Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2003, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2003, Blaðsíða 36
36 DVSPORT MIÐVIKUDACUR 9. JÚLÍ2003 DV Sport Keppni f hverju orði Netfang: dvsport@dv.is Sími: 550 5885 • 550 5887 • 550 5889 Gerði allt til að halda Zola KNATTSPYRNA: Rússneski milljarðamæringurinn Roman Abramovich, sem keypti nýlega enska úrvalsdeildarliðið Chelsea, gerði allt sem í hans valdi stóð til að halda ítalanum Gianfranco Zola áfram hjá félaginu en þessi snjalli leikmaður ákvað að ganga til liðs við sitt gamla félag Cagliari þar sem hann fékk ekki nægilega góðan samning hjá Chelsea. Abramovich var hins vegar of seinn þar sem Zola hafði gefið Cagliari loforð um að ganga til liðs við félagið þegar Rússinn keypti Chelsea. Hann dó þó ekki ráðalaus heldur bauðst til að kaupa Zola frá félaginu fyrir 1,3 milljónir punda aðeins sólarhring eftir að Zola skrifaði undir samning við Cagliari. Forseti félagsins neitaði því en þá bauð Abramovich 20 milljónir punda í félagið sjálft. Því tilboði var einnig hafnað en samkvæmt heimildum var eins árs samningur í boði fyrir Zola með árslaunum upp á 360 milljónir. Gianfranco Zola, fyrrum leikmaður Chelsea. KR-ingar unnu í gaer sinn fyrsta heimasigur á FH f úrvalsdeild í heil niu ár eða síðan liðið vann 4-1 sigur á FH 29. júní 1992. Þetta var jafnframt fyrsti deildarsigur KR á FH síðan 20. ágúst 1994 en KR hafði ekki unnið Hafnarfjarðarliðið í síðustu sex deild- arleikjum. Leikir KR og FH á KR-velli frá 1992: Dagsetning KR-FH 29. júní 1992 4-1 19.september 1993 1-2 9. júní 1994 0-1 23. mai 1995 0-1 2. ágúst 2001 ,-Á ” 1-2 1. agúst 2002 2-2 8. júlí 2003 2-1 Stig KR úr FH-leikjum frá 1991: 1991 1 stlg 1992 4 stig 1993 Ostig 1994 3 stig 1995 1 stig 1996 FH í B-deild 1997 FH í B-deild 1998 FH í B-deild 1999 FH (B-deild 2000 FH í B-deild 2001 Ostig 2002 1 stig 2003 3 stig* *einn leikur búinn ooj.sport@dv.is landsliðsklassa. Hjá FH átti enginn góðan dag þótt allt annað væri að sjá til liðsins í síð- ari hálfleik. Borgvardt var lengi í gang en sýndi hvers hann er megnugur á köflum. Jón Þorgrímur varð undir í baráttunni við Sigurstein Gíslason í fyrri hálfleik en var mun betri í þeim síðari. Engu að síður er þriðja tap liðsins í röð í deildinni staðreynd. Liðið átti einnig dapran fyrri hálfleik gegn Þrótti um síðustu helgi og hlýt- ur stærsta verkefni Ólafs Jóhanns- sonar þessa dagana vera að fá liðið til að spila alian leiktímann samkvæmt getu. vignir@dv.is Veigar Páll Gunnarsson tryggði KR-ingum sinn fyrsta sigur á liði FH í heil níu ár þegar hann skor- aði sigurmarkið liðsins þegar fram var komið yfir venjulegan leiktíma í gærkvöld. Þar að auki var þetta fyrsti heimasigur KR á FH í ellefu ár en síðast beið FH lægri hlut í Frostaskjóli sumarið 1992. Með sigrinum hoppa KR- ingar upp í þriðja sæti Lands- bankadeildarinnar, og eru með þremur stigum færra en á sama tíma í fyrra. KR-liðið sem hóf leikinn í gær hafði tekið töluverðum breytingum ffá því í markalausa jafnteflinu í Eyj- um á laugardag og þá aðallega á meðal fremstu manna. Það er skemmst frá því að segja að þessi ákvörðun Willums Þórs Þórssonar, þjálfara KR-að stokka upp framlínu sína - virkaði sem vítamínsprauta á liðið. AJft frá fyrstu mínútu leiksins þar til Garðar Jóhannsson braut loks ísinn á 41. mínútu voru leikmenn FH nánast í nauðvöm og stálheppnir að vera ekki nema einu marki undir þegar flautað var til leikhlés. I.eik- menn KR hafa ekki verið frískari í allt sumar, vom grimmari í alla bolta og einfaldlega miklu betri en kollegar þeirra hjá FH. Greinilegt var að stórsókn KR kom FH-ingum í opna skjöldu - leikmenn gáfu sendingar sem rötuðu ekki á samherja og mikið ráðleysi var sjá- anlegt í leik liðsins. AUan Borgvardt snerti varla boltann fyrstu 20 mínút- ur leiksins og það kannski skiljanlega enda aleinn