Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2003, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.2003, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 9. JÚU2003 FRÉTTIR 17 við svarta Morðingja illa BANDARÍKIN: Starfsmaður Lockheed Martin flugvélaverk- smiðjunnar, sem virðist hafa verið í nöp við blökkumenn, skaut fimm samstarfsmenn sína til bana í Missisippi í gær, áðuren hann beindi byssunni að sjálfum sér og svipti sig lífi. Átta starfsmenn til viðbótar voru fluttir á sjúkrahús þar sem gert var að sárum þeirra, að sögn lögreglunnar.Tveirfengu áfallahjálp. Billy Sollie lögreglustjóri í Lauderdale-sýslu sagði að hinn 48 ára gamli morðingi hefði verið í hermannabuxum og beitt að minnsta kosti einni haglabyssu þegar hann framdi ódæðið. Þeir sem til þekkja telja að ástæðu drápanna megi rekja til kynþáttahaturs. Bono hótar hávaða og látum FÁTÆKT: (rski rokksöngvarinn Bono hét því í gær að fara fyrir herferð borgaralegrar óhlýðni til að berjast gegn fátækt í heiminum ef viðleitni Samein- uðu þjóðanna í þá átt kemur ekki hreyfingu á málin. „Við munum svo sannarlega láta í okkur heyra, við munum berja saman fullt af rusla- tunnulokum," sagði Bono þeg- ar skýrsla SÞ um fátækt í heim- inum var birt í gær. Skýrslan leiðir í Ijós að velmeg- unarárin á tíunda áratug síð- ustu aldar urðu til þess að fimmtíu ríki voru verr sett en tíu árum áður. Það gæti þýtt að fögur fýrirheit leiðtoga þjóða heims um að skera fá- tækt niður um helming fyrir ár- ið 2015 séu í uppnámi. Sjálfsmorðsliði syrgðun Tveir ættingjar syrgja hinn 22 ára gamla Ahmed Yehyia frá þorpinu Kufr Rai í nágrenni Jenín á Vesturbakkanum, en hann sprengdi sjálfan sig í loft upp í ísraelsku þorpi í miðhluta Israels í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að 65 ára kona lét lífið. Ahmed var liðsmaður Jihad-samtakanna en í yfirlýsingu frá samtökunum segir að árásin hafi verið gerð til þess að leggja áherslu á kröfuna um að öllum palestínskum föngum verði sleppt. Faðirinn hryggur og reiður Maðurinn sem ól upp írönsku síamstvíburasysturnar sem lét- ust á skurðborðinu á sjúkrahúsi í Singapúr í gær þegar læknar reyndu að aðskilja þær, er bæði hryggur og reiður. „Við deildum sama húsinu í 27 ár og ég fínn fyrir miklum tómleika," sagði Alireza Safaian sem ættleiddi tvíburasysturnar Ladan og Laleh Bijani þegar þær voru barnungar. Safaian, sem sjálfur er læknir að mennt, grét þegar fréttamaður Reuters ræddi við hann í Teheran í gær. Hann ræddi sorgina en einnig reiðina yfir því að systurnar og TÓMLEIKATILFINNING: Alireza Safaian, stjúpfaðir írönsku síamstvíburanna, finnur til mikils tómleika eftir að dætur hans lét- ust þegar reynt var að aðskilja þær. læknarnir í Singapúr skyldu ákveða að fara út í aðgerðina sem aðrir skurðlæknar höfðu úrskurðað að væri of áhættusöm. „Þegar þær fóru til Singapúr vissi ég að þær kæmu heim sem lík. Þeir fóru með þær þangað og drápu þær,“ sagði Safaian. Systurnar létust með fáeinna klukkustunda millibili í gærmorg- un, eftir að læknar höfðu skilið þær að, eftir rúmlega fimmtíu klukku- stunda langa aðgerð. Aðgerðin tók lengri tíma og var flóknari en ráð var fyrir gert. Systurnar misstu mik- ið blóð og tókst læknunum ekki að bjarga lífi þeirra. Bandaríkjaforseti á ferð um Afríku: Baráttan gegn al- næmi efst á blaði Alnæmisfaraldurinn í Afríku verður í brennideplí þegar George W. Bush Bandaríkja- forseti ræðir við suður- afrískan starfsbróður sinn, Thabo Mbeki, í Pretoríu í dag. Viðskipti og baráttan gegn hryðjuverkamönnum verður þar einnig efst á blaði. Bush, sem er í fimm daga heimsókn til Afríkuríkja, kom til Suður-Afríku frá Senegal í gær- kvöld og gistir þar þrjár nætur. Það þykir til marks um hve bandarískir ráðamenn telji Suð- ur-Afríku gegna mikilvægu hlut- verki f álfunni. Fæðingargalli Ameríku I fyrsta áfanga Afríkuferðar- innar, í Senegal, lýsti Bandaríkja- forseti því yfir að hann myndi leggja sitt af mörkum til að binda enda á borgarastyrjöldina í Vest- ur-Afríkuríkinu Líberíu sem á sínum tíma var stofnað af banda- rískum leysingjum. Hann sagðist þó ekki enn hafa ákveðið hvort hann myndi senda friðargæslu- sveitir til landsins. Bush heimsótti fyrrum mið- stöð þrælaverslunarinnar í Senegal. Hann fordæmdi þræla- söluna og kallaði hana „einhvern versta glæp mannkynssögunn- ar“. Forsetinn gekk þó ekki svo langt að biðjast afsökunar á því sem einn háttsettur ráðgjafi hans kallaði „fæðingargallaAmeríku“. Usli í Afríku Hvergi í heiminum eru jafn- margir sýkir af alnæmi og í Suð- ur-Afríku. Að mati fréttaritara breska ríkisútvarpsins BBC gerir það fund þeirra Bush og Mbekis í dag sérlega mikilvægan. Bush hefur þegar heitið því að verja fimmtán milljörðum doll- ara til að berjast gegn alnæmi sem hefur gert mikinn usla í stór- um hluta Afríku. Gert er ráð fyrir að lítið verði reynt að gera úr ágreiningi ríkj- anna um stríðið í írak. MANNFJÖLDANUM HEILSAÐ: George W. Bush Bandaríkjaforseti heimsótti Þræla- húsið svokallaða á Gorée-eyju undan ströndum Senegals í gær, í fyrsta áfanga fimm daga heimsóknar sinnartil Afríku. „Sakamálahetjan Fandorin, hið stamandi hörkutól og kvenna- gull, er mættur á ný og komi hann fagnandi... engin furða þótt þessar bækur hafi farið sigurför um Evrópu... Vonandi eru fleiri bækm um Fandorin á leiðinni. Þessar eru algjör snilld." örlygur Steinn Sigurjónsson, Mbl. Ifll Mál og menning www.edda.ls

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.