Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2003, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2003, Page 30
30 DV HELGARBLAÐ FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST2003 4 Fa rsæ ferill Eyjólfs á enda Einn kunnasti knattspyrnumaður þjóðarinnar, Eyjólfur Sverrisson, hefur lagt skóna á hilluna eftir langan og farsælan ferilsem atvinnumað- ur. Hann hefur síðustu 14 ár leikið meðal þeirra bestu í hýsklandi, með árs viðkomu í Tyrklandi, auk þess sem hann hefur lengi gegnt lykilhlut- verki í landsliði íslands. Eftir leik við Dani árið 2001 ákvað Eyjólfur hins vegar að hætta að leika með landsliðinu og einbeita sérað deildar- keppninni í Þýskalandi. Síðustu vikurog mánuði hefur aftur á móti talsvert verið fjallað um mögulega endurkomu hans í landsliðið og ís- lenska knattspyrnu en Eyjólfur hefur aldrei leik- ið í efstu deiid hér á landi. Eyjólfur batt hins veg- ar enda á þessar vangaveltur síðastliðinn mið- vikudag þegar hann tilkynnti að hann myndi hvorki leika með íslensku félagsliði í sumar né landsliðinu. í viðtali við DV rifjar Eyjólfur upp eftirminnilegustu atvikin á ferlinum, aðskilnað- inn við fjölskylduna, fjármálin og framtfðina. Eyjólfur Sverrisson er uppalinn á Sauðár- króki þar sem hann hóf ungur að leika knatt- spyrnu með Tindastóli. Fljótlega vakti vask- leg framganga hans á fótboltavellinum at- hygli og þegar hann var rétt skriðinn yfir tví- tugsaldurinn samdi hann við stórlið Stuttgart í Þýskalandi þar sem annar kunnur íslend- ingur var allt í öllu, núverandi landsliðsþjálf- ari Ásgeir Sigurvinsson. Eyjólfur lék lítið með liðinu fyrst um sinn en eftir að þjálfaraskipti urðu hjá því fékk hann tækifæri með aðalliði félagsins. Síðar flutti hann sig um set og lék síðustu átta ár ferilsins með Herthu Beriín en um síðustu helgi lék hann einmitt síðasta leik sinn fyrir félagið. Um var að ræða sérstakan kveöjuleik sem settur var á fót fyrir Eyjólf og samherja hans og góðvin, Michael Preetz, þar sem aðdáendur liðsins fengu tækifæri til að kveðja hetjurnar sínar og þakka þeim fyrir vel unnin störf. Eyjólfur segir það hafa verið einstaka tilfínningu að ganga af velli í lok leiksins. „Þarna áttaði ég mig á því að ég væri að fara frá Berlín og að ferill minn sem knatt- spyrnumaður væri á enda. Umgjörðin í kringum þennan leik var mjög glæsileg og það fékk svolítið á mann að sjá allt þetta fólk mæta á völlinn til að kveðja mann. Það er ekki laust við að maður hafi orðið hálfklökk- ur við að ganga af vellinum," segir Eyjólfúr, eða Jolly eins og hann hefur jafnan verið kall- aður af aðdáendum og samherjum sínum í Þýskalandi. Ekki alveg hættur Eyjólfur segist þó ekki hafa alfarið skilið við knattspyrnuna þótt atvinnumannsferill hans sé á enda. Hann segir knattspyrnuna hafa verið allt of stóran hluta af lífi sínu til þess að geta alfarið sagt skilið við hana strax. „Þegar maður hefur verið viðloðandi fót- bolta mestan part ævinnar hendir maður því ekki bara frá sér og segist ekkert vilja taka þátt í þessu lengur. Ég held að ég eigi alltaf eftir að verða viðloðandi knattspyrnuna á einn eða annan hátt í framtíðinni, það er alveg á hreinu. Spurningin er bara í hvaða formi það á eftir að verða en það er svo eitthvað sem kemur í ljós á næstu mánuðum," segir Eyjólf- ur sem segist ekki sjá eftir því að hafa tekið þá ákvörðun að hætta. Lengi var rætt um hugsanlega endurkomu Eyjólfs í landsliðið og hvort hann myndi ganga til liðs við eitthvert íslenskt félagslið og leika með því í sumar. Hann batt hins vegar enda á þessar vangaveltur í vikunni þegar hann tilkynnti að svo myndi ekki vera. „Það er rétt að nokkur lið hérna heima höfðu sýnt áhuga á að fá mig en ég gaf það alltaf skýrt til kynna að ég væri ekki búinn að gera upp hug minn.'