Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 11
7 0 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 DV Fréttir LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 7 7 Fréttir DV Sonur er Sonur Lóu rændi banka með vini sínum í vikunni. Hún hefur reynt að gera allt til að bjarga stráknum sínum, sem greindist ofvirkur sex ára og er nú, 15 árum síðar, orðinn bankaræningi. En ránið segir hún framið í neyð til að eiga fyrir fíkniefnaskuldum. Það virðist vera bankaránafaraldur á íslandi. Helgi Gunnlaugsson, af- brotafræðingur og prófessor við Há- . skóla íslands, telur bankarán hérlendis oft vera kjánaskap hjá krökkum sem vilja nálgast reiðufé í snarhasti. Móðir eins ræningjans staðfestir það. Hann er í neyslu og þurfti að borga fíkniefnaskuldir. „Ég er alveg ráðalaus," segir Lóa sem er þvottakona á Aðgöngum 2 við Axará uppi við Kárahnjúka og vill ekki koma fram undir fullu nafni. Sonur hennar, sem við köllum Jón, rændi Búnaðarbankann við Vesturgötu á dögunum ásamt félaga sínum sem við nefnum Gunnar. „Ég hef reynt allt sem í mínu valdi stendur til að bjarga honum. En strax sex ára greindist hann ofvirkur og með athyglisbrest og síðan þá hefur hann verið á barna- og unglingageðdeild og farið í tvær meðferðir," segir Lóa sem er mið- ur sín yfir atburðum síðustu daga. Hún hefur lít- ið sem ekkert heyrt í Jóni en síðast þegar hann hringdi í móður sína sagði hann henni að sím- inn sinn væri hleraður og að hann vildi fara aft- ur í meðferð. Tvisvar hefur Lóa greitt fyrir hann skólagjöld í Iðnskólann en hann hefur mikinn áhuga á smíði, auk þess sem bílar og tölvur heilla. Lóa skilur samt ekki fréttir þess efnis að hann hafi keypt sér Playstation-tölvu fljótlega eftir verkn- aðinn og náðst við að spila á hana ásamt Gunnari því Jón átti Playstation-tölvu síðast þegar hún vissi: „Nema að hann hafi selt hana og séð eftir því. Hann Nonni minn er í eiturlyfjum og innan þeirrar grimmu veraldar er fólk sem hann skuld- ar pening. Þess vegna rændi hann bankann. Var neyddur til þess svo hann gæti greitt fíkniefna- skuldir. Þessir menn frömdu meira að segja skemmdarverk á bflnum mínum,“ segir Lóa en hún hafði lagt honum fyrir utan hús systur sinn- ar, þar sem Jón bjó síðast þegar hann hafði fast heimilisfang, og þeir brutust þar inn og gengu berserksgang áður en þeir sneru sér að bfl Lóu. Viðgerðarkostnaður hljóp á hundruðum þús- unda. Óvissan er verst Lóa hefur reynt margt eftir að sonur hennar fór að fremja glæpi til að eiga fyrir neyslunni og nú er hún komin upp að Kárahnjúkum. Fórnar sér 12 tíma á dag í mjög erfiðri vinnu fjarri öllu því fólki „Hann Nonni minn er í eitur- lyfjum og innan þeirrar grimmu veraldar er fólk sem hann skuldar pening." Búnaðarbankinn við Vesturgötu Á dögunum var bankinn rændur aftur. Iþetta sinn voru það tveirpiltaráaldrinum 20-25ára. DV náði tali afmóður annars þeirra, þess yngri, og segir hún strákinn sinn hafa farið og rænt banka til að borga niður fikniefnaskuldir. Hann náðist við að spila Playstation með félaga sínum. Víkingasveitin mætt Bankarán staðreynd á Islandi. Sjö bankarán á árinu og þóttþau séu flest upplýst vitum við ennþá lítið um ástæður þess að ungt fólk rýkur til og rænir banka. Kannski neyslusamfélagið en fikniefnaheimurinn spilar að auki stórt hlutverk. Ungmenni ræna banka til að eiga fyrir dópskuldum. Bankarín í