Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 45
DV Fókus LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 45 Regína Diljá Jónsdóttir, sem tekur fyrir íslands hönd þátt í keppninni Miss World sem fram fer í Kína, segist hvorki hafa ímyndað sér þá athygli sem keppendurnir hafa fengið né samkeppnina innan hópsins. Veðbankar spá henni góðu gengi. „Þetta er búið að vera algjört ævintýri allan tímann," segir Regína Diljá Jónsdóttir fegurðardís. Hún er stödd í Peking í Kína en innan tíðar keppir hún við 109 aðrar stúlkur um titilinn Ung- frú Heimur. „Ég hef kynnst svo mörgu að ég veit ekki hvar ég á að byrja. Hér höfum við dvalist í tvær vikur og verið á ferðinni nánast síð- an þá. í millitíðinni hef ég kynnst ótrúlega mörgum stelpum og séð mikið af landi og þjóð hér í Kína.“ Regína var nýkomin úr verslunarferð í nýrri verslunarmiðstöð sem opnuð var sérstaklega fyrir stelpurnar sem þátt taka í keppninni. „Okkur var boðið að versla þarna með umtalsverðum afslætti og ég nýtti mér það svo sannarlega. Ég er hætt að hafa áhyggjur af jólagjöfum þetta árið. Ég fer engu að sfður varlega í að kaupa þunga hluti. Ég varð fyrir því óláni á leiðinni til Kína að vera stöðvuð í London og vera gert að greiða tugi þúsunda fyrir yfirvigt." Hún ber skipuleggjendum keppninnar vel söguna og segir aðbúnað keppenda fyrsta flokks. „Það er farið með okkur eins og drottningar. Keppnin vekur gríðarlega athygli hér í Kína. Blaða- menn og ljósmyndarar eru á hverju strái og mikið er íjallað um keppnina í fjölmiðlum. Við höfum gist á hverju glæsihótelinu af öðru og eina kvörtunin er varðandi rúturnar. Þær eru ekki upp- hitaðar og kuldinn hérna hefur komið mér virkilega á óvart. Sér- staklega var kalt þegar við skoðuðum Kínamúrinn fyrir nokkrum dögum. Það vakti einmitt dálida athygli að íslendingurinn í hópnum skalf eins og hrísla." í slagtogi með (srael og Wales Regína hefur vakið mikla athygli og nú þegar hafa nokkrir veðbankar spáð henni einu af tíu efstu sætunum þrátt fyrir að enn séu tvær vikur í að keppnin sjálf fari fram. „Það kemur mér mikið á óvart vegna þess hve hér eru margar stelpur. En ég er himinlifandi yfir að einhverjir hafi það mikið álit á mér að ég komi til greina í efstu sætin. Það er mikilvægt að dómararnir dæmi meira en útlitið því sumar stelpurnar hérna eru ekki með hjarta úr gulli.“ Ekki er allt sem sýnist og þess hefur Regína orðið vör þennan tíma sem fegurðardrottningarnar hafa verið saman. „Ég hef eignast margar vinkonur. Ég deili herbergi með ungfrú ísrael og með okkur hefur tekist góður vinskapur. Mér kemur einnig vel saman við ungfrú Ástralíu og ungfrú Wales og við höldum hóp- inn eftir getu. Engu að síður hef ég í huga að þegar nær dregur keppninni sjálfri getur vel verið að eitthvað breytist.'1 Vinkonurnar taka veikindafrí til að horfa Regína Diljá er fædd og uppalin í Þorlákshöfn en hefur lengst af búið í Kópavogi. Hún gekk í Hjallaskóla og Þinghólsskóla, og var um tíma við nám í MK. Hún dvaldi þrjú sumur við barnapössun í Bandaríkjunum og Portúgal en hefur einnig starf- að við humarvinnslu í Þorlákshöfn, hjá Kópavogsbæ og nokkur sumur hjá Landsvirkjun. I dag býr Regína ásamt móður sinni, stjúpföður og þremur Skutlan Regina Diljá hefur vakið mikla athygli í Kina. yngri systkinum á Eyrarbakka. Hún tók sér hlé frá námi um síð- ustu áramót og starfar í dag á leikskóla í Kópavogi. „Það er búið að ákveða veikindafrí hjá öllum vinkonunum þann sjötta desember," segir Eva Ruza, vinkona Regínu Diljár. „Þá ætíum við að hittast 12 vinkonurnar og hvetja stelpuna til dáða hvort sem það er dagur eða nótt.