Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Blaðsíða 12
72 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 1.JÚLÍ 2003
Útlönd
Heimurinn í hnotskurn
Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson og Erlingur Kristensson
Netfang: gube@dv.is / erlingur@dv.is
Sími: 550 5829
Blix hættur vopnaleitinni
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR: Hans
Blix lét formlega af störfum
sem yfirmaður vopnaeftirlits
Sameinuðu þjóðanna í (rak í
gær, nýorðinn 75 ára.
„Það er hálfdapurlegt að fara
frá New York af því að ég kann
vel við New York. Ég átti hér
þrjú spennandi ár við erfiða en
oft á tíðum gefandi vinnu,"
sagði Blix við fréttamenn í gær,
siðasta daginn í vinnunni áður
en hann sest í helgan stein
heima í Svíþjóð.
Blix gætti þess vel að hlakka
ekki yfir óförum Bandaríkja-
manna við gjöreyðingarvopna-
leitina í írak að afloknu stríði.
„Við útilokum ekki að þeir finni
eitthvað en líkurnar á því
minnka eftir því sem lengri
tími líður," sagði Blix.
Tólf ára myrt
DANMÖRK: Lögregla í Dan-
mörku leitar nú ákaft að morð-
ingja tólf ára stúlku sem hvarf
á föstudagskvöld. Lík hennar
fannst í gærkvöld, grafið í
jörðu við knattspyrnuvöll í
bænum Ringsted þar sem síð-
ast sást til hennar. Það voru
sérþjálfaðir sporhundar sem
fundu lík stúlkunnar. Krufning
mun leiða dánarorsök í Ijós.
Stöðugar skæru-
árásir í írak
Rumsfeld líkir ástandinu við Víetnam
Bandarísk eftirlitssveit f nágrenni Bagdad: Bandaríkamenn leggja nú alla áherslu á að
koma á lögum og reglu í Irak og hafa hert allt eftirlit í viðleitni sinni til þess að stöðva
stöðugur skaeruárásir og uppræta andstöðuhópa.
Að minnsta kosti fimm óbreytt-
ir borgarar létu lífið og aðrir
fimmtán slösuðust þegar öflug
sprenging varð í mosku í bæn-
um Fallujah, rétt vestur af höf-
uðborginni Bagdad í gærmorg-
un.
Að sögn íbúa í þessum órólega
bæ, þar sem andstaða gegn banda-
ríska innrásarliðinu hefur verið
mikil á undanförnum vikum, var
flugskeyti eða sprengju varpað á
moskuna en því mótmæla tals-
menn bandaríska hersins á svæð-
inu og segja að sprengju hafi verið
komið fyrir inni í moskunni.
Að sögn sjónarvotta varð spreng-
ingin í hliðarbyggingu moskunnar
klukkan ellefu að staðartíma í
gærmorgun og var hún svo öflug að
veggir og þak hrundu yfír þá sem
þar voru staddir.
Einn sjónarvotta sagði að málm-
hlutar sem fundust í rústunum
sönnuðu að flugskeyti hefði verið
skotið á bygginguna og hefði því
verið skotið úr bandarískri flugvél.
Aukin spenna
Atvikið í gær á örugglega eftir að
auka á spennuna í bænum en á
sunnudag særðist bandarískur
fréttamaður þegar sprengjuárás var
gerð á eftirlitsstöð bandaríska hers-
ins í bænum.
Stuttu síðar létust þrír óbreyttir
borgarar þegar pallbfll, sem þeir
voru í, lenti í hörðum árekstri við
bandarískan herbfl sem flutti
fréttamanninn slasaða af vett-
vangi.
Sprenging í vopnageymslu
Á laugardaginn létu að minnsta
kosti þrjátíu íraskir borgarar lífið
þegar öfiug sprenging varð í vopna-
geymslu fraska hersins í nágrenni
bæjarins Haditha, um 260 kfló-
metra norðvestur af Bagdad.
Margir hinna látnu eru sagðir
hafa verið að stela vopnum úr
geymslunni þegar sprengingin varð
en að sögn sjónarvotta var fjöldi
manns í byggingunni og margir illa
slasaðir.
Að sögn talsmanna bandaríska
hersins var ekki vitað um fjölda
látinna eða slasaðra í gær og þar
sem vopnageymslan væri írösk
væri það ekki á ábyrgð bandaríska
hersins að hlúa að hinum slösuðu.
Bandarískir hermenn
verða nær daglega fyrir
árásum í írak, aðallega
á svæðum súnníta-
múslíma í miðhluta
landsins og hafa að
minnsta kosti 22 þeirra
fallið í átökum síðan
Bush Bandaríkjaforseti
tilkynnti 1. maísl. að
meiri háttar átökum í
írak væri lokið.
Ekki er enn vitað hvað olii
sprengingunni, sem var mjög öflug,
en að sögn sjónarvotta hrundi þak
geymslunnar yfir þá sem voru þar
innandyra.
Að sögn lækna, sem tóku á móti
þeim slösuðu, voru margir illa
brenndir og slasaðir, þar á meðal
Akid Mohsen Halas sem sagði að
allt að hundrað manns hefðu verið
inni í geymslunni og utan hennar
þegar sprengingin varð.
„Fólk kom á hverjum morgni til
þess að verða sér úti um sprengjur
og önnur hergögn til þess að selja.
Við erum öll mjög fátæk og eigum
engan mat. Þess vegna söfnuðum
við brotamálmi og þar á meðal
hergögnum úr geymslunni til þess
að selja fyrir mat,“ sagði Halas.
