Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2003, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR FÖSTUDACUR 1.ÁGÚST2003
CTTGÁFUFÉLAG: ÚtgáfufélagiöDVehf.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: örn Valdimarsson
AÐAmrTSTJÓRl: Óli Björn Kárason
AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jónas Haraldsson
DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fatc Auglýsingar: 550 5727 - Rltstjóm: 550
5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingan
auglysingar@dv.is. - Drelfing: dreifing@dv.is
Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000,
fax: 462 5001
Setnlng og umbrofc Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerð og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án
endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir
viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
DV Bingó
\ Nú spilum við allt
/ ma \ spjaldið og ætti
I # ekki að líða á
VI M J lönguáðuren
__' einhver fær bingó.
Verðlaun fyrir bingó á
allt spjaldið eru afar glæsileg,
vikuferð til Portúgals með Terra
Nova Sól. Athugið að samhliða
einstökum röðum hefur allt
spjaldið verið spilað í sumar
þannig að tölumar sem dregnar
hafa verið út f bingóleik DV til
þessa gilda á allt spjaldið.
Átjánda talan sem kemur upp er
46. Þeir sem fá bingó láti vita í
sfma 550 5000 innan þriggja
daga. Ef fleiri en einn fá bingó er
dregið úr nöfnum þeirra.
Dætur Saddams farnar
til Jórdaníu
- erlend frétt bls. 12
Þurrkar í Evrópu geta
valdið hörmungum
-erlend frétt bls. 14
Bíó og sjónvarp
-Tilvera 54-55 og 60-63
Efni blaðsins
Baltasar Kormákur æfir
með Neista á Hofsósi
- frétt bls. 4
Skattakóngarnir
- frétt bls. 6
Skýrsla um PCB t
eldislaxi gagnrýnd
- frétt bls. 8
Samráð haft um tryggingar
SAMKEPPNISMÁL: Sam-
keppnisstofnun álítur að Sjóvá-
Almennar og T ryggingamið-
stöðin hafi haft með sér sam-
ráð í tengslum við útboð á
slysatryggingum lögreglu-
manna árið 1996. Þetta kemur
fram í Fréttablaðinu í dag og er
fréttin byggð á frumskýrslu
Samkeppnisstofnuar um meint
samráð tryggingafélaga. TM
mun hafa boðið lægst í um-
ræddu útboði en síðar dregið
tilboð sitt til baka. Fram kemur
að Sjóvá hafi vitað af þessu án
þess þó að Ríkiskaup hafi gert
fyrirtækinu viðvart. Samkeppn-
isstofnun ályktar því að félögin
tvö hafi sammælst um aðTM
drægi tilboð sitttil baka þegar
Ijóst var að fyrirtækið hefði
boðið lægsta verðið.
Efnahagsbatinn hafinn
Haldið tii haga
EFNAHAGSMÁL: Efnahags-
batinn er hafinn og margt
bendirtil vaxandi uppsveiflu á
komandi mánuðum. Þetta
kemur fram í ársfjórðungsriti
Seðlabankans en þar segir að
hagvöxtur hafi verið góður á
fyrsta ársfjórðungi þessa árs,
um 3,3%, og vísbendingar eru
um áframhaldandi hagvöxt.
Dagskrá 5. sumartónleikanna í
Skálholti hefst á morgun,
laugardag, kl. 14 - en ekki í
dag eins og misritaðist í DV í
gær - á umræðu um framtíð
lista í Skálholti. Kl. 15 tekur
Bachsveitin í Skálholti að flytja
tónlist og kl. 21 mun Rúnar
Óskarsson hefja flutning nýrra
verka. Flluti tónlistarinnar er
endurfluttur á sunnudag.
Umfangsmesta barnaklámsmál sem upp hefur komið hérlendis:
Lögregla sér fyrir
endann á rannsókn
Lögregla rannsakar umfangsmesta barnaklámsmál á íslandi:
Maður á fertugsaldri tældi til
sín börn og unglinga á Netinu
Myndbönd talin sýna manninn í kynlífsathöfnum með ungmennum
Maðurinn htfur idtað «****#»<*|rrt*«.*Uw4h«»w hW4 4
Rannsókn lögreglunnar á
barnaklámsmálinu svokallaða
gengur vel og er nú farið að sjá
fyrir endann á henni.
Hörður Jóhannesson, sem stýrir
rannsókninni, sagði í samtali við
DV í gær að henni yrði væntanlega
lokið innan skamms en gat þó ekki
gefið nánari tímasetningar. Hann
sagði að málið fengi síðan hefð-
bundna ákærumeðferð.
Lögreglan handtók mann íyrir
tveimur mánuðum, eftir að hún
hafði fengið ábendingar um að
hann hefði verið að tæla börn og
ungmenni á Netinu. Lögreglu
höfðu borist ábendingar um grun-
samlega hegðun mannsins á
spjallrásinni Yrkinu. Við húsleit
sem gerð var á heimili hans fannst
gríðarlegt magn af myndböndum
og DVD-diskum sem innihéldu
þúsundir klámmynda og eru þær
að meginhluta taldar vera
barnaklám. Maðurinn, sem er
tæplega fertugur, einhleypur
Reykvíkingur, játaði að hafa átt
efnið og telst það brot að fullu
rannsakað. Honum var síðan
sleppt úr varðhaldi.
