Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2003, Page 47
FÖSTUDAGUR 1.ÁGÚST2003 TILVERA 51
—
Höfuðstafír
Áttatíu og fimm ára
! Sæmundur Valdimarsson
myndhöggvari
Sæmundur Valdimarsson mynd-
höggvari, Tunguvegi 22, Reykjavík,
verður áttatíu og fimm ára á morg-
un.
Starfsferill
Sæmundur fæddist á Krossi á
Barðaströnd og ólst þar upp í for-
eldrahúsum. Hann fór sína fyrstu
vertíð á sjó á fermingarárinu á skút-
unni Gretti frá Stykkishólmi. Eftir
það vann hann árstíðabundið fjarri
heimilinu við sjósókn, t.d. í Vest-
mannaeyjum, og á sfldarárunum,
en einnig við fiskvinnslu í Reykjavík
og önnur tilfallandi störf.
Sæmundur og Guðrún, kona
hans, hófu sinn búskap á æskuslóð-
unum en 1948 fluttu þau suður og
bjuggu í Kópavogi í tuttugu ár eða
þar til þau fluttu aftur til Reykjavík-
ur 1974.
Sæmundur var verkamaður allan
sinn starfsaldur, fyrst í ísbirninum,
og síðan í stóriðjuverinu Áburðar-
verksmiðjunni. Þar sat hann í trún-
aðarmannaráði, í stjórn lífeyris-
sjóðsins og einnig starfaði hann í
Dagsbrún og Menningar- og
fræðslusambandi alþýðu.
Listamannsferill Sæmundar hófst
um 1970. Hann hélt sína fyrstu sýn-
ingu á höggmyndum úr rekaviði
1974. Frá þeim tíma hefur hann
haldið fjölda sýninga, ýmist einn
eða með öðrum. Verk hans hafa
vakið athygli innlendra og erlendra
listunnenda, og um þau hefur verið
skrifað í blöð og virt tímarit.
Sæmundur hefur nú gert um 500
styttur sem eru allar í eigu einstak-
linga, fyrirtækja og stofnanna.
Sjötíu og fimm ára
Kolbeinn Helgason, Mávahrauni
14, Hafnarfirði, verður sjötíu og
fimm ára í dag.
Starfsferll
Kolbeinn fæddist á Hrappsstöð-
um f Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði.
Hann vann við verslunar- og skrif-
stofustörf á Akureyri 1949-56 og
1962-77, og vann við fiskvinnslu í
Vestmannaeyjum, á Raufarhöfn og
á Akureyri 1957-61.
Kolbeinn varð skrifstofústjóri á
Hrafnistu DAS í Hafnarfirði 1977 og
sinnti því starfi til 1998 er hann lét
af störfum fyrir aldurs sakir.
Kolbeinn sat í stjórn Félags versl-
unar- og skrifstofufólks á Akureyri
1953-77, var gjaldkeri þar 1953-56,
varaformaður 1967-75 og formað-
ur félagsins 1976-77. Hann sat flest
Alþýðusambandsþing 1956-76 sem
fullrúi félagsins, sat í stjórn Alþýðu-
flokksfélags Akureyrar í nokkur ár,
var formaður þess 1966-69 og sat í
flokksstjórn Alþýðuflokksins
1966-70. Hann sat í stjórn Krossa-
nesverksmiðjunnar 1966-70, í
framtalsnefnd Akureyrarkaupstað-
ar 1968-77 og hefur starfað í Odd-
fellowreglunni um árabil.
Kolbeinn var kjörinn heiðursfé-
lagi Félags verslunar- og skrifstofu-
Ífólks á Akureyri 18.4. 1996 og er
heiðursfélagi Starfsmannafélags
Hrafnistu í Hafnarfirði frá 28.2.
1998.
Um styttumar og gerð þeirra má
lesa í bókinni Sæmundur og stytt-
urnar hans, eftir Guðberg Bergsson,
útg. 1998.
Fjölskylda
Sæmundur kvæntist 19.10. 1947
Guðrúnu Magnúsdóttur, f. 5.9.
1917, frá Langabotni í Geirþjófsfirði.
Saman eiga Sæmundur og Guð-
rún börnin Valdimar Hermann, f.
1947; Hildi, f. 1948; Magnús, f. 1950;
Gunnar, f. 1952.
Sæmundur var annar í röð átta
systkina sem fæddust á tímabilinu
Fjölskylda
Kolbeinn kvæntist 8.8. 1964 Sig-
ríði Aðalbjörgu Jónsdóttur, f. 13.11.
1928, forstöðukonu á Hrafnistu
DAS íHafnarfirði. Foreldrar hennar
em Jón Jónsson, fyrrv. skipstjóri,
frá Tjömum í Eyjafirði og k.h., Guð-
björg Benediktsdóttir húsmóðir.
Dætur Kolbeins og Sigríðar em
Guðrún Emilfa, f. 24.12. 1970, leik-
skólakennari í Hafnarfirði; Kristín,
f. 24.1. 1974, skrifstofúmaður í
Hafnarfirði, gift Vormi Þórðarsyni
forritara og eiga þau einn son.
Bræður Kolbeins, samfeðra:
Haukur, f. 1913, nú látinn, hús-
vörður Digranesskóla, var kvæntur
Halldóru Guðmundsdóttur; Njáll, f.
1917, nú látinn, iðnverkamaður á
Akureyri, var kvæntur öldu Einars-
dóttur; Haraldur, f. 1921, fyrrv.
kaupfélagsstjóri Kaupfélags verka-
manna á Ákureyri, kvæntur Ás-
laugu Einarsdóttur, fyrrv. bæjar-
fúlltrúa á Akureyri.
