Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2003, Side 28
28 OV HELCAHBLAO FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST2003
4
Ástin spyr ekki um stund og staö og getur Amor
skotið fólkí hjartað hvarog hvenærsem er. Fjöl-
mörg sambönd hafa t.d. byrjað á útihátíðum
þar sem rómantíkin liggur oftar en ekki í loftinu
á Ijúfri sumarnótt. DV hafði upp á tvennum
hjónum sem kynntust á þjóðhátíðinni i Eyjum
og hafa verið saman síðan.
Algjör grís í Eyjum
Fyrir ellefu árum var Sálin aðalhljómsveit-
in á þjóðhátíðinni í Eyjum. Pétur Kristinsson,
þá tuttugu og fjögurra ára, vildi alls ekki
missa af sveitinni og dreif sig til Eyja ásamt
Andra félaga sínum - og það með stæl. „Á
þessum tfma bauð Þyrluþjónustan upp á
ferðir til Eyja frá Seljalandsfossi. Við félagarn-
ir höfðum aldrei farið í þyrlu og ákváðum að
prófa þennan fararmáta og var það vel þess
virði," segir Pétur. Það vildi þó ekki betur til
en svo að himinninn á tjaldinu gieymdist í
bílnum og voru bíllyklarnir sendir í land með
næstu ferð ásamt leiðbeiningum um hvar
himininn væri að flnna. Á meðan þyrluflug-
maðurinn var að leita að himninum í landi
biðu þeir félagarnir úti á velli í Eyjum. Til að
stytta biðina tóku þeir upp bjór og voru orðn-
ir nokkuð fjörugir þegar þeir fengu loks him-
ininn í hendumar. Farþegar vom að tínast til
Eyja, þar á meðal Ágústa Valdís Jónsdóttir, þá
nítján ára, sem tók strax eftir þessum hávaða-
sömu strákum á flugvellinum. Leiðir þeirra
Péturs og Valdísar lágu síðan saman um
kvöldið við stóra sviðið. Þar skörtuðu þeir fé-
lagarnir skærgulum Bónusfánum með bleik-
um Bónusgrísum en fánana höfðu þeir fund-
ið á skralli í Reykjavík kvöldið áður. „Valdi's
kom að okkur og benti á fánana, sem við
höfðum bundið um okkur eins og skikkjur,
og sagði „Flott svín!“," segir Pétur. Þar með
tóku þau tal saman. „Mér leist strax vel á
hana enda gullfalleg stúlka," rifjar Pétur upp
og má segja að fundur þeirra hafi verið algjör
grís í orðsins fyllstu merkingu - bónusgrís. Á
iaugardeginum höfðu þau svo mælt sér mót
en það misfórst. Seinna um kvöldið var sá
misskilningur leiðréttur við stóra sviðið; voru
Pétur og Valdís meira og minna saman alla
helgina og hafa nú verið saman í ellefu ár.
„Þetta gekk mjög hratt alveg frá upphafi.
Þremur árum eftir að við kynntumst giftum
við okkur," segir Pétur. Parið verður í Eyjum
um verslunarmannahelgina í ár en það verð-
ur í sjötta sinn sem þau fara saman á þjóðhá-
ELLEFU ÁRA AFMÆLI: Pétur og Valdís munu halda
upp á það í Eyjum um helgina að ellefu ár eru síðan
þau byrjuðu saman. Ástarævintýri þeirra byrjaði þar á
þjóðhátíðinni árið 1992, nánartiltekið við stóra sviðið
á „pikköpp"-línunni „Flott svin!"
f ÞÁ GÖMLU GÓÐU DAGA:
Þessi mynd af þeim Pétri og
Valdísi ertekin í byrjun
sambandsins. f ár fara þau í
sjötta sinn saman á þjóðhátíð
en þau segja hátíðina eiga sérstakan stað í
hjarta sínu.
tíð. „Við eigum okkar tengsl við Eyjar og að
okkar mati er þjóðhátíðarstemningin óborg-
anleg. Spáin er líka svo góð í ár,“ segir Pétur
og er greinilega spenntur. Að þessu sinni
verður hann þó ekki með neina Bónusgrís-
skikkju um hálsinn enda er fáninn góði löngu
týndur.
'
UNG OG ÁSTFANGIIN: Svava c
Ási hafa verið saman síðan
1973 og er þessi mynd tekin í
upphafi sambandsins.
„Áttum að hittast"
Árið 1973 fór Svava Jakobsdóttir, þá tutt-
ugu og eins árs á þjóðhátíðina í Eyjum ásamt
kunningjakonu sinni. Ekki hafði hún áður
komið til Eyja en hafði þó farið á útihátíðir í
Húsafelli. Ferðin til Eyja átti eftir að verða af-
drifarík því þar kynntist hún Ásgrími Guð-
mundssyni, eiginmanni sínum, en þó ekki
fyrr en undir lok hátíðarinnar. „Við vorum á
heimleið á mánudeginum og kunningjakona
mín fór á undan mér inn í flugvélina. Hún
hafði sest við hliðina á strák sem hún var
spennt fyrir og var að ræða við hann. Ég sett-
ist í mitt sæti og hélt hún kæmi þegar hún
væri búin að tala við strákinn. Þess vegna
sagði ég nei þegar skeggjaður strákur með
rautt, sítt hár kom og spurði hvort sætið við
hliðina á mér væri laust," segir Svava. Stuttu
seinna kom hann aftur og sagðist verða að
sitja við hliðina á henni þar sem þetta væri
eina lausa sætið í vélinni. „Mér leist ekkert of
vel á hann í fyrstu. Hann var alskeggjaður og
eldrauður í framan af sólinni en það var
skemmtilegt að tala við hann,“ segir Svava.
Sjálf var hún algjör pæja því að hún hafði
komist í sturtu í heimahúsi í Eyjum fyrir
heimferðina og farið í dragt sem systir henn-
ar hafði saumað. Þrátt fyrir að Svava og Ási
hefðu átt ágætisrabb á leiðinni kvöddust þau
á flugvellinum án þess að skiptast á síma-
númerum. Það leið þó ekki á löngu þar til
ieiðir þeirra lágu saman á ný, eða einungis
nokkrum klukkutímum seinna. „Á þessum
tíma leigðum við saman, ég og kunningja-
konan sem fór með mér til Eyja. Hún vildi
endilega að við drifum okkur á ball í Klúbbn-
um þetta mánudagskvöld. Ég var nú ekki
mikill djammari en lét tilleiðast og viti menn:
Fyrsti maðurinn sem ég sá á staðnum var
Ási,“ segir Svava. Leist henni mun betur á
manninn í það skiptið enda var hann búinn
að fara í sturtu og var mættur glerfínn á ball-
ið. „Við byrjuðum saman þetta kvöld og höf-
um verið saman upp frá því. Ég held því fram
að við höfum átt að hittast," segir Svava. Síðan
eru liðin þrjátíu og tvö ár og hafa þau Svava og
Ásgrímur verið gift í tuttugu og níu ár. Þau búa
í Reykjavík, eiga þrjá syni og munu að öllum
líkindum eyða verslunarmannahelginni í
Borgarfirði ásamt ættingjum. snaeja@dv.is