Daglegar árásir
Bandarfskar hersveitir verða nær
daglega fyrir skæruárásum í írak,
aðallega á svæðum súnníta-mús-
líma í miðhluta landsins og í ná-
grenni Bagdad og hafa að minnsta
kosti 22 bandarískir hermenn og
sex breskir fallið í átökum síðan
Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti 1.
maí sl. að meiri háttar átökum í
írak væri lokið.
í morgun var gerð sprengjuárás á
bandarískan herbfl í miðborg Bag-
dad f nágrenni al-Mustansiriyah-
háskóla og leikur grunur á að
handsprengju hafi verið kastað að
bflnum sem var í ljósum logum á
eftir.
Að sögn sjónarvotta, sem sátu á
nálægu kaffihúsi, var að minnsta
kosti fjórum illa særðum banda-
rískum hermönnum bjargað út úr
brennandi flakinu.
Víetnam-aðferðin
Að sögn fréttamanns Reuters-
fréttastofunnar, sem kom á vett-
vang skömmu seinna, voru tveir
bflar alelda á götunni, annar ír-
askur og hinn bandarískur, og
sagði annar sjónarvottur að
sprengja hefði sprungið í íraska
bflnum.
Fyrr í morgun særðist banda-
rískur hermaður þegar hand-
sprengjuárás var gerð á bandaríska
eftirlitssveit í nágrenni Bagdad-
flugvallar en þar hafa bandarískar
eftirlitssveitir orðið fyrir síendur-
teknum árásum.
Donald Rumsfeld, varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, kenndi í
gær dyggum stuðningsmönnum
Saddams Husseins, fyrrum fraks-
forseta, um skæruárásirnar og líkti
þeim við það sem gerðist í Víetnam.
Hann sagði að það tæki einhvem
tíma að stöðva andstöðuhópana.
f gær handtóku bandarískir her-
menn, að beiðni írasks dómara, Abu
Adbul Munim, héraðsstjóra í Najaf,
en hann er sakaður um mannrán og
spillingu. Handtakan er liður í
viðleitni bráðabirgastjórnarinnar til
þess að koma á lögum og reglu í frak
og verður Munim dæmdur af
íröskum dómstóli.
Vopnahlé fyrir botni Miðjarðarhafs á brauðfótum:
Féll í árás á varðstöð hersins
Ofbeldi og eiturlyf
í hjónabandi JFKJr.
Þegar John F. Kennedy yngri
og eiginkona hans, Caroline
Bessette, létu lífið í flugslysi
á árinu 1999 voru ofbeldi og
eiturlyfjaneysla orðin svo
snar þáttur hjónabands
þeirra að þau sváfu hvort í
sínu herberginu.
Þessu er haldið fram í nýrri
bók um Kennedy-fjölskylduna
eftir Edward Klein. Brot úr bók-
inni birtust í tímaritinu Vanity
Fair sem kom út f gær.
Klein segir meðal annars frá
þvf í bók sinni að tveimur dög-
um fyrir flugslysið hafi Kenne-
dy, einkasonur Johns F. Kenne-
dys, fyrrum Bandaríkjaforseta,
sagt vini sínum að hjónaband
hans og Caroline væri í molum.
Hann vildi eignast börn en hún
þvertók fyrir það.
Bókarhöfundurinn hefur eftir
vinum Caroline í tískuheimin-
um að hún hafi verið á bólakafi í
kókafnneyslu og að Kennedy
hafi komið að henni við neyslu
þess með vinum sínum í íbúð
hjónanna í New York.
Gamall kærasti Caroline segir
frá ofbeldishneigð hennar og
mun eiginmaðurinn líka hafa
fengið að kynnast þeirri hlið.
Palestínskur vígamaður réðst í
morgun að varðstöð ísraelska
hersins á Vesturbakkanum og
var skotinn til bana. Árásin í
morgun var önnur í röðinni eft-
ir að herská samtök Palestínu-
manna lýstu yfir vopnahléi í
baráttunni við ísrael eftir mik-
inn þrýsting erlendis frá.
Vopnahlésbrotið í morgun varð á
sama tíma og þeir Mahmoud
Abbas, forsætisráðherra palest-
ínsku heimastjórnarinnar og Ariel
Sharon, ísraelskur starfsbróðir
hans, bjuggu sig undir fund þar
sem fara á yfir næstu skref í að
hrinda svokölluðum Vegvísi að friði
í framkvæmd.
ísraelar kölluðu herlið sitt burt
Á FERÐALAGI: Palestínumenn gátu farið
nokkurn veginn frjálsir ferða sinna á Gaza í
gær, í fyrsta sinn í tvö og hálft ár, eftir að
ísraelski herinn var fluttur þaðan. Ekki er
annað að sjá en að mennirnir í þessum bíl
séu ánægðir með nýfengið ferðafrelsi.
frá mestöllu Gaza-svæðinu á
sunnudag og mánudag þannig að
PalesU'numenn gátu farið þar um
frjálsir ferða sinna 1' fyrsta sinn í
hálft þriðja ár.
Föngum sleppt
Sharon sagði á fundi þingflokks
Likud-bandalagsins í gær að frekari
þróun í friðarátt ylti á því hvort
palestínsku heimastjórninni tækist
að stöðva öll ofbeldisverk. Hann
sagði einnig að ákveðnum fjölda
palestínskra fanga yrði sleppt.
Fréttaskýrendur áttu von á því að
á fundinum með Sharon myndi
Abbas að öllum lfldndum benda á
vopnahléið sem ræka sönnun þess
að umbótastjórn hans sé að takast
að koma böndum á ofbeldismenn.