Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2003, Blaðsíða 14
74 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 9.JÚLÍ2003 ísland í 13. sæti EFNAHAGSMÁL Samkvæmt nýrri skýrslu Fraser-stofnunar- innar í Kanada er Island í 13.-15. sæti yfir þær þjóðir þar sem mest frjálsræði ríkir í efna- hagsmálum. Skýrslan er byggð á gögnum frá 123 löndum frá árinu 2001. Island hefur færst lítillega nið- ur listann frá fyrra ári en al- mennt eiga menn von á því að yfir frjálsræði það breytist aftur vegna einka- væðingar ríkisbankanna. Sam- kvæmt skýrslunni er Hong Kong það land þar sem mest frjálsræði ríkir í efnahagsmál- um og þar á eftir koma Singapúr, Bandaríkin, Nýja-Sjá- land og Bretland. Neðst á list- anum var Burma en ekki bár- ust gögn frá nokkrum þjóðum, s.s. N-Kóreu og Kúbu. í efnahagsmálum Lífskjör með því besta LÍFSKJÖR: Samkvæmt nýrri þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna eru lífskjör á Islandi, í Svíþjóð, Noregi, Hollandi og Ástralíu með því besta sem gerist (heiminum. Bandaríkin eru aftur á móti í 7. sæti og Kanadamenn koma þar á eftir. Þó er tekið fram í skýrslunni að munurinn á milli lOfyrstu ríkj- anna sé mjög lítill og lítið þurfi að breytast til þess að röðin verði önnur. I sömu skýrslu er einnig að finna tölur yfir þátt- töku kvenna í stjórn- og efna- hagsmálum og þar kemur margt á óvart.Til dæmis er staða kvenna í þessum mála- flokkum nokkuð betri í vanþró- aðri löndum eins og Kostaríku og Namibíu heldur en t.d. á Italíu, í Grikklandi og Japan. Sementsverksmiðjan hfseld íslensku sementi ehf. með fyrírvara: Hyggjast snúa við hundr- aða milljóna taprekstri SEMENT5VERKSMIÐJAN HF.: Verksmiðjan hefur verið seld með fyrirvara á 68 milljónir króna. Framkvæmdanefnd um einka- væðingu og íslenskt sement ehf., sem er í eigu Framtaks fjár- festingabanka hf., BM Vallár ehf., Norcem AS og Björgunar ehf., hafa náð samkomulagi um kaup fjárfestanna á öllum hlutabréfum í Sementsverk- smiðjunni hf. Söluverð er 68 milljónir kr. Þorsteinn Vfglundsson, fram- kvæmdastjóri BM-Vallár segir ljóst vel þurfí að halda á spöðum ef takast eigi að snúa rekstri verk- smiðjunnar úr þeim taprekstri sem hún hefur verið í á undanförnum árum. Skattalegt tap verksmiðj- unnar sé um 700 milljónir króna og þar af um 500 milljónir síðan árið 2000. Hann segir að heildarskuldir Sementsverksmiðjunnar séu um 1.100 milljónir króna og þar á móti séu auðvitað eignir og óinnheimtar viðskiptakröfur. Skattalegt tap verk- smiðjunnar er um 700 milljónir króna og þar afum 500 milljónir síð- an árið 2000. Athygli vekur að söluverð verk- smiðjunnar er 68 milljónir króna, eða um 15% af 450 milljóna króna nafnverði hlutabréfa sem Fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu auglýsti til sölu fyrr á þessu ári. Þor- setinn segir þetta í raun ekki skipta máii miðað við skuldastöðu og ára- langan taprekstur fyrirtækisins. Salan kynnt starfsmönnum fyrir- tækisins í gær. Þorsteinn segir ljóst að til að koma rekstrinum á réttan kjöl, þá þurfi að fækka starfsmönn- um og hagræða í rekstrinum enda sé ætlunin að halda honum áfram. í samkomulagi um söluna, sem áritað var í fyrrinótt, eru ekki ákvæði um að lóð verksmiðjunnar verði skilað aftur til Akranesbæjar. Samkomulagið var hins vegar árit- að með fyrirvara um að hægt verði að uppfylla tiltekin skilyrði, m.a. lóðamálin, en endanlegur kaup- samningur verður væntanlega undirritaður um eða eftir næstu mánaðamót. Frá þeim tíma munu hinir nýju eigendur taka við rekstri verksmiðjunnar. í tengslum við söluna mun ríkis- sjóður yfirtaka Iífeyrisskuldbind- ingar upp á um 400 milljónir króna og yfirtaka tilteknar eignir í eigu Sementsverksmiðjunnar, m.a. í Ártúnshöfða, upp á um 280 milljónir króna. Ekki hefúr fengist uppgefið hvaða aðrar eignir er um að ræða en fyrirtækið á hluti í nokkrum fyr- irtækjum, þar á meðal Speli. Þá er heldur ekki ljóst hvort birgðir verk- smiðjunnar eru inni í kaupverðinu en um síðustu áramót var verð- mæti hráefnis og sements talið um 400 milljónir króna. Reksturinn hefur verið erfiður á síðustu árum og frá árinu 2000 til dagsins í dag er uppsafnað tap verksmiðjunnar um 500 milljónir króna. Miklar birgðir Birgðastaða á sementi í verk- smiðjunni um