Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2003, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.2003, Qupperneq 36
36 DVSPORT FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2003 DVSport Keppnií hverju orði Netfang: dvsport@dv.is Sími: 550 5885 • 550 5887 ■ 550 5889 Lárus Orri frá í 3 til 4 mánuði erlendis KNATTSPYRNA: Landsliðs- maðurinn Lárus Orri Sigurðs- son mun ekki spila með West Brom næstu þrjá til fjóra mán- uðina vegan meiðsla á hné sem hann varð fyrir í leik gegn Crystal Palace. Upphaflega var talið að Lárus Orri yrði ekki nema þrjár til fjórar vikur frá en speglun í gær leiddi í Ijós að liðþófi er illa skaddaður. Þetta þýðir að Lárus Orri missir af landsleiknum þýðingarmikla gegn Þjóðverjum 11. október næstkomandi. Gary Megson, knattspyrnu- stjóri West Brom, sagði í samtali við opinbert vefsvæði félagsins í gær að það væri mjög slæmt fyrir félagið að missa Lárus Orra í allan þennan tíma. íslenskir sigrar KNATTSPYRNA: (slensku ungmennalandsliðin, skipuð stúlkum 19 ára og yngri og piltum 17 ára og yngri, voru (s- landi til sóma í gær þegar þau unnu bæði sína leiki í riðla- keppni Evrópukeppninnar. U-17 ára landslið pilta lagði Al- baníu, 3-1, í sínum fyrsta leik í Litháen. Rúrik Gíslason úr HK skoraði tvö mörk og Matthías Vilhjálmsson eitt fyrri íslenska liðið. U-19 ára landslið stúikna bar sigurorð af Slóvakíu, 5-3, í sín- um riðli sem fram fer í Slóvakíu og hefur liðið unnið tvo fyrstu leiki sína. Harpa Þorsteinsdótt- ir, Dóra María Lárusdóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir, Nína Ósk Kristinsdóttirog Dóra Stefáns- dóttir skoruðu mörk íslands. HK-ingar gerðu sér lítið fyrir og rúlluðu yfir Islandsmeistara Hauka: Ekki Flóki(ð) mál HK-HAUKAR 27-25 (13-7) Dómarar: Anton Leifsson og Hlynur Pálsson 7/10 Gæði leiks: 8.10 Ahorfendur: 320. Hörður Flóki Ólafsson, HK Gangur leiksins: 0-1,4-1, 7-3, 9-5,11-7, (13-7), 13-8, 15-12, 20-13,23-18, 26-21,27-23, 27-25. HK Mörk/ þar af víti ískot/vit!, > Hraðaupphl. Brynjar FreyrValsteinsson 7 3 Alexander Arnarson 5 (9) 0 Haukur Sigurvinsson 4/4 0 Augustas Strazdas 4(8)0 Atli Þór Samúelsson 3 0 Samúel IvarÁrnason 2(2.0 Andrlus Rackauskas 2 0 Vilhelm Gauti Bergsvelnsson 0 2 0 Samtals: 27/4 (56/5)3 Fiskuð víti Alexander Arnarson 2 Atli Þór Samúelsson 2 Augustas Strazdas 1 Varin skot/þar af vfti ikot á sig/víti) Hörður Flóki Ólafsson 26/3 52 % Amar Freyr Reynisson 0(1/110% Brottvfsanlr 16 mínútur. (Jón Bersi Ellingsen og Augustas Strazdas fengu rautt fyrir 3 brottvísanir) HAUKAR Mörk/ þar af víti í : Ásgeir Örn Hallgrlmsson Jón Karl Björnsson Hraðaupphl. 8 3 5/5 (6/6)0 Þorkell Magnússon 3 (3)0 Matthlas Árni Ingimarsson 3(5)0 Dalius Rasikevicius 3 1 Andri Stefan 2 noso Halldór Ingólfsson 1 0 Samtals: 25/5 <55/9 :4 Fiskuð víti Þorkell Magnússon 3 Matthlas Árni Ingimarsson 2 Halldór Ingólfsson 2 Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 Dalius Rasikevicius 1 Varin skot/þar af víti ; ? á sig/vrti) Birkir (var Guðmundsson 21/1 44% Brottvfsanin 12 mlnútur. Eftir að hafa skorað fyrsta markið í leiknum sáu íslands- meistarar Hauka í handknatt- leik aldrei til sólar gegn bikar- meisturum HK. Kópavogsliðið skoraði því næst 4 mörk í röð og lét forystuna aldrei af hendi. Lykillinn að sigri HK-manna var markvarsla Harðar Flóka Ólafsson- ar í fyrri hálfleik. Hann varði 18 skot í fyrri hálfleik, þar af 3 víti og 2 hraðaupphlaup og var hlutfalls- markvarsla hans 72% - sem verður að teljast framúrskarandi góður ár- angur. I sókninni átti Brynjar Freyr frá- bæran leik ásamt Litháanum Augustas Strazdas sem fellur vel að leik HK. Alexander Arnarson var einnig afar drjúgur á línunni. Vörn- in var þétt fyrir án þess þó að hún beitti óvenjumikilli hörku og var greinilega allt annar bragur á liðinu heldur en í síðasta leik, gegn ÍR, sem tapaðist með 7 mörkum. Sigur HK sanngjarn Haukarnir voru hins vegar varla skugginn af sjálfum sér og þeir komust aldrei í gang gegn sterku liði HK. Helst ber að nefna mark- vörslu Birkis ívars f síðari hálfleik, sem var góð. „Við spiluðum fyrir það fyrsta ömurlegan fyrri hálfleik og leik- mennirnir virtust ekki átta sig á því að það þarf að leggja sig fram til að sigra,“ sagði þjálfari Hauka, Viggó Sigurðsson. „Fyrst og fremst fannst mér við vera að brenna af í dauðafærum hvað eftir annað og gáfum þar með leikinn frá okkur. Sigurinn var mjög svo sanngjarn fyrir HK.