“ I sama streng tekur önnur vinkona Regínu, Eva María, og seg- ir að símareikningurinn þessa dagana verði mun hærri en geng- ur og gerist. „Við tölum mikið saman í síma. Regína hringir mik- ið og spjallar um hitt og þetta enda saknar hún vinkvenna sinna. atbert@dv.is Regina tveggja ára. Regína sex ára. Regína tólf ára. Regína fjórtán ára. Regína í dag. í gamla Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði stendur nú yfir sýningin „Frumherji og fjöllistamaður“ og er hún tileinkuð Sigurði Guðmundssyni málara sem lést árið 1874, þá 41 árs að aldri. Leikminjasafn íslands stendur fyrir sýningunni og er Qall- að um hans helstu verk. Gleymdur snillingur „Sigurður var frumkvöðull á mjög mörgum sviðum en frekar litlar rannsóknir hafa verið stundaðar á ævistarfi hans síðustu ár,“ segir Jón Viðar Jónsson, forstöðumaður Leikminjasafns ís- lands. „Hann var fyrsti lærði íslenski myndlistar- maðurinn sem lét almennilega að sér kveða hér, fyrsti leiktjaldamálarinn, fyrsti búninga- og leik- tjaldahönnuðurinn og að mörgu leyti einnig fyrsti þjóðminjavörðurinn," segir Jón, en Sigurðurvar á sínum tíma einn helsti hvatamaður þess að Þjóð- minjasafnið var stofnað. Hafnarstúdentinn sem sneri heim Sigurður hélt utan til Kaupmannahafnar árið 1849 þegar hann var 16 ára, fór þar í fullgilt list- nám og þótti mjög efhilegur en flutti svo aftur heim tæpum 10 árum seinna, þá 25 ára. Aðstæð- ur fyrir ungan listmálara voru heldur bágborriar í Reykjavík enda markaður fyrir slíkt lítill sem eng- inn. „Það vaf helst að hann gæti haft í sig og á með því að mála portrett-myndir af fína fólkinu og alt- aristöflur en Sigurður hafði lítinn áhuga á því síð- arnefnda, enda lítill trúmaður," segir Jón en bæt- ir því við að þótt vettvangur fyrir málaralist á borð við Sigurðar hafi verið lítill sem enginn hafi hann þó verið mjög glúrinn við að finna aðra miðla. „Á þessum tfma var mjög vinsælt í Evrópu svokallað „tableau vivant“ eða lifandi málverk, nokkurs konar leikhúsverk þar sem leikarar stilltu sér upp og „léku“ frægt málverk með því að standa kyrrir í búningum og sviðsmynd sem var nákvæm eftir- mynd málverksins. Sigurður notfærði sér þennan miðil til að koma sínum verkum á framfæri, gerði sínar eigin uppstillingar með leikurum, búning- um og léiktjöldum og er trúlega einstakur að því leyti að á meðan kollegar hans í Evrópu gerðu bara nákvæmar eftirmyndir af þekktum málverk- um fann hann upp sínar eigin uppstillingar, og í raun þar með sín eigin málverk. Á sýningunni eru meðal annars eftirmyndir af nokkrum „lifandi myndum" Sigurðar með atriðum úr fornaldarsög- um og Eddukvæðum. Ókeypis að- gangur Fjölmargir koma að sýning- unni en Leik- minjasafnið set- ur hana upp í samvinnu við Góðtemplara- húsið, Þjóðminjasafn Islands og Heimilisiðnaðar- félag fslands sem einnig leggur til sýnishorn af búningum ásamt Kolfinnu Sigurvinsdóttur og Þjóðdansafélaginu. Sýningin er í Góðtemplara- húsinu, Suðurgötu 7, í Hafnarfirði og er opin í dag og á morgun kl. 14-17 báða dagana en í dag verð- ur einnig boðið upp á fyrirlestur kl. 15 og er það Elsa E. Guðjónsson, búninga- og textílfræðingur, sem flytur hann. Fyrirlesturinn ber heitið: „Sig- urður málari og íslenskir þjóðbúningar kvenna." Aðgangur er ókeypis. ari@dv.is Stjörnuspá Kjartan Bjargmundsson leikari er 47 ára í dag. „Fyrir hon- um er ávallt til ein rétt leið. Hann safnar að sér upplýsingum ómeðvitað um þessar mundir og ætti að tileinka sér að opna hjarta sitt og tjá tilfinningar sín- ar í sama mæli og hugmyndir sínar," segir í stjörnuspá t hans. Kjartan Bjargmundsson VV Mnsbeim (20. jan.