Við nánari skoðun á efninu
sáust brot af heimamyndböndum
sem virðast sýna manninn í kyn-
ferðislegum athöfnum með ung-
mennum. Hörður vildi ekkert
segja til um hvort umræddur mað-
ur væri sjálfur á myndböndunum
né hvort um íslensk börn væri að
ræða. Hins vegar leikur ekki grun-
ur á að maðurinn hafi staðið að
dreifingu eða sölu myndanna
heldur einungis haft þær til einka-
nota.
Lögreglu höfðu borist
ábendingar um grun-
samlega hegðun
mannsins á spjall-
rásinni Yrkinu.
Um er að ræða umfangsmesta
mál sinnar tegundar sem komið
hefur til kasta lögreglunnar hvað
varðar magn hjá einum einstak-
lingi. Varsla barnakláms er refsi-
verð samkvæmt almennum hegn-
ingarlögum og getur varðar
tveggja ára fangelsi ef brotin eru
stórfelld. -ekA
Fíkniefnaeffírlit lög-
reglu hert verulega
Lögregla verður með gífurlegt
fíkniefnaeftirlit um verslunar-
mannahelgina.
Lögreglustjórar um land allt verða
með fíkniefnaeftirlit í sínum um-
dæmum og verða m.a. með leitar-
hunda sér til aðstoðar. Lögreglan er
nú með á annan tug fíkniefnaleitar-
hunda og er það fjölgun frá því sem
áður hefur verið. Þá hefur rikislög-
reglustjóri, með stuðningi dóms-
málaráðuneytis, kallað til starfa eftir-
lits- og aðgerðarhóp sérþjálfaðra lög-
reglumanna úr fíkniefnadeild lögregl-
unnar í Reykjavík og lögreglunni í
Haíharfirði. Auk þess hefur hann
fengið til liðs við lögregluna starfs-
menn tollstjórans í Reykjavík sem
stjóma sérstaklega þjálfuðum leitar-
hundum. Þessi hópur skiptir með sér
verkum og fer um allt land þar sem
útisamkomur verða og íylgist með
ferðalöngum frá Þorlákshöfn og
Bakkaflugvelli til Vestmannaeyja, í
samstarfi við lögregluna á Selfossi,
Hvolsvelli og í Vestmannaeyjum.
Lögreglan í Reykjavík verður með
fíknieftiahunda við eftirlitið, meðal
annars þar sem fólk safnast saman til
að ferðast með flugi og rútum á sam-
komustaðina. -FKA
HVERJIR ERU ÓDÝRASTIR?
UTSALA
40% TTL 90%
Fílor bú ver3ið ?
Opnunartími:
Virkir dagar kl. 10-18
"Laugardagar kl. 11-16
Sunnudagar Id. 12-16
FATALAND
Fákafeni 9 • Reykjavik
Dalshraun 11 • Hafnarfirði
SKEMMDIRNAR SKOÐAÐAR: Þorsteinn Sæberg, skólastjóri Árbæjarskóla, virðir fyrir sér
skemmdirnar sem hlutust vegna vatnslekans í skólanum í fyrrinótt. Ljóst er að tjónið nemur
tugum milljóna króna en flesta gólfdúka hússins þurfti að rífa upp vegna vatnsskemmdanna.
DV-mynd GVA
Vatnsleki kom upp íÁrbæjarskóla í fyninótt:
Tugmilljóna tjón
Vatnsleki kom upp í Árbæjarskóla
í fyrrinótt. Miklar skemmdir hlut-
ust af og Ijóst er að tjónið nemur
milljónum, jafnvel tugmilljónum
króna.
Fleiri hundruð fermetrar vom á floti
í byggingunni þegar menn urðu lek-
ans fyrst varir á sjötta tímanum.
Blöndunartæki í eldhúsi á annarri
hæð virttst hafa gefið sig með þeim af-
Ieiðingum að heitt vatn flæddi víða
um skólabygginguna. Allt tiltækt
slökkyilið var þegar kallað á vettvang
til þess að dæla vatninu út.
Vatn flæddi á milli hæða og komst
meðal annars í tölvubúnað skólans,
tæki og aðra innanstokksmuni þannig
að ljóst er að tjónið nemur milljónum,
jafnvel tugum milljóna króna. Þá
skemmdust flestir gólfdúkar hússins,
loftplötur og hætta var talin á að vegg-
ir hefðu einnig skemmst við lekann.
„Mikill fjöldi fólks var að störfúm í
skólanum í gær og var þá m.a. unnið
að því að rífa upp alla gólfdúka í hús-
inu,“ segir Þorsteinn Sæberg, skóla-
stjóri Árbæjarskóla. Hann segir þó
ekki hægt að meta tjónið fyrr en efttr
helgi, þegar skemmdimar verða að
fullu komnar í ljós.
„Þetta verður svo látið þoma á
næstu dögum og eftír helgina verður
tjónið metíð en ljóst er að það er þó
nokkuð," sagði Þorsteinn en allt ræst-
ingastarfsfólk skólans, sem annars átti
að vera í sumarffíi, var kallað út í gær
ttl að aðstoða við aðgerðimar.
Mikil endumýjun hefur átt sér stað
á eldri byggingu skólans í sumar og
þykir ljóst að sumt af þeirri vinnu
verði að gera upp á nýtt Samt sem
áður er steffit að því að hefja skólastarf
á sama tíma eins og venjulega, þann
25. ágúst. agust@dv.is