Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Blaðsíða 18
18 SKOÐUN ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ2003
Lesendur
Innsendar greinar • Lesendabréf
Lesendur geta hringt allan sólarhringinn í slma: 550 5035, sent
tölvupóst á netfangið: gra@dv.is eða sent bréf til: Lesendasfða DV,
Skaftahllö 24,105 Reykjavlk. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af
sértil birtingar.
Símaskrá og kennitala
Helgi Gunnarsson skrifar:
Búið er að gera prentun Síma-
skrárinnar fyrir árið 2003 að
fréttaefni. Aðallega fyrir það að
ekki skuli hafa verið efnt til út-
boðs á prentuninni. Þykir þetta
mikið mál ífréttamiðlunum
þessa dagana. Samið var við
Prentsmiðjuna Odda en gefa
hefði átt öðrum tækifæri til að
bjóða í verkið, aðallega (safold-
arprentsmiðju. Upplýstist það I
viðtali við ritstjóra Símaskrár-
innar að engin fyrirmæli hefðu
verið gefin um við hvern ætti
að semja. Enda ekki björgulegt
að efna til samninga við Isafold
sem hafði ekki eina og sömu
kennitöluna á tímabili. Er hægt
að lá ritstjóranum að fara var-
lega I sakirnar eins og á stóð?
Maður bara spyr.
Kostun Útvarp
Bragi Guömundsson skrifar:
Ég hlustaði oft á Útvarp Sögu á
meðan hún var og hét. Stund-
um voru ágætir sprettir þar inn-
an um, einkum í þáttum Sigurð-
ar G. Tómassonar, Arnþrúðar
Karlsdóttur og Ingva Hrafns. Nú
hafa eigendur Sögunnar lagt
svo fyrir að þarna verði ekki um
frekari þætti að ræða án svo-
nefndrar kostunar. Mér þykir
Sögu
það afar eðlileg ráðstöfun. Ann-
að ætti að heyra sögunni til á
öðrum Ijósvakamiðlum, t.d.
Sjónvarpinu. En maður var nú
líka orðinn leiður á ruglinu í
þáttum HallgrímsThorsteinson-
ar með alla samfylkingargúrú-
ana og aðra sem hann spanaði
til að rægja Bush og Bandaríkin.
Það hefði enginn spanderað
„kostun" á það til lengdar.
Samdrátturinn á Miðnesheiði
Skarphéðinn Einarsson skrifar:
Nú, þegar áform eru uppi um
verulega umfangsmiklar breytingar
á rekstri varnarstöðvarinnar á
Keflavíkurflugvelli með samdrætti
hjá bandaríska hernum á vellinum,
ættu þó sanngjörn sjónarmið að
ráða ferð. Með samkomulagi milli
ríkisstjórnar íslands og Bandaríkj-
anna hafa þeir síðarnefndu verið
hér síðan árið 1951. Þá voru aðrar
forsendur fyrir varnarsamningi en
nú. Þörfin fýrir veru flughersins hér
er brostin og það á einnig við um
sjóherinn.
Nú eru F-19 flugvélar U.S. Air-
force staðsettar t.d. nærri Oxford á
Englandi. England hefur ávallt ver-
ið áherslustaður U.S. Airforce og
mun svo verða áfram. Hugmynda-
fræði Rumfelds varnarmálaráð-
herra BNA og félaga hans um nýjar
áherslustöðvar Bandaríkjanna er
nú í mótun. Mun t.d. ein af radar-
stöðvunum í nýju eldflaugavarnar-
kerfi Bandaríkjanna verða við Fyl-
ingsdales á Norður-Englandi,
skammt frá Hull.
Þó svo að bandaríski flugherinn
(U.S. Airforce) fari héðan, og sem
verður mjög fljótlega, er hæglega
unnt að sinna loftvarnareftirliti á
Islandi frá herstöðvum í Bretlandi.
Allt tal um að hér þurfi að vera flug-
vélar til þess er út í hött.
