skammtur er einstaklingsbundinn, en ekki má tyggja fleiri en 25 stk. á dag. Ékki er ráðlagt að nota ly lengur en 1 ár. Nikótín getur valdið aukaverkunum, s.s. svima, höfuðverk, ógleði, hiksta og ertingu í meltingarfærum. Sjúklingar með slæma hjarta- og æðasjúkdóma eiga ekki að nota nikótínlyf nema í samráði viö lækni. Nicotinell tyggigúmmí er ekki ætlað börnum yngri en 15 ára nema (samráði við lækni. Kynnið ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja pakkningunni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.