Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 3
DV Fréttir LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 3 Ég vil fá ís NÚNA, mamma! Spurning dagsins Sinnir skólakerfið gáfuðum börnum nógu vel? Ég vil ekki halda því fram að heimurinn fari versnandi, hann ger- ir það ekki neitt, þetta er alltaf sama súrsæta sullið. Ég ætla heldur ekki að halda því fram að ég viti eitthvað um börn, ég veit ekkert um börn, Guðrún Eva Mínervudóttir skilur vel aö börnin séu agalaus Kjallari þau gætu eins verið geimverur fyrir mér. En ég ætla samt að leyfa mér að fjalla um aga. Nei, heimurinn fer ekki versn- andi, en hver tími burðast með sinn vandamálapakka og eitt af vanda- málum vorra tíma er agaleysi. Kannski er ein rótin sú að við höfum ekki hugmynd um hvað agi er, rugl- um honum saman við þrælslund og bælingu og sjáum fyrir okkur grámyglulegar skrifstofublækur sem kunna ekkert annað en að hlýða skipunum. Ef það er mátulega slakt í taumnum... Þetta er misskilningur, agi er ekk- ert annað en siðvæðing og siðvæð- ing er afskaplega hetjuleg og höfð- ingleg. Einhvers staðar heyrði ég meira að segja að nafnið Egill væri skylt orðinu agi. Sjálf er ég af kynslóð sem gerði Ég vil fá ís NÚNA, mamma að slagorði sínu og er alltaf að uppgötva betur og betur hvernig þetta viðhorf eyði- leggur fyrir okkur. Þetta er eins og með tamningu hrossa; ef það er mátulega slakt í taumnum togum við á móti og vit- um nokkurn veginn í hvaða átt við erum að fara, en ef það er of slakt í honum gerir það okkur ráðvillt og ósjálfstæð. Ég fór bara að hugsa um þetta þegar ég heyrði í sjónvarpinu að það hefði verið gerð könnun sem sýndi Thor og Kristmann Sigurjón Magnússon skrifar Ég vil gera stutta athugasemd við pistilinn Fyrst og fremst sem birtist í DV 19. nóvember og fjallar að nokkrum hluta um bók mína, Borgir og eyðimerkur. Höfundar pistilsins víkja að ummælum Thors Vilhjálmssonar um Krist- mann Guðmundsson í Birtings- grein vorið 1963 og komast þannig að orði að ummælin hafi ekki snú- Lesendur ist um pólitík nema í framhjá- hlaupi. En hvert skyldi það fram- hjáhlaup hafa verið? í grein sinni í Birtingi sagði Thor Vilhjálmsson meðal annars: „Marg- ir lítilsigldir menn hafa dafnað í skjóli Bjarna Benediktssonar, og hætt er við að fleiri dusilmenni eigi það eftir, þessa litla volduga manns sem kann að teíla marga leiki fram fyrir sig. Eitt frægðarverk hans sem menntamálaráðherra var að gera nefndan Kristmann að trúnaðar- manni ríkisins í bókmenntafræðslu og gera hann að rógsendli sfnum milli skóla landsins." Grein Thors um Kristmann Guð- mundsson er ekki löng en sá hluti hennar sem lýsir rógsendilshlut- verki Kristmanns fyrir valdsmenn ríkisins er þó sýnu fyrirferðarmest- að áttatíu prósent foreldra vildu meiri fræðslu um það hvernig þeir ættu að aga börnin sín. Það þóttu mér góðar fréttir. Sérstaklega af því að ég hef á síðustu tíu árum hitt svo marga kennara með teygða hand- leggi af því að vera alltaf að reyna að hanga aftan í námsskránni og þeir geta ekki hætt að furða sig á því að foreldrar kvarti stöðugt yfir að börn- in læri enga mannasiði í skólanum! Aumingja börnin. Hvernig er hægt að ætlast til að þau læri ein- hverja siði af hinum ótemjunum í bekknum? Auðvitað lærum við mannasiðina fyrst og fremst heima hjá okkur, annars gætum við alveg eins öll alist upp hjá úlfum. Skólinn gæti síðan bætt um betur með því að gera siðfræði og heim- speki að hluta af námsskránni sem allra fyrst. Barnaheimspekin gengur út á að kenna börnunum að hugsa siðferðilega og sjálfstætt og sýna hvert öðru virðingu og umburðar- lyndi. Með því að nýta aðferðir heim- spekinnar væri hægt að siðvæða samfélagið frá grunni. Ekki með ítroðslu, heldur með því að virkja skynsemina. Ekki með valdi og svipuhöggum, heldur með ástund- un og samræðu. Af því að við erum ekki sirkusljón heldur manneskjur. Ég skil vel að börn fái víðáttu- brjálæði þegar þeim eru ekki sett nein mörk og enginn segir þeim hvernig þau eigi að haga sér í sam- skiptum við annað fólk. Ég skil líka vel að foreldrar séu í vandræðum. Því hvernig eigum við að kenna börnunum okkar eitthvað sem við kunnum ekki sjálf? Agaleysið þjónar hagsmun- um samfélagsins En það sem ég hef mestan áhuga á er að skilja hvers vegna við erum komin í þessi vandræði. Samfélagið