neyslnsamfélagi mis iskiplingar Lóu fínnst réttlátt að sonur hennar fái að fara í meðferð og sitji svo afsér sína refsingu í fangelsi, en hann er á sakaskrá vegna ýmissa smábrota sem öll tengjast heimi fíkniefnafíkilsins. Sjálfer hún uppi við Kárahnjúka að vinna fyrirskuldum drengs- ins. Hún neyddist líka til að selja leigubílinn. sem gæti stutt við bakið á henni á erfiðum tímum. Þetta gerir hún einfaldlega vegna þess að hún er stórskuldug eftir að hafa í gegnum tíðina reynt að aðstoða son sinn. Hún skrifaði upp á fyrir hann og neyddist til að selja leigubílinn sem hún átti og gerði út á Þórshöfn á Langanesi. Enda segir hún lítið upp úr því að hafa að reka leigubfl á Þórshöfn. „Ég er alveg komin í þrot. Ég er búin að berjast við kerfið síðan hann var sex ára. Ég hef reynt allt en ég næ engu sambandi við hann núna," segir Lóa. Á sínum tíma rak hún sig á marga veggi innan kerf- isins. Það var erfitt að fá hjálp og oft lítið um úr- ræði fyrir ofvirkan dreng sem var á hraðri leið í ræsið. Og svo fór sem fór. Lóu finnst réttlátt að Jón fái að fara í með- ferð og sitji svo af sér sína refsingu í fangelsi, en hann er á sakaskrá vegna ýmissa smá- brota sem öll tengjast heimi fíkniefnafíkils- ins. „Verst þykir mér óvissan," útskýrir Lóa. „Ég veit ekkert hvar hann er eða hvað hann er að gera. Ég hef reynt að senda honum SMS og hringt en ég fæ ekkert svar. Og ég er föst hérna í fjórar vikur í senn en fæ þá viku frí. Þetta er mjög erfið vinna og ég þori varla að hlusta á fréttir. Það getur hvað sem er gerst og í raun kom þetta mér ekkert á óvart. Að þetta færi svona.“ Ætlar ekki að gefast upp Fjölskylda Lóu er að vonum miður sín, rétt eins og hún. Bróðir hennar er lög- reglumaður og því neitar Lóa því að Jón sé með einhver glæpagen í sér og þar að auki á hún mjög góða vinkonu sem er þjón- ustufulltrúi í banka í Reykjavík. Svo þetta er Lóu mikið áfall þótt hún viti að strák- urinn sinn myndi aldrei meiða neinn: „Ég vil einmitt að fólk viti að strákurinn minn er góður strákur þótt hann hafi rænt banka. Hann Nonni er barngóður og barnabörnin hlaupa öll til hans um leið og þau sjá hann. Þetta er yndislegur strákur sem hefur leiðst út í fíkniefni," segir Lóa en hún ætlar ekki að gefast upp og heldur áfram að vinna fyrir fíkniefnaskuldum sonar síns uppi á Kárahnjúkum og vonast til þess að Jón komist í meðferð sem fyrst og verði aftur góði strákurinn hennar. „Bankarnir eru táknymynd pen- inganna og menn geta staðið frammi fyrir því að vilja Playstation- tölvu og þykir þá nærtækt að fara þangað sem pen- ingarnir eru,“ segir Helgi Gunnlaugs- son, afbrotafræð- ingur og prófessor við Háskóla ís- lands, um hrinu bankarána sem hefur átt sér stað undanfarið á höf- uðborgarsvæðinu. , , Sem kunnugt er Gunnlaugsson hefur göldj banka. rána átt sér stað á árinu. Tveir rúm- lega tvítugir piltar keyptu sér Play- station 2 leikjatölvu eftir bankarán sem þeir frömdu í Búnaðarbankan- um á Vesturgötu í vikunni. ITelgi bendir á dæmi í Bandaríkj- unum, þar sem bankaræningi var spurður hvers vegna hann rændi banka. „Hann svaraði því einfald- lega til að þar væru peningarnir. Menn spyrja sig hvar hægt sé að ná í reiðufé og peningarnir blasa við okkur í bankanum. Menn velta fýrir sér hvort ekki sé hægt að gera þetta með einföldum hætti. En sannleik- urinn er sá að ntennirnir hafa sjaldnast mikið upp úr krafsinu