Árið 1960 var frétt í The New York
Times um að U.S. Navy hygðist
flytja hingað kafbátaleitarvélar frá
Argentia í Kanada og U.S. Airforce
hætti rekstri stöðvarinnar í Kefla-
vík. Þessi frétt kom íslenskum
stjórnvöldum í opna skjöldu. Sagt
Margir hlakka til Ólympíuleikanna.
(Sl mótmæli
vændi
Þorsteinn Einarsson skrifar:
Maður fyllist viðbjóði að heyra
um ákvörðun borgaryfirvalda í
Aþenu sem hafa ákveðið að fjölga
vændishúsum verulega vegna
komu íþróttamanna hvaðanæva
úr heiminum á næstu Ólympíu-
leika sem haldnir verða þar í
landi. Nú hefur fþrótta- og
Ólympíusambandi íslands (ÍSI)
borist bréf þess efnis að það mót-
mæli þessum áformum harðlega
beint við aðstandendur leikanna
í Grikklandi. Fylgst verður með
því af athygli hvernig ÍSÍ bregst
við. Verði ekki mótmælt af ISÍ
legg ég til að íslendingar sendi
ekki lið til leikanna og standi
ákvörðun yfirvalda í Aþenu þá
verði íslenska liðið látið bera
áberandi spjöld á leikvanginum
sem mótmæli „klám- og ofbeld-
isleikum“ samhliða Ólympíuleik-
unum.
var að þetta væri ekki rétt. Sú varð
þó raunin. í maí 1961 tók flotinn
við stjórn í Keflavík og flugherinn
fór að mestu. Flotinn fékk reyndar
líka aðstöðu fyrir kafbátamóður-
stöð í Skotlandi. Kom flotinn þang-
að samtímis og til Islands. íslend-
ingar vildu ekki hafa kafbátastöð í
Hvalfirði. Við Hellissand var samt
reist lóranmastur sem þjónaði íyrr-
nefndum kafbátum. Stöðinni í
Skotlandi var lokað 1992 og þá
misstu 2800 Skotar störf sín.
Hér mun sú verða raunin líka, en
á miklu lengri tíma, kannski á fimm
árum eða svo, jafnvel tíu.
Herinn fer, en að sjálfsögðu verð-
um við í NATO. Það er hornsteinn í
okkar utanríkisstefnu, næst eftir
aðildinni að Sameinuðu þjóðun-
um.
Nýlega sá ég sjónvarpsþáttinn
Silfur Egils á Skjá einum. Gestur Eg-
ils var Steingrímur Hermannsson,
gamall refur í stjórnmálunum.
Hann sagði að flugherinn færi frá
íslandi en sjóherinn yrði eitthvað
lengur hér, kannski í svo sem fjögur
ár. Islendingar yrðu að fara að búa
sig undir að reka flugvöllinn sjálfir.
- Ég held líka að sú verði raunin á.
Því miður fýrir þá sem byggja allt
sitt á vinnu þar.
Mín skoðun er sú að Bandaríkja-
menn séu sjálfir hæfastir til að
meta þörfina á umsvifum sínum
hér. íslendingar verða að skilja að
dollaraveislunni er senn lokið.
Skattar fólks í Bandaríkjunum eru'
ekki ætlaðir til að skaffa Suður-
nesjafólki vinnu. Bandaríkjamenn
standa í átökum annars staðar í
heiminum sér til varnar. Og það
kostar fjármuni. - Sjálfsagt er að
taka hér upp sama fyrirkomulag og
var frá 1947-1951. Hér verður alltaf
aðstaða fýrir NATO og flugvélar
sem þurfa að koma hér við.
„Mín skoðun er sú að
Bandaríkjamenn séu
sjálfir hæfastir til að
meta þörfina á umsvif-
um sínum hér. íslend-
ingar verða að skilja að
dollaraveislunni er
senn lokið. Skattar
fólks í Bandaríkjunum
eru ekki ætlaðir til að
skaffa Suðurnesjafólki
vinnu."
