Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 14
74 LAUGARDAGUR22. NÓVEMBER 2003 Fréttir DV Viðskiptavinir Búnaðarbankans Valgeir Sævarsson Mér flnnst þetta auðvitað fáránleg- ar upphæðir, en ég er ekki viss um að þetta sé betra ann- ars staðar. Svo þetta mun ekki hafa nein áhrif á viðskipti mín við bankann. Davíð Steinsson Mér finnst þetta fáránlegt. Gjald- keramir eru með 140 þúsund krónur á mánuði útborg- aðar, meðan hinir fá 300 milljónir í bónus, eftir þrjú ár. Kristína Falgren Það er ekki mikið sem maður getur gert. Ég er búin að vera mjög ánægð í mínum viðskiptum við bankann og þetta breytir litlu um það. Mér finnst þetta samt óréttlátt gagnvart starfs- fólki bankans. Ólafur Guðjónsson Mér finnst þetta alls ekki réttlátt. Að stjómendur skuli ekki taka neina áhættu; þeir tapa aldrei neinu, þeir fá alltaf sitt, hvern- ig sem fer. Ég ætla að skoða það al- varlega að ljúka viðskiptum mínum og míns íyrirtækis við þennan banka. Kristín Hallgrímsdóttir Mér finnst þetta hreint og beint dapurlegt, ég verð að segja það. Ég hef ekíd ákveðið hvort þetta mun hafa áhrif á við- skipti mín við bankann en ég mun skoða það alvarlega. Hvaðfáhinir Siguijón Þ. Ama- son, annar tveggja bankastjóra Lands- ' bankans, fær að kaupa bréf fyrir 3 miiljónir á ári í fimm ár, miðað við gengi í mars árið 2002. Þetta gæti skilað honum 20-40 milljónum króna í gróða. Halldór Guð- mundsson fær að kaupa bréf á genginu 3,58, fyrir 1,5 millj- ónir króna á ári í fimm ár. Auk þess er árangurstengdur kaupréttur upp á 2,4 milljónir á ári. Miðað við gengisþró- un undanfarið gæti þetta skilað Halldóri 30-50 milljónum króna í gróða. Bjami Ármanns- son, forstjóri ís- landsbanka, hefur áunnið sér rétt til kaupa á 30 milljón hlutum á genginu 4,06 til 4,43, eða bréf fyrir 127 milljónir að nafnvirði. Samningarnir hafa verið gerðir á mismunandi tímabilum. Erfiðara er að ráða í samning Bjama þar sem hann er gerður á mismun- andi tímum og miðað við gengi í gær er gróðinn 50%. Pabbi segir „Hreiðar er sonur eins og alla foreldra dreymir um að eignast, á allan hátt," segir Sig- urður Amór Hreiðarsson, veiðieftirlitsmaður og faðir Hreiðars Más Sigurðssonar. Sigurður var afskaplega feginn þegar í Ijós kom að Hreiðar var duglegur til vinnu. „Ég var glaður þeg- ar hann fór að vinna og frétti að hann var duglegur, ég hafði áhyggjur af því, enda var ég skipstjóri." Sigurður segir son sinn hafa haft gaman af því að höndla peninga í æsku. Hann er mest ánægður með hversu góður Hreiðar er við konu sína og böm. „Ég er sjóarakarlmenni af gamla skólanum en Hreiðar er íslenskt karlmenni af bestu gerð. Ég held að karlmennskan i dag sé að vera góður við fjölskyldu sína," segir Sigurður. Bráðgreindur dugnaðarforkur Hreiðar Már Sigurðsson er sonur fyrrum skipstjóra og hár- greiðsludömu. Hann ólst upp í Stykkishólmi en flutti til Reykja- víkur til að heíja nám í Verslunarskóla íslands. Félagar hans í skólanum segja hann hafa verið bráðgreindan og fljótan að hugsa. Hann var leiðtogi í sínum hóp og var virkur í félagslífinu, meðal annars gegndi hann stöðu ritstjóra skólablaðsins. Hann er sagður hafa verið tiktúrulaus og jarðbundinn, og ekki hneigst sérstaklega til viðskipta. Umræðurnar í Verslunarskólanum voru á léttum nótum og hann naut vinsælda. Honum er lýst sem traustum manni sem er stoltur af því að vera frá Stykkis- hólmi. Eftir menntaskóla lærði Hreiðar viðskiptafræði í Háskóla ís- lands og gegndi stöðu gjaldkera stúdentaráðs fyrir Vöku. Þaðan lá leiðin á Kaupþing. Þeir sem hafa átt í viðskiptum við hann segja hann traustan og sanngjarnan. Viðskiptafélagi hans lýsir honum sem einum besta syni íslensku þjóðarinnar. Hann er ekki