-18.febr.) v\: ---------------------------- Þú birtist hér sem óþrjótandi orkugjafi en mættir gefa náunganum betri gaum næstu daga og vikur. Minnstu þess að umhverfið hagar sér sjaldan eins og við kjósum hverju sinni. H fískm'U (19.febr.-20.mars) Þú ert vissulega ekki hrifin/n af því að slæpast en á sama tíma kemur hér fram að þú hefur glöggt auga fyrir nýjungum og nýtur þín þest við hvers konar viðskiptastörf sem eru skapandi á einhvern máta. T Hrúturinn (21.mars-19.i Fólk fætt undir stjörnu hrúts- ins er fært um að ná allgóðum árangri fyrir desemberbyrjun ef það aðeins leyf- ir sér að trúa því að það geti sigrað heiminn. Stundarósigrar mega ekki koma í veg fyrir að þú haldir áfram að vinna að draumum þínum. Ö NaUtÍð (20. apríl-20. mai) n Hér birtist sigur og mikil gleði þegar líða tekur á mánaðamótin hjá stjörnu nautsins. Þér er ráðlagt að hætta að nöldra yfir smámunum og eyddu því sem kallast aðfinnslur gagn- vart náunganum úr orðabók þinni. Tvíburarnirf/;. mal-21.júni) Hér gæti ójafnvægi einkennt þig en það lagast ef þú eflir þig andlega og ekki síður líkamlega. Hreyfing er ágætt ráð fyrir fólk fætt undir stjörnu tvíbura ef skapið flækist fyrir því. Krabbinn (22.jm-22.rn ^ Þér kann að hætta til afbrýði um þessar mundir en reiðin rennur skjótt af þér ef þú andar djúpt og ýtir neikvæðri orku burt hið fyrsta. Safnaðu kröftum og haslaðu þér völl þar sem hæfileikar þínir fá að njóta sín. LjÓnÍð (23.júli- 22. ágúst) Þú gefur þig alfarið þegar ást- in er annars vegar og færð vissulega að launum hollustu og sanna og einlæga ást. Ekki hafa áhyggjur af smáatriðum 1 líðandi stundar með þvi að skapa ótta innra með þér. tAey\an(23.ágúst-22.sept) Segðu hug þinn og allt mun fara mun betur en þú gerir þér vonir um. Láttu hvorki þrjóskuna né að- finnslusemina hafa áhrif á þig næstu daga. Q VogÍn (23.sept.-23.okt.) Hafðu það hugfast að þér er hæfileiki gefinn af móðir náttúru og þú ættir fyrir alla muni að iíta í eigin barm og spyrja hvað það er sem þú vilt fá út úr líflnu. Mikið tilflnningaflæði birtist hérna þegar stjarna þín er skoðuð. ni Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0vj Hér kemur fram að stjarna sporðdreka sé um það bil að Ijúka er- indum sem tengjast starfi/námi. Þú ert minnt/ur á þessa dagana að rétt öndun getur þreytt hugarfari þínu og líðan á skömmum tíma. / Bogmaðurinn (22.n6v.-21.desj Einhver hreyfir við tilfinning- um þínum þessa dagana og ættir þú að gefa viðkomandi gaum. Komdu fram við sjálfið af virðingu og leitaðu að meðalveginum án þess að gefast upp á sjálfinu. Steingeitinp2fa-?9.jfl>)j Sjálfstraust þitt sýnir að þú þekkir þinn eigin kraft og nýtir hann rétt. Hvort sem þú ert að leita sam- bands eða ert í sambandi þá geislar af þér á sama tíma og jafnvægi einkennir þig hér. Elskaðu af rausn. TAMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.