Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 Fókus TSV Wggii;. ,i>»/ ■ Eins og Madonna hefur Kylie Minogue lag á þuí að endurnýja sig. Nýja ímynd- in hennar er í stíl við Brigitte Bardot á sjöunda áratugnum. Nýja Kylie Minogue platan, Body Language, er nútímaleg og frískleg poppplata sem fær góðar viðtökur hjá gagnrýnendum þessa dagana. Hún er m.a. unnin með Emiliönu Torrini og Dan Carey, el- ektró-tröllinu Kurtis Mantronix og Cathy Dennis sem samdi hið ofur vinsæla Can’t Get You Out Of My Head. En rifjum upp sögu stelpunnar. Byrjaði í sápuóperum Kylie Ann Minogue fæddist í Melbourne í Ástralíu 28. maí 1968. Hún byrjaði fyrst að leika í sjón- varpsþáttaröðinni Skyways þegar hún var 11 ára. Hún hélt áfram að leika næstu árin og þegar hún tók að sér hlutverk Charlene í Ná- grönnum varð hún þekkt á hverju heimili, fyrst heima í Ástralíu og síðan í Bretlandi þar sem Neigh- bours þættirnir nutu gríðarlegra vinsælda. Fyrsta smáskífan hennar var ný útgáfa af laginu Locomotion sem Little Eva hafði gert vinsælt á sjöunda áratugnum. Það lag kom út í júlí 1987 og í framhaldinu gerði breska pródúsera-þrenningin Stock, Aitken og Waterman samn- ing við hana. A þeirra vegum gaf hún út fjórar stórar plötur á árun- um 1988-1991 og sendi frá sér ótal lög sem náðu miklum vinsældum, varð m.a. fyrsti tónlistarmaðurinn í breskri poppsögu til þess að koma 13 fyrstu smáskífunum sínum inn á Top 10. Danstónlistarárin En Kylie var orðin þreytt á formúl- unni og vildi breyta til. Þrátt fyrir vin- sældirnar var hún langt frá því að vera í náðinni hjá gagnrýnendum sem báru litla virðingu fyrir fjölda- ffamleiddum poppsmellum. í þeirra eyrum var þetta óttalegt píkupopp. Kylie vildi verða virt ekki síður en vin- sæl og gerði þess vegna samning við danstónlistarútgáfuna deConstruc- tion í febrúar 1993. Hjá henni gaf hún út tvær plötur, Kylie Minogue sem kom út 1994 og Impossible Princess sem kom út 1997, reyndar á vand- ræðalegum tfrna því að Díana prinsessa dó rétt áður en platan átti að koma út, sem tafði útgáfuna nokk- uð. Þessar tvær danstónlistarplötur fengu ágæta dóma en seldust mun minna en fyrstu plötumar og á end- anum fór svo að deConstmcúon varð gjaldþrota og Kylie stóð uppi án samnings. Henni hafði þó tekist að afla sér vinsælda og virðingar hjá nýj- um hlustendahópi, ekki síst vegna dúettsins Where The Wild Roses Grow sem hún söng með Nick Cave & The Bad Seeds árið 1995. Nýtt upphaf í poppinu Eftir smá hlé í tónlistinni, sem hún notaði m.a. til þess að auglýsa undir- föt, gerði Kylie samning við Parlo- phone í apríl 1999. Með nýja samn- ingnum var ákveðið að hún sneri sér aftur að poppinu. Fyrsta Parlophone- platan hennar, Light Years, kom út árið 2000 og gerði það mjög gott, m.a. vegna smáskífunnar Spinning Around. Þegar næsta plata, Fever, kom út árið 2001 og fyrsta smáskífan af henni, Can’t Get You Out Of My Head, fór af stað hálfgert Kylie-æði út um alla Evrópu. Platan fékk góða dóma og Kylie var m.a. valin popp- stjarna ársins í breska tónlistarblað- inu NME, sem á ámm áður hafði oft farið ófögrum orðum um hana. Það var með sérstakri ánægju og stríðnis- glotti sem hún tók við þeim verðlaun- um og hafði þar með tekist æúunar- verk sitt; að verða bæði virt og vinsæl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.