Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2003, Qupperneq 20
20 OV HELGARBLAÐ FÖSTUDAGUR 1.ÁGÚST2003
Nýkrýndur íslandsmeistari kvenna í goifi, Ragn-
hildur Sigurðardóttir, segist hafa unnið nýaf-
staðið íslandsmót í Eyjum ekki eingöngu á
keppnisskapinu heldureinnig með örlítilli hjátrú
sem og hjálp móður sinnar sem dó fyrir þremur
árum. RagnhildursegirDV frá viðburðaríkum 20
ára golfferli, kennarastarfinu, áhuga sínum á
hestum og sambandi við einstaka móður.
„Þetta byrjaði allt með því að Siggi bróðir
minn fékk vinnu á golfvellinum í Grafarholti
við það að tína kúlur af æfingasvæðinu. Við
bjuggum í Grafarholti, sem er reyndar nánast
á golfvellinum svo að það voru hæg heima-
tökin. Hann keypti sér kylfúr og fór að reyna
að draga mig með sér. Ég var treg í fyrstu
enda ekki mikið um stelpur á mínum aldri.
Honum tókst þó að lokum ætlunarverk sitt
og árið eftir var'ég búin að kaupa mér kylfur.
í millitíðinni eignaðist ég reyndar pútter sem
ég fékk að launum fyrir „kaddý-störf hjá Sól-
veigu Þorsteinsdóttur sem varð íslands-
meistari 1982, eða árið sem bróðir minn fékk
bakteríuna. Við fengum fljótlega algjöra golf-
dellu og vorum uppi á velli nánast allan sól-
arhringinn. Foreldrar okkar þurftu litíar
áhyggjur að hafa af því að ungarnir leiddust
út á hálar brautir á unglingsárunum, við vor-
um alltaf á vellinum." Þetta segir hin 33 ára
Ragnhildur Sigurðardóttir, nýkrýndur ís-
landsmeistari í golfi, spurð hvernig golfáhugi
hennar hefði eiginlega kviknað. Það er langt
síðan þetta var, eða 20 ár, en golfdella Ragn-
hildar hefur lítið minnkað þótt hún hafi
minni tíma en áður fyrir æfingar. Þetta er í
þriðja sinn sem Ragnhildur hampar íslands-
meistaratitlinum en frá 13 ára aldri hefur hún
verið óstöðvandi á vellinum, á fjölda titla og
verðlauna að baki, sem og 17 ára veru í lands-
liðinu, þar á meðal hefur hún orðið 6 sinnum
íslandsmeistari í holukeppni, 12 sinnum
Reykjavíkurmeistari, með besta skor á Norð-
urlandamóti, kylfingur ársins 2 sinnum,
stigameistari fslands allmörgum sinnum og
varð 9. í kjöri íþróttamanns ársins 1998.
Vildi verða dýra-
læknir
Ragnhildur er
í sambúð með
Þorvarði
Frið-
björns-
syni,
smiði
m |
'‘gpipfS
A
sÉ#**£*i
tamningamanni, og saman eiga þau tvær
dætur, Hildi Kristínu, 11 ára og Lilju, 9 ára. Til
fjölskyldunnar telst einnig fjörugur grá-
bröndóttur kettlingur, Baltasar. Fjölskyldan
hefur komið sér vel fyrir í nýjasta hverfi Mos-
fellsbæjar og gólfið á heimilinu prýða flísar
sem Ragnhildur lagði meðan hún var að
keppa á landsmótinu í fýrra. Stofan er full af
verðlaunagripum sem Ragnhildur hefur
sankað að sér í gegnum tíðina en einnig er að
finna verðlaunagripi á heimilinu í eigu Þor-
varðar sem hann hefur fengið fyrir hesta-
mennsku en saman á parið 11 hross og er það
ein af ástæðunum fyrir að þau fluttu í Mos-
fellsbæinn, til þess að þau gætu verið nær
hestunum.
„Ég hef nú ekki mikið látið að mér kveða á
skeiðvellinum en það kemur örugglega að
því, hann Dropi minn er nefnilega frábær.
Það er svo mikill keppnisandi í mér, ég verð
að fá að vera með,“ segir Ragnhildur og glott-
ir en parið kynntist einmitt í hestaferð á Þing-
völlum á sínum tíma.
J golfinu er keppt á jafnréttis-
grundvelli, afar, ömmur,
pabbar og mömmur, börn og
barnabörn leika sérsaman.
Það er án efa ein afástæðun-
um fyrir þeirri sprengingu sem
hefur orðið í íþróttinni hin síð-
ustu ár, ásamt hollri útiveru
og skemmtilegum leik."
Á veturna starfar Ragnhildur sem stærð-
fræðikennari í unglingadeildinni í Árbæjar-
skóla en hún kláraði Kennaraháskólann fyrir
sex árum og eignaðist dæturnar á meðan hún
var þar við nám, þá fyrri á fyrsta ári og þá
seinni á þriðja ári.
„Frá þvf að ég var lítil stelpa var ég ákveðin
í því að verða dýralæknir eins og pabbi, en ég
gat ekki hugsað mér að fara í langt nám er-
lendis og yfirgefa foreldra mína. Ég var og er
svo mikil mömmu- og pabbastelpa, enda sé
ég ekki eftir því, ég hefði misst af svo mörgum
dýrmætum árum með henni mömmu
minni. Ég verð bara dýralæknir í næsta
Iífi,“ segir Ragnhildur og brosir.
„Ég valdi kennarastarfið í byrj-
un fyrst og fremst út af golfinu,
ég var 15 ára komin í landslið
og mikill tími fór í æfingar
og landsliðsferðir. Ég sá
mér leik á borði vegna
sumarfrísins þótt það
hafi núna töluvert
styst í báða enda
með nýjum kjara-
samningum."
Foreldrar
Ragnhildar eru
ættaðir að austan,
móðir hennar úr Mýr-
dalnum og faðir hennar af
Rangárvöllum í aðra ætt-
ina en úr Bárðardalnum í
hina.
Ragnhildur fæddist reyndar í London.
„Pabbi var þar við nám í dýralækning-
um þegar ég fæddist. Þegar ég var 16
ára gat ég valið hvort ég yrði ís-
lenskur eða enskur ríkisborgari /,
og að sjálfsögðu valdi ég rétt,“
segir Ragnhildur og brosir.
Oll systkinin ís-
landsmeist-
arar
k Ragn-
hildur á
É ÞrJá
en
einu
GOLFARIMEÐ HESTAÁHUGA; Það er mikið fram undan hjá Ragnhildi. Fram undan eru tvö mót ÍToyotamótaröð-
inni og síðan er fslandsmeistaramót á milli klúbba. „Að sjá um hestana er einnig heilmikil vinna en skemmtileg,"
segir Ragnhildur sem er hér myndinni með hestinn Fána en hún og maðurinn hennar eiga 11 hross.
bræður og er mikið
keppnisskap og
metnaður í öll-
systkin-
unum sem
sést best á
því að öU
hafa þau
hampað
íslands-
meist-
aratitíi
oftar
STÆRÐFRÆÐIKENNARI; A veturna kennir Ragnhildur stærðfræði i Árbæjarskóla en hún segist hafa valið kennarastarfið í upphafi eingöngu út af golfinu þar sem það gefur henni kost á að spiila á sumrin. Hér er Ragnhildur með dætr-
um sínum, Hildi og Lilju, sem báðar eru byrjaðar að munda kylfuna. DV-myndirÞÖK