Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2003, Blaðsíða 24
24 TILVERA ÞRIÐJUDAGUR 1.JÚLÍ2003 íslendingar Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Netfang: aettir@dv.is Sími: 550 5826 Sextíu ára Helga Hjörvar forstjóri Norðurlondahússins íFæreyjum Helga Hjörvar, forstjóri Norður- landahússins í Færeyjum, verður sextug á morgun. Starfsferill Helga fæddist á Kirkjubóli í Val- þjófsdal í Önundarfirði en flutti barn til Reykjavíkur. Hún lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1960 og leiklistarprófi frá Leiklistar- skóla LR 1966, stundaði nám í leik- húsfræðum í Kaupmannahöfn 1970-72 og lauk stjórnunar- og kennsluréttindaprófi frá KÍ 1992. Helga var framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra leikfélaga 1974-82, formaður Nordisk Amatorteater Rád (NAR) 1976-81, skólastjóri Leiklistarskóla íslands 1982-92 og framkvæmdastjóri Theater og Dans i Norden í Kaup- mannahöfn 1992-98. Hún var for- maður Listahátíðar í Reykjavík 1992 og hefur átt sæti í fjölmörgum nefndum og ráðum tengdum leik- list og menningu, utanlands og innan, en hefur auk þess fjallað um þessi efni í fjölmiðlum og leikið og leikstýrt á sviði og leikið í kvik- myndum. Fjölskylda Helga giftist Úlfi Hjörvar, f. 21.8. 1964, rithöfundi. Börn Helgu og Úlfs eru Helgi, f. 9.6. 1967, alþingismaður en eigin- kona hans er Þórhildur Elín Elínar- dóttir, graffskur hönnuður, og eiga þau tvær dætur, Hildi, f. 15.10. 1991, og Helenu, 22.1. 2003; Rósa María, f. 28.9. 1980, við háskóla- nám í Danmörku. Helga ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður, ásamt sonum hans tveimur af fyrra hjónabandi, llluga Sveini og Guðmundi, og sex systk- inum sínum sammæðra: Birgi, f. 1947; Bernharði, f. 1949; Gerði, f. 1951; Torfa, f. 1953; Önnu fngi- björgu, f. 1956, og Stefáni Jens, f.1960, Stefánsbörnum Hjaltalín. Systkini Helgu, samfeðra, eru ell- efu; Gísli Jón, Sigrún, Vigfús, Magn- ús, Sesselja Katrín, Jóhanna Björk, Steinunn, Óskar Helgi, Friðmundur Heimir, Sigríður Ragnhildur og Jón Lárus. Foreldrar Helgu voru Helgi Vig- fússon, • f. 21.12. 1910, d. 21.11. 1987, kennari og kaupfélagsstjóri, og Marsibil Bernharðsdóttir, f. 24.6. 1912, d. 21.2. 1996, húsmóðir og síðar kaupkona. Helgi kvæntist síðar Jónínu Aldfsi Þórðardóttur frá Stokkseyri, f. 6.7. 1923, d. 7.12. 1999. Marsibil giftist síðar Stefáni Ulugasyni Hjaltalfn úr Grundarfirði, f. 27.3. 1905, d. 30.9. 1982, verkamanni. Ætt Föðuramma Helgu var Sesselja Helgadóttir, formanns á Litlu-Há- eyri Jónssonar og Guðríðar, systur Jóns, föður Guðna Jónssonar, pró- fessors. Bróðir Guðríðar var Guð- mundur, afi Karls Guðmundssonar leikara. Guðríður var dóttir Guð- mundar, formanns á Gamla- Hrauni Þorkelssonar, formanns í Mundakoti Einarssonar, ættföður Kaldaðarnesættar Hannessonar. Móðir Guðmundar var Guðrún Magnúsdóttir, b. í Mundakoti Ara- sonar, b. í Neistakoti Jónssonar, b. á Grjótlæk Bergssonar, ættföður Bergsættar Sturlaugssonar. Móðir Guðríðar var Þóra, systir Elínar, ömmu Gísla í Mundakoti og Ragn- ars í Smára. Þóra var dóttir Símon- ar, b. á Gamla-Hrauni Þorkelsson- ar, bróður Ólafar, langömmu Þor- kels föður Salóme, fyrrum alþingis- forseta. Móðir Símonar var Val- gerður Aradóttir, systir Magnúsar. Marsibil var dóttir Bernharðs Guðmundssonar, stýrimanns á Kirkjubóli í Valþjófsdal, og Járn- gerðar Eyjólfsdóttur. Foreldrar Bernharðs voru Marsibil Bern- harðsdóttir og Guðmundur Andrés Jónsson, lengst af í Mosdal í Ön- undarfirði. Ingibjörg, móðir Guð- mundar, var systir Gróu, langömmu Daníels Daníelssonar, læknis, föður