talinn eiga marga ijandmenn, ef nokkra. Hreiðar er árangurssinnaður og vinnur hratt. Hins vegar hugsar Hreiðar það hratt að hann getur gleymt smáatriðum. Hann sér heildarmyndina en snýr sér að öðru án þess að búið sé að hnýta lausa enda. Bifreið Hreiðars Framkvæmdastjórinn keyrir um á Voikswagen Toureg.jeppa- bifreið bankans, sem kostar minnst 5,5 milijónir. Tegundin er kölluð Eyðimerkur- blómið afframieiðanda. Létu undan ofsareiði Viðskiptaráðherra var ofboðið. Utanrfkisráðherra var misboðið. Landbúnaðarráðherra botnaði ekkert í málinu og forsætisráðherra gekk út í Búnaðarbanka og tók út það sem hann átti, 530 þúsund krónur. Biskupinn sagði að græðgin væri óseðjandi púki. ís- landsbanki og Landsbanki ætíuðu að hafa opið til að taka við nýjum viðskiptavinum sem flykktust til þeirra með sparibaukana í gær. Stjórnarmaður í bankanum íhugar afsögn og starfsmönnum sveið. Aldrei fyrr hafa jafn margir orðið jafn hneykslaðir yfir einum samn- ingi sem gerður hefur verið hér á landi. Stjórnendur Kaupþings Bún- aðarbanka, Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri og Sigurður Einarsson stjórnarformaður, voru óvinsælustu menn landsins, og þóttust hólpnir að vera í útlöndum. Kenna múgsefjun um Sigurður og Hreiðar sendu frá sér yfirlýsingu klukkan fjögur í gær þar sem þeir lýstu yfir að þeir höfnuðu samningnum góða og ætluðu að ganga til nýrra samninga við bank- ann um kaup og kjör. Áður hafði ís- lenskt samfélag nánast farið á annan endann. Þeim hafði báðum staðið til boða að kaupa sex milljónir hluta í bank- Davíð Oddsson Vildi að bankinn losaði sig við Sigurð og Hreiðar. anum á genginu 156 en gengi bank- ans hefur verið í kringum 210 und- anfarna daga. Enn fremur skuldbatt bankinn sig til þess að verja Sigurð og Hreiðar gegn tapi vegna kaupanna. Sigurður Einarsson segist ekki vera svekktur yfir að hafa þurft að hafna kaupréttarsamningi sem bankinn bauð honum og Hreiðari Má Sigurðssyni og hefði getað fært þeim mörg hundruð milljónir króna. „Svekktur er kannski ekki rétta orðið. Ég er vonsvikinn, já sér- staklega yfir þessum viðbrögðum, og þessum ummælum sem margir af mjög valdamiklum og áhrifamikl- um aðilum, og einkum stjórnmála- mönnum, hafa viðhaft." Fullkomin vanþekking for- sætisráðherra Hann segir að menn hafi tjáð sig af fullkominni vankunnáttu „eins og viðskiptaráðherra, forsætisráðherra og fleiri. Það tekst að æsa upp ein- hvers konar múgsefjun í þjóðfélag- inu og til þess að hafa ró um starf- semi bankans og hag viðskiptavina og starfsmanna ákváðum við Hreið- ar Már að falla frá þessum rétti.“ Þið kennið múgsefjun um. „Ég kenni þessu ástandi og þess- um viðbrögðum í þjóðfélaginu um, já.“ Hann hneykslast á stjórnmála- mönnunum. „Það sem maður fyrst og fremst tekur eftir sem borgari í þessu landi er að manni finnst að stjórnmálamenn séu komnir út á verulega hálan ís þegar þeir setja lögin, hafa framkvæmdavaldið og jafnframt dómsvaldið." Dómgreindarskortur og græðgi Ríkisstjórnin ræddi málið á fundi sínum í morgun. DV ræddi við Dav- íð Oddsson forsætisráðherra sem var allt annað en ánægður með stjórnendur Kaupþings Búnaðar- banka. „Þetta er afskaplega dapur- legur samningur," sagði hann. „Hann ber vott um mikinn dóm- greindarskort og græðgi. Þetta er ekki til þess fallið að traust ríki um þessa stofnun." Spurður um hvað bankamenn- irnir gætu gert til að rétta stöðuna, rifjaði Davíð upp dæmi frá Banda- ríkjunum þar sem forstjóri City Group bankans hafnaði stórum kaupréttarsamningi. „Þannig að þeir eiga sitt úrræði að afturkalla þennan dæmalausa samning og hafna þessu," sagði Davíð í gær. Hann gekk út í Búnaðarbankann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.