Foreldrar Kolbeins vom Helgi
Kolbeinsson, f. 17.3. 1876, d. 1951,
bóndi á Hrappsstöðum, síðar
verkamaður á Akureyri, og k.h.,
Guðrún Jónsdóttir, f. 27.4. 1892, d.
1984, húsfreyja.
Ætt
Helgi var sonur Kolbeins, b. á
Svertingsstöðum í Öngulsstaða-
hreppi, Jónssonar og Ingibjargar,
systur Sigurlaugar, ömmu Indriða
1916-34.
Foreldrar Sæmundar: Guðrún
Margrét Kristófersdóttir, f. á
Brekkuvöllum, og maður hennar,
Valdimar Hermann Sæmundsson, f.
1892 og uppalinn á Krossi.
Sæmundur mun halda sýningu á
Kjarvalsstöðum 6.9. 2003 og í tilefni
þess verður gefinn út geisladiskur
með öllum hans verkum.
Sæmundur dvelur með fjölskyldu
sinni í dag en býður gestum að
skoða heimasíðu sína sem opnuð er
í tilefni af 85 ára afmælinu hans: sa-
emundurvald.is
Indriðasonar rithöfundar. Ingi-
björg var dóttir Jósefs, b. á Kálf-
borgará í Bárðardal, Þórarinssonar,
b. á fshóli í Bárðardal, Jónssonar.
Móðir Ingibjargar var Helga, systir
Ásmundar á Hvarfi í Bárðardal,
föður Valdimars ritstjóra, föður
Héðins alþm. Helga var dóttir Sæ-
mundar, b. á Arndísarstöðum,
bróður Jóns, langafa Barða, fyrrv.
skrifstofustjóra VSÍ, og Kristjáns
forstjóra Friðrikssona. Jón var
einnig langafi Þóris, afa Höskuldar
Þráinssonar prófessors. Sæmundur
var sonur Torfa, b. í Holtakoti,
Jónssonar, b. á Kálfárborg, Álfa-
Þorsteinssonar, b. á Ytrileikskálaá,
Gunnarssonar.
Guðrún var dóttir Jóns, b. í Sól-
heimatungukoti, Bjarnasonar og
konu hans, Halldóru Jónsdóttur, b.
í Hrísnesi í Þverárhlíð, Sigurðsson-
ar, b. í Sanddalstungu, Jónssonar,
b. og dbrm. í Deildartungu, Þor-
valdssonar, ættföður Deildar-
tunguættar.
Kolbeinn verður að heiman á
afmælisdaginn.
Kolbeinn Helgason
fyrrv. skrifstofustjóri Hrafnistu íHafnarfirði
Umsjón: Ragnar Ingi Aðalsteinsson Þáttur
Netfang: ria@ismennt.is
í dag byrjum við á limru eftir Þórarin Eldjárn. Hann var á hagyrð-
ingamóti á Siglufirði fyrir tveimur árum og orti þá um Siglufjarðar-
göngin:
Göngin hér umhverfis yður
eru í austur og vestur, því miður.
Ágætis göng
en áttin kolröng.
Best væri norður og niður.
Það hefur flogið fyrir síðustu dagana að þetta sé áicvæðavísa.
Göngin eru farin norður og niður.
Fyrir nokkru var viðtal í einhverjum fjölmiðlinum við ungan jarð-
fræðing sem var að rannsaka jarðlög úti fyrir Norðurlandi til að leita
að gasi. Þegar hann hafði notað fleirtölumyndina „gös“ hvað eftir
annað í viðtalinu orti Pétur Þorsteinsson á Kópaskeri:
Eftir mæður, bösl og brös
bjartri tíð vér fögnum
því öxfirðingar eiga gös
í ógeðslegum mögnum.
Sú næsta er eftir Hjálmar Freysteinsson og skýrir sig sjálf:
Flugumar suða í sælutón
í sóiskini baða sig álftahjón
við hafflötinn slétta,
já, himneskt er þetta
veður - í boði Og Vodafone.
Næst er nýleg vísa eftir Björn Jónsson, bóksala og fyrmm prest á
Húsavík:
Kona nokkur kom með fleyg,
kankvís þdtta sagði:
Nú langar mig í ljúfa veig
með lflcamlegu bragði.
Þegar ég var í MA forðum daga gerðist það að einum bekkjarfélaga
okkar varð fótaskortur á tungunni og gaf eftirfarandi yfirlýsingu; Ég
dett ekki í hug ... Hann var frekar seinmæltur og því ekki búinn að
leiðrétta sig og setningunni ekki lokið þegar hagyrðingar höfðu sett
saman vfsu:
Örlögum ég lýsi ijótum,
lítinn mér það sýnir dug
ef brotna ég á báðum fótum
bara ef ég dett í hug.
Sú næsta er eftir Kristján Eiríksson:
Votir limir, veður strítt,
vonlaus drykkjarföngin;
allt er það sem orðið nýtt
eftir brekkusönginn.
Að lokum ein eftir Sigurð Ingólfsson:
Nú má sólin blessuð brenna
blítt sem aldrei fyr.
Ég er eins og undanrenna
útá nýhrært skyr.
smáauglýsingablaðið
-berðu saman verð og árangur
Sama verð á smáauglýsingum
alla daga
500 kr.
700 kr.
950 kr.
Smáauglýsing
án myndar, pöntuö á
www.smaauglysingar. is
Smáauglýsing
án myndar, pöntuö hjd DV eöa Islma
Smáauglýsing
meö mynd, pöntuö hjd DV, Islma eöa á
www.smaauglysingar.ls
Við birtum -
það ber árangur