Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Blaðsíða 10
70 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR l.JÚLÍ 2003 Fjölskyldufólk fær eitt að tjalda UMGENGNI: „Eftir slæma reynslu í fyrra ætlum við að loka tjald- svæðum í Þjórsárdal fyrir öðrum en fjölskyldufólki," segir Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suð- urlandi. Skógræktarmenn hafa af því spurnir að unglinga á meðal gangi SMS-skilaboð þess efnis að fjöldinn ætli að stefna í Þjórsárdal. Við þessu hjarðeðli á að bregðast og verður gæsla við hliðið inn á tjaldsvæðið. „Vegna óláta og leiðinlegrar um- gengni fyrstu helgina í júlí í fyrra verðum við að gera þetta," segir Hreinn. Tjaldsvæðið í Þjórsárdal nýtur að sögn hans vinsælda. Það er skógi vaxið, með rjóðrum inn á milli og má því víða finna sér góð tjaldsvæði. Skemmtileg- ar gönguleiðir eru einnig um skóga Þjórsárdals. Gulbrún tré á Héraði TRJÁSKAÐAR: Skógartré á Hér- aði eru gulbrún á lit þessa dag- ana. Gætir þessa mest á svæð- inu frá Egilsstöðum og suður í Hallormsstaðarskóg. „Það sést helst á lerkinu enda er það sú planta sem hér er langsamlega mest af. Ástæða þessa eru þau hlýindi sem voru í vetur. Þá misstu trén frostþol og lifnuðu við en síðan kom bakslag í kuldakastinu í lok apríl," sagði Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað, við DV. Þór segist ekki telja að trén muni bera af þessu varanlegan skaða. Hafi menn skoðað brum og árssprota til að kanna það. Frekari úttekt á skógargróðri verði síðan gerð á næstunni með tilliti til þessa. Umhverfisráðherra á ferð um landið vegna nýrrar Náttúruverndaráætlunar: Ráðherrann vill þjóðgarð á hafsbotninum ÍASBYRGI: Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum. Haldið var upp á 30 ára afmæli þjóðgarðsins þar um helgina. Landið skartaði sínu fegursta í sumarblíðunni. DV-mynd Jóhannes Sigurjónsson Alls 77 ný verndarsvæði eru sett á blað í nýrri náttúruvernd- aráætlun sem umhverfisráð- herra kynnti fyrir skemmstu. Áætlunin er unnin af sérfræðing- um á ýmsum sviðum og nýlega hef- ur Umhverfisstofnun sent hana fjölmörgum aðilum til umsagnar. „I raun er nýmæli að áætlun sem þessi - sem nær til fimm ára - sé gerð. Sett er upp net verndarsvæða um landið og þau valin á grundvelli röksemda, svo sem alþjóðlegra við- miðana í náttúruvernd. Nálgunin er heildstæð," sagði Siv Friðleifs- dóttir umhverflsráðherra í viðtali við DV. Byggt á rannsóknum Ýmissa grasa kennir í hinni nýju áætlun. Viðmið um val verndar- svæða eru til dæmis jarðfræðilegar minjar, plötur, vistkerfi, dýra- og fuglalíf og fleira. Frekari og meiri upplýs- ingar vantarþó og eftir því sem við fáum fleiri og ítarlegri rannsókn- arniðurstöður getum við betur fyllt inn í myndina. „Hér er byggt á grundvelli rann- sókna og út frá þeim eru verndar- svæðin valin. Frekari og meiri upp- lýsingar vantar þó og eftir því sem við fáum fleiri og ítarlegri rann- sóknarniðurstöður getum við betur fyllt inn í myndina. Þá býst ég meira að segja frekar við að vernd- arsvæðunum fjölgi," segir ráðherr- ann. Tveir nýir þjóðgarðar Þjóðgarðar á fslandi í dag eru fjórir; Þingvellir, Skaftafell, Jök- ulsárgljúfur og utanvert Snæfells- nes. Mikill vilji er til þess, að sögn Sivjar, að fjölga görðunum. Nú þeg- ar liggur fyrir pólitísk ákvörðun um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs, sem yrði hinn stærsti sinnar teg- undar í Evrópu. En það sem er nýmæli nú er stefnumörkun um stofnun tveggja nýrra þjóðgarða. Annars vegar garðs sem næði yfir Rauðasand og Látrabjarg; svæði sem þykir ein- stakt með tilliti til náttúrufars og sögulegra minja. Hins vegar er til- laga um stofnun þjóðgarðs við Heklu. Bæði þykja eldfjallið og hraunin í nágrenni þess einstök auk þess sem birkiskógar í ná- grenni þess eru síðustu skógarleif- arnar á stóru svæði. Verndarsvæði í sjó „Hvað varðar Látrabjarg og Heklu hygg ég að ekki þurfi taka langan tíma að koma þar upp þjóð- görðum. Varðandi þjóðgarða er gengið út frá því að landið sé í ríki- seigu og þá þarf að ná samningum við landeigendur. Þeir eru, að ég hygg, ekki ýkja margir á þessum tveimur svæðum, auk þess sem sveitarfélögin eru jákvæð. Almennt