Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2003, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2003, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ2003 Lesendur ktctsendísr gcemar - íesendabeéf Lesendur geta hringt allan sólarhringinn í sfma: 550 5035, sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Skaftahlíð 24,105 Reykjavlk. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar. Neyðarástand - ofnotkun Sauðaþjóð Guðnýjar Hildur Kristjánsdóttir skrifar: Það er orðið landlægt hér að tala um „neyðarástand" í nánast hvaða tilviki sem upp kemur. Það er „neyðarástand" í heil- brigðismálum, og þá sérstaklega þegar rætt er við lækna eða að- standendur í þeim þætti sem snýr að viðkomandi viðmælanda í það og það skiptið. Nú síðast er það geðheilbrigðisgeirinn - eins og þetta er nefnt. Auðvitað er ekkert neyðarástand í þessum málum á (slandi. Hugsum til ann- arra landa þar sem veruleg neyð ríkir í heilbrigðismálum. Jafnvel þótt við séum eitthvað eilítið „á eftir" - ef við þá erum það nokk- uð - í einstaka tilvikum, t.d. að eitthvað minna sé greitt af hinu opinbera. Þetta væl á að kveða niður. Ragnar Haraldsson skrifar: Ég horfði á mynd Guðnýjar Hall- dórsdóttur kvikmyndaleikstjóra, Sauðaþjóðin. Ætlaði ekki að horfa, en dróst á að bíða og sjá til. Fannst nafnið eitthvað spennandi, og óvenjulegt. Ég sá ekki eftir að sjá þessa mynd, sem var ákaflega vel gerð og lýs- ir vel því sem hér hefur gerst meðal þjóðarinnar, allt frá land- námi (fín senan um borð í lang- skipunum með allt hafurtaskið!). Guðný hefur áður gert myndir sem mér hafa hugnast vel. Guð- ný hefur glöggt auga fyrir smá- atriðum og kímnin er óbrengl- uð. - Þökk fyrir svona mynd. Hana ætti að sýna í öllum grun- skólum sem kennslustund í sögu okkar. Ungt fólk þekkir þetta ekkert að ráði. Hafa skal það rutim Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður í ritstjórnarbréfi í DV síðastlið- inn laugardag er spjótum beint að okkur Guðmundi Árna Stef- ánssyni, fulltrúum Samfylking- arinnar í utanríkismálanefnd. Veist er að undirritaðri og því haldið fram að afstaðan varð- andi trúnað og leynd í viðræð- um við stjórnvöld í Bandaríkj- unum um varnarsamninginn sé önnur en fyrir áratug. Vísað er til ummæla minna í ut- andagskrárumræðu sem stjórnar- andstaðan þáverandi stóð fyrir á Alþingi árið 1993 en ég var þá þing- flokksformaður og varaformaður utanríkismálanefndar. Því er haldið fram í ritstjórnarbréfinu að afstaða mín hafi verið önnur þá en nú þeg- ar við þingmenn Samfylkingar hvetjum til að leynd yfir bréfaskrift- um forsætisráðherra og stjórnvalda í Bandaríkjunum verði aflétt. Ekk- ert af þessu er rétt eins og fram kemur hér á eftir. Afstaða mín er óbreytt. Trúnaður þarf að ríkja meðan mál eru í erfiðri stöðu. Meðan viðræður eru á við- kvæmu stigi á að gefa utanríkisráð- herra möguleika á að freista þess að leiða mál til lykta. Reyndar veit eng- inn hver hefttr verið ábyrgur fyrir viðræðunum að þessu sinni því það er forsætisráðherra sem hefur svar- að fyrir þær opinberlega. Jón Bald- vin Hannibalsson utanríkisráðherra var með forræði málsins 1993. En þegar málið er komið í há- mæli og forsætisráðherra segir sjálfur að enginn viðræðugrund- völlur sé lengur fyrir hendi og þar með greinilegt að viðræður hafa siglt í strand er eðlilegt að stjóm- völd upplýsi um innihald