Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Page 29
ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ2003 DV SPORT 29 Mjög erfitt verkefni segir Guðjón Þórðarson, nýráðinn knattspyrnustjóri hjá Barnsley m 'ÉM ÖFLUGUR: Þórir Gylfi Bjarnason með tvo laxa sem hann veiddi í fossinum í Elliða- DV-mynd G. Bender ánum á maðk. Hann hefur áður veitt laxa. „Veiddi tvo laxa í fossinum" segir Þórir Gylfi Bjarnason, veiðimaður aflífi og sál „Það var skemmtilegt að veiða þessa tvo laxa í fossinum í Elliðaánum á maðkinn, 5 og 6 punda fiska,“ sagði Þórir Gylfi Bjarnason veiðimaður í sam- tali við DV-Sport en fyrir fáum dögum veiddi hann þessa laxa í ánni. Laxveiðin heldur áfram, það hefur meira bleytt í og það er íyrir mestu. Sumar veiðiár hafa aðeins lagast og það skiptir miklu máli. Veiðimennirnir halda áfram að renna fyrir fiska og margir veiða vel. „Ég hef veitt laxa áður, í Elliðaánum og svo í Laxá á Refasveit, mér finnst gaman að veiða," sagði veiðimaðurinn ungi um leið og hann stillti sér upp með tvo laxa sem hann landaði alveg sjálfur í fossinum í Elliðaánum. Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá „Fyrsti laxinn er kominn á land úr Andakflsá í Borgarfirði, en hann veiddist á laugardag- inn og tók fluguna Black ghost," sagði Bergur Stein- grímsson er við spurðum um stöðuna í veiðinni. „HoUið sem var að hætta núna í Norðurá var komið með yfir 50 laxa þegar síðustu tölur lágu fyrir og þetta er allt að koma á Norðurárbökkum. Veiðimenn frá okkur byrja síð- an í Fáskrúð í Dölum á morgun og Krossá á Skarðsströnd lfka en það hafa sést laxar í Krossánni. Veiðimenn af Skag- anum hafa verið að veiða í Fá- skrúð síðustu daga en ég hef ekkert frétt enn þá,“ sagði Berg- ur. Veiðimenn sem voru að koma úr Ljárskógavötnum í Dölum veiddu vel, fengu 29 fal- lega fiska, þrátt fyrir leiðinlegt veðurfar. „Það eru komnir laxar í Krossá, í gegnum teljann," sagði Trausti Bjarnason er lax- veiði bar á góma fyrir tveimur dögum. G. Bender Breski kaupsýslumaðurinn Sean Lewis keypti í gær meiri- hluta í enska knattspyrnufélag- inu Barnsley af Peter Doyle. Við sama tækifæri var greint frá því að félagið hefði ráðið Guðjón Þórðarson sem framkvæmda- stjóra félagsins en ekki var greint frá því hversu langan samning Guðjón gerði við Barnsley. Sean Lewis hefur þegar tekið sæti stjórnarformanns félagsins en Pet- er Doyle hættir öllum afskiptum af félaginu. Kaupverð fél.agsins var ekki gefið upp. Lewis mun þó ein- göngu sitja tímabundið í þessu sæti þar sem hann hefur ekki áhuga á að stýra félaginu og leit að nýjum stjórnarformanni er þegar hafin. Kenny Moyes mun sitja við hlið Lewis til að byrja með en ekki er loku fyrir það skotið að hann taki síðan sæti í stjórn félagsins. „Þetta er mjög gaman. Það er bæði ánægja og yndi afþví að vera kominn í vinnu aftur." Lewis er 38 ára, fjögurra barna faðir, sem kemur frá London en hann hefur undanfarna níu mán- uði búið í Kaliforníu í Bandaríkjun- um þar sem hann hefur verið að sýsla með fasteignir auk þess sem hann er með puttana í fjölmiðla- fyrirtæki vestanhafs. Ráðning Guðjóns hefur legið í loftinu undanfarna daga og hann var vitaskuld hæstánægður með að vera kominn aftur í slaginn þegar DV-Sport náði tali af honum í gær. „Þetta er mjög gaman. Það er bæði ánægja og yndi af því að vera kominn í vinnu aftur. Það leggst vel í mig að vinna fyrir Barnsley. Þetta verður mjög erfitt þar sem klúbbur- inn er ekki í léttri stöðu. Það bíður okkar mikil vinna. En það er ekkert sem ég hef áhyggjur af,“ sagði Guð- jón en hann stýrir fyrstu æfingu sinni hjá félaginu á morgun. Það er honum kærkomið þar sem honum hefur ekki tekist að kynna sér mannskap félagsins mjög náið. „Ég hef kynnt mér mannskapinn svona lauslega. Ég hef reyndar ekk- ert séð þá á æfingum saman og ég mun kynna mér stöðuna á hópn- um í rólegheitum. Ég geri ráð fyrir því að við reynum að styrkja hóp- inn eitthvað," sagði Guðjón en Kenny Moyes, sem sat blaða- mannafundinn fyrir Lewis í gær, staðfesti á fundinum að nýir leik- menn yrðu fengnir til félagsins. Það vakti nokkra athygli að Guð- jón vildi ekkert gefa upp um það hversu langur samningur hans við Barnsley er. „Samningurinn er ótímasettur. Það er ákveðið ákvæði í samningn- um af minni hálfu. Raunverulega er ekkert um samninginn að segja en það er best að útskýra hann þannig að hann er frá upphafi til enda,“ sagði Guðjón. Aðstoðarmaður Guðjóns er Ronnie Glavin en hann er einn af dáðustu sonum Barnsley. Glavin lék með liðinu um árabil við góðan orðstír fyrr á árum eftir farsælan feril með Celtic. „Mér líst ágædega á Glavin. „Raunverulega er ekk- ert um samninginn að segja en það er best að útskýra hann þannig að hann er frá upphafi tilenda." Hann er skoskur og ég þekki þá ágætlega. Ég var með tvo Skota í mínu liði hjá Stoke á sínum tíma. Skotarnir eru fínir." Guðjón segir að nýir eigendur Barnsley séu ekkert farnir að ræða markmið og væntingar fyrir fram- tíðina. „Nei, við erum ekkert byrjaðir á þvf. Við ætlum okkur að koma þessu félagi upp á við og við vonum að botninum sé náð. Við ætlum að ýta þessu upp á við og svo verður bara að koma í ljós hversu langt við förum með það,“ sagði Guðjón Þórðarson, nýráðinn fram- kvæmdastjóri Barnsley, í samtali við DV-Sport í gær. henry@dv.is AFTUR í SLAGINN: Guðjón Þórðarson er aftur farinn að þjálfa í enska boltanum og hver veit nema hann fái tækifæri til þess að taka aftur á móti Gerard Houllier og strákunum hans í Liverpool eins og hann gerði með Stoke. Reuters www.lax-a.is OoQ/00 <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.