og yfirgefinn uppi á toppi. Eftir hálftíma leik fór FH að komast meira inn í leikinn og menn eins og Borgvardt og Jón Þ. Stefáns- son fóm að láta meira til sín taka. En þegar tæpar fimm mínútur vom eftir af hálfleiknum náði Garðar Jóhannsson að skora fyrsta mark leiksins eftir fcdlega sendingu Sigur- vins Ólafssonar inn fyrir vörn FH. Á næstu þremur mínútum eftir markið fékk Veigar Páll Gunnarsson, sem var frábær í fyrri hálfleiknum, tvö gullin tækifæri til að bæta við marki en kappinn á það til að vera með einum of mikla sýndarmennsku á köflum. Allt annar leikur var hins vegar uppi á teningnum í síðari hálfleik. Iæikmenn KR bökkuðu allt of mikið og lið FH fór að spila mun betur. Á 66. mfnútu uppskar liðið vítaspymu sem var nokJcuð umdeild en Gunnar Einarsson braut á Borgvard innan teigs. Tommy Nielsen, sem hefur verið mjög öruggur á punktinum í sumar, skaut hins vegar fram hjá markinu úr vítinu og má kannski segja að réttlætinu hafi verið full- nægt með missi Nielsens. Ekkert lát var á pressu FH eftir maridð og það var undariegt að sjá umbreytinguna á leik KR. Þegar stundarfjórðungur var til leiksloka náði varamaðurinn Guðmundur Sævarsson síðan að jafna metin og verður það að teljast sanngjarnt mið- að við gang leiksins. Með jafntefli í farteskinu hefði FH getað vel við un- að en augnabliks einbeitingarleysi undir lokin olli því að KR hirti öll stigin. Aftur var það sending Sigur- „Ákvörðun Willums Þórs að stokka upp framlínu sína virkaði sem vítamínsprauta á KR-liðið." vins sem skapaði markið en hún hitti beint á kollinn á Veigari sem sneiddi boltann glæsilega í fjærhornið. Svart og hvítt hjá KR Frammistaða KR-liðsins í þessum leik var eins kaflaskipt og búningar þeirra eru röndóttir. í fyrri hálfleik sást spilamennska eins og hún gerð- ist best í fyrra en síðari hálfleikur var á við það sem oftast hefur sést frá þeim í sumar. Veigar Páll er sem fyrr það sem allt snýst um í sóknarleik JCR og þá kemur Sigurvin með mikið flæði í spilið. Kristján Sigurðsson var óhemju sterkur í vörninni og er drengurinn hreinlega kominn í enda - IGunrv varhetjaKRtleiknuml ^ gaerkvöld enstóðslg auk þess mjög vel f leiknum öllum, sérstak- lega fyrri hálfleik. DV-rnyndEÓI. KR-FH 2-1 (1-0) 1-OGarfiar Jóhannsson (41., skot við markteig eftir stungusendingu Sigurvins Ólafssonar). 1- 1 Guðmundur Sævarsson (75., skot við markteig eftir skallasendingu Jóns Stefánssonar). 2- 1 Veigar Páll Gunnarsson (90., skalli úr teig eftir sendingu Sigurvins). KR (4-3-3) Kristján Finnbogason..........3 Jökull Elisabetarson .........3 Kristján Sigurðsson...........4 Gunnar Einarsson..............3 Sigursteinn Gíslason .........3 Sigurvin Ólafsson ............4 Kristinn Hafiiðason...........3 Veigar Páll Gunnarsson........4 Sigþór Júlíusson .............2 (83., Einar Þór Daníelsson....-) Garðar Jóhannsson.............3 (70.,JónSkaftason ............2) Bjarki Gunnlaugsson...........2 (83.,SigurðurR.Eyjólfsson ....-) Samtals 12 menn...............37 Dómari: Ólafur Ragnarsson (2). Áhorfendur: 1718. Gul spjöld: KR: Sigurvin (51.), Jökull (75.), Jón (89.). FH: Ásgeir (39.), Heimir (52.). Rauð spjöld: Engin. Skot (á mark): 14 (6)-8 (3) Horn: 6-6 Aukaspyrnur: 15-15 Rangstöfiur: 3-2 Varin skot: KristjánF.2- Daði 4. FH (4-3-3) DaðiLárusson ........... Ásgeir Ásgeirsson........ Sverrir Garðarsson ...... TommyNielsen ............ Magnús Ingi Einarsson ___ (92.,AtliViðarBjörnsson ... BaldurBett.............. Heimir Guðjónsson........ Jónas Grani Garðarsson___ (70.,Guðmundur Sævarsson Jón Þ. Stefánssoon ..........3 Allan Borgvard...............3 Hermann Albertsson...........2 Samtals12menn................32 .3 .2 .3 .3 .3 • -) .2 .2 .2 .4) Maður leiksins hjá DV-Sporti: Veigar Páll Gunnarsson, KR FH-GRVLAN HJA KR loks Ellefu ára bið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.