Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2003, Blaðsíða 19
DV Fókus LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 2003 7 9 Brosmildur forsetl „EfDrottinn verndar eigi borgina vakir vörðurinn til ónýt- is,".var upphaf ræðunnar sem Kennedy náðialdrei að fiytja. Hann iést áður en honum gafst tækifæri til þess. afar margt öndvert; sem sannar ef til vill best að eitt sé gæfa og annað gjörvuleiki. Þá vakir vörðurinn til ónýtis Þegar Kennedy var skotinn til bana, aðeins 46 ára, var hann staddur í Dallas í Texas þar sem hann hugðist flytja tölu á vörusýn- ingu sem þar var haldin. Boðskapur ræðunnar var sá að bandaríska þjóðin hefði aldrei verið öflugri en einmitt á þeim tímapunkti. Jafn- framt hugðist hann fullvissa lands- menn sína um að máttur þeirra yrðu aldrei notaður til annars en þess að efla friðinn í heiminum. „Ef Drottinn verndar eigi borgina vakir vörðurinn til ónýtis," voru niður- lagsorð ræðunnar sem Kennedy ætlaði flytja, en honum entist ekki líf til þess. Aðeins klukkustund leið frá því að Kennedy var úrskurðaður látinn þar til varaforsetinn, Lyndon B. Johnson, tók við völdum. Hann var að vísu maður 'af allt öðru sauða- húsi en Kennedy og áherslur hans öðruvfsi. Friðurinn var honum ekk- ert hjartans mál, eins og stríðið íVí- etnam sannaði kannski best. Hvar varstu staddur? Fáir atburðir hafa orkað jafn sterkt á fólk og einmitt morðið á Kennedy. 1 hugum flestra eru stað- ur og stund greypt óafmáanlega í minnið. Það greip um sig ótti gagn- vart framhaldinu - og vitaskuld var tilefni til. Og víst breyttist heimur- inn með nýjum valdamönnum, rétt eins og John F. Kennedy hafði í skammvinnri valdatíð sinni mark- að spor sem vel mótar fyrir enn í dag,- sigbogi@dv.is Ástríður Helga Gunnarsdóttir: Starði út í bláinn „Ég var komin heim og sat hérna í eldhúsinu þegar þessi hræðilega frétt kom í útvarpinu. Enginn gat skilið hvernig svona hræðilegur atburður og alvarlegur glæpur gat gerst. Ég horfði út í blá- inn og loks brast ég í grát. Það fengu allir áfaJl við að frétta af þessu hræðilega morði," segir Ástríður Helga Gunnarsdóttir sem býr við Austurbrún í Reykjavík. Á þessum tíma starfaði hún í prentsmiðjunni Eddu, en átti síðar eftir að starfa um langt árabil í bandaríska sendiráðinu. Þar komst hún í kynni við ýmsa bandaríska framámenn sem meira að segja náðu alla leið í forseta- embættið. „Allir dáðust að Kennedy, bæði manninum og verkum hans. Ekki síður hans myndarlegu konu; þau Jacqueline voru eins og konungur og drottning í ríki sínu. Og Kenn- edy kom miklu til leiðar á þeim Ástríður Helga Enginn gat skilið hvern- ig slikur atburður gat gerst. skamma tíma sem hann sat á for- setastól," segirÁstríðurHelga, sem segir þennan eftirminnilega nóv- emberdag árið 1963 í minningunni vera eins og 11. september 2001 þegar árásimar miklu vom gerðar á tvíburaturnana í Nýju-Jórvík. Hinni dáðu Kennedyfjölskyldu hefur í raun gegnið afar margt öndvert; sem sannar eftil vill best að eitt sé gæfa og annað gjörvuleiki. Hinni dáðu Kennedyfjölskyldu hefur í raun gegnið afar margað gjörvuleiki. Margir íslendingar muna hvar þeir voru þegar þeir fréttu fyrst um morðið á Kennedy. Jónas Jónasson Greipt í minnið „Fjörutíu ár, er þetta virkilega orðið svona langt síðan,“ segir Jónas Jónasson útvarpsmaður þegar hann rifjar upp morðið á Kennedy. „Ég var þegar fréttin barst staddur inni á fréttastofu Útvarpsins. Sigurður Sigurðsson fréttamaður (Komiði sæl) hafði verið staddur niður á Alþýðu- blaði og sá þegar fréttin kom inn á fjarrritanum. Á Útvarpinu höfðu menn ekki athugða fjarrit- ann síðustustu mínútur en Sig- urður hringdi og sagði hvaða frétt hefði borist. En þegar þetta lá fyrir var þurfti fréttastjórinn í hvelli að virkja allan sinn mann- skap og hver gekk fumlaust og faglega til verka, bæði að afla fregna af atburðinum og eins að bregða upp svipmyndum úr lífi og starfi forsetans. Sjálfur var ég settur þarna í að skrifa innlendar fréttir, var fenginn aftur í það hlutverk sem ég hafði sinn endur fyrir löngu.