Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 13
Sími 550 5000 askrift@dv.is www.visir.is Nýtt DV sex morgna vikunnar. Ekkert kynningartilboð. Engin frídreifing. Mánaðaráskrift 1.995 krónur. ilgpppg I' Nánari uppiýsingar fást í þjónustumiðstöð Tryggingastofnunar, Laugavegi 114, Reykjavík, í síma 560 4460, í umboðum um land allt. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á tr@tr.is Tryggingastofnun ríkisins hefur sent lífeyrisþegum bréf og tekjuáætlun vegna útreikninga tekjutengdra greiöslna áriö 2004. Á tekjuáætlun eru forskráöar upplýsingar um tekjur lifeyrisþega. Lifeyrisþegar eru hvattir til að fara vandlega yfir tekjuáætlunina og leiðrétta forskráöu upplýsingarnar ef þær eru ekki réttar. Leiðréttar tekjuáætlanir þarf að senda sem fyrst til Tryggingastofnunar ríkisins eða næsta umboðs og eigi síðar en 5. desember nk. Athugið! Ef engar leiðréttingar eru gerðar þarf ekki að senda tekjuáætlunina til Tryggingastofnunar. Aðeins þarf að senda leiðrétta tekjuáætlun. DV Fréttir Til þeirra sem fá lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun: Veistu um breytingar á tekjum þínum? Drífa Hjartardóttir Drífa Hjartardóttir alþingismaður og kúabóndi segirþað afog frd sem Lúðvík Bergvinsson heldur fram: að hún sé hugsanlega vanhsef til að fjalla um ríkisstyrki til kúabænda í landbúnaðarnefnd. Þingmenn: Aldrei vanhæíir „Alþingismaður er aldrei vanhæf- ur. Það er bara svo einfalt," segir Drífa Hjartardóttir alþingismaður Sjálfstæðisflokks. Drífa, sem er kúabóndi, á sæti í landbúnaðarnefnd Alþingis. Þar eru nú til meðferðar mál sem snerta framleiðslustyrki til kúabænda. Lúð- vík Bergvinsson, alþingismaður Samfylkingar og meðlimur í land- búnaðamefnd, vakti máls á því á fundi nefhdarinnar að Drífa kynni að vera vanhæf: „Sem kúabóndi er Drífa að þiggja verulegar íjárhæðir úr ríkissjóði. Eg benti á að í sambandi við slrkar greiðslur úr ríkissjóði sem lúta að henni beint yrði hún að fara varlega," segir Lúðvík. Sjálfur segist Lúðvík eitt sinn hafa talið sig vanhæfan við umfjöllun máfs á Alþingi. Það hafi verið þegar rætt var um úthfutun síldarkvóta í sjávarútvegsnefnd: „Þá fannst mér ekki við hæfl að ég væri að fikta í því máli þar sem svo vildi til að faðir minn var í útgerð," segir Lúðvík. Eins og áður segir gefur Drífa lítið fyrir hugleiðingar Lúðvrks: „Þetta er af og frá. Þá væri Lúðvík vanhæfur til að taka þátt í öllum umræðum um til dæmis sveitarstjómarmál og lög- fræðimál," segir hún. I i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.