Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2003, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR FÖSTUDACUR 1. ÁGÚST2003
594 6000
www.merkur.is
Skútuvogi 1 2a
Heimdallur hvetur til lagabreytinga
SKATTAR; Stjórn Heimdallar hefur
sent þingmönnum Sjálfstæðisflokks-
ins bréf og hvetur þá til að standa að
nauðsynlegum lagabreytingum á
næsta þingi til að tryggja að fjárhags-
upplýsingar borgaranna verði fram-
vegis ekki gerðar opinberar í álagn-
ingar- og skattskrám. (stjórnmála-
ályktun Heimdallar frá aðalfundi fé-
lagsins árið 2002 var m.a. fjallað um
álagningarskrár. (ályktuninni sagði:
„Þá áréttar féiagið þá skoðun sína að
fjármál borgaranna séu einkamál
þeirra. Því er mikilvægt að Alþingi
komi í veg fyrir, með lagabreytingu,
að einstaklingar komist í álagningar-
skrár annarra." Þá var jafnframt
ályktað um málið á síðasta landsfundi
Sjálfstæðisflokksins en í einni af álykt-
unum fundarins sagði: „Landsfundur
vekur athygli á því að þrátt fyrir nauð-
syn á öflun, skráningu og vörslu upp-
lýsinga verði að virða friðhelgi einka-
lífs. Landsfundur leggur því til að op-
inber birting álagningar- og skatt-
skráa verði lögð af." Heimdallur hefur
lengi mótmælt opinberri birtingu á
álagningar- og skattskrám en þar sem
það er á valdi löggjafans að breyta
núverandi fyrirkomulagi var gripið til
þess ráðs að senda þingmönnum
flokksins tölvubréf um málefnið að
þessu sinni.
FISKELDI: Samtök laxeldisfyrirtaekja víða um heim hafa þegar brugðist við rannsókninni og segja hana óvísindalega og fulla af villum
Frambit vinstra og hægra
Síríus rjómasúkkulaði
er ferðafélagi íslendinga
númer eitt.
Þér standa fimm freistandi tegundirtil boða
I sígildum lOOg og 200g umbúðum.
Hvernig sem þú velur að bita i uppáhalds
Sírius ijómasúkkulaðið pitt skaltu njóta pess
og hafa pað gott í sumar.
NÓI SÍRÍUS
Skýrsla um mikla PCB-mengun í eldislaxi
gæti haft áhrifá sölu:
Harkalega gagn-
rýnd af laxeldis-
mðnnum
Ný bandarísk rannsókn á PCB-
magni í eldislaxi hefur vakið
nokkra athygli en þar er sagt að
magnið sé langt umframt eðli-
leg mörk. Laxeldismenn hafa
hins vegar brugðist hart við
rannsókninni og segja hana
unna á vafasömum forsendum.
Kristján Þ. Davíðsson, fram-
kvæmdastjóri Granda, segir að lax-
eldisfyrirtæki muni bregðast hart
við skýrslunni enda sé vísindalegt
gildi hennar mjög hæpið. „Þarna er
verið að leggja út af rannsóknum á
tíu fiskum sem er að sjálfsögðu
mjög lítið úrtak," sagði Kristján f
samtali við DV. íslenskir fiskar voru
meðal þeirra sem rannsakaðir
voru. Jafnframt hafa niðurstöður
rannsóknarinnar verið gagnrýndar
fyrir að miða við staðla náttúru-
verndarstofnunar Bandaríkjanna
(EPA) en ekki við staðla matvæla-
og lyfjaeftirlitsins (FDA) þar í landi.
Staðlar EPA varðandi PCB í sjávar-
afurðum miðast við að PCB-magn
eigi að vera mun minna en gert er
ráð fyrir í stöðlum FDA.
Hörð viðbrögð framleiðenda
Samtök laxeldisfyrirtækja víða
um heim hafa þegar brugðist við
rannsókninni og meðal annars
kölluðu Samtök laxeldismanna í
Bresku Kólumbíu hana óvísinda-
lega, fulla af viflum og sögðu hana
hluta af neikvæðri fjölmiðlaherferð
gegn stéttinni.
„Þarna er verið að
leggja út afrannsókn-
um á tíu fiskum sem er
að sjálfsögðu mjög lítið
úrtak."
Engu að síður má telja að rann-
sóknin geti haft einhver áhrif á
neyslu á eldislaxi því fjölmiðlar um
allan heim hafa verið duglegir við
að fjalla um niðurstöður hennar
síðustu daga. Engin leið er hins
vegar að sjá fýrir hversu mikið
muni draga úr sölu eldislax að svo
stöddu. kja@dv.is
Hemmi Gunn haslar sér völl
hjá Vestfirska forlaginu
Vestfirska forlagið á Hrafnseyri
hefur ráðið Hermann Gunnars-
son sem kynningar- og mark-
aðsstjóra.
Hermann mun hafa umsjón með
öllu kynningarstarfi forlagsins, auk
þess að sjá um nýstofhaðan bóka-
klúbb sem ber nafnið Bókaklúbbur
Hemma Gunn og Vestfirska forlags-
ins. Hemma Gunn þarf ekki að kynna
fýrir landsmönnum. Þáttur hans, Á
tali, sló eftirminnilega í gegn og svo
hefúr Hemmi skrifað þijár bækur.
Hemmi, sem er af vestfirskum ætt-
um, hefur dvalist erlendis um skeið
en er nú aftur kominn heim í heiðar-
dalinn. -cká