Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Qupperneq 17
ÞRIÐJUDAGUR1JÚLÍ2003 TILVERA 17 F Mamman flutt til Gates UPPELDI: Móðir popparans unga, Gareths Gates, flutti ný- lega inn til sonar síns vegna slæmrar hegðunar hans, að hennar mati. Móðirin, sem er 36 ára og heitir Wendy, mun hafa áhyggjur af hegðun sonar- ins og síaukinni drykkju hans og mun skrautleg heimsókn hans á nektarklúbb í Amsterdam hafa verið kornið sem fyllti mælinn. Hún hringdi því í soninn og skipaði honum að hafa gesta- herbergið tilbúið svo hún gæti flutt inn sem fyrst. „Hún tók hann virkilega í gegn og sagðist hafa orðið fyrir mikl- um vonbrigðum með hegðun hans að undanförnu," sagði einn fjölskylduvinur og bætti við að hún hefði bent honum á að hann væri á leiðinni í Harrý prins datt af baki í póló KÓNGAFÓUOÐ: Harrý prins á Englandi hafði ekki heppnina með sér þegar hann stjórnaði skólaliði Englands í pólóleik gegn Frökkum. Ekki aðeins mátti prins- inn þola ósigur liðs síns heldur varð hann einnig fýrir því óhappi að detta af hestbaki. En þar sem Harrý, yngri sonur Karls ríkisarfa og Díönu prinsessu, er ungur og fullfrískur var hann ekki lengi að skella sér á bak á ný, enda bar hann ekki skaða af byltunni. Prinsinn ungi á ekki langt að sækja dálæti sitt á hástéttarleikn- um póló. Karl faðir hans hefur lengið stundað íþróttina og margoft slasað sig við byltur. Þá er Vilhjálmur, eldri bróðir Harrýs, einnig mikill áhugamaður um þennan göfuga leik fína fólksins. a ratíma" annaði sex áratugi. myndi ekki vera lengi meðal vor lengur. En í augum kvikmyndaunn- enda var Katharine álitin ódauðleg, því enginn man lengur kvikmynda- heiminn án hennar. Sjálf var hún sér þess meðvitandi í hárri elli að sfn yrði saknað og sagðist vera eins og gamalt minnis- merki. Það er að vissu leyti rétt. Öld kvik- myndanna væri ekki hin sama án Katharine Hepburn sem naut óskoraðrar virðingar jafnt kvenna sem karla sem dáðust kannski fyrst og fremst að einstökum persónu- törfum hennar femur en leikrænum tilburðum. Hepbum lést í heimili sínu í Conn- ecticut s.l. sunnudag, 96 ára að aldri. (Heimildir m.a. fréttabréf BBC og Reuters) Fem óskarsverðlaun Katharine Hepburn fékk fjór- um sinnum óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki og hefur enginn leikari eða leik- kona leikið það eftir henni.TII- nefningarnar urðu tólf í heild- ina. Það var ekki fyrr en í ár að Meryl Streep komst upp fyrir hana í tilnefningum. Streep hefur aðeins unnið Óskarinn tvisvar. Hepbum fékk óskarsverðlaunin strax í upphafl ferils síns eða árið 1933 fyrir leik í rómantískri gam- anynd, Morning Glory. Þar lék hún unga stúlku sem dreymir um að verða leikkona og er fíill bjartsýni. Það liðu þrjátíu og fjögur ár þar til hún fékk Óskarinn næst. Var það fyrir Guess Who’s Coming to Dinn- er. Þar var mótleikari hennar Spencer Tracy. Leika þau hjón sem bjóða dóttur og tilvonandi tengda- syni í kvöldverð. Þau verða ekki lít- ið undrandi þegar dóttirin kemur með svartan unnusta. Sidney Poiti- er leikur unnustann. Þriðja óskar- inn fékk hún strax árið eftir fyrir leik í stórvirkinu The Lion in the Winter. Lék hún eiginkonu Hinriks II sem ásamt sonum þeirra reynir að bola honum frá völdum. Peter O’TooIe lék kónginn. Fjórðu ósk- arsverðlaunin komu svo 1981 fyrir On Golden Pond þar sem Henry Fonda og Hepburn leika öldmð hjón sem gera upp líf sitt. SpenœrTrac. Stóra ástin í lífi Katharine Hepburn Katharine Hepburn giftist tvítug Ludlow Odgen sem var af ríku fólki kominn eins og hún. Þau skildu fljótt að borði og sæng enda áttu þau alls ekki skap saman. Hep- burn giftist aldrei aftur. Það er ekki þar með sagt að hún hafi lifað pipar- jónkulífi það sem eftir var ævinnar. Síður en svo. Hún kynntist Spencer Tracy í upphafi fjórða ára- tugarins, en hann var á þessum ámm villingur- inn í Holly- wood, og varð yfir sig ástfanginn. Þessi ást entist henni afla ævi. Tracy var kaþólskur og giftur á þessum ámm. Hann heill- aðist einnig af Hepburn og yfirgaf eiginkonu sína. Hepburn og Tracy byrjuðu að búa saman og sú sambúð stóð þar til hann lést 1967. Það hlýtur að hafa verið sárt fýrir jafn heilsteypta konu og Katharine Hepburn að geta ekki gifst stóm ást- inni sinni en Tracy lét aldrei af kaþ- ólskri trú og í bókstaflegum skilningi mátti hann ekki giftast aftur. Tracy var mikill drykkjumaður og erfiður í umgengni. Hepburn var honum stoð og stytta í hverju sem á gekk. Hann átti við mikil veikindi að stríða síðustu árin og hún lék ekki að- eins á móti honum í Guess Who’s Coming to Dinner heldur hjúkraði honum einnig. Hann Iést stuttu eftir að tökum lauk. NfU KVIKMYNDIR: SpencerTracy og Katharine Hepburn léku saman í níu kvikmyndum. Hér eru þau í Without Lovefrá árinu 1945. RIKISSKATTSTJORi tilkynning um flutning Frá og með 1. júlí flytjast verkefni og starfsemi fyrirtækjaskrár frá Hagstofu til embættis ríkisskattstjóra. Fyrirtækjaskrá verður áfram til húsa að Lindargötu 9 í Reykjavík en í september flyst starfsemin á Laugaveg 166. Símanúmer og faxnúmer eru einnig óbreytt fyrst um sinn. Nánari upplýsingar um fyrirtækjaskrá er að finna á vef ríkis- skattstjóra, www.rsk.is. RSK FYRIRTÆKJASKRÁ Sími 563 7070 - Fax 562 7230 www.rsk.is - fyrirtaeki@rsk.is 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.