Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 1.JÚLÍ2003 DV SPORT 3 7 ' Markvarðardrama hjá Lyn KNATTSPYRNA: Lyn, lið Teits Þórðarsonar, mætti Válerenga í norska boltanum í gærkvöld. Ole Bjorn Sundgot kom Lyn yfir í fyrri hálfleik og var það ekki fyrr en á lokamínútum leiksins sem gestirnir jöfnuðu. Einn sóknarmanna liðsins komst einn inn fyrir vörn Lyn og var hann felldur af markverði liðs- ins. Dómari gaf honum um- svifalaust rauða spjaldið og dæmdi víti.Teitur hafði notað innáskiptingar sínar og þurfti því einn útileikmannanna að standa í markinu. Per Egil Swift og Helgi Sigurðsson buðu sig fram en sá fyrrnefndi brá sér í markið.án þess þó að verja vítið. Lyn er því enn í 7. sæti með 16 stig. Jóhann B.Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 71. mínútu. Vann þríþraut ÞRÍÞRAUT: Jón Arnar Magnús- son sigraði í gær í þríþrautar- keppni í Prag.Hann kastaði kúl- unni 16,18 m, hljóp 200 m á 21,78 sek og vann báðar þær greinar.Hann varð svo þriðji í 110 m grindahlaupi á 14,15 sek. Jón Arnar hlaut 2704 stig, Roman Sebrle 2614 stig og Tomas Dvorak varð þriðji með 2612 stig. Magdeburg til HANDBOLTI: Hanknattleiksráð Reykjavíkur sendi frá sér til- kynningu í gær þess efnis að búið væri að semja við þýska liðið Magdeburg,sem Alfreð Gíslason þjálfar, komi til lands- ins í lok ágúst til að taka þátt í Reykjavík Open 2003. Eru þetta góð tíðindi fyrir íslenskan handbolta en Magdeburg er eitt sterkasta félagslið Evrópu landsins með stórstjörnur eins og Stefan Kretzschmar innanborðs. Sigfús Sigurðsson leikureinnig með liðinu en Ólafur Stefánsson lék síðasta leik sinn með félaginu í vor áður en hann hélt til Spánar þar sem hann mun leika með Ciudad Real. Björgvin til ÍBV * KNATTSPYRNA: Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV- Sports er Björgvin Freyr Vil- hjámsson á leið í ÍBV. Björgvin lék með bikarmeisturum Fylkis f fyrra og stóð sig vel og hafði unnið sér fast sæti í liðinu undir lok leiktíðar. Björgvin hefur einnig leikið með ÍR og KR þar sem hann ólst upp. ■: LEIKIR KVÖLDSINS VISA-bikarkeppni karla: Akureyrarv.: Þór-Víkingur 19.15 Kaplakriki: FH-Þróttur 19.15 Akranesvöllur: (A-Keflavík 19.15 Laugardalsvöllur: Fram-Haukar 19.15 Hásteinsvöllur: (BV-Grindavík 19.15 l.deild kvenna B: Vilhjálmsv.: Höttur-Leiknir F. 20.00 3. deild karla A: Ólafsvík: Víkingur Ó.-Skallagr. 20.00 3. deild karla D: Djúpavogsv.: Neisti D.-Höttur 20.00 Rangtfélag Þau leiðu mistök áttu sér stað í umfjöllun DV-Sports um Shell- mótið í Eyjum að þeir Fannar Freyr Jónsson, sigurvegari lim- bókeppninnar, og Stefnir Stef- ánsson, annar sigurvegari víta- keppninnar, væru í HK. Hið rétta er að þeir eru báðir í Haukum. TIL MANCHESTER?: Ronaldinho erá góðri leið með að vera nýjasti leikmað- ur Englandsmeistara Manchester United. Samningar gætu klárast á morgun - Aðeins á eftir að ganga frá kaup- samningi Manchester United og Paris St. Germain um söluna á brasilíska leikmanninum Ronald- inho. Englandsmeistararnir hafa þegar náð samkomulagi við kapp- ann. Bróðir Ronaldinhos, Roberto Assis, sem einnig er umboðsmaður hans, segir að leikmaðurinn sé fullkomnlega sáttur við flutninginn til Old Trafford. Búist er sterklega við að stjórnarfor- maður félagsins, Peter Kenyon, haldi til Parísar á morgun til að ganga frá sjálfum kaupsamningnum. Kaupverðið mun vera 14 milljónir punda, eða rúmir 1,7 milljarðar króna. Bæði Barcelona og Real Madrid höfðu áhuga á pilti en svo virðist sem hagstæð lausafjárstaða United hafi ráðið úrslitum. Eitt af söluákvæðum PSG mun vera það að söluverðið verði greitt strax við undirritun. En eins og svo oft áður gæti allt verið fyrir bí á morgun. Sjálfur er Ronaldinho rólegur