Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2003, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003
Hæstiréttur sýknar Arna
Afram aflamarká Flæmingjagrunni
HÆSTIRÉTTUR: Hæstiréttur sýkn-
aði í gær Árna Mathiesen sjávar-
útvegsráðherra af kröfum Magn-
úsar Þórs Hafsteinssonar alþing-
ismanns um að tiltekin ummæli
ráðherra sem birtust í sjónvarps-
viðtali skyldu ómerkt. Þá fór
Magnús fram á miskabætur. Um-
rædd ummæli ráðherra féllu í
viðtali við sjónvarpsstöðina Fjöl-
sýn þegar umræða um brottkast
var í hámarki. Ráðherrann sakaði
Magnús Þór, sem þá var starf-
andi fréttamaður hjá RÚV, um að
hafa sviðsett frétt af brottkasti.
Hæstiréttur lítur svo á að með
ummælum sínum hafi ráðherra
ekki farið út fyrir mörk tjáningar-
frelsis. Héraðsdómur Reykjaness
hafði áður ómerkt ummæli Árna
og dæmt hann til að greiða 100
þúsund króna sekt.
Árni Mathiesen.
RÆKJUVEIÐAR: Nýlokið er árs-
fundi Norðvestur-Atlantshafs-
fiskveiðistofnunarinnar, NAFO,
sem haldin var í Nova Scotia í
Kanada. Á dagskrá fundarins var
ákveðið heildaraflamark og
stjórn veiða á NAFO-svæðinu
sem er hafsvæðið vestan og
sunnan Hvarfs á Grænlandi. Is-
lendingar lögðu fram tillögu
sem gerði ráð fyrir umtalsverðri
fækkun eftirlitsmanna og að
gerður yrði samanburður á
þeim skipum sem hefðu eftir-
litsmenn um borð og þeim sem
einungis væru með gervi-
hnattaeftirlit. Samþykkt var að
eftirlitsmenn yrðu í helmingi
fiskiskipa og sparast við það
mikið fjármagn. Samþykkt var
óbreytt stjórn á veiðunum fyrir
árið 2003 og að dagafjöldinn
yrði sá sami og á árinu 2003. Is-
land hefurfrá því að NAFO sam-
þykkti að taka upp sóknarstýr-
ingu til stjórnunar á rækjuveið-
um á Flæmingjagrunni árið
1995 mótmælt því fyrirkomu-
lagi. (sland ítrekaði mótmæli sín
við sóknarmarkskerfið og mun
áfram stjórna veiðunum ein-
hliða með aflamarki sem ákveð-
ið verður á næstu mánuðum.
Foreldrahúsið aðstoðar ungmenni sem eru í neyslu og með geðrask-
anir og einnig aðstandendur þeirra:
Miklu alvarlegri og of-
beldisfyllri mál en áður
Miklu alvarlegri og ofbeldis-
fyllri mál koma nú til kasta For-
eldrahúss Vímulausrar æsku
heldur en áður. Þetta kom m.a.
fram þegar DV heimsótti For-
eldrahúsið í gær.
Til Foreldrahússins leita m.a.
aðstandendur ungra fíkniefna-
neytenda. Sum ungmennin eiga
við erfið geðræn vandamál að
stríða til viðbótar við neysluna. En
hlutverk Foreldrahússins er mun
víðtækara. Þar vinna nú 19 manns,
ýmist fastráðnir eða verktakar.
Starfsemin skiptist í stórum drátt-
um í tvennt. Annars vegar er for-
varnarstarf, sem felst m.a. í nám-
skeiðahaldi fyrir foreldra barna frá
leikskólaaldri og upp úr. Hins veg-
ar er fjölskylduráðgjöf þar sem for-
eldrar geta leitað til sálfræðinga,
og sótt ýmiss konar ráðgjöf. For-
eldrar barna sem framið hafa
voðaverk af einhverju tagi geta
sótt þangað stuðning en þeir hafa
oft viljað gleymast. Þá má nefna
„Við höfum horft á eftir
ungmennum sem hafa
gefist upp og tekið eig-
ið iíf. Við höfum horft á
eftir ungmennum inn
fyrir fangelsismúrana."
aðstoð við foreldra barna sem eru
á skilorði eða hafa komist í kast við
lögin. Sjálfshjálparhópar foreldra
eru starfræktir. Þangað kemur fólk
sem á börn í neyslu, börn með
geðraskanir, börn sem eru á með-
ferðarstofnunum ríkisins og síðast
en ekki síst foreldrar eldri einstak-
linga sem enn hafa ekki náð að
fóta sig í lífinu. Þá rekur ijölskyldu-
ÚRRÆÐALEYSI: „Við vitum ekki til þess að
þessi börn séu enn komin með úrræði eða
hvernig þeim hefur reitt af."
ráðgjöf Vímulausrar æsku for-
eldrasíma allan sólarhringinn.