“ Fann mig vel Markvörður HK, Hörður Flóki Ólafsson, var vitanlega ánægður með sinn hlut, sér í lagi í fyrri hálf- leik. „Ég fann mig vel. Vörnin var frábær eins og hún venjulega er hjá HK. f seinni hálfleik gáfum við þó eftir en náðum að halda haus og láta sóknarleikinn ganga upp,“ sagði Hörður Flóki. „Með Hauka sem andstæðinga getur maður aldrei verið öruggur með sig. Aiveg sama hvað það er stutt eftir og mikill markamunur. Þetta eru toppmenn í handbolta með frábæran þjálfara og þeir kunna klárlega sitt fag,“ sagði Hörður Flóki en þrátt fyrir yfirburði HK í leiknum voru íslandsmeistar- arnir aldrei langt undan. Nokkur spenna hljóp í leikinn á lokamínútunum þegar HK-menn lentu í vandræðum með brottvís- anir. Sigurinn var þó aldrei í hættu og var fögnuður heimamanna í lok- in rnikill. eirikurst@dv.is RÓLEGUR: Viggó Sigurðsson hafði hægt um sig á bekknum í Digranesi. Aðstoðarþjálfarinn Páll Ólafsson er í baksýn. DV-mynd Hari Tap gegn Besiktas Átta stiga tap KR, 89-81, í Kaupmannahöfn KR-ingar töpuðu fyrsta leik sínum á alþjóðlega mótinu í körfuknattleik í Kaupmanna- höfn í gær. Andstæðingarnir voru tyrkneska iiðið Besiktas sem fóru með sigur af hólmi, 89-81, eftir hörkuleik. KR-ingar leiddu nánast allan íyrri hálfleikinn, höfðu yfir, 25-21, eftir fyrsta leikhluta og 44-40 í hálfleik. í síðari hálfleik náði KR mest þrettán stiga forystu, 57-44, en leikmenn Besiktas gáfust ekki upp og komust í fyrsta skipti yfír frá því í fyrsta leikhluta, 71-70, þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Tyrkneska liðið hélt í síðarí hálfleik náði KR mest þrettán stiga forystu, 57-44, en leikmenn Besiktas gáfust ekki upp. frumkvæðinu það sem eftir lifði leiks og vann að lokum með átta stiga mun, 89-81. Woods með 30 stig Bandaríkjamaðurinn Chris Woods skoraði 30 stig fyrir KR, Skarphéðinn ingason skoraði 12 stig, Steinar Kaldal 10, Baldur Ólafsson og Arnar Kárason 8 stig hvor, jóhannes Árnason 6 og Magni Hafsteinsson skoraði 5 stig fyrir KR sem mætti BF Kaup- mannahöfn í morgun en leikur- inn var ekki byrjaður þegar blaðið fór í prentun. Tyrkneska liðið er sterkt og hefur meðal annars innan sinna raða fyrrum leikmann Chicago Bulls í NBA-deildinni, Khalid El- Amin, sem gerði KR-ingum oft og tíðum lífíð leitt. oskar@dv.is Valsmenn neðstir Töpuðu öllum leikjum sínum í Reykjavíkurmótinu Valsmenn töpuðu fimmta og síðasta leik sínum í Reykjavík- urmóti karla í körfuknattleik með 27 stigum á heimavelli sínum í gær og þar með er Ijóst að liðið endar án stiga í neðsta sæti mótsins. Valsmenn töpuðu fyrir Fjölni í gær, 78-105. Þeir munu þurfa að hafa mikið fyrir hlutunum í vetur og það er ljóst að fallbarátta í 1. deild er líklegri kostur fyrir þá en að berjast fyrir að tryggja sig upp í úrvalsdeild á ný. Hilmir Hjálmarsson átti mjög góðan leik hjá Fjölni, var með 26 stig, 10 fráköst, 6 varin skot og 5 stoðsendingar en auk hans léku þeir Hjalti Vilhjálmsson (16 stig, 9 frák.j, Magnús Pálsson (14 stig, 11 frák. og 5 stoðs.) og Sverrir Karlsson (11 stig, 8 frák., 6 stoðs.) vel og það var einnig gaman að sjá marga unga stráka koma inn á og gera góða hluti. Hjá Val var Gylfi Már Geirsson yfirburðamaður líkt og í öllu mót- inu en hann skoraði 18 stig í gær auk 11 frákasta og 6 stoðsendinga en þjálfarinn, Birgir Guðfinns- son, bætti einnig við 18 stigum og þeir Ágúst Jensson og Ragnar Steinsson skoruðu 12 stig hvor. í hinum leik kvöldsins vann Ár- mann/Þróttur lið ÍS, 75-66. Birgir Mikaelsson skoraði 15 stig fyrir Ármann/Þrótt og þeir Stefán Guðmundsson, Halldór Úlriks- son og Halldór Sigurðsson voru aUir með 11 stig. Hjá ÍS gerði Guðmundur Ásgeirsson 13 stig, Aðalsteinn Pálsson var með 11 og þjálfarinn Bjami Magnússon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.