“ Hann var sjarmerandi Jónas segist aldrei hafa verið neitt sérstakur aðdáandi forset- ans fremur en annara dauðlega manna. „En vissulega var hann sjar- merandi og það var fallegt þegar hann minnti þjóðina á að hún ætti að spyrja sig spurninga hvað hún gæti gert fyrir fósturjörðina, en ekki öfugt. Og síðan skulum við ekki heldur gleyma að Kennedy Útvarpsmaðurinn Erþetta svona langt síðan. var meingallaður maður, rétt einsog mestu hæfileikamenn heimsins hafa nú gjarnan verið." Fór um mig hrollur Nóvemberdagurinn 1963 er öll- um greiptur í minni og fólk man var það varð þegar fréttin vestan frá Dallas í Texas kom. „En surna daga ekki síður merkilega man fólk ekki. Man nokkur af eldri kynslóðinni 1. september 1939, daginn þegar síðari heimsstyrjöldinn hófst. Sjálfur man ég það úr aðdraganda þess stríðs að alltaf fór um mig hrollur þegar ég heyrði nafnið Hitler, hvort sem það vitnaði nú um einhverja spámannshæfileika mína eða ekki,“ segir Jónas. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Ótrúlegt andrúmsloft „Eg hélt dagbók árið sem ég dvaldi í Bandaríkjunum en þarf hennar þó ekki með þegar ég rifja upp þessa atburði. Enn í dag standa þessir dagar mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum," segir Vilhjálmur Þ. yilhjálmsson, borgarfulltrúi og formaður Sambands ísl. sveitarfé- laga. Hann fór síðsumars 1963 sem skiptinemi á vegum AFS til Banda- rikjanna og var vestra þegar Kenn- edy var skotinn. „Mér þótti mikið til forsetans koma. Hann bar með sér nýjar áherslur og nýja strauma inn í bandarísk stjórnmál; einkum á sviði mannréttindamála og félags- og velferðarmála". Sumir brustu í grát Vilhjálmur var skiptinemi í Kansas City í Missouri-fylki og var í körfúboltatíma í leikfimisal skólans þegar glumdi yfir allt í hátalarakerfi skólans að forsetinn hefði verið skotinn í heimsókn sinni til Dallas. Ekki væri vitað hvernig honum reiddi af en nokkru síðar var til- kynnt að hann væri látinn. „Nemendur og starfslið skólans var harmi slegið og sumir brustu í grát. Margir spurðu í sífellu hvernig þetta gæti gerst. Kennsla í skólan- um var þegar í stað felld niður," segir Vilhjálmur. Hann bætir því við að ekki síst hafi samnemendum hans úr hópi blökkumanna verið brugðið, enda hafi þeir talið sig eiga góðan banda- mann þar sem forsetinn var. Borgarfulltrúinn Var skiptinemi í Bandaríkjunum þessa eftirminnilegu daga. í beinni útsendingu „Það var einnig mjög sérstakt að heyra viðbrögð nokkurra einstak- linga sem létu sér fátt um finnast; hvort sem það stafaði af andúð á forsetanum, uppgerð eða einhverju öðru. Ég fór beint heim og fylgdist mjög vel með atburðarrásinni í sjónvarpinu þennan dag og næstu daga - og það í beinni útsendingu. Ég horfði á það gerast þegar Jack Ruby ruddist út úr þvöginni og skaut Oswald til bana þegar verið var að leiða hann til yfirheyrslu. Ég sé þetta enn fyrir mér og finn enn þetta ótrúlega andrúmsloft sem ríkti vestanhafs þessa nóvember- daga árið 1963.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.