Þangað berast yfir 2500 símtöl á
ári.
GOTT HEIMIU: „Við viljum sjá og munum
berjast fyrir að komið verði á stofn góðum
stað fyrir þetta fólk."
Nýr þáttur í starfsemi Foreldra-
hússins er stuðningsmeðferð fyrir
börn og unglinga sem koma út af
meðferðarheimilum. Sú meðferð
getur varað frá sex mánuðum til
tveggja ára.
Geta hvorki lifað né dáið
Starfsfólk Foreldrahússins gaf
sér tfma til að setjast niður með
DV í gær og ræða starfsemina þótt
miklar annir kölluðu að. í gær-
morgun hafði mál fárveiks ein-
staklings komið inn á borð þess og
verið var að leita allra leiða í heil-
brigðisgeiranum til að leysa það.
„Við fáum inn miklu fleiri og al-
varlegri mál nú heldur en áður,“
sögðu þær Jórunn Magnúsdóttir
og Þórdís Sigurðardóttir. „í ágúst
sl. komu hingað til dæmis foreldr-
ar 4-5 fíkniefnaneytenda með
mjög alvarlegan geðrænan vanda.
Við vitum ekki til þess að þessi
börn séu enn komin með úrræði
eða hvernig þeim hefur reitt af.
Foreldrarnir reyna að hugsa um þá
einstaklinga sem lenda í svona
löguðu af fremsta megni. En þess-
ir einstaklingar geta hvorki lifað né
dáið. Ferlið sem þessir einstak-
lingar lenda oftast í er að þeir eru
ofvirkir sem börn með misalvar-
legar hegðunarraskanir. Þeir lenda
gjarnan í einelti og fara í neyslu.
Þessu lífi fylgir oft mikið ofbeldi. Ef
þeir hafna því að fá hjálp er ekkert
hægt að gera. Það er hræðilegt fyr-
ir foreldra að horfa upp á barnið
sitt eyðileggja sig, en geta ekkert
gert. Og ef þeir reyna, þrátt fyrir
allt, þá ganga þeir á lokaðar dyr.
Þess eru allt of mörg dæmi að þeir
þurFi að horfa upp á málin fara
stigversnandi, sjá barninu sínu
hraka og vera sjálfir að hrynja nið-
ur.“
í fangelsi eða dauðann
Jórunn og Þórdís hafa starfað í
Foreldrahúsinu um tæpra fimm
ára skeið. „Við höfum horft á eftir
ungmennum sem hafa gefist upp
og tekið eigið líf," halda þær
MÖRG VERKEFNI: Mörg verkefni liggja fyr-
ir hjá Foreldrahúsinu í vetur eins og
endranær. Hér eru þær f.v. Elísa Wíum, Jór-
unn Magnúsdóttir og Þórdís Sigurðardótt-
ir að virða fyrir sér verkefnaáætlun.
áfram. „Við höfum horft á eftir
ungmennum inn fyrir fangelsis-
múrana.
Síðasta úrræðið sem hægt er að
grípa til er svipting sjálfræðis. En
hún þjónar engum tilgangi ef hún
varir aðeins nokkra daga. Þrátt fyr-
ir að þeim hafi fjölgað gífurlega
sem berjast um í neyslu og geð-
röskunum þá eru engin neyðarúr-
ræði sem hægt er að grípa til á
stundinni.
Við höfum verið að berjast fyrir
að komið verði á stofn góðum stað
fyrir þetta fólk. Þar yrði það að-
stoðað við að taka á sínum málum.
Slíkur staður hefði þurft að vera
kominn fyrir mörgum árum. En nú
þurfum við að standa saman og
hjálpa þessu fólki, sjúklingum sem
aðstandendum, sem er komið í
þrot.“ -jss