þrífst á reglum um það hvað má og hvað má ekki, síðan tekur fólk upp á því að temja sig sjálft og kallar það sjálfsaga. Af hverju ætti það þá allt í ur, mun fyrirferðarmeiri en það sem sagt er um verðleika hans sem rithöfundar, þótt þau ummæli hafl einkum orðið fræg að endemum. Síðar átti greinin líka eftir að verða tilefni málaferla sem endurspegl- uðu 'þetta sama. Þar voru hápóli- tískar ásakanir varðandi bók- menntafræðslu Kristmanns þunga- miðja, eins og menn geta lesið um í dagblöðum frá þeim tíma. Niðurdrepandi vinnumiðlun Guðbjörg hringdi: Illu heilli geng ég um atvinnulaus þessa dagana og þurfti því að skrá mig hjá Vinnu- miðlun höfuðborgarsvæðisins við Engjateig. Þangað er niðurdrepandi að koma. Starfsfólkið er algjörlega frítt við að hafa nokkurn einasta vilja til að stappa í mann stálinu - og tala frá hjartanu þegar það hvetur niður- brotnar sálir sem þangað koma til atvinnuleitar. Sjálf er ég búin að þaulkanna hver séu réttindi mín, meira að segja þannig að égveit bet- ur hvar ég stend gagnvart regluverki samfélagsins. Alltaf er vandaverk að velja fólk til starfa, ekki síst jafn við- kvæmra og hjá vinnumiðlun. En augljóst er að þar þarf að skipta út liði - og fá til starfa einhverja sem eru hæfari en þeir sem þar standa vaktina um þessar mundir. einu að vera vandamál fyrir okkur núna að setja okkur reglur? Kannski af því að kapítalisminn hefur breyst úr því að vera anal yfir í það að vera oral; tíðarandinn úr því að tilbiðja sjálfsafneitun yfir í að skilgreina sig gegnum neyslu. Þá er allt eins og það á að vera og agaleys- ið þjónar hagsmunum samfélags- ins. Þá er líka auðvelt að saka okkur tuðarana um að vilja fikra okkur aftur niður á anal-stigið. En það held ég sé misskilningur eins og svo margt annað. Tuðararnir vilja ekki fikra sig aftur niður á anal-stigið, heldur upp á næsta stig sem er, ef ég man rétt, pre-genital og ein- kennist af dálítið besservisseraleg- um hlaupum eftir hugljómunum. DV tekur við lesendabréfum og ábendingum á tölvupóstfanginu lesendur@dv.is. DV áskilur sér rétt til að stytta allt það efni sem berst til blaðsins og birta það í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Ekkimesta vandamálið „I mínum huga er þetta ekki mesta vandamáliö sem ís- lenska skólakerfið stendur frammi fyrir. Mestu skiptir að almennt hafí allir nemendur verkefni við hæfi, hverjir sem hæfíleikar þeirra eru. Að kapp- kosta þetta reyndi ég að minnsta kosti að hafa að leið- arljósi allan þann tíma sem ég sinnti kennslu og skólastjórn." Einar Már Sigurðarson alþingismaður „Nei, en nú þegar hefur verið gripið til ýmiss konar aðgerða, svo sem þróunar- verkefna sem hafa staðið yfír sl.þrjúár." Stefán Jón Hafstein, formaður Fræðsluráðs Reykjavíkur „Nei, við mætt- um gera miklu betur. Skóla- kerfið gefur börnunum ekki tækifæri við hæfí. Áherslan hefur miklu frekar verið á börn sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda og standa höllum fæti. Það er góðra gjalda vert. * Guðrún Ebba Ólafsdóttir, kennari og borgarfulltrúi „Það má alltaf gera betur. Hins vegar sinnirskóla- kerfíð bráðger- um börnum með því að þau fá náms- efni við hæfí - og ekki síst með þeim sveigjanleiki milli grunn- og framhalds- skóla sem nú er kominn." Hanna S. Hjartardóttir, skólastjóri Snælandsskóla og formaður Skóla- stjórafélags fslands „Ég hefekki ekki kynnt mér það nægilega vel. Hitt er Ijóst að það verður ekki nema nám sé ein- staklingsmið- að og það vantarenn nokkuð upp á aðsvosé." Haraldur Ólafsson, foreldri og veður- fræðingur Hafnfirðingar skera niður þjónustu við undrabörn. Hafa bara efni á einu gáfuðu barni. NÝ SKÁLDSAGA eftir vígdísi grímsdóttur Sannkölluð spennusaga „Ungum manni skolaöi á land um nótt i nóvember. Þaö bar enginn kennsl á beinin svona fyrst i staö og þaö sváfu allir fuglar.“ Með þessum upphafsorðum bókarinnarer spennandi atburðarás hrint af stað, þar sem enginn veit hver kann að leynast í dulargervi og tefla lífi förunauta sinna i tvísýnu. „Sannkölluð spennusaga." Soffía Auður Birgisdóttir / MORGUNBLAÐIÐ „Lesandi er ofurseldur valdi mikillar sagnakonu... náttúrulega fremst sagnaskálda afsinni kynslóð og þó víðar væri farið í skálda- hópi á íslandi." Páll Baldvin Baldvinsson STÖÐ2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.