og nást í flestum tilvikum hér á landi. Það sem bankarnir þurfa að koma á framfæri er að gjaldkerar hafa ekki mikið af peningum hjá sér og það er ekki þess virði að sitja ár í fangelsi fyrir nokkra þúsundkalla,“ segir Helgi. Aukinn fjöldi bankarána skýrist að hluta af vaxandi notkun greiðslu- korta. Lítið er af reiðufé í umferð, nema í bönkum. Helgi segir mikil- vægt að leita samfélagslegra skýr- inga á hrinu bankarána. „Við fram- leiðum mikið, sífellt er auglýst, það er stöðugt efnislegt áreiti. Það er sí- fellt verið að segja fólki að kaupa. Ef maður horfir á einn þátt í sjónvarp- inu getur verið búið að segja manni að kaupa fyrir milljón áður en hon- um lýkur. Við búum í markaðsþjóð- félagi og bankaræningjar geta verið að borga lífsmáta sinn, sem er auð- vitað dýr. Sumir láta freistinguna bera sig ofurliði og sækja í auðfeng- ið fé. Við höfum oft verið með þá skýringu að þetta sé til að borga fíkniefnaskuldir og að handrukkarar séu á eftir þeim sem ræna banka, en þótt dæmi kunni að vera um það eru skýringarnar oftast nærtækari." Að sögn Helga má að hluta til rekja íjölgun bankarána til aukinnar neysluhyggju og auðskiptingar í þjóðfélaginu. „Misskipting plægir jarðveginn fyrir brot af ýmsu tagi. Hún skýrir ekki þá hrinu sem nú stendur yfir, en ég hef áhyggjur af þessu til lengri tíma. Ef auðurinn safnast saman á tiltölulega fáar hendur og aðrir sjá ekki til sólar er klárlega jarðvegur fyrir vandræði af ýmsu tagi. Þetta getur birst í ofbeldi, auðgunarbrotum og alls kyns firr- ingu. Foreldrar sem hafa talsvert fé „Misskiptíng plægir jarðveg- inn fyrir brot afýmsu tagi. Hún skýrir ekkl þá hrinu sem nú stenduryfir, en ég hef áhyggjur afþessu til lengri tíma." á milli handanna láta hluta af því renna til barna sinna. í skóla eru þessir krakkar fyrir framan aðra sem lítið eiga. Milli þeirra getur smám saman skapast spenna, þar sem menn eru að bera sig saman hver við annan. Menn geta viljað leið- Athygli hefur vakið að á meðan bankarnir skila milljarða hagnaði aukast bankaránin. Helgi segir það algengt meðal síbrotamanna að réttlæta brot sín með því að bank- arnir eigi nóg af peningum, og því sé ein Playstation-tölva aðeins dropi f hafið fyrir þá. „Fréttir af milljarða hagnaði virðast hjálpa mönnum að rétt- læta brot sín. Oft réttlæta ræn- ingjarnir eftir á, þegar þeir hafa verið handteknir og þeim hent í fangaklefa. En það skiptir máli hvað er rétt og rangt í þessu. Þeir verða að átta sig á afleið- ingum gjörða sinna. Þeir eru að ógna starfsmönnum og brjóta regl- ur samfélagsins með því að taka fé sem þeir eiga ekki. Það Skiptir miklu máli að menn sjái að þeir hafi möguleika eins og aðrir á að vinna sig upp í þjóðfélaginu. Ég vona að við getum haldið í friðsælt og til- tölulega jafnt þjóðfélag," segir Helgi. jontrau5ti@dv.is rétta þetta í snarhasti í næsta banka. Bankaránin eru oft mikið til kjána- skapur hjá krökkum, sem betur fer,“ segir Helgi. Að sögn Helga eru líkur á því að bankaránahrinunni ljúki senn. „Þetta smitast út og ránin koma í hrinu hvert af öðru. Menn eru að líkja eftir öðrum og vilja gera þetta betur. En yfirleitt hjaðnar þetta og ég vona að svo verði núna. Það skiptir höfuðmáli að lögreglan haldi áfram að upplýsa málin og sýni fram á að svona rán borga sig ekki.“ hafi rænt banka nnður strákur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.