Bjarna Daníelssonar óperustjóra. Systir Bernharðs, Helga, var móðir Jóhannesar Krist- jánssonar, hreppstjóra í Hjarðar- dal. Halldóra, langamma Marsibil- ar Bernharðsdóttur eldri, var systir Guðmundar afa Vilborgar, langömmu Guðlaugs Rósinkranz þjóðleikhússtjóra. Járngerður, amma Helgu, var dóttir Kristínar Jónsdóttur og Eyjólfs Jónssonar, b. á Kirkjubóli. Helga verður á afmælisdaginn að Grafargili í Valþjófsdal í Önundar- firði. Oskar Ingiberson skipstjóri og útgeröormaöur í Keflavík Óskar Ingibersson skipstjóri, Kirkjuveg 11, Keflavík, er áttræður í dag. Starfsferill Óskar fæddist og ólst upp í Kefla- vík. Hann lauk hefðbundnu barna- skólaprófi 1937 og lauk skipstjórn- arprófi frá Akureyri 1944. Óskar var fimmtán ára er hann fór á sjó með frænda sínum, Alberti Ólafssyni, á bátnum Ólafi Magnús- syni KE-25. Óskar varð skipstjóri á Ólafi Magnússyni er hann var tutt- ugu og þriggja ára og varð tvisvar sinnum aflakóngur á vetrarvertíð frá Keflavík á þessum árum. Hann og Jón, bróðir hans, létu smíða 80 tonna bát, Ingiber Ólafsson, 1961. Óskar var skipstjóri á bátunum en þeir bræður ráku saman útgerð og fiskverkun. Þeir létu smíða nýjan Ingiber Ólafsson, 240 tonna stál- skip, í Noregi, 1964 og gerðu út þann bát til 1974 er Óskar stofnaði Fiskverkun Óskars Ingiberssonar ásamt fjölskyldu sinni. Þá var keypt- ur 50 tonna bátur, Albert Ólafsson KE-39, en 1982 var hann seldur, en annar stærri keyptur sem hét sama nafni. Óskar hætti útgerð 1995. Óskar er einn tveggja eftirlifandi stofnenda skátafélagsins Heiðabúa í Keflavík, en það voru sjö drengir sem stofnuðu það 15. september 1937. Hann er einn stofenda Skip- stjóra og stýrimannafélagsins Vísis í Keflavík. Óskari hefur hlotnast sá heiður að draga þjóðhátíðarfánann í Keflavlk tvisvar að húni, árin 1946 og 1950, árin sem hann varð afla- kóngur. Fjölskylda Óskar kvæntist 6.6. 1953 Hrönn Torfadóttur, f. 12.12. 1929, hús- móður. Hún er dóttir Torfa Björns- son og Maríu Ólafsdóttur en fóstur- faðir hennar var Ásgeir Páll Krist- jánsson. Börn Óskars og Hrannar eru Kristín Óskarsdóttir, f. 9.12. 1948, húsmóðir í Bandaríkjunum, gift Mark McGuinness og eiga þau einn son; Karl Óskar Óskarsson, f. 3.11. 1954, skipstjóri og húsvörður í Smáralind, búsettur í Kópavogi en sambýliskona hans er Valborg Bjarnadóttir og á hann tvö fóstur- stóran flutningabfl í tvö ár en varð að hætta því starfi eftir slys. börn; Jóhanna Elfn Óskarsdóttir, f. 4.1. 1956, útibússtjóri Landsbanka fslands í Keflavík en hún á einn son; Ingiber Óskarsson, f. 15.9. 1958, kennari við Myllubakkaskóla, búsettur í Keflavík, kvæntur Nata- lya Gryshanina og á hann eitt fóst- urbarn; Ásdís María Óskarsdóttir, f. 16.10. 1959, gjaldkeri hjá Reykja- nesbæ, búsett í Keflavík, gift Þor- grími St. Árnasyni og eiga þau tvær dætur; Hafþór Óskarsson, f. 7.1. 1962, starfsmaður NATO, búsettur í Keflavík; Albert Óskarsson, f. 13.6. 1969, flugvirki hjá Atlanta, búsettur í Keflavík, kvæntur Ragnheiði G. Ragnarsdóttur og eiga þau tvo syni. Systkini Óskars: Olafur, f. 1913, nú látinn, vörubílstjóri í Keflavík; Jón, f. 1920, nú látinn, útgerðar- maður í Njarðvík; Svavar, f. 1929, útgerðarmaður og fiskverkandi í Keflavík. Foreldrar Óskars voru Ingiber Ólafsson, f. 9.2. 1888, d. 1935, út- gerðarmaður í Keflavík, og k.h., Marín Jónsdóttir, f. 1889, nú látin, húsmóðir. Óskar og Hrönn taka á móti gest- um í Selinu, Vallarbraut 6, Njarð- vík, laugard. 5.7. kl. 16.00-19.00. Fjölskylda Vilberg kvæntist 2.2. 2002 Gabriele B.E. Rambar, f. 24.1. 