bréfa- skrifta eins og Samfylkingin hefur hvatt til. „Hvað sem mönnum finnst um varnarsam- starfvið Bandaríkin hljóta allir að vera sammála um að það er ekki hægt að hlaupa frá hálfrar aldar við- veru og umsvifum öðruvísi en gefa þjóð- inni tíma til að undir- búa svo umfangsmiklar breytingar sem brott- hvarf varnarliðsins af Keflavíkurflugvelli að hluta eða öllu leyti er." Það er reyndar áhugavert að lesa yfir utandagskrárumræðurnar frá 1993 í Stjórnartíðindum og þau ummæli sem ritstjómarfulltrúinn kýs að draga fram. Á þá ekki á sama hátt að spyrja Björn Bjarnason um hvort hann hafi skipt um skoðun á því hvenær tímabært sé að opna umræðuna? Og er ekki fróðlegt að skoða viðbrögð Morgunblaðsins þá og nú? Veldur hver á heldur Það er einmitt ekki síst athyglis- sem sannara reynist VARNARSAMNINGURINN RÆDDUR: „Staða viðræðna hefur ekki verið upplýst." vert að skoða eftir á hvað rfkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hélt vel á málum á sínum tíma og beinlmis kraftaverk að tókst að af- stýra því að samstarfsaðilinn hyrfi fyrirvaralítið á braut. Hvað sem mönnum finnst um varnarsamstarf við Bandaríkin hljóta allir að vera sammála um að það er ekki hægt að hlaupa ffá hálfrar aldar viðveru og umsvifum öðmvísi en gefa þjóðinni tíma til að undirbúa svo umfangs- miklar breytingar sem brotthvarf varnarliðsins af Keflavíkurflugvelli að hluta eða öllu leyti er. Slík aðlög- un tekur nokkur ár. Það vita allir. Það er áhugavert viðfangsefni að skoða hvernig þessar tvær ríkis- stjórnir hafa haldið á málum. Frá því tímamörk bókunarinnar við varnarsamninginn mnnu út höfum við þingmenn Samfylking- arinnar innt eftir gangi viðræðna bæði í fýrirspurnartíma á Alþingi og inni í utanríkismálanefnd í fullri hófsemd. Við höfum á liðnum missemm sýnt þá tillitssemi sem óskað hefur verið eftir. Afléttum leynd af bréfaskiptum Strax og málið var kynnt utanrík- ismálanefnd nú lýsti Samfylkingin yfir eindregnum stuðningi sínum við varnarsamstarfið og óskaði eftir DV-mynd GVA góðu samstarfi og samráði sem stjórnarflokkar virtu einskis. Staða viðræðna hefur ekki verið upplýst. Ekki hefur heldur fengist staðfest hvort málið kom upp í desember. En bréfin margumtöluðu hafa fengið umijöllun opinberlega. Eftir að forsætisráðherra hefur með af- dráttarlausum hætti skýrt sína af- stöðú er það málinu ekki til fram- dráttar að leynd hvfli yfir þessum bréfaskiptum. Málið fékk farsælan endi árið 1993. En spurning er hvort þessi ríkisstjóm ræður ekki við verkefnið. Staða málsins nú er sú að viðræður hafa siglt í strand. Skattsvik og önnur svik - allt í bið HROSSAÚTFLUTNINGUR: Hestum skipað um borð í fraktflugvél á Reykjavíkurflugvelli. FRlVERSLUN: Yfir hafið f vesturátt. Fleiri fríverslunar- samninga Helgi Jóhannesson hringdi: Við íslendingar höfum verið að gera fríverslunarsamninga við ýmis ríki - aðallega innan EFTA þar sem við höfúm þegar fengið aðgang að tollfrjálsum varningi okkar. Nú síðast var undirritaður fríverslunarsamningur við Suður- Ameríkurfldð Chile. Þangað höf- um við flutt vömr í auknum mæli á síðustu ámm, aðallega tæki og tól fyrir fiskvinnslu. EFTA-rfldn hafa nú fríverslunarsamninga við yfir 20 lönd og enn bætast ríki í hóp- inn. Verst að við skulum ekki hafa fengið fulla aðild að NAFTA-frí- verslunarsamningnum sem í gildi er f Ameríku milli nokkurra ríkja þar. Kannski kemur að því