yfir öllum vangaveltunum og er þessa dagana staddur í fríi heima í Brasilíu. „Hann bíður spenntur eins og við öll hin,“ sagði Assis. Fínn árangur hjá íslenska liðinu á Mikið fjör var á alþjóðaleik- um þroskaheftra sem lauk á írlandi í gær. 48 íslenskir keppendur voru á meðal 7000 keppenda á mótinu en alls komu þátttakendur frá 166 þjóðum. íslensku kepp- endurnir tóku þátt í öllum greinum enallsvarkepptí21 grein. (fyrsta skipti áttum við þátttakendur í golfi og hand- bolta og íslenskir dómarar dæmdu í handbolta á leikun- um. Meðal athyglisverðra úrslita má nefna að sunddrottningin Sigrún Huld Hrafnsdóttir nældi sér í silfur í einliðaleik í keilu sem er frábær árangur. Einnig komu í hús 2 gull í viðbót og eitt brons í keilunni. Þetta var í fyrsta skipti sem ísland tekur þátt í keilu og golfi og íslensku kylfmgarnir stóðu sig einnig frábærlega. Úlf- hildur Stefánsdóttir og Þór Jó- hannsson unnu gullverðlaun, Ásgeir Sigurðsson nældi í silfur og Ragnar Ólafsson fékk brons. í boccia náðist einnig góður árangur en Kristjana Halldórs- dóttir kom með gull heim í ferða- töskunni. Vignir Hauksson nældi sér í silfur og Freyja Ólafsdóttir f'ékk brons. Stöllurnar Sunna Jónsdóttir og Soffía Jensdóttir náðu síðan afbragðsárangri í ein- liðaleiknum í borðtennis þar sem þær hlutu bronsverðlaun. Annars eru allir sigurvegarar á þessu móti enda er aðalmálið að taka þátt og gera sitt besta. ís- lensku keppendurnir stóðu sig allir með miklum sóma og gáfu undantekningarlaust allt sem þau áttu og voru þeir svo sannar- lega landi, þjóð og sjálfum sér til mikils SÓma. henry@dv.is f GÓÐUM FÉLAGSSKAP: Þau Hildur Hauksdóttir og SigurðurValurValsson skemmtu sér vel með forsetahjónunum sem mættu til Irlands. Hraðastihringur: Kimi Raikkonen - l:32,621s (200,082 km/klst) hringur 14 |10 j 2.tímataka / 1. æfing / WkZZ l.tímataka / H H Panis 1:31,197 I 1 1 Raikkonen 1:29,989 Webber +0,027 | M Schumacher +0,364 Raikkonen +0,063 Montoya +0,389 Trulli +0,316 1 R Schumacher +0,533 Alonso +0,553 Barrichello +0,853 Pizzonia +0,597 | Coulthard +0,914 Coulthard +0,721 Trulli +1,164 R Schumacher | +0,973 Alonso +1,544 Da Matta • +1,295 \ Fisichella • +2,207 | MSchumacher +1,363 | Frentzen +2,212 ? Montoya +1,393 ? Button +2,490 Barrichello +1,410 | n Webber +5,983 I Fisichella +1,495 | Heidfeld +22,311 I Frentzen +1,595 1 Firman • +23,904 I Button +1,644 Wilson +24,557 ?| Heidfeld +1,704 | Verstappen +25,932 I Villeneuve - +2,405 > Panis +27,338 I Firman +2,446 j Pizzonia +27,446 I 1 Verstappen +3,750? Da Matta Engintími 1 Wilson ^432^? Villeneuve Engin tími J jj Raikkonen j 1:31,523 1 3 M Schumacher | +0,032 R Schumacher +0,096 Montoya +0,242 l Barrichello +0,257 Trulli +0,453 | Panis +0,827 Alonso +0,901 Coulthard * +1,219 Da Matta +1,426 | Webber +1,543 Button +1,872 ; Fisichella +2,030 Firman +2,304 1 Frentzen +2,477 A Pizzonia +2,636 j Villeneuve +3,073 Verstappen • +4,795 ; Wilson +4,962 1 Heidfeld Engintími I Raikkonen 1:32,621 37 4 R Schumacher 1:32,826 38 4 M Schumacher 1:32,904 40 Montoya 1:33,094 41 4 Barrichello 1:33,200 42 4 Coulthard 1:33,236 43 4 Alonso 1:33,307 4 Trulli 1:33,348 46 4 Da Matta 1:33,398 47 4 tB Panis 1:33,583 48 4 Frentzen 1:33,994 49 4 Webber 1:34,191 Button 1:34,208 52 4 Heidfeld 1:34,541 53 4 Fisichella 1:34,656 54 4 tr Pizzonia 1:34,914 í 55 4 Villeneuve 1:35,100 Firman 1:35,328 58 4 Wilson 1:36,709 59 4 Verstappen 1:37,365 60 4 cn 5KILARETTUR ZZMS ÞEGAR HART MÆTIR HORDU! ÖSINDRI Sindri Reykjavík • Klettagörðum 12 • sími 575 0000 Sindri Akureyri • Draupnisgötu 2 • sími 462 2360 Sindri Hafnarfirði • Strandgötu 75 • sími 565 2965

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.