1960, hjúkrunarfræðingi. Hún er dóttir Waldimars Rambar og Evu Rambar sem búsett eru í Köln í Þýskalandi. Bræður Vilbergs eru Kristinn Guðnason, f. 28.10. 1959, uppsetn- ingarmaður hjá Agli Skallagríms- syni hf., búsettur í Mosfellsbæ; Guðmundur Guðnason, f. 5.1. 1961, leigubflstjóri í Reykjavík; Ey- þór Guðnason, f. 14.12.1965, húsa- smiður á Álftanesi. ForeldrarVilbergs: Guðni Ragnar Þórarinsson, nú látinn, leigubfl- stjóri, og Margrét Þóra Vilbergs- dóttir, leigubflstjóri á Álftanesi. Vilberg Guðnason bifreiöasmiöur í Reykjavík Vilberg Guðnason bifreiðasmið- ur, Langholtsvegi 134, Reykjavík, er fertugur í dag. Starfsferill Vilberg fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og á Siglufirði yfir sumarmánuðina. Þá var hann í sveit að Syðri-Fljótum í Meðallandi í ljögur sumur. Vilberg nam við Iðnskólann í Reykjavík, lauk námi í biffeiða- smíði 1996 og sveinsprófi 2003. Vilberg starfaði hjá Plastprenti á sínum yngri árum, vann síðan í Glerverksmiðjunni Esju, vann við langferðarbfla í sautján ár, fyrst hjá Benjamín Ólafssyni, síðan hjá Guð- mundi Guðnasyni og loks hjá Reyni Jóhannssyni. Hann starfrækti síðan Stórafmæli 85 ára Kristjana Hjartardóttir, Torfnesi Hlíf 2, ísafirði. Krlstján Jónsson, Garðarsbraut 38, Húsavík. 80 ára Kristján Ágústsson, Ljósheimum 6, Reykjavík. Sigurlín Ágústsdóttir, Hringbraut 15, Hafnarfiröi. Hjónin Ásthildur Guðmunds- dóttir, og Sigvaldi Jónsson, Uppsalavegi 8, Húsavík. Þau eiga einnig gullbrúðkaupsafmæli í dag. Af því tilefni bjóða börn þeirra og tengdabörn í kaffi að Hólavatni I Eyjafjarðarsveit laugard. 5.7. kl. 14.00-17.00. Eiríkur Steindórsson, Ási, Rúðum. Guðlaugur Guðjónsson, Sunnubraut 1, Vík. Hallgrímur Kristmundsson, Hringbraut 128a, Keflavík. Jónatan Einarsson, Hörgshlíð 20, Reykjavík. Þóra Gyða Gunnlaugsdóttir, Flyðrugranda 18, Reykjavík. 70ára Anna Guðný Ármannsdóttir, Egilsgötu 12, Reykjavík. Baldvln Einar Skúlason, Bollasmára 5, Kópavogi. Erla Þorbergsdóttir, Skógum húsi A.J., Hvolsvelli. Hafsteinn Guðmundsson, Þórsbergj 14, Hafnarfirði. Ingólfur Örnólfsson, Stýrimannastíg 2, Reykjavík. Karl G.S. Benediktsson, Gljúfurárholti, Selfossi. Sigurður Gunnarsson, Urðarstekk' 8, Reykjavík. Sigurður Sigurdórsson, Reykjamörk 12, Hveragerði. 60ára Garðar Friðgelrsson, Bæjarási 2, Raufarhöfn. Guðrún Jóhanna Þórarinsdóttir, Kirkjubraut 34, Höfn. Magnús Guðmundsson, Fjarðarseli 2, Reykjavík. Sigurlaug Halldórsdóttir, Barðastöðum 9, Reykjavík. Sonja Berg, Dragavegi 11, Reykjavík. 50 ára Anna Halldóra Þórðardóttir, Sigtúni 41, Reykjavík. Emilía Sæmundsdóttir, Eyjabakka 32, Reykjavík. Hjörleifur Þórhallsson, Hlíðarvegi 12, Ólafsfirði. Jónína Róbertsdóttir, Hlíðarhjalla 41c, Kópavogi. Leslaw Stantslaw Szyszko, Hlíðarvegi 7, Isafirði. Sigríður Hólm Alfreðsdóttir, Hálsvegi 7, Þórshöfn. Sigurbjörg Jónína Jónsdóttir, Múlasíðu 30, Akureyri. Suni Tórsson Olsen, Hásteinsvegi 36, Vestmannaeyjum. Valdís S. Sigurbjörnsdóttir, Hraunholti 11, Garöi. 40 ára Guðný Ingibjörg Einarsdóttir, Þingási 59, Reykjavík. Hallveig Fróðadóttir, Vatnsendabletti 27, Kópavogi. Inglbjörg M. Friðriksdóttir, Faxabraut 25g, Keflavík. Jón Gíslason, Hofi, Blönduósi. Jón Sverrisson, Gröf 2, Grundarfiröi. Óskar Aifreðsson, Jöklafold 41, Reykjavík. Páll Ingi Kristjónsson, Vallarási 5, Reykjavík. Pétur Albert Haraldsson, Drápuhlíð 12, Reykjavik. Randí Ólafsdóttlr, Spónsgerði 2, Akureyri. Sigríður A. Sigurðardóttir, Hjallalundi 9g, Akureyri. Unnur Bjarnadóttir, Gautlandi 3, Reykjavík. Þóra Friðriksdóttir, Rauöalæk 22, Reykjavík. 75 ara

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.