ef við skiptum yfir og tökum saman við Bandaríkin í stað Evrópu eins og einhver ýjaði að í DV fyrir stuttu. - Það yrðu góð skipti og reyndar nauðsynleg eins og á stendur. Gunnar Gunnarsson skrifar: Ég rakst á stuttan pistil í DV sl. mánudag um dómsmálin, þar sem m.a. var vitnað í sjö ára rannsókn á málverkunarföls- unamálinu sem hefur reynst hinu opinbera afar kostnaðar- söm, og allan þann fjölda skattsvikamála sem í gangi hafa verið en lítið komið út úr. Mér varð hugsað til fréttar í morgunútvarpi RÚV nýlega þar sem minnst var á meint skattsvik fyrirtækisins Norðurljósa, og sem líka hefur tekið sinn tíma. - Óvíst er hvort nokkuð verður frekar að gert eða upplýst af þeirri viðamiklu rannsókn. í morgunútvarpinu var greint frá því að í tilfelli Norðurljósa væri um að ræða milljarða króna sem skatt- ur hefði ekki verið greiddur af hér á landi. Einnig sagði þar að svokölluð frumskýrsla skattrannsóknarstjóra lægi nú fyrir og hefði borist Norð- urljósum sem hefði rétt til and- mæla, eins óg það var orðað. I seinni fréttum af máli þessu staðhæfði svo forstjóri Norðurljósa að ekkert hafi verið hæft f frétt morgunútvarps RÚV um mál þetta, fyrirtæki sínu eða dótturfyrirtækj- um þess hefði ekki borist nein frumskýrsla skattrannsóknarstjóra ríkisins um meint skattsvik. Rann- sóknin á þessu meinta skattsvika- máli hefði hafist snemma árs 2002 og væri enn í gangi, og engar skýrsl- ur borist um málið. Skattrannsóknarstjóri rfkisins vildi ekkert segja um málið, að- spurður, eða hvort nefnd frum- skýrsla væri tilbúin. Þar stendur málið. Fjölmiðlar virðast ekkert of ákafir í að taka það upp eða rann- saka það ofan í kjölinn, með því t.d. að krefja skattrannsóknarstjóra um nákvæma greinargerð. Hér er um opinbert mál að ræða og ekkert óeðlilegt við, að almenningur telji sig eiga kröfu á að hraða rannsókn á meintum meiri háttar fjársvika- málum og flýta dómum í þeim. En það er lflct og oft áður, mál dragast á langinn; sögð erfið og flókin í vinnslu. Oftar en ekki fær almenningur engar fréttir af slflcum málum, þau enda með ýmsum hætti, fara í dómsátt og þar fram eftir götunum. Það versta er að það eru skilvísir skattgreiðendur sem borga brús- ann að lokum. Sannleikurinn er sá að hér á landi eru skattsvik litin öðrum aug- um en víðast annars staðar. Svo ætti þó ekki að vera þar sem þessi mál varða allan almenning, skatt- borgara, jafnt og hið opinbera, sem oftast tapar háum fjárfúlgum á öllu saman. Þannig fréttist t.d. lítið af lyktum skattsvikamáls eins varðandi sölu íslenskra hesta til Þýskalands fyrir nokkrum árum. Maður hafði geng- ið undir manns hönd á hesta- mannamóti í Þýskalandi, meðan á rannsókn þarlendra skattyfirvalda stóð, þ. á m. forseti íslands og land- búnaðarráðherra, svo og þáverandi sendiherra íslands í Þýskalandi, til þess að keppni gæti haldið áfram! Mikil rannsókn og viðamikil, bæði hér og erlendis. „Oftar en ekki fær al- menningur engar frétt- ir afslíkum málum, þau enda með ýmsum hætti, fara í dómsátt og þar fram eftir götunum. Það versta er að það eru skilvísir skattgreið- endursem borga brús- ann að lokum." Þetta viðamíkla mál var sagt hafa endað með „dómsátt", hvað svo sem hún táknar. En svona er ísland enn í dag. Allir saklausir þar til sekt sannast. - Sem hún gerir sjaldnast, málin dofna og sofna að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.