sjá menn mikla hagsmuni með friðun einstakra svæða, svo sem með tilliti til ferðaþjónustu," segir umhverfisráðherra. Þær flokkanir sem notar eru í náttúruverndaráætlun eru búsvæði náttúruvætti, fólkvangar, friðlönd og þjóðgarðar. Og öll eru þau á þurru landi. „í náinni framtíð vil ég einnig sjá verndarsvæði í hafi, eins konar sjávarþjóðgarða," segir Siv. Þegar hafa einstæðar hverastrýtur í botni Eyjafjarðar, sem eru tugir metra á hæð, verið friðaðar - og gildandi eru sérstök lög um verndun Breið- arfjarðar. Þá segir Siv nauðsynlegt að friða kóralrif sem eru á jaðri landgrunnsins. Þau eru þúsundir ára að myndast en með veiðarfær- um má eyðileggja þau í sviphend- ingu. Hinn gullni meðalvegur Náttúra óháð manninum er ekki til og verður ekki til, segir í hinni nýju áætíun, enn fremur að nú á tímum stjórnist náttúruvernd ekki síst af hagnýtum efnislegum rökum en ekki bara fagurfræði eins og var til skamms tíma var gert. Siv var spurð hvernig sér þætti takast að samræma fagurfræði og efnisleg rök. „Það er hinn gullni meðalvegur sem þarna þarf að feta á milli. Stundum þurfa önnur rökin að víkja fyrir hinum. Náttúruverndar- áætlun er hugsuð til þess að finna þessa vandrötuðu leið. Stundum þurfa framkvæmdir að víkja fýrir náttúrunni og aðrar framkvæmdir eru það mikilvægar að öll verndun- arrök yfirvinnast," segir Siv. Á ferð um landið Sem fyrr segir hefur Náttúru- verndaráætíunin nú verið send til umsagnar og eru þær fyrstu farnar að berast. Þannig mun hún þróast í meðförunum. Umhverfisþing, sem haldið verður í haust, mun fjalla um áætlunina og verður jafnframt lögð fram á Alþingi og væntanlega samþykkt þaðan sem þingsálykt- unartillaga. Síðan er það Umhverf- isstofnunar að ná lendingu um hvert og eitt verndarsvæði, svo sem hvað varðar frekari rannsóknir, samninga við landeigendur og svo fleira slíkt. Stundum þurfa fram- kvæmdir að víkja fyrir náttúrunni og aðrar framkvæmdir eru það mikilvægar að öll verndunarrök yfirvinnast. Þessa dagana er Siv Friðleifsdótt- ir á ferð um Norður- og Austurland þar sem hún skoðar ýmis þau svæði sem eru Náttúruverndará- ætluninni. Hún fer víðar um landið í sumar. „Mér finnst mikilvægt að glöggva mig á staðháttum og að- stæðum til þess að geta fjallað um þessi svæði. Mér fínnst ég í raun ekki geta fjallað um þessi mál nema hafa yfirsýnina og tek því sumarið að miklu leyti í að skoða landið og þau svæði sem gerð er tillaga um verndun og friðun á samkvæmt þessari áætlun." -sigbogitsidv.is Nokkur verndarsvædi Svæði Forsenda friðlýsingar Verndartillaga Brennisteinsfjöll / Herdisarvík 1 Jarðmyndanir, landslag og saga Náttúruvætti Grafarvogur í Reykjavík Fjölbreytt fuglalff Búsvæði Húsafellsskógur í Borgarfirði Hávaxinn birkiskógur Búsvæði Áftanes á Mýrum / Akrar / Löngufjörur Fuglalíf,selur,gróðurfar Friðland Látrabjarg / Rauðisandur Björg, fuglalíf, söguminjar, rauður sandur Þjóðgarður Snæfjallaströnd / Æðey / Drangajökull, Drangar / Furufjörður Landslag, útivistargildi, gróður og fuglallf (Stækkun friðlands á Hornströndum) Drangey á Skagafirði Sjófuglabyggð og tengsl við fornsögurj Búsvæði Héðinsfjörður Gróðurfar og útvist Friðland Grímsey Mikilvæg sjófuglabyggð Búsvæði Jökulsárgljúfur Fornir farvegir Jökulsár á Fjöllum og fleira Stækkun þjóðgarðs Eyjabakkar Gróður og votlendi. Beitiland hreindýra og stærsti fellistaður heiðargæsa í heimi Friðland Papey Sjófuglabyggð og menningarminjar Friðland Breiðamerkursandur / Kviármýrarkambur Lón,jökulöldur,gróðurog fuglalíf Friðland Grenlækur/Eldvatn Votlendi, sjóbirtingsstofn (Grenlæk Búsvæði Þórsmörk Leifar náttúrulegra birkiskóga Friðland Hvítárvatn / Hvítárnes /Karlsdráttur Votlendi, slðustu leifar kjarrs á Kili Friðland Geysir í Haukadal ! Frægasta goshverasvæði í Evrópu Náttúruvætti Sog Fuglategundir.votlendi Búsvæði Stokkseyri /Eyrarbakki Fjörur og fulgallf, sjaldgæfar plöntur Friðland DRANGEY í FLUGSÝN: Meðal tillagna í Náttúruverndaráaetlun er friðlýsing Drangeyjar á Skagafirði sem búsvæðis. Röksemdir fyrir því eru meðal annars fuglalíf og tengsl eyjunnar við Grettlu og fleiri fornar sagnir. DV-myndsbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.