Að lokum tvö athygliverð amer-
ísk máltæki. Annars vegar: „Það er
hægt að teyma hest að vatnsbóli,
en þú neyðir hann ekki til að
drekka." - Hins vegar: „Viljir þú
hlusta á tónlist, verður þú að greiða
þeim sem leikur." - Vilja íslending-
ar láta fé til reksturs hersetu og
varna á landi sínu?
Kvennahjal um klámiðnað
Sigrún Kristjánsdóttir skrifar:
Konur hér á landi fara nú mikinn,
sumar hverjar, aðallega vegna
meints vændis á dansstöðum, sem
nefndir eru súlustaðir. Þær selja
barmmerki fyrir utan þessa staði og
á þau er letrað stórum stöfum: Ég
kaupi konur. Einnig sendir hópur
kvenna frá sér áskorun til ÍSÍ þar
sem skorað er á þessi heildarsam-
tök íþróttanna á íslandi að mót-
mæla áformum yfirvalda í borginni
Aþenu að fjölga vændishúsum
meðan á Ólympíuleikunum stend-
ur.
„Ekki verður sagt, að ís-
lenskar konur, og alls
ekki konur í hópi and-
stæðinga gegn klámi,
hafi bætt umræðuna,
nema síðursé."
Kaupendur kynlífs verða að axla
ábyrgðina, segja íslenskar konur í
fararbroddi fyrir svonefndu „man-
Scdi“. Ég spyr: Eru þessar konur
bara að berjast gegn mansali á kon-
um? Eru þær bara að hugsa um er-
lendar stúlkur sem hér starfa á
„súlustöðum" eða íslenskar stúlkur
jafnframt? Eru þær ekkert að hugsa
um mun alvarlegri glæpi á kynferð-
issviði eins og þann sem upplýst
hefúr verið um nýlega, þar sem
fyrrverandi starfsmaður í Tollinum
og hjá KFUM er uppvís að
barnaklámi og myndbandagerð
í KVENNAGÖNGU. Einn orðaleppurinn til?
þar sem börn eru fengin til athafna
með manninum?
Konur sem koma fram t.d. á ljós-
vakamiðlunum og ræða klámiðn-
aðinn forðast að nefna þetta síð-
asta atvik sem varðar margnefndan
en „óþekkta klámmanninn". Ein
kona í þætti Þorfinns Ómarssonar,
I vikulokin, sagði að um mikinn
„vanda" væri að ræða í slíkum mál-
um, t.d. hvort ræða ætti um „sér-
tækan" vanda eða „altækan"
vanda!!!
Svona er umræðan um vændi
hér á landi, klám og hver eigi að
axla ábyrgðina yfirleitt. Manni
skilst helst að henni eigi að vísa til
ráðherra, ef ekki ríksistjórnarinnar.
- Ekki verður sagt, að íslenskar
konur, og alls ekki konur í hópi
andstæðinga gegn klámi, hafi bætt
umræðuna, nema sfður sé. Um-
ræðan hjá þeim er mestmegnis
dæmigert „kvennahjal" sem hverf-
ur í meiningarlausum orðaleppum
og upphrópunum, jafnskjótt og
mælt eru.
Manneskjan í íyrirrúmi er einn
slíkur orðaleppur. Ég hef ekki heyrt
eina einustu konu í klám- og nekt-
aráhlaupinu hér á landi krefjast
þess að nafn eða mynd af „óþekkta
klámmanninum" verði birt þótt
búið sé að segja hálfa söguna með
þvf að nefna föðurnafn mannsins í
útvarpsþáttum og tilgreina hvar
hann býr í Reykjavík. - Afstaða okk-
ar kvenna er oft sögð sveipuð
dulúð. í þessum málum er hún ekki
sveipuð neinu og er í sjálfu sér enda
engin.