síðustu mánaðamót var samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu um 22 þúsund tonn. í útseldu verði á sementi myndi það trúlega seljast á um 140 til 180 milljónir króna, eftir því um hversu stóra kaupendur er að ræða. Það er um og yfir tvöföldu söluverði verk- smiðjunnar, en þetta mun þó að verulegu leyti vera veðsett. Ræðum um lóðamálin Bæjaryfirvöld höfðu lagt ríka áherslu á að fá lóðina til baka sem lögð var til þegar verksmiðjan var byggð. Tekist hefur verið á um þetta mál undanfarna daga og ekk- ert varð af því að fyrirliggjandi samningar yrðu undirritaðir síðast- liðinn fimmtudag. Töluverð verð- mæti felast f lóðinni sem bæjaryfir- völd hafa hug á að nýta í framtíð- inni undir fbúðabyggð. „Það er fyrirvari um að gengið verði frá samkomulagi við okkur. Við munum taka upp viðræður við aðila, m.a. um þessi lóðamál," sagði Gísli Gíslason bæjarstjóri í samtali við DV í gær. Hann segir mikilvægast að grunntónninn í samningnum sé að áfram verði tryggður áframhaldandi rekstur. Birgðastaða á sementi í verksmiðjunni um síð- ustu mánaðamót var um 22 þúsund tonn. - Líst þér sæmilega á þessa sölu? „Við skulum segja að þetta hafi verið eina leiðin í stöðunni. Við höfum talið um nokkurt skeið að það hafi verið afar brýnt að ljúka þessu sem allra fyrst á þessum nót- um. Við erum ánægðir með að þetta skuli nú vera að skríða í höfn. Þó að einhver vinna sé eftir þá er þetta áfangi sem gefur fyrirheit um að þetta geti gengið upp.“ íslenskt sement ehf. Fjárfestarnir sem standa að baki íslensku sementi ehf. voru valdir úr hópi fimm aðila sem skiluðu inn til- boðum í lok mars sl. Sem kunnugt er gekk Steypustöðin hf. út úr hópn- um og í staðinn kom Norcem AS. Innsend tilboð voru metin heild- stætt út frá einkunnagjöf og við- ræðum við tilboðsgjafa þar sem tekið var tillit til verðs, áhrifa sölu á samkeppni á íslenskum byggingar- markaði, fjárhagslegs styrks og lýs- ingar á íjármögnun, framtíðarsýnar varðandi rekstur fyrirtækisins og starfsmannamál, stjórnunarlegrar reynslu og þekkingar á þeim mark- aði sem verksmiðjan starfar á. Sementsverksmiðja ríkisins hóf starfsemi á Akranesi árið 1958. Frá 1. janúar 1994 hefur hún verið rek- in sem hlutafélag í eigu ríkisins. Um þessar mundir starfa um 65 manns hjá verksmiðjunni. Með sölu verksmiðjunnar og yf- irtöku eigna og skuldbindinga henni tengdum standa vonir til þess að rekstur Sementsverksmiðj- unnar sé tryggður og þar með sam- keppni á innlendum ' sements- markaði. hkr&dv.is Breikkun Vesturlandsvegar í undirbúningi: Pakkaður á álagstímum Vegagerðin býður undir árs- lok út framkvæmdir við breikk- un Vesturlandsvegar, frá Víkur- vegi og að Skarhólabraut í Mos- fellsbæ. Þegar hafa þessari framkvæmd verið tryggðar fjárveitingar og um þessar mundir er unnið að hönnun vegarins og skýrslu um mat á um- hverfisáhrifum. Hér er um að ræða alls fjögurra kílómetra vegkafla, það er frá Víkurvegi og að Skarhóla- braut í Mosfellsbæ, það er hring- torgi sem er skammt neðan við Skálatún. Til stendur að breikka veginn þannig að hann verði alls fjórar akreinar; tvær til hvorrar áttar í stað einnar nú. „Á álagstímum eru þessi vegur alveg pakkaður. Þarna mynd- ast oft langar bílalestir," segir Jónas Snæbjömsson, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Reykjanesi. Þessari framkvæmd eru eyrna- merktar alls 200 millj. kr. á þessu ári. Fjárveiting á næsta ári er 300 millj. kr. og 100 millj. kr. á árinu 2005. Undir komandi áramót verð- ur framkvæmdin boðin út og það á öllu Evrópska efnahagssVæðinu, rétt eins og gera þarf viðvíkjandi framkvæmdir af þessari stærð. „Að sjálfsögðu fögnum við breikkun Vesturlandsvegar," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjar- stjóri í Mosfellsbæ, í samtali við DV. VESTURLANDSVEGUR: „Að sjálfsögðu fögnum við breikkun Vesturlandsvegar," sagði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, baejarstjóri í Mosfellsbæ. „Hins vegar hefðum við viljað sjá eitthvað annað en bráðalausnir við vegtengingar. Þar á ég við gatna- mótin við Hálsveg og vegtenging- una inn á Korpúlfsstaðaveg sem skiptir okkur Mosfellinga afar miklu máli varðandi uppbyggingu í Blikastaðalandi." sigbogi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.