Ég ætlaði bara að bíða og sjá hvernig formi ég yrði í þegar þessum kveðjuleik væri lokið. Sá leikur heppnaðist síðan glæsilega í alla staði og öll umgjörðin í kringum hann var frábær. Allt verður ein- hvern tíma að taka enda og mér fannst þetta þess vegna vera tilvalinn tímapunktur til að leggja skóna á hilluna og láta þennan leik þannig marka endinn á ferlinum,“ segir Eyjólfur. Hálfgert sjómannslíf Síðustu átta árin hefur Eyjólfur verið bú- settur í Berlín þar sem hann hefúr leikið með liði Herthu. Hann segir aðskilnaðinn við fjöl- TAKK FYRIR OKKUR: Eyjólfur og félagi hans hjá Herthu Berlín, Michael Preezt, ganga af velli á Olympíu- leikvanginum í Berlín eftir kveðjuleik þeirra fyrir félagið um síðustu helgi. DV-myndir Pjetur með Besiktas í Tyrklandi þar sem hann varð meistari með liðinu. Eyjólfur segir það hafa verið sérstaka upplifun að vera knattspyrnu- maður í Tyrklandi þar sem mikil læti hafi ver- ið í kringum hvern einast leik. „Þetta var mjög sérstök upplifún, Tyrkirnir eru svo fanatískir þegar kemur að fótbolta og það er stöðugur metingur í gangi. Áhorfend- ur voru t.d. alltaf mættir tveimur tímum fyrir leik til þess að syngja og vera með læti til þess að toppa aðdáendur hins liðsins. Svo er mik- il dýrkun á einstökum leikmönnum þarna og það gilti náttúrlega líka á hinn veginn. Ann- aðhvort voru menn algjörar hetjur eða bara illmenni sem áttu ekkert gott skilið. Þetta var mjög sérstakur tími," segir Eyjólfur um leið og rifjar upp sögu sem gerðist eftir einn leik í Tyrknesku deildinni. „Eftir einn leik, sem við höfðum unnið mjög naumlega með marki á síðustu mínút- unni, ædaði allt að verða vitlaust. Við þurft- um að bíða í þrjá tíma inni í búningsklefa eft- ir því að lögreglan rýmdi svæðið fyrir utan völlinn og þegar við loksins komumst í rút- una og vorum að keyra í gegnum bæinn byrj- aði draslinu að rigna yfir okkur. Rúðurnar f rútunni brotnuðu og ég man sérstaklega vel eftir því að Raimond Aumann, sem var lengi markmaður hjá Bayem Múnchen, fleygði sér niður á gólfið og öskraði: Jolly, Jolly! Hjálp- aðu mér, leggstu ofan á mig!“ segir Eyjólfúr og hlær. „Það vom nokkur svona augnablik þar sem maður varð dálítið smeykur en það er mikill hiti í fólkinu þama. Það var t.d. ekkert óal- gengt að fá grjót í rúðurnar á rútunni þegar við vomm að íceyra burt eftir leiki." Margt sem stendur upp úr Á lögnum ferii sfn um sem knattspyrnu- maður hefur Eyjólfur upplifað margar góðar stundir og slæmar. Þá hefur hann leikið við hlið fjölda heimsklassa leikmanna og mætt IGÖÐRA VINA HOPI: Bjarni Jóhannsson, Logi Ölafsson, Eyjólfur og Anna Pála Gísladóttir kona hans, Asgeir Sigurvinsson og Alfreð Glslason I kveðjuhófi Eyjólfs sem haldið var um síðustu helgi eftir slðasta leik hans með Herthu Berlín. Umgjörð leiksins var öll hin glæsilegasta og skemmtu viðstaddir sér konunglega. skylduna hérna heima oft hafa verið erfiðan og líkir lífi knattspyrnumannsins við sjó- mannslíf. „Það var oft mjög erfitt að vera án fjölskyld- unnar en það fer líka gríðarlegur tími í fót- boltann þannig að maður var oft mjög upp- tekinn af honum. Auk þess vomm við alltaf að taka þátt í Evrópukeppnum þannig að maður var alltaf að þvælast eitthvað um og var þess vegna lítið heima. Þetta er búið að vera mikið hótellíf og ég hef eiginlega búið í ferðatöskum aUan minn feril. Eg hef oft líkt þessu við sjómannslíf þar sem þetta vom svona tímabil þar sem ég sá alltaf fyrir end- ann á aðskilnaðinum fljódega. Fyrst átti þetta bara að vera í þrjú ár, svo bættist alltaf ár og ár við og áður en maður vissi af var maður búinn að vera f Berlín í átta ár. Maður gat þess vegna oft huggað sig við það að þessu færi nú fljótlega að ljúka þótt maður hafi svo alltaf verið lengur." Núna er Eyjólfur aftur á móti kominn heim í faðm fjölskyldunnar og sér fram á öllu ró- legri tíma næstu mánuðina. Hann segist þó ekki alveg vita hvað hann muni taka sér fyrir hendur á næstunni enda er hann enn að átta sig á aðstæðum þar sem hann hefur verið bú- settur erlendis í 14 ár. „Ég er bara nýfluttur heim og það tekur alltaf sinn tíma að koma sér fýrir og átta sig á því hvað sé um að vera hérna á íslandi. Ég á líka alveg eftir að venjast veðráttunni," segir Eyjólfur og brosir um leið og hann horfir út í rigninguna og rokið. „Svo þarf ég að kíkja á fótbotlaleiki og byrja að kynnast því aðeins. Það er náttúrlega langt síðan ég hef verið búsettur hérna heima, hef verið erlendis síðustu 14 ár þannig að ég þarf aðeins að ná áttum og koma mér fyrir áður en ég fer að spá í framhaldið." TrylltirTyrkir Á 14 ára ferli sem atvinnumaður í knatt- spyrnu hefúr Eyjólfur lengst af leikið í Þýska- landi, eða 13 ár. Hann lék svo eitt tímabil

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.