Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 48
Fréttaskot Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. 550 5090 SKAFTAHLÍÐ 24 105 RBYKJAVÍK[STOFNAÐ 1910 ] SÍMI550 5000 Ríkisauglýsingar ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, er ný- kominn úr ferð til Kanada þar sem hann kynnti sér fyrirkomulag áfengissölu. Kanadamenn hafa tek- ið upp þá stefnu í samskiptum við vínheildsala að selja þeim auglýs- ingapláss í áfengisverslunum og reyna með því að sporna gegn óeðlilegum samskiptum starfs- manna og byrgja. Sem kunnugt er skekur áfengishneyksli nú sænsku einkaleyfissöluna á áfengi þar sem mútur hafa streymt til starfs- manna. **’’ „Þetta hefur komið til tals hér,“ segir Ágúst Hafberg, framkvæmda- stjóri tæknisviðs Ríkisins. „Kanadíska aðferðin er flott lausn en engar ákvarðanir hafa enn verið teknar," segir hann. X-B! Formanni sleppt lausum Það var oft gaman hjá okkur frændunum í sveitinni hjá afa. Yfir- leitt alltaf. Þangað komu margir kynlegir kvistir. Aldrei sá ég afa gera sér mannamun og skipti engu hvort hann drakk kaffi með bæjarfíflinu eða sötraði púrtvín með Kjarval. Reyndar var ég hræddur við þá báða. Sá lítinn mun enda ungur. Stundum komu önnur stórmenni og þá var kannski haft meira við og stássstofan opnuð. Þar var umhorfs eins og hjá Rússakeisara. Þótti mér. Við frændurnir höfðum þó yfir- leitt öðrum hnöppum að hneppa en drekka kaffi með stórmennum. Ein helsta dægradvölin var að loka hver annan inni á kamri sem var frammi á gangi. Kamarinn var byggður í horn úr panelspýtum og mátti glöggt sjá hvort ein- hver var inni á ljósglætu sem þrengdi sér út á millu spýtn- anna. Þá var lagst á hurðina og fórnarlambinu haldið inni þar til það var að yfirliði komið. Ljós á kamrin- um. Tók mér stöðu með bak við hurð og báða fætur á vegg á móti. Eins og stál- biti þversum, Hófust átökin skömmu síðar. Þrýst var á hurð innanverða af miklum krafti og yfir meðallagi miðað við fyrri reynslu af afli frænda. Varð hann æ ákafari eftir því sem á leið. Fóru einnig að heyrast hróp úr köll af kamrinum og voru sum í ætt við angist. Var engu líkara en trylltur maður væri innan- dyra. Ég fastur fyrir. Fann að hápunktinum var náð. Sleppti taki, vék fimlega undan og sleppti. Út rauk sá innilokaði, skaust fram ganginn eina þrjá metra á fleygi- ferð og endaði á vegg. Lá þar ringlaður, gleraug- un skökk en þó með fullri meðvitund. Mér til skelf- ingar sá ég að þarna lá ekki frændi minn heldur formaður Framsókn- arflokksins. Hafði verið að drekka kaffi með afa. Brugðið sér á salern- ið og lent í þessum ósköpum. Sjald- an hefur minna hjarta slegið jafn ört. Stjarfur stóð ég yfir valdmesta manni landsins. Ég tíu ára, hann hetjan. En viti menn. Eysteinn Jónsson sté á fætur, brosti á sinn kankvís- lega hátt út í annað, klappaði mér á kollinn og fór aftur inn til afa eins og ekkert hefði ískorist. Aldrei heyrði ég minnst á þennan atburð. Þetta varð leyndarmálið okkar Ey- steins. Síðan - og þess yegna - hef ég alltaf verið framsóknarmaður. Þótt ég hafi aldrei kosið flokkinn. Enda Eysteinn hættur þegar ég loks fékk kosningarétt. • Colin Ball er hugmyndaríkur maður. Hann býr í Stoke á Englandi og langar mikið að heimsækja ís- land. Hugmynd hans er þessi: Hann auglýsir í dagblaði eftir hjónum sem vilja heimsækja hann í viku, þiggja gistingu og fara með honum á völl- inn og sjá Stoke spila. í staðinn vill hann fá að gista á íslandi hjá sama fólkinu og láta það fara með sig vestur á Snæfellsnes „...upphafs- punkt Jules Verne í ferð hans inn að miðju jarðar," eins og Colin orðar það sjálfur. Hann hefur nú pantað auglýsingu og þá er bara að sjá hver vill fara á völlinn í Stoke í skiptum fyrir bíltúr á Snæfellsnesið. Meira seinna. • Sveitarfélögin Akranes og Fjarð- arbyggð hafa ákveðið að bindast vináttuböndum. Verður vinátta sveitarfélaganna staðfest með und- irskrift eftir sameiginlegan fund bæjar- stjórnanna í Skíðamiðstöðinni í Oddsskarði á sunnudaginn. Telja sveitarfélögin sig margt geta lært hvort af öðru og eflt sam- skipti á sviði menningar, lista og íþrótta. Metsölubók frá i spennusögunnar lllviljaður bíll, óharðnaður unglingur r og óskiljanlegur hryllingur ... Atta gata Buick eftir Stephen King hefur fengið frábærar viðtökur hjá lesendum og gagnrýnendum. Frábær skemmtun Publishers Weekly www.edda.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.